Morgunblaðið - 30.08.1985, Page 14

Morgunblaðið - 30.08.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 Ólafsfjörður: Atvinnuleysis- bæturnar verða að nægja til áramóta Akureyri, 27. ágúst ATVINNULEYSI á Ólafsfirði hefur verið mikið undanfarið og allt útlit fyrir að lítt rætist úr á næstunni, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanfornu. Mikið hefur verið þingað um leiðir til úrbóta, bæjarstjórn rætt við þingmenn kjördæmisins og er á leið á fund ríkisstjórnar, en yfirleitt virðast menn sammála um, að fátt verði til bjargar í þessum efnum á þessu ári, helst er litið til aukinnar skipaeignar á næsta ári og þar með aukins afla til vinnslu. Einnig eru vonir bundnar við loðnu- bræðslu, fiskirækt, kavíarvinnslu og saumastofu, sem eigendur fyrir- tækisins Valbergs hf. hafa í hyggju að koma á fót. Sigríður Rut Pálsdóttir með dóttur sina, Sigurbjörgu Vigfúsdóttur. Sigrfður Rut Pálsdóttin „Fráleitt að ein fyrirvinna nægi fjögurra manna fjölskyldu“ En hvað segir fólkilð, sem nú á sitt lifibrauð undir atvinnuleysis- bótum, sér ekki fram á breytingu á því fyrr en á næsta ári og má þá ef til vill reikna með að sama ástand skapist að ári, ef ekki tekst að fá fleiri skip til bæjarins? Á ferð á Olafsfirði á dögunum var rætt við tvær konur, sem unnið hafa hjá Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar, en sjá nú fram á að atvinnuleysisbæturnar verði að nægja til áramóta. GBerg Akureyri, 27. ágúst „AUÐVITAÐ setur þetta allar okkar áætlanir úr skorðum, við höfðum fyrirhugað ýmsar endurbætur á heimili okkar, sem nú verður að slá á frest,“ sagði Sigríður Rut Páls- dóttir. „Það er nú einu sinni svo, að við sem eigum eiginmenn vinnandi ( Verndaðu kaupmáttinn tryggöu þér ÍGNIS Frystikistur 1150 lítra I HxBr.xD/cnn 1*6x60x66 l>2()lítra |86x81x66 Áður kr. 18.300 lá340 2O990- Nú kr/* 15.560 15.760 Uppþv.vél____ F.12/m.borðh. 85x60x60 Vað hækkar ekki kjötiö í trystinum þínum! ★ Staögreiösluverö RAFIÐJAN SF, Ármúla 8, 108 Reykjavík, sími (91)82535 landi, verðum að taka til hendi á vinnumarkaöinum með þeim, öðru vísi gengur dæmið ekki upp í gós- enlandinu fslandi á þessum síð- ustu og bestu tímum. Fráleitt er að ein fyrirvinna nægi fjögurra manna fjölskyldu, og ég mun nú fram til áramóta fá 504 krónur á dag úr atvinnuleysisbótunum, sem nær ekki helmingi þeirra tekna sem ég aflaði. Slíkt hlýtur að koma við hjá okkur. Auðvitað hefur það breytt miklu fyrir fiskvinnslu- stöðvarnar hér, að Sigurbjörginni var breytt í frystitogara, við það minnkaði vinnan hjá okkur, og nú höfum við heyrt að fyrir dyrum standi að breyta fleiri skipum okkar í frystiskip. Þá versnar ástandið enn, en kannski ætla þessir blessaðir menn bara að setja barnaheimili upp um borð og við getum þá farið út á frystiskipun- um, húsmæðurnar, sem unnið höfum aflann fram að þessu," sagði Sigríður Rut Pálsdóttir að lokum. G. Berg. AuAur Benediktsdóttir Auður Benediktsdóttir: Ljósm. GBerg „Atvinnuleysis- bætur tveggja duga skammt“ „ÉG HEF UNNIÐ í Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar í 11 ár, maóurinn minn vinnur f Hraófrystihúsi Olafsfjarðar og af því má sjá, að ekki er bjart framundan hjá okkur hjónum,“ sagði Auður Benediktsdóttir á Ólafsfirði. „Við eigum fimm dætur og af þeim eru fjórar í námi. Sumar- vinna þeirra nægir ekki fyrir náminu, svo að auðvitað setur at- vinnuástandið okkur í verulegan vanda, atvinnuleysisbætur tveggja einstaklinga duga skammt. Þó svo við vildum fara í eitthvað annað, þetta fólk sem í fiskvinnslunni vinnur, þá er hér ekkert annað að hafa og því hef- ur það vissulega hvarflað að okkur hjónum að flytja burtu, halda heimili þar sem dæturnar eru í námi, en það er hægara sagt en gert. Ekki getum við selt eign- ir okkar hér á staðnum, enginn vill kaupa, og fyrir fólk á miðjum aldri er ekkert létt verk að byrja lífsbaráttuna upp á nýtt. Það má því segja að við séum bundin Ólafsfirði. Bundin staðnum og við verðum einhvern veginn að lifa af atvinnuleysisbótum fram til áramóta, vonandi lagast þetta á næsta ári, þó maður hafi vissar efasemdir um að svo verði, út- gerðarmenn virðast hugsa í frystitogurum þessa dagana, ekki eykur það atvinnuna hjá okkur í landi,“ sagði Auður Bene- diktsdóttir að lokum. GBerg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.