Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985
B 11
Dæmi um að fólk fái ekki
greitt það sem þrí ber
— segir Ólafur H. Jóhannsson, formaður Verzlunarmannafélags Skagfirðinga
Ljósmynd/Kári Jónsson
Ljósmynd/Mats Wibe Lund
Ólafur H. Jóhannsson er formaður Verzlunarmannafélags Skagafjarðar og
starfar hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga. „í Verzlunarmannafélagi Skaga-
fjarðar eru nálægt 200 félagar, en hér í byggðarlaginu starfa miklu fleiri við
verzlun og þjónustu en sú tala gefur til kynna.
Við slík störf er mikið af fólki i
smáfyrirtækjum þar sem eigendur
sjá um það sem gera þarf. Þar við
bætist að til skammst tíma var
skráningu fólks í félaginu mjög
ábótavant en nú hefur verið gerð
gangskör að því að rífa upp starf-
semi félagins og þar er i mörg
horn að líta.“
— Hvað er það einkum?
„Brýnasta verkefnið er að koma
skráningunni í viðunandi horf en
þar næst að fá samastað fyrir
starfsemina þannig að gögn fé-
lagsins séu aðgengileg á einum
stað. Þá er i ráði að gefa út smá-
blað og halda þar uppi fræðslu og
minna félagsfólkið á í hverju rétt-
indi þess séu fólgin. Það er
nauðsynlegt að geta leiðbeint fólki
varðandi þetta, ekki sízt þar sem
lífeyris-, orlofs og sjúkrasjóðsmál
hafa verið í hinnum mesta ólestr
hjá að heita má öllum öðrum
vinnuveitendum en kaupfélaginu.
Bftir að við fórum að koma lagi á
þetta hafa undirtektir vinnuveit-
enda verið mjög góðar, enda staf-
ar þetta ástand sjálfsagt ekki af
því að þeir hafi ætlað að koma sér
hjá einu eða neinu heldur fyrst og
fremst af því að þeir hafa hrein-
lega ekki vitað hvert bæri að snúa
sér með þetta."
— Hvað um launamál?
„Sumstaðar virðast þau vera í
ólestri. Það liggur fyrir að sumt
fólk hefur ekki fengið greitt það
sem því ber og er taxtinn þó svo
naumur að enginn er of sæll af
honum. Það er staðreynd að verzl-
unarfólk hér er mun verr launað
en verzlunarfólk í Reykjavík og
framtíðardraumur okkar sem er-
um í forsvari fyrir þessa stétt er
sá að hér verið greitt fyrir verzl-
unar- og skrifstofustörf eins og
gert er á suðvesturhorninu. Sömu
laun fyrir sömu vinnu, sem sagt.“
— Hver er munurinn á kjörum
verzlunarfólksins hér og í Reykja-
vík?
„Samkvæmt niðurstöðum
Kjararannsóknarnefndar greiða
einkafyrirtæki í Reykjavík starfs-
Ólafur H. Jóbannsson
Fri Sauðirkróki.
fólki sínu 10—45% meira en hér
er gert. Við höfum alltaf tekið mið
af þeim samningum sem Verzlun-
armannafélag Reykjavík, gerir
fyrir hönd sinna umbjóðenda, en í
reynd er þetta þannig að þar er
yfirborgað en hér er í langfiestum
tilvikum borgað eftir taxtanum.
Þó borga einkafyrirtækin hér um
slóðir í ýmsum tilfellum betur en
kaupfélagið.“
— Hvaða áhrif hefur það á
rekstur?
„Áður en ég fór að vinna hér hjá
Útgerðarfélagi Skagfirðinga var
ég í fimm ár deildarstjóri hjá
kaupfélaginu og það kom fyrir
hvað eftir annað að ég missti
prýðilegt starfsfólk beinlínis af
því hve launin voru léleg miðað við
það sem annars staðar var.“
Þar sem skráningu fólks er
ábótavant í verkalýðsfélagi á borð
við Verzlunarmannafélagið, eru
þá dæmi um að fólk sé ekki í neinu
verkalýðsfélagi ?
