Morgunblaðið - 30.08.1985, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985
Hjúkrunarfræðingar á
Akureyri fá 15 þús.
króna aukagreiðslu
Akureyri, 29. ágúut
Fjórðungssjúkrahúsiö á Akureyri
hefur ákveðiö að bjóöa hjúkrunar-
fræðingum sem ráöa sig í fullt starf
15 þúsund króna launauppbót á
mánuði. Veröur þetta í fyrstu gert
til reynslu í fjóra mánuöi og þá metin
sú reynsla sem f*st af þessari breyt-
ingu.
Halldór Jónsson, framkvæmda-
stjóri FSA, sagði að undanfarið
hefði sjúkrahúsið haft alltof fáa
hjúkrunarfræðinga í fullu starfi
eða aðeins um 15 af þeim 90 sem
hjá þeim starfa. Þetta hefur leitt
til þess að þeir sem væru í fullu
starfi þyrftu að vinna mikla auka-
vinnu. Því hefði stjórn FSA ákveð-
Ráðstefna
um íslensk-
ar kvenna-
rannsóknir
sett í gær
RÁÐSTEFNA um íslenskar
kvennarannsóknir var sett í
gærkvöldi í ráöstefnusal Odda.
Anna Sigurðardóttir for-
stöðumaður kvennasögusafns
Íslands flutti ávarp og Anna
G. Jónasdóttir hélt erindi er
nefndist Kyn, vald og pólitík.
Ráðstefnunni verður hald-
ið áfram í dag og verður fjall-
að um kvennarannsóknir í
bókmenntum og sagnfræði.
Fyrirlesarar verða níu tals-
ins.
Fyrir hádegi flytur Dagný
Kristjánsdóttir erindið „Kon-
ur og listsköpun", Ragnhildur
Richter fjallar um baráttuna
við bókmenntahefðina og
Guðrún Kvaran gerir grein
fyrir íslenskum samheitum
um konur.
Eftir hádegisverðarhlé seg-
ir Þórunn Magnúsdóttir frá
lögskráðum sjókonum á ís-
landi 1891—1981, Hallgerður
Gísladóttir verður með eld-
húsþanka, Margrét Guð-
mundsdóttir fjallar um upp-
haf kjarabaráttu kvenna og
Kristín Ástgeirsdóttir ræðir
fræðslu um takmarkanir
barneigna frá 1880 til 1960 í
erindi er nefnist „Fyrst og
fremst einkamál kvenna".
Að loknum umræðum og
kvöldverði verða einnig flutt-
ir tveir fyrirlestrar. Þá mun
Hrafnhildur Schram kynna
listsköpun kvenna 1 máli og
myndum og Kristín Jó-
hannsdóttir fjallar um kon-
una í kvikmyndum.
Ráðstefnunni lýkur á
sunnudaginn 1. september. og
er opinn öllu áhugafólki um
kvennarannsóknir.
ið að gera þessa tilraun til að
freista þess að fá fleiri hjúkrunar-
fræðinga í fullt starf. Áætlað væri
að útgjöld ykjust ekki við þessa
breytingu þar sem dregið yrði á
móti úr aukavinnu og að auki
fengist miklu betri stjórnun á
vinnuna og væntanlega betri
hjúkrun. Starfsfólki hefur verið
kynnt þessi launahækkun og sagð-
ist Halldór vonast eftir góðum
undirtektum þeirra sem fram til
þessa hefðu aðeins verið í hluta-
starfi.
Mánaðarlaun hjúkrunarfræð-
ings með nokkurra ára starfs-
reynslu eru nú um 26 til 27 þúsund
á mánuði.
GBerg
o
INNLENT
Kartöflu-
grös að falla
Vegna næturfrosU undanfariö
hafa kartöflugrös falliö víöa um
land.
Að sögn ólafs Guðmundssonar í
Kartöfluverksmiðjunni Þykkvabæ
hafa grös fallið þar í sumum görð-
um en í öðrum sér ekki á. Hann
sagði uppskeruhorfur í meðallagi
svo fremi að grösin fái að standa í
um 10 daga í viðbót.
Á öðrum stöðum á landinu er
útlit fyrir að kartöfluuppskera
verði með minna móti.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og Erna og Matthías Á. Mathiesen reyna vatnsrúm á Heimilissýning-
unni í g*r. Morvunblaðið/GTK
Heimilió >85;
Um 800 boðsgestir við-
staddir opnunarathöfnina
SÝNINGIN „Heimilið ’85“ var forralega opnuð í Laugardalshöll síödegis
í g*r, af viðskiptaráðherra, Matthíasi Á. Mathiesen, verndara sýningar-
innar. Viöstödd var forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, auk um
800 boðsgesta.
