Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985 Skemmtileg og falleg sérverslun, Te og kaffi, hefur tekid sér bólfestu vió Barónsstíg 18. l>ar eru tugir teg- unda af tei og kaffi á boóstólum og sitthvað sem er vel við hæfi á borðum með þeim drykkjum. I*að eru hjónin Sigmundur Dýrfjörð og Berglind Guðbrandsdóttir sem opnuðu Te og kaffi í maí 1984. Áður var þar skó- smiður við störf í húsinu, síðar skó- verslun og bókaútgáfan Fjölnir á undan sérversluninni Te og kaffi. Það er sagt að listin að laga te sé runnin upp í Kína. Sögurnar herma að uppfinningamaður tesins hafi verið keisarinn Shen-nung, kallað- ur hinn guðdómlegi læknir. Shen- nung á að hafa lagað fyrsta tebolla sögunnar árið 2737 fyrir Krist. Aðrar sögur halda þvi fram, að Búddistamunkurinn Dharuma, hinn „hvíti Búdda“ hafi verið upp- hafsmaður tesins. Dharuma sat eitt sinn í hugleiðingum og fann þá allt í einu fyrir ómótstæðilegri syfju. Hann skar þá af sér augna- lokin og henti þeim á jörðina. Þar sem þau féllu óx siðar upp planta og af blöðum hennar var hægt að laga drykk sem kom f veg fyrir sljóleika. Önnur „dagsetning" varðandi upphaf tesins er i kringum 500 fyrir Krist. T.d. nefnir Kong-fu-ste te árið 550 fyrir Krist. Með vissu er vitað að drykkurinn te hefur verið þekktur i Kína í a.m.k. 2000 ár, jafnvel þó að haldið sé að sjálfur terunninn komi frá Norður- Indlandi. Kínverjar voru einnig fyrstir að skapa sérstaka menn- ingu í sambandi við te, temenn- ingu. Fyrsta bókin um listina að laga te, Að laga og drekka te, var skrifuð af Lu-yu árið 780. Hún er til í London Library. í Te og Kaffi á Barónstíg Sigmundur I bæklingi sem er á boðstólum í Te og kaffi er kynntur lækninga- máttur hinna ýmsu tejurta, hvern- ig á að hella upp á te og kaffi svo bestur árangur náist og menn fái sem mest út úr þessum alþjóðlegu drykkjum nútímans. Margt ffsilegt er í dollum og dunkum. „Þegar við hófum þennan rekst- ur,“ sagði Sigmundur i spjallinu, „þá leituðum við út um borg og bæ að kaffikvörnum og fengum kaffi- kvarnir úr gömlu Silla & Valda- búðunum, kvarnir sem búið var að leggja fyrir alllöngu. Vogirnar fengum við þar líka. Sigurjón i Að- alstrætisbúðinni var búinn að koma stóru tvöföldu kvörnunum niður i kjallara hjá sér, en það er ánægjulegt að vera búinn að fá þessar gömlu kvarnir aftur í vinnu. Við vorum búin að ganga með draum um svona búð lengi, i mörg ár, áður en við fórum af stað. Nú fær hver kaffi eftir sínu höfði. Við Gluggarnir í Te og Kaffi eru skemmtilega skreyttir. stillum kvarnirnar eftir þvi hvað viðskiptavinurinn vill hafa kaffið grófmalað. Hér er ekkert vigtað fyrirfram og við tökum oft 5—10 eins mikið og frekast er kostur af hlutum sem fylgja og einnig svolít- ið af meðlæti, súkkulaði, kandís með sykri, sultu og fleira góðgæti. Morgunblaðið/Árni Johnaen dunka niður úr hillunum áður en viðskiptavinurinn ákveður hvað hann velur. Það má segja að þetta sé afgreiðsla upp á gamla móðinn og hún er talin seinni en gengur og gerist í nýjustu verslunartækni, en fólk notar tímann til að velta fyrir sér og velja og það virðist vera hluti af búðarferðinni. Við erum fyrst og fremst með kaffi og te og Tugir tegunda af te, kaffí og ýmsu góðgæti Við erum með 10 tegundir af kaffi- baunum og það nýjasta er að við bjóðum upp á kúmenkaffi. Kaffið kemur allt í gegnum Danmörku, en það hefur ekki gengið áfallalaust að útvega eins margar tegundir af tei eins og við erum með. Við erum nú með 50 tegundir af tei og 10 tegundir af jurtum. En allt þetta úrval hefur virkað stjarnfræðilega á