Morgunblaðið - 30.08.1985, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985
Minning:
Gunnlaugur Stefánsson
kaupmaður Hafnarfirði
Fæddur 17. nóvember 1892
Dáinn 22. ágúst 1985
Gunnlaugur Stefánsson, fyrr-
verandi kaupmaður, andaðist á
Elli- og hjúkrunarheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði 22. þ.m. á 93.
aldursári. Með honum hverfur af
sjónarsviðinu einn af þeim gömlu
og góðu Hafnfirðingum er ég
kynntist á 6. áratugnum og settu
svip sinn á bæinn með persónu-
leika sínum og umfangsmiklu
starfi.
Gunnlaugur fæddist í Hafnar-
firði og ól þar allan sinn aldur.
Faðir hans var Stefán trésmiður
Sigurðsson, Húnvetningur að ætt,
fæddur að Saurbæ í Vatnsdal 1859.
Barn að aldri var Stefán tekinn í
fóstur á höfuðbólið Þingeyrar í
Húnaþingi skömmu eftir að Sig-
urður faðir hans drukknaði í há-
karlalegu árið 1862. Bjuggu þá á
Þingeyrum merkishjónin Ásgeir
Einarsson frá Kollafjarðarnesi og
Guðlaug Jónsdóttir, sýslumanns á
Melum í Hrútafirði, Jónssonar.
■> Höfðu þau áður búið í Kollafjarð-
arnesi en fluttust að Þingeyrum
1861. Var Ásgeir þingmaður
Strandamanna í tvo áratugi og
m.a. fulltrúi á hinum sögufræga
þjóðfundi árið 1851. Stefán andað-
ist árið 1906 aðeins 47 ára að aldri.
Móðir Gunnlaugs, kona Stefáns,
var Sólveig Gunnlaugsdóttir, fædd
í Veghúsum í Reykjavík 1863. Var
hún alnafna ömmu sinnar í föður-
ætt er var systir Húnvetningsins
Björns Gunnlaugssonar, kennara
við Bessastaðaskóla og síðar yfir-
kennara við lærða skólann í
Reykjavík. Var Björn nafnfrægur
fyrir stærðfræðigáfu sína og hæð-
armælingar á landslagi fslands og
fyrir hið mikla kvæði Njólu. Var
hann af sumum nefndur speking-
urinn með barnshjartað. Sólveig
andaðist 1952 á 79. aldursári.
Um tildrög þess að Stefán flutt-
ist til Hafnarfjarðar segir svo í
grein um Stefánshús í jólablaði
Alþbl. Hfj. eftir Gísla Sigurðsson
fyrrv. lögregluvarðstjóra. „Það var
mikill siður hér allt fram undir
síðustu aldamót að mannaskipti
fóru fram milli sveita norðanlands
og Inn- og Suðurnesja. Menn komu
norðan úr Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslum til sjóróðra en karl-
ar og konur fóru héðan úr sýslunni
norður í land til kaupavinnu á
sumrum, og var það í engu frá-
brugðið hvað snerti Hafnfirðinga.
Um 1880 eða þar í kring fór
maður að nafni Filipus Filipusson
ár eftir ár norður í Húnavatns-
sýslu í kaupavinnu aö Þingeyrum.
Meðal heimafólks á Þingeyrum á
þessum árum var ungur maður er
Stefán hét. Það fer ekki á milli
mála, að strax í upphafi tókst góð
vinátta með þeim Filipusi og Stef-
áni. Fannst Filipusi maðurinn
efnilegur, því að allt sem að smíð-
um laut lék í höndum hans, þótt
engrar tilsagnar hefði hann notið.“
■í Filipus kom þessum vini sínum í
smíðanám til vinar sins Jóns smiðs
Steingrímssonar „er þá var höf-
uðsmaður hér í Hafnarfirði, kunn-
ur austan frá Seivogi um Suðurnes
öll og víðar“. Hann var til heimilis
hjá meistara sínum eins og þá var
| siður með lærlinga. Þar á heimil-
inu hófust kynni þeirra Sólveigar
því að þangað hafði hún ráðist til
þjónustustarfa.
