Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985
9
1
1
- kennslubók
handa skólum og almenningi
eftir Halldór Kristjánsson
Helstu útsölustaáir:
Reykjavík - Radíóbúðin, Bókabúð Braga, B.S.E.
Akranes - Bókaskemman
Hafnarf jörður - Bókabúð Böðvars
Sölusími: 8 39 53
Unnift á Maclntosh/Las*rVrit*r
rMáele.
10%
kynningarafsláttur
meðan á sýningunni stendur
Þessar heimsþekktu vestur-þýsku
hágæða vélar eru kynntar á sýningunni
„Heimilið 85“ í Laugardalshöll
Veldu Míele annað er málamiðlun
æJÓHANN ÓLAFSSON & CO
43 Sundaborg -104 Reykjavík • Sími 82644 ■■■!
AHGUS40
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2, SÍMI 24260
Pólitískt sendibréf!
Stöku sinnum berst upp í hendur grandalausra smárit
eöa pólitískt sendibréf, sem hefur yfirskriftina „Alþýðu-
blaöið“. Sendandi er Blað hf., sem ráða má af efni
ritlingsins, að heyri til Alþýðuflokknum. Þar var í gær að
finna forystugrein, „Að kjósa sér þjóð“, sem varð kveikj-
an að Staksteinum í dag. Hún er dæmigerö fyrir „inn-
legg“ stjórnarandstöðunnar í þjóömálaumræðu.
„Aö leysa upp
þjóðina“
Forystugrein Alþýdu-
hlaðsins í gær mótar engin
tímamót í íslenzkri þjóó-
málaumræóu. Þvert á móti.
Hún er dæmigerð fyrir það
neikvæða nöldur, sem ein-
kennir fjórflokka þá, er
falla undir samheitið
stjórnarandstaöa. Hún
hefst með eftirfarandi
spekiorðum:
„Er ekki tímabært, að
ríkisstjórnin leysi upp þjóð-
ina og kjósi sér nýja?“
Þegar stórt er spurt
verður stundum smátt um
svör.
Síðan tíundar forystu-
greinin einstaka ráöherra
og gefur þeim einkunnir,
sem allar eru keimlíkar —
og sýna fyrst og fremst tak-
markað hugarflug og ein-
hæfan málsmekk:
• „Fjármálaráðherra ...
er sáróánægður með þjóð-
ina.“
• „Mikið hlýtur mennta-
málaráöherra vað vera
óánægður með þjóð, sem
ekki hrífst af þessum
glimrandi hugmyndum."
• „Utanríkisráðherra hlýt-
ur einnig að vera sár-
óánægður með þjóðina."
• „Dómsmálaráöherra vUI
ekki drekka áfengt öl.
Hann verður því að koma
sér upp nýrri þjóð...“
• „Varla getur húsnæð-
ismálaráðherrann verið
ánægður með þjóð sína —
44
Þegar leiðarahöfundur
hefur sýnt þá fagþekkingu
á íslenzkum þjóðmálum,
að nafngreina einstaka
ráðherra, sem hann gerir
nokkurn veginn skamm-
laust, hnýtir hann sömu
þulunni aftan við hvert
nafn. Viðkomandi ráðherra
verður að „leysa upp þjóð-
ina og finna sér nýja“.
Hvorki meira né minna.
Þessi skarplega niðurstaöa
er byggð á þeirri staðhæf-
ingu höfundar, að ráðherr-
arnir og ríkisstjórnin eigi
engan hljómgrunn með
þjóðinni.
Röksemdinni
snúið upp á
Alþýðublaðið
Forystugrein Alþýðu-
blaðsins er skrifuð í skjóli
skops. En öllu gamni fylgir
nokkur alvara. Sá „alvöru-
grunnur", sem hún hvflir á,
er sú staóhæfing höfundar,
að ríkisstjórnin og ráö-
herrarnir séu rúnir öllu
fylgi meðal þjóðarinnar.
Þeir verði að leita uppi
„nýja þjóð“ til að tryggja
sér hliðstæða pólitíska
stöðu og þeir hafí nú.
