Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 23 Atli Dam, lögmaður Færeyja, á fundi Norræna félagsins í Danmörku: Mótmælaaðgerðir vegna grinhvalaveiða verða ekki umbornar meir FÆREYINGAR hyggjast ekki stödva grindhvalaveiöar þrátt fyrir andstöðu og mótmælaaðgerðir umhverfisverndarfólks. Þetta kom fram í ræðu, sem Atli Dam, lögmaður Færeyja, flutti á sumarfundi Norræna félagsins í Dan- mörku, er haldinn var í Hindsgavl á Vestur-Fjóni um síöustu helgi. „Mótmælaaðgerðirnar, sem um- hverfisverndarhreyfingar hafa undanfarið efnt til vegna grind- hvalaveiðanna, eru í engu sam- hengi við veruleikann, og verði meira af svo góðu, munum við taka í taumana," sagði Atli Dam, eftir því sem fram kemur í danska blaðinu Jyllandsposten. Atli Dam vék nánar að grind- hvalaveiðunum: „Við erum, þótt undarlegt kunni að virðast, orðnir andstæðingar þeirra, sem ættu, ef allt væri með felldu, að vera sam- herjar okkar. Og þetta gerist, af því að við nýtum ákveðna auðlind í umhverfi okkar, eins og við höfum gert í 400 ár. Og þetta gerist þrátt fyrir að við gætum þess vandlega, að endurnýjun viðkomandi auðlindar geti átt sér stað. Umhverfisverndarmenn vilja umskapa dýralífið og girða það af í einhvers konar dýragörðum. Þannig vilja þeir fara með grind- ina. En þetta fólk er á villigötum," sagði Atli Dam. Hann lagði áherslu á, að grindhvalaveiðar Færeyinga lúta ströngum takmörkunum. „Það eru veidd um 1700 dýr á ári, hvorki fleiri né færri en verið hefur. Og ef hingað koma fleiri dýr en venjulega, hefur það ekki í för með sér, að meira sé veitt en annars. Þá er umframdýrunum einfaldlega sleppt. Grindarstofninn er nú sterkari en nokkru sinni. Þetta er stað- reynd og staðfest af líffræðingum okkar. Og þetta staðfestir einnig tölfræði 400 ára sögu veiðanna, sem greinir frá sveiflum á stofn- stærð og göngum. Auðvitað eigum við ekki að hlaupa til og veiða meira, þótt stofninn standi nú vel. Það er nefnilega sótt að honum úr fleiri áttum. Og þar er mengun efst á blaði. í stað þess að einblína á grindhvalaveiðar okkar, ættu menn að huga að eiturefnalosun í Norðursjó, sem er mikil ógnun við grindhvalastofninn. Einnig ættu menn að líta til Eystrasaltsins, þar sem alger eyðilegging blasir við.“ hann, og gekk þó nógu illa. Svíþjóð hefur ekki efni á að setja stjórn- ina í hendurnar á þess konar liði, segja sósíaldemókratar sem leggja áherslu á að það séu þeir einir sem geti tryggt þá styrku stjórn sem landið þurfi nú mest á að halda. Sameiginlegur stjórn- arsáttmáli? Allir stjórnmálaflokkarnir nema Miðflokkurinn hafa viljað sameinast um og leggja fram í kosningabaráttunni drög að stefnuskrá sem þeir sameiginlega gætu hugsað sér að framkvæma í samstjórn, ef þeir fengju meiri- hluta í kosningunum, og sýna þar með svart á hvítu hvaða valkosti þeir bjóði upp á miðað við sósíal- demokrata. Þetta hefur foringi Miðflokksins, Thorbjörn Fáldin, fyrrverandi forsætisráðherra, ekki getað tekið undir. Hann vill að fólkið fái að velja á milli þess- ara þriggja flokka og þeirra ólíku stefnumála. Að kosningum lokn- um verði síðan sest að samninga- borði þar sem vilji kjósenda yrði látinn hafa áhrif á það hvernig sameiginlegur stjórnarsáttmáli liti út. Það væri að grípa fram fyrir hendurnar á kjósendum að semja um þessi atriði fyrir kosn- ingar. Eitt þessara atriða sem kjós- endur eiga að skera úr með at- kvæðum sínum er hver þessara þriggja borgaraflokka fái embætti forsætisráðherra ef um meiri- hluta verður að ræða. Fjölmiðlar hafa mikið spáð í það hver það verður, og það eru þeir Ulf Adel- sohn og Thorbjörn Fáldin