Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 Um ofbeit og mannlíf í sveitum Athugasemd vegna greinar Hauks á Brekku „Grímstunguheiði og horhólfin“ — eftir Andrés Arnalds 1 Morgunblaðinu þann 17. ágúst sl. birtist grein eftir Hauk Magn- ússon á Brekku í Sveinsstaða- hreppi, sem hann nefnir „Gríms- tunguheiði og horhólfin". Greinin er skrifuð vegna deilna um ítölu í afréttarlönd, sem bændur í Sveins- staðahreppi í Austur-Húnavatns- sýslu nýta sameiginlega með Ás- hreppingum og að hluta til með bændum úr Þverárhreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Eru skrif Hauks þó einkum til komin vegna greinar minnar „Hvers vegna itala“, sem birtist í Morgunblaðinu 16. júlí sl. Telur Haukur ítöluna „jafngilda því að segja hrepps- búum að draga saman sauðfjár- og hrossabú sín um helming, eða með öðrum orðum að segja drjúg- um hluta hreppsbúa að bregða búi“. Neitar Haukur að viðurkenna að um beitarvandamál sé að ræða í hinum sameiginlegu beitilöndum og telur okkur landgræðslumenn „meta meira sinuvöxt á afréttum en mannlíf í sveitum". Einkum telur Haukur of mikið gert úr slæmu ástandi gróðurs á Gríms- tunguheiði sem ég líkti við „hor- hólF* í beitartilraun á Auðkúlu- heiði sem hafa verið viljandi of- beitt sl. 11 ár. Notar Haukur vill- andi fallþungatölur til að sýna fram á að „Grímstunguheiði sé ekki svo illa með farin sem áróð- ursmenn Landgræðslunnar hafa iátið í veðri vaka, né að umhyggja þeirra fyrir einhverju ímynduðu gróðurmagni, sem nást mætti á heiðinni, réttlæti að stofna í háska afkomu fjölda fólks“. Þetta eru stór orð og vegna þeirra kynslóða sem eiga eftir að búa í þessu landi ætla ég að vona að þau endurómi ekki viðhorf bænda almennt til nýtingar þeirra viðkvæmu auð- linda sem þeir nýta til beitar. Eitt meginhlutverk Landgræðslunnar er einmitt að viðhalda mannlífi og blómlegum búskap í sveitum land- sins. Er ég raunar þeirrar skoðun- ar að sum byggðarlög landsins stæðu æði höllum fæti nú ef for- sjár Landgræðslunnar hefði ekki notið við. ítalan var nauösyn Italan var nauðsyn sem ekki mátti dragast öllu lengur. Ég er fullkomlega sammála Hauki um að farsælast sé að fara sér hægt og setja sér langtímamarkmið til að færa ýmislegt til betri vegar. Það er langt síðan byrjað var að vara við alvarlegu ástandi Gríms- tunguheiðar, en sveitarstjón Sveinsstaðahrepps hefur ekki vilj- að viðurkenna að um nein beitar- vandamál sé að ræða og því lítt verið til viðtals um úrbætur. Sveit- arstjórn Áshrepps var hins vegar fyrir löngu búin að sjá hvert stefndi, en fékk engu um þokað til úrbóta. Grímstunguheiði skemmd- ist mikið vegna ofbeitar sökum þess hve hægt gekk að stilla sókn- arþunga í takt við burðargetu. Bændur voru á góðri leið með að láta búfé sitt éta upp til agna höfuðstól framtíðar sinnar í bók- staflegri merkingu, að því er stór- an hluta Grímstunguheiðar varð- ar. Þess ber að geta að önnur upprekstrarlönd Ás- og Sveins- staðahrepps eru í betra ástandi en Grímstunguheiði, svo sem fram kemur í ítölugerðunum. Slæmt ástand gróðurs á Gríms- tunguheiði er hafið yfir allan efa, þótt Haukur reyni að draga fjöður yfir það með villandi notkun fall- þungatalna. Má þessu til stuðnings nefna rannsóknir Rannsókna- stofnunnar landbúnaðarins, sem ítalan grundvallist á; bréf Inga Þorsteinssonar til ítölunefndar, sem fylgdi með þeim rannsókna- gögnum, svo og fjölmargar álykt- anir Gróðurverndarnefndar Aust- ur-Húnavatnssýslu. Þrír banda- rískir beitarsérfræðingar skoðuðu gróður á Grímstunguheiði nú í ágúst. Þeim blöskraði mjög hinar miklu og augljósu gróðurskemmd- ir og blinda þeirra bænda sem neita að viðurkenna og taka á þessum beitarstjórnarvanda. Skrifuðu þeir greinargerð um athuganir sínar og fylgir hún hér með í þýðingu löggilts skjalaþýð- anda. Ég læt lesandann um að draga sínar ályktanir af þessari skýrslu. Ég get hins vegar fullviss- að Hauk um það að við land- græðslumenn metum ekki meira „sinuvöxt á afréttum en mannlíf