Að námi Stefáns loknu 1885
giftu þau sig og fluttu að Þórukoti
í Njarðvík. Þar voru þau í þrjú ár
en fluttu 1888 til Hafnarfjarðar
og settust að í „Klúbbnum". Gerð-
ist þá Stefán samverkamaður fyrr-
um meistara síns, Jóns Stein-
grímssonar.
Árið 1889 reisti Stefán sér og
fjölskyldu sinni hús á stórri lóð
syðst í Undirhamarstúni er hann
fékk hjá prófastinum í Görðum.
• Var það almennt nefnt Stefánshús
og stendur enn, að vísu nokkuð
breytt og er nú nr. 25 við Suður-
götu. Býr þar enn yngsta barn
þeirra hjóna og hið eina í tölu
lifenda, sonurinn Ingólfur.
Þegar Stefán vann að húsbygg-
ingu sinni vakti hann athygli
meðal samtíðarmanna sinna fyrir
útsjónarsemi, dugnað og harðfylgi.
Hafa þeir eiginleikar erfst afkom-
endum hans, en þau hjón, Stefán
og Sólveig, eignuðust 8 börn sem
öll voru borin og barnfædd í Hafn-
arfirði utan elsti sonurinn, sem
fæddur var í Njarðvík, og í Hafnar-
firði hafa þau alið allan sinn aldur.
Elstur barnanna var Sigurður
Jóel. Hann lærði trésmíði sem
faðir hans, en lést 27 ára gamall,
f. 22.12.1887, d. 5.6.1914.
Næstelstur var Ásgeir, f. 26.3.
1890, d. 22.6.1965. Var Ásgeir þjóð-
kunnur fyrir störf sín að bygging-
arframkvæmdum og útgerðarmál-
um og einnig, eins og segir í minn-
ingargrein um hann, „fyrir hnyttin
tilsvör og skjót og snjöll úrræði“.
Er Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var
stofnuð árið 1931 varð hann fram-
kvæmdastjóri hennar og gegndi
þeirri stöðu til ársloka 1954.
Næst í röðinni voru tvíbura-
systkinin Gunnlaugur, er hér á
eftir verður lítillega minnst, og
Ingibjörg, f. 17.11. 1892. Ingibjörg
átti alla ævi sína heima í Stefáns-
húsi og reyndist móður sinni fágæt
hjálparhella í veikindum hennar
og ekkjudómi. „Hún helgaði sig
alla tíð óskipt æskuheimilinu og
studdi móður sína og bræður með
ráðum og dáð, hvetjandi til góðra
verka, einbeitt og ákveðin í afstöðu
tii manna og málefna." Ingibjörg
andaðist 17.4.1961.
Næstur að aldri var Friðfinnur,
f. 3.9. 1895, d. 8.3. 1967. Friðfinnur
lærði múraraiðn og var múrverk
aðalstarf hans um langt skeið. Var
hann athafnasamur múrarameist-
ari og stóð fyrir miklum bygging-
arframkvæmdum, en samhliða
múrverkinu stundaði hann bú-
skap, og síðar eingöngu, og í mörg
ár rak hann eitt af stærstu
hænsnabúum landsins.
Valgerður Þorbjörg fæddist
23.12. 1897, en hún andaðist á
þriðja aidursári 29.4.1900.
Næstur í aldursröð þeirra systk-
ina var Tryggvi, f. 9.12. 1900, d.
5.11. 1980. Á unglings- og æsku-
árum vann hann við skipasmíðar
hjá Böðvarsbræðrum en lærði síð-
an húsasmíði og starfaði sem
byggingameistari til 75 ára aldurs.
Átti hann löngum samstarf með
bræðrum sínum við byggingar-
framkvæmdir en einnig um langt
skeið við Guðjón Arngrímsson
byggingarmeistara.
Yngstur systkinanna og sá eini
núlifandi er Ingólfur, f. 17.12.1902.
Hefur hann alla tíð átt heima í
Stefánshúsi. Starfsferil sinn hóf
hann í bakaríi Gunnlaugs bróður
síns og einnig vann hjá Garðari
Flygenring bakara. Verslunarstörf
stundaði hann um skeið en fetaði
svo í fótspor bræðra sinna og hóf
störf við húsabyggingar, lærði
múraraiðn, hlaut meistararéttindi
eins og hinir og starfaði í þeirri
iðngrein frá 1926—1977.