sem helst koma til greina. Fjölmiðl- arnir hafa herjað á flokksforingj- ana til að fá þá til að tjá sig um, hvem þeir vilji styðja. Þetta hefur valdið töluverðum taugaæsingi meðal leiðtoga borgaraflokkanna og varla aukið tiltrú kjósenda á því að þeir muni í sátt og samlyndi skipta með sér verkum að loknum kosningum. „Boðorðin tíu“ frá Kristileg- um demókrötum Fyrir nokkrum árum tók for- maður Kristlega demokratafl- okksins, Alf Svensson, af skarið og setti upp á sitt eigið eindæmi fram tíu puntka skrá sem hann taldi að gæti orðið grundvöllur að stjórn- arsamstarfi borgaraflokkanna. Svenson hefur árum saman barist við að koma fulltrúa frá flokki sín- um á þing sem nú virðist ætla að takast vegna kosningabandaiags- ins við Miðflokkinn. Hann vill greinilega vera eins konar milli- liður milli borgaraflokkanna og gæti ef til þess kæmi haft sitt að segja við stjórnarmyndun. í stuttu máli eru þau atriði sem hann lagði fram eftirfarandi: 1. Stuðningur við barnafjöl- skyldur við að gæta eigin barna innan veggja heimilis- ins (vardnadsersátting). 2. afnám launþegasjóðanna 3. afnám nýja fasteignaskattsins 4. afnám eignaskatts af virku kapitali (arbetande kapital). 5. afnám sjálfvirkrar skráningar meðlima í verkalýðsfélagi í ákveðinn stjórnmálaflokk 6. að neysla fíkniefna verði skilgreind sem lögbrot 7. auka aðstoð við þróunarlöndin 8. aukin áhersla á aga, fastar reglur og einkunnir i skólum 9. að óvirkjaðar ár í norður Svi- þjóð verði friðaðar 10. að stighækkun tekjuskatts (marginalskatten) verði færð niður Vita hvað þeir hafa en ekki hvað þeir fá Þótt ýmis þessi atriði fari ekki alveg saman við helstu stefnumál Móderataflokksins hefur formað- ur hans lýst yfir stuðningi sínum við listann í heild, en formaður Miðflokksins algerlega hafnað að ræða hann. Það er auðvitað alltaf erfitt að spá — og sérstaklega um framtíð- ina. Hin borgaralega fylking er sundurleit og fjölmiðlar gera sitt til að kynna hana þannig. Svo gæti farið að margir þeirra sem ekki hafa enn gert upp hug sinn (sam- kvæmt seinustu skoðanakönnun- um eru þeir nú óvenju margir) hugsi sem svo að þeir viti hvað þeir hafi, þar sem er stjórn sósíal- demókrata, en þeir viti ekki hvað þeir fái með samstjórn borgara- flokkanna. 1‘étur Pétursson er fréttaritari Mbl. í Lundi i Sríþjód. Þessi mynd er tekin fyrir framan herragarðinn Hindsgavl á Vestur-Fjóni, þar sem sumarfundur Norrænm félagsins f Dmnmörku var haldinn. Með Atlm Dam, lögmmnni Færeyja, er Dorte Bennedsen, formmöur félmgsins. Atli Dam lögmaður segir Fær- eyinga hafa vakandi auga með frekari mótmælaaðgerðum. „Það eru allir velkomnir til Færeyja. En brjóti menn færeysk lög og reyni að hindra veiðar, sem yfirvöld hafa leyft, verður tekið í taumana. Við erum við öllu bún- ir,“ segir lögmaðurinn, en leggur áherslu á, að með framkvæmd nýrra dýraverndunarlaga verði að mun hert á reglum um slátrun grindarinnar. „Það geta auðvitað orðið mistök, en yfirleitt gengur slátrunin hratt og örugglega fyrir sig.“ VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! fttgrgnnftlafttfo ÆJSM'VA 4ra dyrar Isuzu Trooper '86 Þægilegri og rúmbetri en nokkru sinni fyrr. Isuzu Pickup '86 með „Space Cab" stórauknu rými fyrir farþega og farangur. Hörkugóðir bílar á góðu verði. Pottþéttir í akstri, viðhaldi og endursölu. Við bjóðum sérlega hagstæð greiðslukjör og tökum jafnvel gamla bílinn upp í þann nýja! BSLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Á BÍIASÝNINGU KL. 13.00 - 17.00 LAUGARDAG KOMIÐ OG KYNNIST KRAFTMIKLUM NÝJUNGUM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.