i sveitum". Allar hinar betri beit- arplöntur á Grímstunguheiði hafa verið nagaðar niður í rót undan- farin ár og eru á góðri leið með að hverfa úr gróðursamfélaginu. Sagan geymir of margar heimildir um það hvernig farið hefur fyrir mannlífi í sveitum þegar gróður- inn er uppurinn og jarðvegurinn horfinn út í veður og vind. Eftir skýrslu hinna þriggja bandarísku sérfræðinga að dæma stefnir Grímstunguheiði hraðfara inn á þessa braut. Fallþungatölur blekkja Haukur á Brekku notar það sem höfuðrök til stuðnings eðlilegu ástandi Grímstunguheiðar að fall- þungi dilka af heiðinni hafi ekki lækkað meira i köldu árunum en meðalvigt í héraðinu og náð sér fyrr á strik er aftur hlýnaði. Fall- þungatölur verður að nota með gát, því auðvelt er að draga af þeim rangar ályktanir. í þessu tilviki er einkum um það að ræða að hnignun gróðurs og jarðvegs kem- ur ekki ætíð strax fram í minnk- andi afurðum. Þessi staðreynd er raunar eitt af fyrstu boðorðum beitarfræða og hefur sannast í mörgum löndum við margvíslegar aðstæður (sjá t.d. Range Manage- ment eftir Stoddart o.fl. útg. 1975). Afurðahrunið kemur oft ekki fram fyrr en ástand beitilandsins er komið á það stig að erfiðleikum er bundið að snúa því til betri vegar. Fjölmargir þættir hafa áhrif á fallþunga og gerir dr. Ólaf- ur R. Dýrmundsson þeim ágæt skil í grein í Árbók landbúnaðarins 1979. Ein meginniðurstaða Ólafs á raunar mjög vel við um notkun Hauks á fallþungatölum máli sinu til stuðnings. Ólafur segir: „.. . að draga ákveðnar ályktanir af með- alfallþungatölum á borð við þær sem hér hafa verið birtar, er mjög hæpið og nánast tilgangslítí 11 leik- ur með tölur.“ Þannig er t.d. erfitt að greina á milli hve stór hluti af vænleika dilka er vegna beitar á afrétt, vegna beitar á ræktað land að vori eða vegna beitar á há eða grænfóður að hausti. Eins er ólík- legt að allt það fé sem Haukur telur hafa gengið á Grímstungu- heiði hafi verið í högum þar sum- arlangt. Fé rennur talsvert á milli afrétta, sem sést á þeim fjölda fjár sem kemur fram á Víðidalstungu- heiði. Beitarálag hefur mikil áhrif á fallþunga, en Haukur getur um að innlögðum dilkum af Grfms- tunguheiði hafi fækkað talsvert á síðustu árum. Einnig hafði nokkuð áunnist með styttingu beitartíma á afréttinum, sem einnig getur aukið fallþunga. Aliir þessir þætt- ir geta dulið um stund áhrif hnign- andi gróðurs á afurðir. Skerðing beitarþols vegna gróðurrýrnunar leiðir þó til minnkandi fallþunga fyrr en síðar. Samanburður minn á ástandi gróðurs á Grímstunguheiði og í „horhólfunum" í tilrauninni á Auðkúluheiði verður Hauki meg- intilefni greinar sinnar. í beitartil- rauninni eru flestir þeir þættir sem hafa áhrif á fallþunga vel þekktir. Tilraunalömbunum hefur ætíð verið slátrað beint úr tilraun- inni fyrst í sláturtíð og hafa þau því aldrei komið á ræktað land eins og mörg „Grímstunguheið- arlömbin" gera. Tilraunin gefur því öruggar vísbendingar um áhrif beitarálags á gróður og afurðir. Kemur þar glöggt fram hversu mikið fallþungi minnkar eftir því sem fleira fé gengur á beitilandinu. Minnkandi afurðir, vegna gróður- rýrnunar sem stafar af þungri beit, koma einnig skýrt fram. Vil ég eindregið hvetja Hauk, sem og bændur almennt, til að taka þátt í bændaferð sem farin verður 3. september nk. til þess að skoða beitartilraun og uppgræðslufram- kvæmdir á Auðkúluheiði. Búnað- arsambönd A-Hún. og Skagafjarð- arsýslna skipuleggja ferðina. Sjón er sögu ríkari. Hagsmunir gróð- ursins, búfjárins og bóndans fara fullkomlega saman. Ofbeit getur aðeins leitt til arðleysis. Heiðalöndin eru verð- mæt auðlind Það er bábilja hjá Hauki að ítalan skerði lífsafkomu bænda í Sveinsstaðahreppi. Landgræðslan og Búnaðarfélagið lögðu fram ákveðnar tillögur um aðlögun að ítölunni sem gengu mjög til móts við þarfir bænda. Félagsmálaráðu- neytið hefur nýverið staðfest úr- skurð sem sýslunefnd A-Hún. kvað upp í vor og fól í sér svipaðar aðgerðir til verndar gróðri á