Eins og nú hefur fram komið
voru þeir bræður allir byggingar-
iðnaðarmenn nema Gunnlaugur,
sem lærði bakaraiðn, þóttævistarf
hansyrði annað. Þeir bræður stóðu
fyrir byggingum fjölmargra íbúð-
arhúsa og byggingum á vegum
hins opinbera í Hafnarfirði og
víðar um byggðir landsins. í Hafn-
arfirði byggðu þeir t.d. St. Jós-
efsspítala, Lækjarskóla, Flens-
borgarskóla, Ráðhúsið, Sólvang
o.s.frv. Þóttu þeir áreiðanlegir og
hagsýnir dugnaðar- og áhugamenn
sem í engu máttu vamm sitt vita
í neinum þeim verkefnum sem
þeir tóku að sér eða þeim var á
hendurfalið.
Eins og áður sagði andaðist
Stefán, faðir þeirra systkina, á
miðjum aldri. Voru börnin þá 7
að tölu á aldrinum 4—19 ára og
auk þess var á heimilinu móðir
Sólveigar, Valgerður Hildibrands-
dóttir, sem þá var orðin blind. Á
þeim árum var ekki um að ræða
lögboðna samhjálp í þjóðfélaginu
eins og tryggingar, ekkjubætur og
barnalífeyrir. Fyrir vikið var
höggið enn þyngra fyrir barn-
margar fjölskyldur þegar fyrir-
vinnan féll frá.
Gunnlaugur Stefán Stefánsson,
eins og hann hét fullu nafni, var
14 ára að aldri er faðir hans féll
frá. Höfðu þá verið uppi ráðagerðir
um að setja hann til mennta því
að hann var námsfús og efnilegur
námsmaður, en við fráfall föðurins
urðu þær ráðagerðir að engu.
Hann kaus líka fremur að leggja
hönd á plóginn við hlið móður
sinnar og systkina í strangri lífs-
baráttu þessara ára. Hóf hann því
snemma störf og afskipti í at-
vinnulífinu. Sama árið og faðir
hans féll frá varð hann starfsmað-
ur við Kaldá, fyrstu gosdrykkja-
verksmiðjuna á íslandi. Var hún
í eigu Jóns Þórarinssonar er þá
var skólastjóri Flensborgarskól-
ans. Er sú verksmiðja talin fyrsti
vísir að iðnaði í Hafnarfirði, stofn-
uð 1898. Vann Gunnlaugur þar í
þrjú ár, og þótt ungur væri að
árum sýndu eigendurnir honum
þann trúnað að annast forstöðu
verksmiðjunnar síðari árin.
Árið 1909 hóf Gunnlaugur nám
í bakaraiðn í brauðgerðarhúsi
Einars Þorgilssonar. Starfaði
hann í brauðgerð Einars til 1920,
tók hana á leigu síðustu árin og
annaðist sjálfur reksturinn.
Er þá komið að stærsta og
umfangsmesta þættinum í lífi
Gunnlaugs, en það er kaupsýslan.
Árið 1920 stofnar hann verslun í
Akurgerðishúsinu, Vesturgötu 10,
Gunnlaugsbúð sem hann rak af
miklum dugnaði og myndarskap
til ársins 1956 undir kjörorðinu:
Gunnlaugsbúð, sér um sína. Er
skemmst frá því að segja að versl-
unin varð víðfræg um land allt,
þótt fjölmiðlun væri þá skemmra
á veg komin en nú er, m.a. vegna
hins snjalla kjörorðs sem Gunn-
laugur valdi verslunarstarfsemi
sinni.
Þeir sem næstir voru vettvangi
á þessum árum hafa sagt mér að
við þetta kjörorð sitt hafi Gunn-
iaugur staðið frábærlega vel. Fyrir
seinna stríð og á striðsárunum,
þegar skortur var á vörum, sá
hann ávallt vel um sína viðskipta-
vini. Gunnlaugur var líka heppinn
í vali á samstarfsmönnum. Mun
leitun á liprari manni og meira
prúðmenni en Ólafi Gíslasyni sem
var hans hægri hönd og innan-
búðarmaður í versluninni í 27 ár.
