Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985 Tanginn versiunarstaöur í 140 ár Tanginn um 1880. Á miðri mynd er sölubúð og íbúðarhús, saltbús og lifrarbræðsla er lengst tíl bægri. Húsið lengst tíl vinstrí gengur nú undir nafninu Sjóbúðin og stendur enn, en það er byggt tyrir 1850. Nú er kominn sökkull undir það eins og sjí mi i samanburðarmyndinni. Veltan margfaldast undanfarin ár, segir Gísli Guðlaugsson framkv.stj. 1140 ár samfellt hefur verið verslun á Tanganum í Vestmannaeyjum. Þessi verslun hefur verið í eigu nokkurra aðila, en mann- virkin á Tangalóðinni hafa ávallt verið notuð til fjölþætts verslunarreksturs. Tanganafnið eftir Tangavik, gömlu fjörunni, hefur löngum loðað við þessa verslun, en þó hefur hún borið önnur nöfn af og til. Nú heitir fyrirtækið Gunnar ólafsson og Co hf. sem rekur verslunina Tangann og umboð Eimskipafé- lags íslands í Vestmannaeyjum. Stærsti hluthafinn er Vinnslu- stöðin hf. í Vestmannaeyjum síð- an 1956. Framkvæmdastjóri er Gisli Guölaugsson og hefur hann stýrt fyrirtækinu síðan 1978, en á liðnum árum hefur rekstur og velta fyrirtækisins margfaldast. Þessi mynd rar tekin af starfsfólki verslunar Gunnars Ólafssonar í kringum 1930. Sat á púðurtunnu og kveikti f Upphaf Tangaverslunarinnar var það, að Jóhann Júlíus Fred- erik Birck myilusmiður stofnaði verslun á Tanganum milli Tanga- vikur og Bratta árið 1845. Þetta var nokkru eftir að Gaathaab- verslunin var stofnsett. Almenn- ingur kallaði verslun Bircks skjótt Tangaverslun, Tangabúð eða aðeins á tanganum, en Birck nefndi verslunarstaöinn Juli- ushaab, því hann hefur ugglaust gert sér góða von um gróða. Þarna byggði Birck sölubúð og fleiri hús. Lítið mun þó hafa kveðið að verslunarrekstri Bircks. Birck var ráðinn til ís- lands í upphafi til þess að byggja myllu í Þingholtunum í Reykja- vík. Síðan fékk Jens Benediktsson hann til Eyja til þess að gera kornmyllu þá sem hann lét reisa ofan á Bakarahúsið i Garðinum sumarið 1842. Þeirri smiði lauk í septembermánuði það ár. í rit- smíð Jóhanns Gunnars Ólafsson- ar, Verslunarstaðir í Vestmanna- eyjum, fjallaði hann m.a. um Tangann og Tangaverslunina. Þar segir, að Birck hafi verið | fæddur árið 1817, hann hafi lært trésmíðar. Sagt er, að hann hafi verið undariegur í háttum og skipt sér lítið af verslunarrekstri sínum. Hann hélt sig mest í lýs- ishúsi sínu og hafði þar svefnhús á loftinu. Að lokum varð Birck geðbilaður og lauk þannig ævi hans að 13. mars 1951 hvarf hann burtu af Tanganum með fjögurra potta kút fullan af púðri. Hélt hann vestur í Skansakletta undir Klifi, kveikti þar í púðrinu sitj- andi á kútnum og varð það hans bani. Einokunarverslun um árabil Verslun Bircks var síðan seld á uppboði 30. desember 1851 í kaup- höilinni í Kaupmannahöfn. Hæstbjóðandi varð N.N. Bryde, kaupmaður í Garðinum í Vest- mannaeyjum, og bauð hann i fyrir son sinn, J.P. Bryde, sem þá var tvítugur að aldri. Afsal fyrir eigninni var gefið út 1. september 1852 af A. Baumann, sýslumanni i Vestmannaeyjum. Var kaup- verðið 5.410 rikisdalir. Pétur Bryde rak síðan nokkra verslun á Tanganum um langt skeið. Hafði hann mikla verslun við ýmsa menn úr nærsveitunum og hefur mér talist til, segir Jóhann Gunn- ar, að á árunum 1855—1858 hafi verslað þar 61 maður úr nær- sveitunum og jafnvel alla leið austur á Síðu. Hafa þeir margir hverjir stundað sjóróðra úr Vest- mannaeyjum á vertíðum. Einnig skipti margt landskipa við Tangaverslun. Auk þess verslaði fjöldi Eyjaskeggja við verslunina. Pétur Bryde rak síðan verslun á Tanganum þangað til árið 1880. Faðir hans, N.N. Bryde, andaðist 9. ágúst 1879. Erfði Pétur þá Garðsverslun, því hann var einkabarn föður síns, og varð hann þar með eigandi að tveimur verslunum á sama stað. Um þessar