heið- unum. Er þar ekki gert ráð fyrir skerðingu á upprekstri sauðfjár í sameiginleg beitilönd í ár. Þess í stað var tekið fyrir upprekstur stóðhrossa fram fyrir heiðargirð- ingar og dregið úr upprekstri hrossa í Víðidalsfjall. Nóg land- rými er í byggð til að taka við verulegum hluta þessara hrossa. Má þar t.d. nefna Eylendið neðan við Brekku sem áður var slegið, en fer nú að mestu í sinu. Eins má geta orða bænda sem ráku hross á afrétt í trássi við bann sýslunefndar. Þeir tóku það sér- staklega fram í blaðaviðtali að þeir væru langt frá því að vera landlausir menn. Ofnýting við- kvæmra heiðalanda stafar því ekki ætíð af þörf. Hún virðist stundum skapast meira af skilningsleysi á því að heiðalöndin eru verðmæta- auðiind sem erfitt er að endurnýja ef út af bregður. Áframhaldandi ofnýting er vísasta leiðin til að bregða fæti fyrir byggð í hreppun- um. Höíundur er doktor í beitarCræðum og starfar sea gróðureftirlitsmaður Landgræðsiu ríkisins. Álit beitarsér- f ræðinga á ástandi Grímstunguheiðar Föstudaginn 8. ágúst 1985, heimsóttu afréttinn á Grímstungu- heiöi gróðurverndarnefnd svæöisins, Sveinn Runólfsson, dr. S. Archer(Texas), dr. R. Bement (Colorado)og dr. L. Rittenhouse (Colorado). Þaö sem mesta athygli vakti þegar komiö var á svæöiö var lítil nýtanleg upskera háplantna, bæöi viöarkenndra og jurtkenndra, og mikil útbreiösla mosa bæði í þurrlendi og votlendi. Viö nánari skoöun var augsýnilegt aö gróöurlendiö var tekiö aö opnast. Þessu til merkis var röskun af völdum ísnála í jarövegi þar sem gróöurþekju skorti. Gróöur einangrar jaröveginn fyrir öfgum umh verf isins. Slíkum gróöurlausum svæöum veröur æ hættara viö of þurrkun og uppblæstri. Hinir f jölmörgu ísnálablettir gefa tilefni til myndunar rofabakka sem erfitt er aö hafa hemil á, vegna skorts á gróðurþek ju. T rjákenndar plöntur, eins og Betula nana og Salix tegundir vantar augljóslega á svæöinu. Margir dauöir hlutar af Betula og Salix tegundum finnast á svæöinu. Þó aö dauöir kvistir kunni aö endurspegla dauöatíöni af völdum sveiflna i náttúrunni viröist Ijóst aö mjög mikill beitarþungi hafi aukiö dauöatíönina. Ekki voru ummerki um dauöa í stórum stíl á öörum svæöum, sem heimsótt voru á hálendinu. Þetta gefur til kynna aö ekki er hægt aö tengja dauöatíöni, sem veitt var athygli á Grímstungu- helöi, viö veöurfarsþætti. Auk þess sást aö vaxtarform Betula nana og Salix tegunda, sem venjulega eru lágvaxnir runnar, er orðiö meira jarölægt. Þetta er einkennandi svörun viö miklum beitarþunga. Skortur á viömiöun veldur erf iöleikum viö dóm á ástandi svæö- isins, þar sem hæfilega beitt eöa friöuö svæöi eru ekki í næsta nágrenni. BeitartilraunasvæðiöáAuökúluheiöi, íum 15kmfjar- lægö, gefur samt sem áöur kost á einhverjum samanburöi. Þar þarf jafnvel ekki neina reynslu til aö sjá áhrif mismunandi beitar- þunga á gróöurinn. Þó aö þungbeittu hólfin á Auðkúluheiöi séu í óviöunandi ástandi, þá eru þau samt sem áöur í betra ástandi en þeir staöir, sem voru skoöaðir á Grímstunguheiöi. Þaö er skoöun okkar, aö úthaganum á Grímstunguheiöi sé nú hætt vö alvarlegu vind- og vatnsrofi. Staöreyndin er sú, aö hann kann aö hafa þróast fram yfir krítísk mörk. Eins og nú er komiö, er mikilvægast aö hindra áframhaldandi spillingu svæöisins. Ef haldið er núverandi beitarálagi, mun taumlaus eyöing hinnar óendurnýjanlegu jarö- vegsauölinda sigla fljótt í kjölfariö. Eina von þessa svæöis er aö hafnar veröi strax aögeröir til aö breyta þessari þróun. Best væri aö útiloka beit á svæöinu. Aö minnsta kosti ætti strax aö grípa til frekari seinkunar á upprekstri á vorin í tengslum viö fækkun búfénaöar á svæöinu. Reyna ætti aö þróa hjarökerf i og nota þau til aö sporna viö ofnýtingu lykil- svæöa. Jafnvel þótt til komi bættar aöferöir viö nýtingu svæöisins er Ijóst aö náttúruleg þróun til viðunandi ástands verður mjög hæg þar sem gróöur býr aö litlum varaforöa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.