Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 9
»r.T«fmÁ 8 HTlf)AíTP AíYTTA J fí'f J A IfTMTTOífOí/' MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985 B 9 Húsið Höfa, sem flutt rar til Selfoas frí Eyrarbakka og Sigurður rerslaði ífrí 1927 tti 1964. lákshöfn. Sá hét Gísli Jónsson sem það gerði. Hann var ekki nema nokkur ár í Höfninni, flutti þá til Eyrarbakka, reif hús sitt niður og flutti það með sér. Hann reisti það á Einarshafnarhlaði og nefndi það Höfn. Nú var hús þetta risið í þriðja sinn og nú á Selfossi og hélt nafninu Höfn. Uppkomið var það hæð og hátt ris með stórum kvisti á norðurhlið, 110 ferm. að flatar- máli. Grunnur undir því var hlað- inn úr hraungrýti, kjallari enginn. í þessu húsi var íbúð á efri hæð- inni tii ársins 1947 eða i 22 ár, verslunin á neðri hæðinni til 1969, eða í 44 ár. Húsið var stækkað 1931 með tveggja hæða viðbygg- ingu við suðurhlið. I þessu húsi hafði Hekla útibú i eitt ár, þ.e. 1925. Það var síðasta starfsár hennar. Félaginu var slit- ið og það gert upp 1926. Það af- henti þá Landsbankanum allar fasteignir sínar á Eyrarbakka og Selfossi til skuldalúkningar en Guðmundur Guðmundsson, sem verið hafði kaupfélagsstjóri Heklu frá 1910, keypti vörubirgðir fé- lagsins og útistandandi skuldir eins og hvort tveggja var í árslok 1925. Guðmundur tók nú á leigu hjá Landsbankanum húseignina Höfn á Selfossi ásamt tilheyrandi lóð og hóf þar verslun sína í árs- byrjun 1926 og nefndi hana Versl- unina Höfn. Þarna rak Guðmundur eigin verslun til ársloka 1927. Þá varð sú breyting á að nýir eigendur komu til sögunnar og stofnuðu sameignarfélagið S.ó. Olafsson og Co. Stofnsamningur var gerður 2. apríl 1928. Stofnendur og eigendur voru: Guðmundur Guðmundsson kaupmaður, Sigurður óli ólafs- son, verslunarm., en hann hafði þá verið starfsmaður við verslun Guðmundar á Selfossi frá 1. maí 1927, og Júlíus Guðmundsson stór- kaupmaður frá Reykjavík. Strax á fyrsta ári verslunarinn- ar keypti hún fasteignir er Guð- mundur hafði haft á leigu frá Landsbankanum, þ.e. verslunar- húsið Höfn ásamt tilheyrandi lóð fyrir 15.000 krónur. Þá keypti það einnig viðbótarlóð, framhald af Hafnarlóðinni, 35 m á breidd og 218 m á lengd, 7.630 ferm. fyrir 1.200.- krónur. Á þessari lóð standa nú allar byggingar Hafnar hf. að meðtöldu íbúðarhúsinu Hafnartún, sem félagið á einnig, sem kunnugt er. Þrátt fyrir þá nafnbreytingu sem varð á fyrir- tækinu þegar sameignarfélagið tók við af einkaverslun Guðmund- ar, gleymdist ekki Hafnarnafnið, það var alltaf í almennu tali hér á Selfossi og nágrenni „að fara út í Höfn“. Verslunin S.ó. Ólafsson & Co. var rekin í sama horfi og áður til ársins 1942. Þá var Július Guð- mundsson, einn af eigendum sam- eignarfélagsins látinn, en tveir nýir menn orðnir fastir starfs- menn við verslunina, þeir Arnold Pétursson og Guðmundur Geir Ólafsson. Þeir keyptu hlut Júlíus- ar í félaginu og var þá stofnað hlutafélagið S.ó. ólafsson & Co. hf. sem yfirtók allar eignir S.Ó. Ólafsson & Co. S.ó. ólafsson & Co. hf. hélt verslunarrekstrinum áfram I sama formi og áður. Viðskipti juk- ust í þorpinu eftir því sem íbúum fjölgaði einnig við bændur og átti hið nýja sláturhús félagsins sinn þátt í því. Þetta gekk til ársins 1964 • Þá verður sú breyting á að ný- stofnað kaupfélag á Selfossi, Kaupfélagið Höfn, kaupir allar fasteignir S.Ó. ólafsson & Co. hf. á Selfossi og Stokkseyri, öll versl- unaráhöld og þrjá bíla. Einnig allar vörubirgðir versl- unarinnar eins og þær töldust 1. sept. 1964. Kaupsamningur og af- sal voru undirrituð 7. október 1964. Þegar S.Ó. ólafsson & Co. hf. selur hinu nýja kaupfélagi verður sú breyting að nú hverfa frá fyrir- tækinu Guðmundur Guðmundsson eftir óslitið forustustarf við það í 38 ár og Sigurður Óli eftir 37 ár. Annað starfsfólk mun hafa haldið áfram starfi hjá kaupfélaginu, þar Á Selfossi er bæði úti- og innisundlaug. en 1934 en þá gjörbreyttist þetta. Fljótlega keyptum við okkar eigin rafmagnsmótora og þá seldum við einnig rafmagn í næstu hús við verslunarhúsnæðið. Víst hafði ég gaman af verslun- inni, vann mikið og það var annað hvort að duga eða drepast. Við fengum fljótt bíl og reyndar bila til að flytja vöruna úr Reykjavík og keyra síðan