Athöfnin hófst kl. 17 með því
að Jón Á. Eggertsson, fram-
kvæmdastjóri heimilissýningar-
innar, bauð gesti velkomna á
þessa sjöundu heimilissýningu
sem Kaupstefnan hf. hefur sett
upp. Að því loknu tók viðskipta-
ráðherra, Matthías Á. Mathie-
sen, til máls.
Sagði ráðherra m.a. í ávarpi
sínu að sýningin „Heimilið ’85“
væri táknræn fyrir þær breyt-
ingar sem víða hefðu orðið í
verslunarháttum og ekki síst hér
á landi. Bað hann viðstadda að
vera þess minnuga að baráttan
fyrir sjálfstæði þjóðarinnar
hefði verið órjúfanlega tengd
baráttunni fyrir frjálsri verslun.
Að svo mæltu lýsti viðskipta-
ráðherra sýninguna formlega
opna.
Þvínæst sýndu frönsku tísku-
sýningarstúlkurnar tíu sýnins-
horn af haust- og vetrarfatnað-
inum frá Frakklandi undir
stjórn Miky Engel. Að tískusýn-
ingunni lokinni var gestum boðið
að ganga um húsið og skoða
heimilissýninguna. Sendiherra
Frakklands á íslandi, Yves Mas,
opnaði þá frönsku sýningard-
eildina, sem nú er í fyrsta sinn á
heimilissýningu, að viðstöddum
viðskiptaráðherra, forseta Is-
lands o.fl. Klukkan 18 var sýn-
ingin „Heimilið ’85“ svo opnuð
almenningi.
Sameining BÚR og ísbjarnarins:
Mögulegur rekstrarhagnaður
eins árs um 14 milljónir króna
Rekstrartap beggja fyrirtækjanna fyrsta hálfa árið um 50 milljónir króna
ÁÆTLAÐ er aö hugsanlegur rekstrarhagnaöur fyrirtækis sem stofnað yrði
meö samruna BÚR og ísbjarnarins geti á einu ári oröiö um 14 milljónir
króna. Er þá miöað við ákveöið magn hráefnis, sölu ákveöinna eigna og
fjárfestingu í staðinn og aukningu eigin fjár fyrirtækjanna um samtals 180 til
250 milljónir króna. Er þá reiknaö meö að tap á útgerð veröi 53 milljónir
króna en hagnaður af vinnslu 67 milliónir miðað við aukningu heildartekna
fiskvinnslunnar um 10 til 15%. Tap BUR var áriö 1984 141,4 milljónir króna,
48,6 á síöasta ári og áætlað 50 milljónir fyrri helming þessa. Sama tap er
áætlað hjá ísbirninum fyrstu 6 mánuði þessa árs, en i fyrra var tap hans 81,6
milljónir króna og 54,9 áriö áöur.
Þessa áætlun er að finna í
skýrslu, sem unnin hefur verið um
sameiningu eða samruna fyrir-
tækjanna tveggja, en í henni er
komizt að þeirri niðurstöðu, að
samruni sé æskilegur. Helztu
kostir þess eru taldir þeir, að
stjórn hráefnisöflunar verði betri;
Vorum aldrei í hættu
r *
— segir Olafur Björnsson, einn þriggja Islendinga,
sem staddir voru í Nígeríu er bylting þar var gerð
„ÞETTA var miklu frekar uppstokkun en bylting og fór mjög friösamlega
fram. Viö vorum aö fara frá borginni Kaduna á þriðjudagsmorguninn, þegar
okkur var tilkynnt um þetta og vorum þar aldrei í neinni hættu, þó för okkar
seinkaði. Við verðum síðan hér í Lagos fram í næstu viku til aö kynna okkur
hvaöa áhrif þessi breyting getur haft á möguleika okkar á skreiöarsölu. Um
það er ekkert hægt aö segja strax, en þetta versnar varla,“ sagöi Ólafur
Björnsson, stjórnarformaöur Skreiðarsamlagsins, er Morgunblaðið náöi síma-
sambandi við hann í Lagos í g*r.