Ef þeirri röksemda-
færslu, sem höfundur beit-
ir, er snúið upp á Alþýðu-
blaðið, hvað ber því þá að
gera, „leysa upp þjóðina og
finna sér nýja“?
Ekkert íslenzkt dagblað
hefur jafn lítinn hljóm-
grunn með þjóðinni og Al-
þýðublaðið. Það sýnir út-
breiðsla þess, sem er nán-
ast engin. Alþýðuflokkur-
inn hefur að vísu rétt úr
kútnum, a.m.k. tímabund-
ið. Það hefur gerzt þrátt
fyrir Alþýðublaðið en ekki
vegna þess. Menn með
skopskyn halda því jafnvel
fram að sú heilsubót, sem
Alþýðuflokkurinn hefur
náð, byggist á því að Al-
þýðublaðið, og málflutning-
ur þess, nái ekki til fólks
almennt. Því er ennfremur
fleygt að þeir, sem standa
| því næst, bollaleggi þá
hugmynd að leggja blaðið
niður, sem vonandi verður
þó ekki.
Síðasta skoðanakönnun
Hagvangs (júní/júlí sl.)
sýnir 57,4% stuðning við
ríkisstjórnina. Stuðningur
hennar hefur vaxið úr
50,2% í febrúar sl. og
52,5% í mai sl. í 57,4% í
júlí sl.
Á sama tíma rýrnar hóp-
ur þeirra, sem styðja ekki
ríkisstjórnina (en væntan-
lega stjórnarandstöðu) úr
49,8% í febrúar og 47,5% í
maí niður í 42,6% í júlí.
Stjórn og
stjórnar-
andstaða
KíkLsstjórn sú, sem nú
situr, er síður en svo hafln
yfir gagnrýni. Hún hefur
margt gert vel, en henni
hafa einnig verið mislagðar
hendur. Vinnulag hennar
hefur á stundum verið
ámælisvert, ekki sízt
skylmingar einstakra ráð-
herra í fjölmiðlum um
ágreining, sem bezt færi á
að leysa innan veggja
stjórnarráösins.
Stjórnarandstaða hefur
ekki veigaminna hlutverki
að gegna í lýðræðisríki en
ríkisstjórn. Hún hefur
brugðizt hlutverki sínu
herfilegar en orð fá lýsL
Hún á að tíunda marktæk
úrræði, annan valkost, í
helztu vandamálum þjóðar-
innar, til að hugsandi fólk
hafi um marktækar leiðir
að velja.
Margklofin stjórnar-
andstaða hefur ekki komið
sér saman um neitt af slíku
tagi. Stjórnarandstöðu-
flokkarnir eru undir sömu
sök seldir í því efni, eiga
það eitt sameiginlegt, að
hafa enga marktæka
stefnu í helztu vanda- og
viðfangsefnum þjóðarinn-
ar. Ríkisstjórnin hefur sína
annmarka. Hún er hins-
vegar verulega betri kostur
en stjórnarandstaðan, þeg-
ar grannt er gáð.
sjálfstýringar
Wagner-sjálfstýringar,
komplett meö dælusettum
12 og 24 volt, kompás og
fjarstýringum fram á dekk,
ef óskaö er, fyrir allar
stæröir fiskiskipa og allt
niöur í smá trillur. Sjálf-
stýringarnar eru traustar
og öruggar og auðveldar í
uppsetningu. Höfum einn-
ig á lager flestar stæröir
vökvastýrisvéla.
Hagstætt verö og
greiðsluskilmálar.
Atlas hf
Borgartún 24 — Simi 26755.
Pósthólf 493, Rsykjavík
Flóamarkaðurinn
á Öldugötu 11 heldur áfram á laugardag
31. ágúst frá kl. 2—5 eftir hádegi.
Fatnaöur, leikföng — ALLT Á TÍKALL.
Húsgögn og skrautmunir á prúttveröi.
Nýtínd rifbsber seld í kílóavís. Og fleira
og fleira.
Kaffi og vöfflur til sölu. Afmælisrit og gömul jólakort.
Mætiö stundvíslega og geriö kaup ársins.
Stjórn FEF