Morgunblaðið - 30.08.1985, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985
Ekkó og Narkissos eru
enn á meðal okkar
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Stúdentaleikhúsið:
EKKÓ - guðirnir ungu.
Söngleikur eftir Claes Andersson.
Þýðing: Ólafur Haukur Símonarson.
Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir.
Leikmynd: Karl Aspelund.
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson.
Rokk-sðngleikur Stúdentaleik-
hússins: Ekkó - guðirnir ungu, eftir
finnska skáldið Claes Andersson
er nú á hringferð um landið. í
kvöld verður leikið og sungið í
Stykkishólmi.
Frumsýnt var í Bfóhöllinni á
Akranesi 28. ágúst. Ungt fólk var
I miklum meirihluta á sýningunni
svo að ætla má að söngleikurinn
höfði einkum til þess. En Ekkó á
ekki sist erindi við foreldra.
í Ekkó er lýst samskiptum
unglinga og vandræðalegu sam-
neyti þeirra við foreldra, hefð-
bundnum átökum á heimilum og I
skólum. Unglingurinn er annars
hugar heima fyrir, fer ekki eftir
uppskrift foreldranna, á i útistöð-
um við kennara, snýst gegn sam-
félaginu i heild með drykkju,
hverskonar andfélagslegri hegðun.
Ekki eru allir unglingarnir i
Ekkó svona. En Narsi, sem ásamt
Ekkó gegnir veigamiklu hlutverki
í söngleiknum, er einmitt þessi
gerð. Höfundurinn reynir að skýra
persónu Narsa og er hinn óham-
ingjusami faðir ein af skýringun-
um. Narsi er kaldur karl og sýnd-
armaður hinn mesti, en innst inni
viðkvæmur og þarfnast ástúðar.
Samband Narsa og Ekkó er
þungamiðja söngleiksins. Ekkó
þjáist af minnimáttarkennd, sætt-
ir sig ekki við útlit sitt, telur sig
algjörlega glataða. En þá kemur
Narsi og býðst til að elska hana.
Ást þeirra Ekkó og Narsa hefur
goösögulegan blæ, enda gerast
örlögin þeim grimm. Sagan af
Ekkó og Narkissos er fyrirmynd.
Ekkó er vel gerð persóna í söng-
leik og sama er að vissu marki að
segja um persónu Narsa. önnur
hlutverk eru fremur litlaus, en þó
bregður fyrir leiftrum. Höfuðlausa
óhugnaöarfólkið i brenglaðri vit-
und unglinganna gæddi verkið
óvæntu lifi. Það líktist griskum
kór. Við fengum dálitla innsýn i
heim freistinganna þar sem eitrið
er á boðstólum og er reiðubúið til
að draga menn í kaf.
Ekkó - guðirnir ungu getur ekki
talist sérstaklega vel heppnaður
söngleikur, til þess er verkið of
venjulegt, gert eftir fyrirfram
ákveðnu mynstri. En það er þess
virði að kynnast þvi.
Helstu tíðindi söngleiksins er
tónlist Ragnhildar Gisladóttur
sem er i senn lifandi og leggur
áherslu á inntak verksins og boð-
skap. Þessi tónlist á áreiðanlega
eftir að vekja mikla athygli.
Leikstjórn Andrésar Sigurvins-
sonar þótti mér einum of slök en
tæknilegir erfiðleikar spilltu að
vísu sýningunni. Leikstjórinn virt-
ist ekki gera nógu strangar kröfur
til leikaranna, en það er aftur á
móti ljóst að Stúdentaleikhúsið
skortir kraftmeiri leikara en hér
komu fram. Þó eru jákvæðar hlið-
ar á því máli.
Ekkó lék Arna Valsdóttir og
gerði það á þokkafullan hátt. Túlk-
un hennar var einlæg og hljóðlát.
Ari Matthíasson var dæmigerður
Narsi, týpan góð, en minna fór
fyrir sannfærandi leik þótt sumt
væri vel gert.