mundir var sama manni óheimilt að reka tvær verslanir í sama kaupstaðnum. Bryde þurfti því að losa sig við aðra verslunina. Tók hann þá það til bragðs, að hann leigði Gísla Engilbertssyni, sem verið hafði verslunarstjóri á Tanganum um skeið. Var sá samningur gerður árið 1880. Var það mál manna, að um málamyndasamning væri að ræða, enda varð sú raunin á. H.E. Thomsen, kaupmaður í Góðu von, skrifaði Aagaard sýslumanni í júní 1880 og spurðist fyrir um hverjir rækju nú verslunina á Tanganum og í Garðinum. Aagaard sýslumaður svaraði fyrirspurninni 25. júní 1880 og er honum þungt niðri fyrir. Skýrir Aagaard sýslumaður frá því í bréfinu að Gísli hafi sýnt honum leigusamning um verslunina. Lauk sýslumaður bréfi sínu með þessum orðum: „Ef ætlunin hefur verið sú að hvetja mig til að rannsaka hvort leigumáli þessi milli kaupmannanna J.P.T. Bryde og Gísla Engilbertssonar væri málamyndagerningur þannig að verslunin þar væri nú rekin af Bryde kaupmanni, vil ég ekki láta þess ógetið að ég hef frá fyrstu gefið gaum að þessu máli sem mun verða rannsakað þegar ég sjálfur tel tilefni komið til þess.“ Ekkert var frekar gert í málinu og Gísli Engilbertsson rak versl- unina á sínu nafni þangað til 1889, en þá gaf Pétur Bryde syni sínum, Herluf Ingjald Bryde, verslunarstaðinn. Var Gísli eftir það talinn verslunarstjóri á Tanganum þar til Bryde hætti að reka þar verslun, árið 1893. Eftir það hafði Bryde engan rekstur á Tanganum. Það var síðan með stjórnarráðsbréfi dags. 23. okt. 1909, að Juliushaab-lóðin var tek- in af Bryde á þeim forsendum að hann notaði hana ekki lengur til verslunarreksturs. Verslun í hendur heimamanna Á gömlu Tangalóðinni rekur Gunnar Ólafsson & Co hf. nú Eimskipafélagsumboðið og stór- markaðinn Tangann. Fram- kvæmdastjóri beggja fyrirtækj- anna er Gísli Guðlaugsson og við ræddum við hann um fyrirtækin. Árið 1904 seldi H.I. Bryde Pétri O. Thorsteinssyni Juliushaab fyrir 8 þús. kr. Pétur J. Thor- steinsson var kaupmaður á Bildu- dal og víðar. Hann rak verslunina til 1910, að Gunnar ólafsson kaupmaður keypti verslunina og siðar kom Jóhann Þ. Jósefsson inn í fyrirtækið. Co-ið stendur fyrir Jóhann Þ. Jósefsson og hf. kom til þegar fjölskyldur bæði Gunnars og Jóhanns urðu einnig eigendur að fyrirtækinu. í milli- tíðinni hafði verið stofnað fyrir- tækið Tangabátarnir, sem gerði út fimm báta. Gísli Guðlaugsson vann hjá Gunnari Olafssyni & Co. árið 1955 og segir að um haustið hafi verið tilkynnt að eig- endur Vinnslustöðvarinnar myndu kaupa fyrirtækið þá um áramótin og menn gátu þá sagt upp vinnu sem vildu, en aðrir sem vildu halda áfram að vinna hjá fyrirtækinu gátu ráðið því. Gísli telur því að um áramótin 1955—1956 hafi orðið eigenda- skiptin í hendur þeirra aðila sem eiga Tangann nú. Lengst af, sagði Gísli, var Tanginn dönsk verslun. Hún var allsherjarverslun eins og verslun Gísla J. Johnsen á sínum tíma, en þessar verslanir háðu samkeppni. Þarna voru nýlendu- vörur, útgerðarvörur, bygg- ingarvara, veiðarfæri, olía og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Það má nefna að árið 1955 var Blíðfari í förum milli Reykjavík- ur og Vestmannaeyja. Þá var fyrirtækið einnig með olíuumboð lengst af og Eimskipafélagsum- boðið frá upphafi Eimskips, 1914. Á tímabilum hefur fyrirtækið einnig átt hlutdeild í útgerðar- rekstri. Um árabil þegar mest var í fyrirtæki Gunnars Ölafssonar & Co. hf., voru það tugir manna sem unnu hjá fyrirtækinu. Seglin voru nokkuð dregin saman 1956 með nýju eigendunum, enda öll aðstaða til verslunarreksturs breytt í Eyjum með tilkomu margra fleiri verslana. Gunnar Ólafsson var þá orðinn fjörgam- all maður og Jóhann Þ. Jósefsson sat á Alþingi. Áður en þessi sala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.