„Það lá í loftinu að Buhari hefði
viljað hætta og þar sem sá næst-
æðsti var í pílagrímsför til Mekka
tók Babangida sig til og settist i
valdastólinn án átaka. Hinn al-
menni landsmaður virðist láta sig
þetta litlu skipta og blöðin óska
Nígeríumönnum til hamingju með
nýja ráðamanninn. Þetta er allt að
færast í eðlilegt horf, flugvellirnir
eru að opnast aftur og við vorum
bara að koma frá Kaduna um miðj-
an dag í dag. Til marks um róleg-
heitin hér, vorum við bara stoppað-
ir einu sinni á leið inn á hótel frá
flugvellinum og það hefur oft verið
gert meira af því á öðrum tímum,"
sagði Ólafur.
ólafur er þarna á ferð á vegum
skreiðarútflytjenda ásamt þeim
Ragnari Sigurjónssyni og Bjarna
Magnússyni. Hann sagði, að vel
hefði farið um þá félaga í Kaduna,
hvergi væri rólegra en þar. Þeir
hefðu lent þar á mikilli hátíö mú-
hameðstrúarmanna í lok föstunnar
á mánudag, sem hefði verið líkust
því að þeir hefðu verið komnir inn i
„1001 nótt“. Emír staðarins hefði
tekið á móti fólki með miklum há-
tíðarbrag og hatíðahöld verið mik-
il.
nýting fjármuna verði betri, ef
unnið verði á tveimur vöktum;
stjórnunarkostnaður verði minni;
möguleikar á sérhæfingu í vinnslu
verði meiri; Vegna stærðar fyrir-
tækisins verði hagkvæmara að
auka sjálfvirkni og möguleikar á
eigin markaðsöflun verði meiri.
Helztu ókostir eru taldir mannleg
vandamál vegna sameiningar og
að söluverðmæti eigna sé lágt
miðað við þá starfsemi, sem eign-
irnar nýtist i nú. Líklegt sé að
hallarekstur verði áfram á nýju
sameiginlegu fyrirtæki nema for-
sendur breytist frá því, sem nú sé.
í fyrsta lagi þurfi söluverðmæti
afurða að aukast. í öðru lagi þurfi
að auka sérhæfingu með því að
vinna í færri pakkningar en nú sé
gert. í þriðja lagi þurfi að auka
afköst á manntíma með meiri
vélvæðingu. í fjórða lagi er lagt til
að saltfisk- og skreiðarvinnsla
verði í lágmarki eða lögð niður.
Þá segir í skýrslunni að tveir
kostir séu álitlegir um rekstur nýs
fyrirtækis við samruna BÚR og
ísbjarnarins:
— Að sérhæfa hvort hús fyrir
sig i ákveðinni framleiðslu. Selja
megi töluvert af tækjabúnaði og
nýta það fé, sem fáist til hagræð-
ingar.
— Að gefinni þeirri forsendu að
hægt verði að vinna á tveimur
vöktum og að viðunandi verð fáist
fyrir Fiskiðjuver BÚR geti verið
hagkvæmt að vinna allt hráefni í
frystihúsi ísbjarnarins. Þeir
annmarkar séu þó á þessum kosti,
að breytingar þurfi að verða á
flökunar- og pökkunarsal. Eins sé
ólíklegt að sérhæfing verði eins
mikil og með fyrri kostinum. Ekki
verði hægt að vinna í verðmiklar,
hægsnyrtar pakkningar þó vél-
væðing í vigtun og pökkun komi til
vegna plássleysis.
Hugsanlegt sé að fyrri kostur-
inn verði fyrsti áfangi samein-
ingar og síðari kosturinn seinni
áfangi ef nákvæmir útreikningar
sýni að það sé hagkvæmt. Verði
unnið í báðum frystihúsunum er
áætlað söluverðmæti húseigna 80
milljónir króna og vélbúnaðar 30
milljónir. Á móti komi fjárfesting
upp á 30 milljónir króna og mis-
munur alls 80 milljónir króna.
Verði vinnslan aðeins í húsnæði
ísbjarnarins er áætlað söluverð-
mæti eigna 166 milljónir króna en
kostnaður samtals 49 milljónir og
mismunur alls 117 milljónir
króna.
í skýrslunni kemur meðal ann-
ars fram, að áhvílandi skuldir á
Ottó N. Þorlákssyni, togara BÚR,
nemi um 300 milíjónum króna, en
skipið sé metið á 163,3 milljónir.
Ennfremur kemur fram að rekst-
ur Snorra Sturlusonar, einnig í
eigu BÚR, sé afar óhagstæður. Til
greina komi að selja það skip úr
landi og kaupa annað í stað þess
eða breyta í frystiskip. Ekki er
talið hagkvæmt að selja það innan
lands, þar sem þá fylgi aflakvóti
þess með því.