Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 Morgunblaðið/Sig. P. Bjðrnsson. Haukur Ágústsson fráfarandi skólastjóri Laugaskóla ávarpar viðstadda. Á my ndinni er einnig kona hans, Hilda Torfadóttir. Laugaskóli: Fjölmennt kveðjusamsæti Húsavík, 25.08. AÐ Laugum kvöddu Uingeyingar í gær tvo fráfarandi starfsmenn skólans, þá Hauk Ágústsson, skólastjóra, eftir 4 ára starf og Óskar Ágústsson, íþróttakenn- ara, eftir 41 árs starf, með veg- legu samsæti, sem á annað hundrað héraðsbúar sátu. Til hátíðarinnar boðaðí skólastjórn Laugaskóla og Héraðssamband Þingeyinga, en Óskar hefur um áratuga skeið verið öflugur stuðnings- maður HSÞ og formaður þess Í20ár. Veizlustjóri var Þráinn Þór- isson, skólastj. Skútustöðum og voru í hófinu margar ræður fluttar og mikið sungið. Hátíðarávarp og þakkir til heiðursgestanna Hauks Ágústssonar og konu hans, Hildu Torfadóttur, og óskars Ágústssonar og konu hans, Elínar Friðriksdóttur, flutti séra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, en konurnar hafa báðar kennt við skólana, auk þess sem þær hafa stutt menn sína dyggilega í starfi. Formaður skólanefndar Eysteinn Sigurðsson, Arnar- vatni, færði heiðursgestunum gjafir frá skólanum, málverk eftir Sigurð Hallmarsson og voru bæði listaverkin frá Laugaskóla og umhverfi hans. Formaður HSÞ, Kristján Yngvason, færði Óskari að gjöf slípaðan blágrýtisstein með ágreiptu merki sambandsins og þökkum fyrir mikil og vel unnin störf. Einnig voru tveim öðrum fráfarandi kennurum þeim Dagbjörtu Kristjánsdóttur og Karli Sveinssyni fluttar þakk- ir. Alls tóku tíu aðrir en að framan greinir til máls og höfðu margs að minnast og þakka, en samkomunni lauk með ávörpum heiðursgest- anna. Við skólastjórn Laugaskóla hefur tekið Steinþór Þráinsson frá Skútustöðum og bjóða hér- aðsbúar hann og konu hans, Katrínu, velkomna til starfa. Fréttaritari. Hjálparsveit skáta Býður til samæfingar í tilefni 20 ára afmælis HJÁLPARSVEIT skáta í Vest- mannaeyjum á um þessar mundir 20 ára afmæli og af því tilefni hefur sveitin boðid til samæfingar 13.—15. september nk. Hjálparsveitum og flugbjörgunarsveitum um land allt er boðið ásamt Björgunarfélagi Vest- mannaeyja og Stakk í Keflavík. Gert er ráð fyrir að æfingin taki u.þ.b. 13 tíma, en þeir sem koma með fyrri Herjólfsferðinni á föstudaginn byrja æfinguna og þeir sem koma með seinni ferðinni munu ganga inn í æfinguna eins og um venjulegar aðgerðir væri að ræða. Á laugardeginum verður nýja skátaheimilið vígt og síðar um kvöldið verður afmælishátíð í einu samkomuhúsa bæjarins. Óskar Ágústsson flytur ræðu, en hann lét nú af störfum eftir að hafa kennt við Laugaskóla í 41 ár. Á myndinni er einnig kona hans, Elín Friðriksdóttir. I<YN NTNGAR- VEISLA Allar deltdir opnar a laugardeglnum'. kl 13.00-110° Sölukynning í húsgagnadeild laugardag og sunnudag kl. 13.00-17.00 Yamaha hljóðfæri af öllum stærðum og gerðum. Tilvalið tækifæri fyrir unga sem eldri að kynna sér hljóðfæraúrvalið áður en tónlistarkennslan hefst og hljómsveitirnar fara að æfa af fullum krafti Hljóðfæri jafnt fyrir leikmenn sem atvinnumenn. Hljöðfæraleikur. Hrólfur Vagnsson hljóðfæraleikari spilar báða dagana kl. 14.00-16.00 Hjónarúmakynning. Hjónarúm í úrvali frá Hreiðrinu, Kópavogi. Ljósakynning. Loftljós, vegglampar, kastarar og útiljós frá Borgarljósi, Reykjavík. Kaffi og kökur: Báða dagana mun Slysavarnadeild kvenna annast sölu á kaffi og kökum í versluninni. Hvers vegna ekki að skella sér í helgarbíltúr til Bolungarvíkur, þiggja Ijúffengar veitingar og styrkja um leið gott málefni? Helgina 31. ág. -1. sept. Við efnum til fjölbreyttar vörukynningar í verslun okkar um mánaðamótin. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi og verða margs vísari um nýjar og spennandi vörutegundir sem kynntar verða. Auk þess mun kaffisala og hressilegur hljóðfærajeikur setja svip sinn á helgina og þegar góða skapið bætist við er allt sem mælir með því að skella sér til Bolungarvíkur og bætast í hóp veislugesta. Vörukynning á laugardeginum frá imnex hf. Keflavík Sælgætl með 20% afslætti. Brik þvottaefni með 20% afslættl. Fjölvítamín gospillur sem innihalda dagsþörf af vítamíni. Nýjung sem allir verða að kynnast. Danskt hnossgæti Nýi danski bakarinn okkar verður með sérstaka kynningu á laugardeginum þar sem allir fá að smakka það besta sem dönsk brauðgerðarlist býður upp á. Sinar ffuðfjinmson h.fa. VERSLUN, BOLUNGARVÍK, SÍMI 94 -7200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.