Verslun á fyrri hluta aldarinnar
var með allólíkum hætti en nú er
orðið, einkum að því leyti að þá
tíðkaðist talsvert vöruskiptaversl-
un og sérhæfing í versluninni var
nánast engin. Gunnlaugsbúð var
meira en verslun með vörur í smá-
sölu. Hún var bæði inn- og út-
flutningsverslun, enda hafði
Gunnlaugur víðtæk verslunarsam-
bönd við Suðurnesjamenn og Sel-
vogsbændur. Vörur keypti hann
beint erlendis frá og hafði t.d.
söluumboð fyrir hið heimsþekkta
hljómplötufyrirtæki His Masters
Voice. Segja má að í Gunnlaugsbúð
hafi fengist „allt milli himins og
jarðar“ eða flestar þær vörur sem
almenningur vissi deili á.
í Akurgerði varð húsnæðið brátt
allt of þröngt fyrir verslun Gunn-
laugs. Árið 1928 tók hann sér fyrir
hendur að byggja mjög myndar-
legt hús að Áusturgötu 25. Sló
hann þá tvær flugur í einu höggi,
eins og stundum er sagt, því að á
efri hæð hússins var íbúð fjöl-
skyldunnar en verslunin var á
neðri hæðinni.
En Gunnlaugur var ekki aðeins
kaupmaður, hann var líka iðn-
rekandi. Árið 1930 hóf hann rekst-
ur kaffiverksmiðju að Vatnsstíg 3
í Reykjavík sem annaðist kaffi-
bætisgerð og kaffibrennslu og rak
Gunnlaugur hana fram yfir stríðs-
árin. Var G.S.-kaffibætirinn og
-kaffið þjóðkunn vara á þessu ára-
bili og fékkst um land allt.
Áhugi Gunnlaugs var víðtækur
eins og títt er um athafnamenn
og beindist fyrst og fremst að fé-
lags- og atvinnumálum. Hann
hafði áhuga á útgerð og sjósókn
og svo vildi til að hann eignaðist
jörðina Hóp í Grindavík árið 1934,
en landið kringum núverandi höfn
í Grindavík var eign þeirrar jarð-
ar. Jörðina átti Gunnlaugur til
1942 og gerði þaðan út fjóra báta
sem báru eftirfarandi heiti: Stef-
án, Sólveig, Árni og Bjarni riddari
GK 1. Á þessum árum dvaldist
fjölskylda Gunnlaugs mikið í
Grindavík á sumrum, en bátar
hans lögðu einnig stundum upp
afla sinn í Þorlákshöfn.
Gunnlaugur var einn af stofn-
endum Félags íslenskra iðnrek-
enda og um árabil var hann í stjórn
Kaupmannafélags Hafnarfjarðar
og í stjórn KFUM í Hafnarfirði.
Einnig var hann um skeið í Sjó-
og verslunardómi Hafnarfjarðar.
Gunnlaugur kvæntist 5. nóv-
ember 1921 Snjólaugu Guðrúnu
Árnadóttur, Björnssonar prófasts
í Görðum á Álftanesi og k.h. Lín-
eyjar Sigurjónsdóttur frá Laxa-
mýri. Snjólaug var mikilhæf kona,
ákaflega músikölsk og hafði fagra
söngrödd. Reyndist hún Gunnlaugi
gifturíkur förunautur í ævinnar
blíðu og stríði. Þau eignuðust þrjú
börn, Stefán, fyrrv. bæjarstjóra í
Hafnarfirði og alþingismann og
nú viðskiptafulltrúa við sendiráð
íslands í London, Árna, hæstarétt-
arlögmann, og Sigurlaugu, sem átt
hefur við fötlun að stríða. Fóstur-
dóttur eignuðust þau sem er Sigur-
jóna Jóhannesdóttir, bróðurdóttir
Snjólaugar. Snjólaug andaðist 30.
desember 1975.
Hér hefur nú verið stiklað á
stóru í ævi athafnamannsins
Gunnlaugs Stefánssonar. Á starfs-
ævi hans var sjaldan logn heldur
blésu oft um hann vindar enda var
maðurinn athafnasamur og til-
finningaríkur og fór ekki ætíð
troðnar slóðir. Gunnlaugur var
gestrisinn maður og stórtækur í
gjöfum og aðstoð sinni við þá sem
höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni.
