Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 8
Ö ti MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985 „Höfum notið þess að vera þátt- takendur í þessu ævintýrí öllu Rætt við Sigurð Óla Ólafsson um upphaf verslunar á Selfossi Þegar Sigurður Óli Ólafs- son fyrrverandi alþingismaö- ur og kaupmaður á Selfossi hóf störf við verslun á Sel- fossi 1927 voru þar aöeins nokkur hús og u.þ.b. 100 íbú- ar. i‘egar hann hætti verslun- arstörfum 1964 hafði bærinn dafnað og vaxið hratt og mikið og íbúafjöldinn hafði hundruöfaldast. Við hittum Sigurð Óla að máli og spurð- um hann um starfið við upp- byggingu og þróun verslunar- innar á Selfossi sem hann stóð að um svo langt árabil og var alltaf í daglegu tali kennd við Höfn. Komst aldrei lengra en á Selfoss Ég er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka, sagði Sigurður óli, stundaði ýmiss konar störf. Allir urðu að vinna bæði til sjós og lands. Oftast vann ég í vegavinnu á sumrin. Árið 1919 fór ég til Reykjavíkur að iæra á bíl en upp frá því hóf ég bílaakstur, ýmist á eigin vegum eða í félagi við aðra, þar til 1927 að ég hóf störf við hina nýju verslun á Selfossi sem tengdafaðir minn, Guðmundur Guðmundsson, hafði stofnað til. Ég festist á Selfossi, komst aldri lengra sem kunnugt er. Sumir jafnaldrar mínir og félagar héldu áfram til höfuðborgarinnar, urðu togaraskipstjórar, kaupmenn, listamenn og allur skrattinn. Ég fór inn í þetta starf með full- an hug á að láta þetta ganga upp. Það var mjög vafasamt á þeim tíma hvernig þetta kæmi út. Við vorum í rauninni að reyna að hifa upp fallít fyrirtæki og ekker klárt hvemig þessi bóla sem reis upp mundi ganga. Þá hafði ég verið giftur Kristínu dóttur Guðmundar í tvö ár en við bjuggum uppi á lofti í verslunarhúsinu í nær 20 ár eða þar til ég byggði eigið hús 1947. Maður hugsaði ekkert í fyrstu hvemig útfallið á því yrði, versl- uninni í heild og þróuninni, en þetta var alltaf að smávaxa. Ég lenti svo fljótt í hreppsmálum og ýmsu, en það er nú önnur saga. Þessi verslun á Selfossi var fyrst og fremst 100% sveitaverslun. Þjóðbrautin lá um Selfoss Þá hafði Eyrarbakki verið kom- inn með um þúsund manns en það fækkaði verulega fólki í plássinu, líklega um nær helming, og upp úr því fór Selfoss að vaxa. Verslunin kom þar, mjólkurbúið, banki, pósthús, og utan um þennan kjarna byggðist Selfoss. Kaupfé- lag Ámesinga var síðan stofnað 1929. Við fórum fljótt út í slátrun á árunum milli 1930 og 1940. Hún smá jókst, svo byggðum við slát- urhús, fyrst 1930. Og enn er slátr- að hjá Höfn. Nýja húsið var byggt um 1960 og það var slátrað um 5—6 þúsund fjár á ári. Það hafði töluvert að segja fyrir verslunina að taka við fé af bændunum á haustin, það jók á viðskiptin. Nýja húsið, sem var byggt 1960, var byggt eftir kúnstarinnar regl- um og er enn í fullu gildi. Eg spurði Sigurð Óla um aðdraganda verslunarinnar á Selfossi. Kaupfélagið Hekla var stofnað 1927 og hóf verslun á Eyrarbakka. Stofnendur voru bændur, flestir úr uppsveitum Árnessýslu. Félag- ið náði bráðlega umtalsverðum viðskiptum í sýslunni og varð það m.a. til þess að draga verslun frá hinni dönsku Lefolii’s verslun á Eyrarbakka, sem enn var stærsta og voldugasta verslunin á Suður- landi. Árið 1910, en þá hafði Hekla starfað í þrjú ár, varð sú breyting á dönsku versluninni að eigand- inn, Lefolii, stofnaði hlutafélag er hann gaf nafnið Einarshöfn hf. Aðalhluthafar voru Lefolii sjálfur og fjölskylda hans. Breyting á rekstri verslunarinnar var engin, verslunarstjórinn var danskur eins og áður og yfirstjórnin í Danmörku, en nafnið íslenskt. Næstu árin störfuðu þessar tvær verslanir, ásamt fleirum