Leikmynd Karls Aspelund var i
einfaldara lagi og gerð við hæfi
ferðaleikhúss. Góð hugmynd var
að láta fullorðna fólkið birtast
aðeins i formi leikmynda, það
breikkaði enn bilið sem er oft á
milli æskufólks og hinna fullorðnu.
En þetta verkaði lika skoplega og
átti ekki alltaf við i háalvarlegum
tilvikum.
Þýðing ólafs Hauks Simonar-
sonar heyrðist mér vel af hendi
leyst, en ég skal játa að stundum
var erfitt að nema textann. Ekki
tókst nógu vel að láta texta og
tónlist vinna saman. í söngtúlkun
voru aftur á móti ljósir punktar.
Framtak Stúdentaleikhússins er
lofsvert og ég hef trú á þvi að sýn-
ingin muni smám saman taka á
sig betri mynd.
Frá frumsýningu songleiksins á Akranesi í fyrrakvöld Morttunblaðið/Ámi SæberK
Sigurlaugur
Elíasson
IWyndlist
Valtýr Pétursson
Sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni, segir máltækið, og það á
við í þessu tilfelli, þar sem sonur
tekur við af föður ef svo mætti
að orði kveða. Sigurlaugur Elías-
son er ungur listamaður, sem er
með sína fyrstu einkasýningu
þessa dagana í Listasafni ASÍ
við Grensásveg. Sigurlaugur er
sonur Elíasar málara Halldórs-
sonar á Sauðárkróki og því hóf
ég mál mitt á þann hátt er hér
stendur. Það er annars ekkert
smáræði sem þeir fjórir feðgar
leggja til málanna á menningar-
sviðinu. Faðirinn málari og syn-
irnir: skáld, hljómlistarmaður og
sá þriðji máiari eins og faðirinn.
Þetta er skemmtilegt og ótrúlegt
í sjálfu sér og því nefni ég það í
sambandi við sýningu Sigur-
laugs, að um fágætan feðgahóp
er að ræða.
Sigurlaugur Elíasson er ungur
og hefur ekki mikla reynslu á
sviði málverks, en hann vekur
þegar vonir með þessari fyrstu
sýningu og hann er furðu agaður
í litameðferð, sem virðist honum
mjög eðlilegt. Því verður ekki
neitað að svolítið minna sumar
myndir Sigurlaugs á karl föður
hans og er ekkert óeðlilegt við
það. Sigurlaugur vinnur nokkuð
í öðrum dúr en faðirinn og hann
virðist taka fullan þátt í því sem
efst er á baugi hjá þeim ungu
eins og stendur. Hann vinnur
snöggt og ákveðið og hefur auð-
sjáanlega sínar skoðanir á hlut-
unum. Mér þótti skemmtilegt að
sjá þessi verk eftir Sigurlaug og
það fer ekki milli mála að hann
hefur hæfileika sem falla vel að
þeirri tækni er hann ræður yfir.
Flest verk á þessari sýningu
eru máluð með akrýllitum og eru
nokkuð hörð í tónum, en það
fylgir þessu nútíma efni, sem er
svo mjög í tísku. Það eru tuttugu
og átta verk á þessari sýningu
og fara þau sérlega vel í því
umhverfi sem Sigurlaugur hefur
valið sýningu sinni. Eitt verk
vakti sérstaklega eftirtekt mína
og freistast ég til að ákveða að
það sé betra en önnur verk á
þessari sýningu. Það er Sjálfs-
myndin No. 4.1 heild fannst mér
þessi sýning með því betra er ég
hef séð að undanförnu af sýning-
um frá hendi ungra listamanna.
Til hamingju með árangurinn.
Singer
Magic
rf spori Á
fratnar
ir 29. ÁGÚST-8
SEPTEMBER
í LAUGARDALSHÖLLINNI
SÝNINGAR -
AFSLÁTTUR
@ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA 3 SÍMI 687910