Morgunblaðið - 30.08.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 30.08.1985, Síða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 193. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins > MMHHp •***»» > FUNDUR ÍLOFTI Símamynd/AP Atlantshafsbandalagið heidur um þessar mundir umfangsmiklar heræfingar á Norður-Atiantshafi og hafa Sovétmenn uppi mikinn viðbúnað til að fylgjast með þeim. Hér er bresk þota af gerðinni „Lightning“ að fylgjast með ferðum sovéskrar fiugvélar, sem á ensku er kölluð „Bear Charlie". Var myndin tekin yfir Norðursjó. Háttsettur Austur-Þjóðverji flýr til Vestur-Þýskalands Grænland: Sovétmenn fara fram a veioi- heimildir Kaupmannahöfn, 29. ágúst. Frá N J. Bruun, Grænlands- fréttaritara Morgunblaösins. SOVÉTMENN hafa mikinn áhuga á að fá veiðiheimildir við Grænland og ræddu það mál við Lars Emil Johan- sen, sem fer með sjávarútvegsmál í grænlensku landstjórninni, þegar hann var í Moskvu fyrir skömmu. í grænlenska útvarpinu kom fram að það sem Sovétmönnum lá mest á hjarta í heimsókn Johan- sens í Moskvu var að fá leyfi til að veiða innan grænlenskrar fisk- veiðilögsögu og höfðu þeir einkum áhuga á grálúðu og slétthala eða slétta langhala. Var haft eftir Johansen að tekið hefði verið vel í þessar hugmyndir Sovétmanna og væntu Grænlendingar þess að Sovétmenn keyptu þá af sér í stað- inn selskinn, sem nú mega heita óútgengileg vara á evrópskum markaði. Dagblöð segja flóttann tengjast njósnamálunum Bonn, Vestur-Þýskaiandi, 29. ágúst. AP. HÁTTSETTUR starfsmaður í aust- ur-þýska utanríkisráðuneytinu hefur flúið land og beöist hælis í Vestur- Rúmenía: Skyldu- vinna Búkarest, Rúmeníu, 29. ágúst AP. SAMKVÆMT nýjum lögum, sem ganga í gildi nú í haust, verður öllum vinnufærum mönn- um í Rúmeníu gert að vera í þegnskylduvinnu í sex daga á ári og færa ríkinu að auki árlega upphæð, sem nemur allt að ein- um þriðja af mánaðarlaunum. Nýju lögin, sem verða tekin til umræðu 10. sept. nk., kveða á um, að allir vinnufærir menn og konur, sem eru 18 ára eða eldri, vinni kauplaust í sex daga á ári við ýmiss konar störf og er til þess ætlast, að þegnskylduvinnan sé unnin á sunnudögum eða á þeim laug- ardögum, sem annars eru frí- dagar. Auk þess verður hverri fjölskyldu gert að leggja árlega af mörkum til ríkisins allt að 3.700 kr. (ísl.) en það fer nokk- uð eftir fjölskyldustærð. Þeir, sem svíkjast um að mæta í þegnskylduvinnuna, verða sektaðir um rúmar 400 kr. á dag. Efnahagsörðugleikar eru gífurlegir í Rúmeníu og flest skammtað, matvæli, rafmagn og olía. I landinu eru um fimm milljónir fjölskyldna og er áætlað, að þær muni þurfa að leggja fram sem nemur allt að 10 milljörðum ísl. kr. Vinnu- vikan í Rúmeníu er 46 stundir og frí einn laugardag eða tvo i mánuði. Þýskalandi. Tvö vestur-þýsk dagblöð segja, að flótti hans sé tengdur njósnamálunum að undanfórnu en talsmaður stjórnarinnar ber á móti því. Vestur-þýskum gagnnjósna- manni, sem var handtekinn í morg- un, hefur verið sleppt úr haldi og er hann ekki lengur grunaður um græsku. Jurgen Sudhoff, talsmaður v-þýsku stjórnarinnar, sagði, að Austur-Þjóðverjinn, Martin Winkler að nafni, hefði verið „háttsettur maður í austur-þýska utanríkisráðuneytinu", og hefði hann gegnt ábyrgðarstörfum víða erlendis, t.d. í Suður-Ameriku og á Kúbu. Dagblöðin Express í Köln og Bild í Hamborg, sem þekkt eru fyrir áreiðanlegar fréttir af mál- um leyniþjónustunnar, sögðu í dag, að Winkler hefði lengi unnið fyrir Vestur-Þjóðverja og flúið af ótta við uppljóstrun eftir að Hans