sem stofnaðar höfðu verið undanfarin ár á Bakkanum, við þverrandi viðskipti, því nú var komið annað sameiginlegt vandamál til sög- unnar viðkomandi verslunum á Eyrarbakka, hinn gamli verslun- arstaður var ekki lengur í alfara- leið, hann var orðinn afskekktur staður, bílaöldin var gengin í garð, daglegar ferðir úr héraði suður yf- ir Hellisheiði með fólk og farang- ur færði verslunina meir og meir úr héraði til Reykjavíkur, við því varð ekki spornað. En við þessar samgöngubreytingar varð Selfoss umferðarmiðstöðin. Þar áttu nú allir leið um og þar var komin föst verslun. Það næsta sögulega sem gerist í verslunarmálum á Eyrarbakka er að verslunin Einarshöfn hf. selur allar fasteignir sínar og lausafé á staðnum, þar með allar vörubirgð- ir. Kaupandi að öllu saman var Kaupfélagið Hekla. Þar með var lokið aldagamalli einokunarversl- un Dana á þessum stað, verslunin orðin alíslensk. Kaupsamningur um þetta er dags. og undirritaður í Kaupmannahöfn 11. apríl 1919. Útibú á Selfossi 1924 ákvað Hekla að setja upp útibú á Selfossi, keypti lóð af Sel- fossbændum á góðum stað beint á móti brúnni, 35 m á breidd og 80 m á lengd. Á þessari lóð reisti félagið hús sem það átti á Eyrarbakka, reif það niður og flutti á Selfoss. Hús þetta var í byrjun reist í Þor- Sögðu að við hefðum stolið öiium hestum bæjarins inn hefði stolið öllum hestum bæj- arins og riðið gandreið um göturn- ar. Við fengum aðstöðu hjá Marz- ellíusi heitnum Bernharðssyni í kjallaranum í Bræðraborg. Hann var okkur bæði góður og skiln- ingsríkur og ég veit ekki hvort hann fékk nokkum tíma borgaða leigu. Viðtal við Önnu Lóu Guðmundsdóttur kaupmann á ísafirði Anna Lóa GuAmundsdóttir, kaupmaöur á ísafirói, er ein fjögurra eigenda Bláskeljar sf., sem rekur bamafataverslunina Legg og skel í vöruhusinu Ljóninu á ísafirói. Auk þess að reka vcrslun hefur Anna LÁa fjölda áhuga mala. Hún er félagi f Garðyrkjufélagi ísfirdinga og Litla leikklúbbnum. auk þess sem hún stundar nám í öldungadeild Menntaskólans á ísafirði og stefnir að stúdentsprófí í haust með fyrsta árganginum úr öldungadeild þess skóla. Litli leikklúbburinn Anna Lóa er einn stofnanda Litla leikklúbbsins á ísafirði og var á sl. vetri ritstjóri afmælisrits sem gefið var út í tilefni af 20 ára afmæli klúbbsins. Hún er önnur tveggja stofnenda sem enn taka þátt í starfseminni. Hún segist þó aðeins tvisvar eða þrisvar hafa komið fram á sviði og aðeins einu sinni leikið alvöruhlutverk. Það var í fyrsta stykkinu sem Margrét Óskarsson leikstýrði. „Ég átti að leika einhverja vælukellingu og fína frú, alveg hundleiðinlega rullu. Ég veit ekki hvernig það gekk, en ég held að ég sé enginn leikari. Ég sé um förðun og hár- lagningu leikaranna, enda er ekki minna mál að það sé í lagi eins og annaö sem gert er i leikhúsinu. Lítið álit og grallaraháttur Það var oft ansi líflegt fyrstu árin enda vorum við öll miög ung. Klúbburinn var ekki hátt skrifað- ur hjá bæjarbúum og oft þurftum við að standa í ströngu við að leið- rétta alls kyns kjaftasögur. Ein- hverju sinni tóku strákar hesta traustataki um nótt. Daginn eftir var sagan sú að Litli leikklúbbur- Táp og fjör í Gautaborg Ég var fararstjóri í leikferð til Svíþjóðar 1971 á leiklistarviku sem haldin var i tilefni af 300 ára afmæli Gautaborgar. Við fengum styrk frá Norræna menningarmálasjóðnum til farar- innar. Það var alveg stórkostleg ferð. Við vorum með 3 sýningar á Táp og fjör eftir Jónas Árnason. Höfðum þýtt ágrip af textanum á sænsku, sem við létum fylgja með leikskránni. Sfðan sátum við fremst á sviðinu og svöruðum fyrirspurnum. Og Svíarnir sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.