„Nei, það er nú öðru nær. Þess
eru fjölmörg dæmi að félög séu að
seilast inn á annarra svið í skjóli
þess að Verzlunarmannafélagið
hefur verið óvirkt. Sjálfur hef ég
orðið vitni að því eftir að ég kom
til starfa hér á skrifstofu Útgerð-
arfélagsins að Verkamannafélagið
og Verkakvennafélagið hafa verið
að bítast um starfsfólk hér hjá
fyrirtækinu — fólk sem átti heima
í hvorugu þessara félaga. Slíkt er
auðvitað ekki líðandi. Þetta skipt-
ir verulegu máli, t.d. í sambandi
við lífeyrismál. Nýlega varð Verzl-
unarmannafélag Skagafjarðar að-
ili að Lífeyrissjóði stéttarfélaga í
Skagafirði, en innan Verzlunar-
mannafélagsins eru margir í líf-
eyrissjóði Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, þ.á m.ég. Það er
skiljanlegt að fólk sé ekki reiðubú-
ið að ganga í nýjan lífeyrissjóð og
afsala sér þar með réttindum sem
það hefur áunnið sér annars stað-
ar, en ég er því fylgjandi að í stað-
inn fyrir alla þessa smásjóði verði
komið á einum lífeyrissjóði fyrir
alla landsmenn. Það gengur víst
treglega að koma á slíkri skipan
en ég-held að málið sé þannig vax-
iö að í framtíðinni hljóti menn að
koma sér saman um þetta réttlæt-
ismál,“ sagði Ólafur H. Jóhanns-
son. Á.R.
Egilsstaðir
Okkar aðná til fólksins
— spjallað við Ástráð Magnússon, skókaupmann í Krummafæti
Það er fyrst og fremst okkar mál, kaupmannanna, að ná til fólksins, hafa
eitthvað að bjóða því. Ef við stöndum okkur ekki í samkeppninni, erum ekki
samkeppnisfærir hvað verðlag, vörugæði og þjónustu varðar, er ekkert und-
arlegt þótt fólk leiti annað — jafnvel í önnur byggðarlög eða landshluta. Við
eigum fyrst og fremst að líta okkur nær ef eitthvað bjátar á i versluninni —
en ekki ætlast til þess að einhverjir aðrir lagi hlutina fyrir okkur — sagði
Ástráður Magnússon, skókaupmaður, er tíðindamaður Morgunblaðsins innti
hann álits á þeim barlómi sem stundum heyrist frá landsbyggðarversluninni.
Jú, það er rétt að flutnings-
kostnaðurinn er sumum verslun-
um úti á landsbyggðinni nokkuð
þungur í skauti — en það fer þó
talsvert eftir vörutegundum. Mér
sýnist t.d. verðlag hjá okkur hérna
í Krummafæti síst hærra en al-
mennt gerist í skóverslunum í
Reykjavík. Þar erum við fyllilega
samkeppnisfær þrátt fyrir flutn-
ingskostnaðinn. Skýringa á því er
trúlega að leita í álagningunni.
— En er samkeppnin heima
fyrir hörð?
Alls ekki. Margir halda að
ógjörningur sé að reka svona sér-
verslun í nábýli við stórverslanir á
borð við kjörbúðir kaupfélaganna
— en svo er ekki. Ef kaupfélögin
eiga að geta sinnt einstaka vöru-
flokki eins og sérverslanir gera
þýðir það stóraukinn mannafla
sem þau hafa hreinlega ekki efni
á. Hins vegar er ég sannfærður
um það að nábýli sérverslana og
stórverslana efli og bæti rekstur
hverra um sig.
— Eru margar skóverslanir á
Austurlandi?
Krummafótur er eina sérversl-
unin með skó á Austurlandi — en
auðvitað eru skódeildir í öllum
kaupfélögum og öðrum stórversl-
unum. Markaðssvæði okkar er því
mun stærra en ætla má — eða allt
frá Djúpavogi til Vopnafjarðar.
— Og hvernig skó selurðu svo
Austfírðingum?
Auðvitað góða skó; skó sem
hæfa hverju sinni. Hér geturðu
fengið íþróttaskó, öryggisskó,
spariskó og allt þar á milli. Auk
þess höfum við á boðstólum tösk-
ur, hanska, belti og því um líkt;
allt í stíl.
— Og þú ert bjartsýnn á við-
gang skóverslunarinnar á Austur-
landi?
Já, við þurfum skó eins og aðrir
landsmenn og meðan byggð dafn-
ar hér dafnar skóverslunin. Ég hef
ástæðu til að vera bjartsýnn. Ég
keypti þessa skóverslun fyrir tæp-
um sex mánuðum og á þeim tima
hefur verslunin aukist verulega —
og í dag erum við að flytja í nýtt
og rúmbetra húsnæði að Lyngási 1
— þar sem við verðum til húsa
ásamt úra- og skartgripaverslun-
inni Birtu sf. Og það er raunar
framtíðarsýn okkar sem rekum
sérverslanir hér á Egilsstöðum að
koma upp sameiginlegri verslun-
armiðstöð. Þannig getum við
stórbætt þjónustuna við fólkið og
þar með tryggt blómlega verslun.
Ólafur
Ástriður Magnússon, skókaupmaður, isamt dóttur sinni, Sig-
ríði, sem er verslunarstjóri Krummafótar.
Úr nýrri verslun Krummafótar og Birtu sf. að Lyngisi 1.
Morgunblaðið/Ölafur