tollayfirvöld. Við erum t.d. með þrjár tegundir af Earl Graytei og tvær þeirra verðum við að blanda sjálf vegna hárrar tollaflokkunar eða 200% gjalda þegar við fáum blönduna tilbúna erlendis frá. Þetta er Earl Graytegund, sem er með bláum blómum, stokkrósarteg- und og önnur með gulum jasmin- blómum. I hverju kg af teinu með jasminblómunum eru 20 grömm af jasminblómum og það eru þessi 20 grömm, sem hleypa tollinum upp í 200% gjöld nema við flytjum blóm- in inn sér og blöndum hér heima, þá er þetta ekkert vandamál. En við erum að reyna að vinna þessu framgang og gæðin fara eftir því hvar jurtirnar eru ræktaðar í heiminum, í hvaða hæð o.s.frv. Það má segja að hjá okkur hafi verið stöðug aukning i sölu, en uppistaðan er þó fastir viðskipta- vinir og þeim fjölgar hægt og síg- andi. Það er mikið um að fólk kaupi hjá okkur í gjafapakkningum í tækifærisgjafir í stað blóma t.d. Margir eru sérvitrir. Við erum t.d. með þrjár tegundir af kaffi, sterkt, millisterkt og veikt. Margir búa orðið sína eigin blöndu eftir eigin uppskrift. Kaffigull samanstendur t.d. af 4 baunategundum, en sumir vilja blanda allt að 6 tegundum bauna saman. Sumir kaupa í kílóa- tali ákveðna blöndu, t.d. kona, sem á langt að, frystir kaffið heima hjá sér. Þá sendum við talsvert í póstkröfu, en það skemmtilega, í þessu er að það er mikið spjall að í þessari búð, eiginlega algert kaffi- spjall í vangaveltunni um hvað sé best. Á laugardögum t.d. kemur oft sama fólkið. Það heldur upp á helg- ina með því að kaupa sér sérstakt kaffi eða te, eitthvað sem því líkar og þykir hátíðabrigði að. Það má þannig segja, að hér sé persónuleg afgreiðsl.a a.m.k. þegar hæfilega mikið er að gera.“ - á.j. Skemmtilegra að afgreiða en vinna í mjólkurstöð — segir Guðmundur Bragason í Húsprýði í í versluninni Húsprýði f Borg- arnesi, sem nú hefur verið starf- andi á þriðja ár, að sögn verslunar- stjórans, Braga Jósafatssonar, er verzlað með húsgögn, reiðhjól, rafmagnstæki, gjafavörur og skó- fatnað. „Sæmilega, en ekki meira en svo,“ sagði Bragi þegar spurt var hvernig reksturinn gengi, „það er nú kannski fyrst og fremst af þrjózku sem hlutafélag rekur þessa verzlun. Það er allt annað er auð- velt á svona stað að vera í sam- keppni við kaupfélagið sem yfir- gnæfir allt og hefur allt aðra að- stöðu en við á öllum sviðum.“ Þegar Morgunblaðsmann bar að var Guðmundur Bragason að sinna hópi viðskiptavina sem voru að fá sér skó en gaf sér síð- an tíma til að spjalla. „Ég er hér aðeins í sumaraf- leysingum," sagði Guðmundur, „og ég get e.t.v. varla talizt nýliði því að ég hef verið við þetta ann- að veifið frá 12 ára aldri. Annars er ég að læra rafeindafræði. Á Borgarnesi sumrin hef ég líka starfað í Mjólkurstöðinni en þar var oft eftirvinna. Um hana er ekki að ræða í verzluninni en á móti kemur að það er skemmtilegra að vinna við afgreiðslu en mjólkina. Margt af því fólki sem hingað kemur þekkir maður en einnig er talsvert af aðkomufólki. Það er ánægjulegt ef hægt er að gera fólki til hæfis og útvega því það sem það vanhagar um, en um vöruþekkingu er það að segja að ég hef ekki hlotið neina aðra fræðslu um hana en þá sem mað- ur tileinkar sér jafnóðum og lær- ir af þeim sem hafa mikla reynslu á því sviði. Viðskiptavin- irnir eru auðvitað eins misjafnir og þeir eru margir, en til algjörra undantekninga heyrir ef þeir eru ekki kurteisir og vingjarnlegir," sagði Guðmundur Bragason um leið og hann sneri sér að næsta viðskiptavini sem líka var að spyrja um skó. Borgarnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.