Joachim Tiedge, vestur-þýski gagnnjósnamaðurinn, flúði austur yfir. Sudhoff, talsmaður stjórnar- innar, vildi hins vegar gera sem minnst úr þessum fréttum. Reinhard Liebetanz, vestur- þýskum gagnnjósnamanni, sem var handtekinn í morgun, var sleppt síðdegis og liggur hann ekki Nígería: Daglegt líf í fyrra horf Abkljan. Fílabeinsntrbndinni, 29. áxúsl. AP. NÝIR stjórnarherrar í Nígeríu leystu enn í dag úr haldi 25 pólitíska fanga og eru mál nokkur hundruð annarra í athugun. Daglegt líf í landinu er nú komið í sinni fyrri farveg og hafa hafnir og flugvellir verið opnuð á ný. Hans-Georg Wieck, nýskipaður yfir- maður vestur-þýsku leyniþjónust- unnar. lengur undir grun um njósnir fyrir Austur-Þjóðverja. í Vestur-Þýska- landi og í Austurríki er nú hins vegar leitað að öðrum manni, Eberhard Severin, gömlum vini Liebetanz, og er hann grunaður um njósnir. Helmut Kohl, kanslari, skipaði í dag Hans-Georg Wieck, sendi- herra Vestur-Þýskalands hjá NATO, sem yfirmann leyniþjón- ustunnar í stað Heribert Hellen- broich, sem var vikið úr starfinu. Talsmenn jafnaðarmanna, sem eru í stjórnarandstöðu, segja, að brott- rekstur Hellenbroichs sé ekki nægjanlegur og krefjast þess, að innanríkisráðherranum verði einnig vikið frá. í gær voru aust- ur-þýsk hjón handtekin i Bret- landi, grunuð um njósnir, og önnur í Sviss fyrir sömu sakir. Er síðar- nefnda málið talið tengjast njósn- unum í Vestur-Þýskalandi. Blóðbaðí Karlsruhe Karlsruhe, V-Þýskalandi, 29. ágúst AP. FJÓRIR menn létu lífið og fimm særðust alvarlega þegar maður nokkur tók að skjóta í allar áttir á götu í Karlsruhe. Maðurinn skaut á fólkið á götunni úr bíl, sem hann hafði stolið, en þegar skotfærin þraut gafst hann upp fyrir lögreglunni. Lágu þá fjórir í valnum og fimm manns al- varlega særðir. Morðin hófust á bensínstöð þar sem maður- inn skaut afgreiðslumanninn til bana og stal síðan nálæg- um bíl. Nokkru síðar keyrði hann á annan bíl og tók þá að skjóta á alla nærstadda. Lögreglan vildi ekki segja nafn mannsins né önnur deili á honum. Þeir sem slösuðust eru nú í sjúkrahúsi. Suður-Afríka: Alvarlegt ástand í e fnahagsmálunum Jóhannesarborg, London, 29. ágúst AP. FIMMTÁN svartir menn a.m.k. létu í dag lífið í óeirðum, sem stóðu fram á kvöld. Beitti lögreglan haglabyssum gegn fólkinu en meðal þess voru margir skólanemendur. Suður- afríski seðlabankastjórinn er nú væntanlegur til London til viðræðna um skuldir landsins en vegna refsiaðgerða ýmissa ríkisstjórna og ástandsins í landinu eiga stjórnvöld í miklum vandræðum með að standa í skilum. Mestu óeirðirnar voru fyrir utan Höfðaborg þar sem handsprengju var kastað inn á heimili stjórn- málamanns sem er kynblendingur, en svertingjar líta kynblendinga ekki síður óhýru auga en hvíta menn. Beitti lögreglan haglabyss- um en mótmælendur svöruðu með grjótkasti og bensínsprengjum. Var einni slíkri sprengju kastað inn í hús og fórst þá í eldinum þriggja ára gamall drengur. Dr. Gerhard de Kock, seðla- bankastjóri Suður-Afríku, er væntanlegur til London þar sem hann mun eiga viðræður við full- trúa Englandsbanka um ástandið i efnahagsmálum landsins, sem er ákaflega alvarlegt. Erlendar skuldir eru miklar og aðeins á þessu ári og því næsta eiga Suður- Afríkumenn að endurgreiða lánar- drottnum sínum 12 milljarða doll- ara. Refsiaðgerðir ýmissa ríkis- stjórna, verkföll og fjármagns- flótti valda því, að gengi gjald- miðilsins hefur fallið og stjórnvöld sjá fram á að geta ekki staðið í skilum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.