út um sveitir. Við vorum í búðinni á daginn og svo skrapp ég út um sveitir á nóttunni með vörurnar. Maður var ungur og hraustur þá og ákveðinn í að láta þetta ganga. Athafnasemin jókst með versluninni, bæði í plássinu og i sveitinni, og maður sér það sérstaklega eftir á hvað verslun og slík þjónusta er einn af _ grundvallarþáttum framþróunar og uppbyggingar. Þessi verslun okkar var sem betur fer persónuleg á margan hátt, það var mjög áberandi fyrr- um í versluninni. Fyrstu árin þeg- ar karlarnir komu í heilu lestun- um með ullina á vorin var það sið- ur að menn fengu veitingar, kaffi og meðlæti á okkar heimili. Þann- ig var þetta opnari kunningsskap- ur. Konurnar komu gjarnan með og oft krakkarnir líka og til marg- ra vináttubanda var stofnað í gegnum verslunina og spjallið. 1 heild var þetta líflegur tími og mikil vinna, oft þröngt á þingi því margt var fólkið. En það er skemmtilegt að hafa lifað það að koma í þetta pláss, Selfoss, þar sem voru 7—8 hús þegar við kom- um hingað og á bilinu 50—100 íbú- ar, en nú er Selfoss yfir 3.000 manna bær. Við höfum notið þess hjónin að vera þátttakendur i þessu ævintýri öllu. Það hefur ver- ið í mörg horn að líta á löngum vegi en sem betur fer er margt gott sem gekk fram og það er gott að eiga heima hér. Grein: Árni Johnsen á meðal Arnold og Guðmundur Geir og enn má sjá þá hlaupa um hús í Höfn hf. en á þessu ári eru 60 ár liðin síðan Kaupfélagið Hekla hóf verslun sína á Selfossi í Höfn árið 1925. Ekkert vatn og ekkert rafmagn en áfram haldið Jú, það voru ýmsir erfiðleikar sem komu upp við verslunina á Selfossi í upphafi. Það var ekkert vatn sem við höðfum aðgang að, ekkert rafmagn. Við tókum vatn úr jarðbrunnum skammt frá hús- inu og vatnsveitan kom ekki fyrr Sumarstemmning i Selfossi fyrir skömmu. eru nú voðalega vandamálaþjóð voru mjög „sentimental" í lokin og vildu endilega að maðurinn og konan sem aðalhlutverkin skipuðu fengju að eigast, en það var mjög erfitt, þar sem hann var bróðir eiginmanns konunnar. Vagnhjól og mjólkurbrúsar Við tókum sviðsmyndina með okkur út, m.a. gamalt vagnhjól og nokkra mjólkurbrúsa. Strax á fyrstu sýningunni voru okkur boðnir peningar fyrir dótið, en við gáfum það i lokin þeim sem okkur fannst að hefðu hjálpað okkur mest þarna. Síðar fréttum við að þetta hefði orðið til leiðinda, því margir vildu eignast og þótti sum- um að þeir ættu meiri rétt til gjaf- anna en þeir sem fengu. Lokahófið var aldeilis æðislegt. Við sigldum út í eyju utan við Gautaborg, þar sem hófið fór fram í eldgömlu virki. Á borðum var v r \ . f . Anna Lóa Guðmundsdóttir villidýrasteik. Það var svosem allt í lagi með steikina, en hún var svo þurr, að menn höfðu orð á því allt kvöldið að þeir þyrftu að bleyta í kjötinu. Við vorum eini leikhópur- inn sem var með hefðbundið leik- form. Þarna sáum við allskonar uppákomur félaga okkar af hinum Norðurlöndunum. Við vorum að frá morgni til kvölds alla vikuna til að fylgjast með og komum heim uppfull af hugmyndum. Framtíð leiklistarinnar Nú erum við sem byrjuðum að komast á þann aldur félaga í Leik- félagi ísafjarðar þegar það datt uppfyrir. Sem betur fer er ungt og duglegt fólk komið til starfa, en vonandi þarf það ekki að standa óstutt af reyndara fólki eins og við urðum að gera í upphafi og við viljum gjarnan að gott samstarf sé með okkur og þeim yngri svo nota megi þá reynslu, sem við höf- um öðlast á 20 ára starfsferli til að treysta enn betur leiklistarlifið á ísafirði. Gróska í versluninni Mér finnst mjög gaman að versla og gott að vita af því, núna aðeins tæpum tveim árum eftir að við byrjuðum, er fólk farið að segja að það þurfi nú ekki lengur að fara suður til Reykjavíkur til að kaupa fötin á börnin sín. Við vitum líka, að fötin hjá okkur eru ekki dýrari en sömu föt í Reykja- vík og oft eru þau ódýrari. Og saumastofan Hleinar, sem við stofnuðum í vetur með Sigrúnu Lyngmó klæðskera, hefur haft nóg að gera. Við opnum þar eftir sumarfri í nýju og stærra húsnæði sem skapar aðstöðu fyrir 10 kon- um í vinnu, sagði Anna Lóa Guð- mundsdóttir að lokum og var þot- in til að þjóna aðkomufólki sem sá eitthvað fallegt í búðinni hennar á loftinu i Lóninu. Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.