Hygg ég að smámunasemi hafi
verið óþekkt í fari hans.
Gunnlaugur háði á köflum tví-
sýna baráttu við áfengissýkina en
tókst ætíð að rétta við. Hann hafði
ríkan áhuga á framgangi bindind-
ismála, og sem dæmi um það má
nefna að hann var upphafsmaður
að stofnun bindindismálasjóðs
Sigurgeirs Gíslasonar sem stofn-
aður var 1948 á áttræðisafmæli
Sigurgeirs. í bréfi um þetta mál
segir hann orðrétt: „Þegar ég hef
fengið köllun að leggja lið ein-
hverri góðri hugsjón þá er ég svo
af guði gerður, að ég vil halda fast
á góðu máli.“ Sjálfur fylgdi hann
málinu eftir með rausnarlegri gjöf
og fékk aðra til liðs við sig. Lýsir
þetta vel staðfestu hans þegar
hann beitti sér fyrir framgangi
mála.
Á seinni árum yljaði Gunnlaug-
ur sér á stundum við upprifjun
minninga frá uppvaxtarárum. Bar
hann hlýjan hug til foreldra sinna
og systkina, en þó einkum til Ingi-
bjargar tvíburasystur sinnar og
hans einu systur sem upp komst,
en hún annaðist móður þeirra
síðustu ár hennar af fágætri hug-
ulsemi.
í bréfi til Ingibjargar segir hann
m.a. þetta: „Það verður aldrei
spurt um að leiðarlokum hvað við
höfum safnað miklu af jarðneskum
auðæfum ... heldur hitt hvernig
við höfum varðveitt sálargullið,
barnið í okkur sjálfum." Og síðar
í sama bréfi: „Það er þessi þjónusta
sem er guði þóknanleg að vinna í
einrúmi að hagsæld annarra
manna.“
Gunnlaugur Stefánsson hafði
sérstakt dálæti á börnum og yndi
af að setja sig inn í hugarheim
þeirra, gleðja þau með gjöfum,
horfa á þau að leik, vekja hjá þeim
spurn og eftirvæntingu. Hann
lagði áherslu á að vernda barnið
í sjálfum sér og sagði að það ætti
hver maður að gera til hinstu
stundar og það mun honum hafa
tekist. í þessu sambandi minnist
ég þess að hann hafði dálæti á
þessu erindi úr ljóði eftir Matthías
skáld Jochumsson:
Seinni ára gæðin, fé og frægð,
flestum eykur meiri þraut en hægð;
innra lífsins lán á enginn til
lengur en hann gætir barnsins yl.
Gunnlaugur Stefánsson var
persónuleiki sem setti svip á
umhverfi sitt. Yfir honum var
reisn og hann dró að sér athygli.
Hann var hrifnæmur og hlýr,
gustmikill og örlátur og lét verkin
tala. í raun var hann horfinn að
mestu af sjónarsviðinu fyrir
nokkrum árum. Hann fór á Sól-
vang í janúar 1978 og mátti sig
þaðan lítið hræra. Þar leið honum
vel við góða umönnun og aðhlynn-
ingu og alveg sérstaka umhyggju
Árna sonar síns sem naumast lét
svo dag líða að hann heimsækti
ekki sinn aldraða föður á sjúkra-
beðinn.
Ég veit hann var orðinn hvíld-
inni feginn og því vil ég enda þessi
fátæklegu orð með tilvitnun úr
ljóði eftir Davíð frá Fagraskógi
sem Gunnlaugur hafði sjálfur rit-
að í bréf til vinar síns.
Velkomin nótt sem allir þreyttir þrá,
sem þjáða getur svæft með friðarkossi.
Blessuð veri minning Gunnlaugs
Stefánssonar.
Snorri Jónsson
í dag kveðja Hafnfirðingar og
fjöldi vina um landsbyggð alla
aldurhniginn heiðursmann er tek-
ur hinstu hvílu í hafnfirskri mold.
Gunnlaugur Stefán Stefánsson
fyrrum kaupmaður, brauðgerðar-
maður, iðnrekandi og útvegsbóndi,
andaðist í hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafnarfirði, fimmtu-
daginn 22. ágúst síðastliðinn,
tæplega 93 ára gamall.
Löngu og merku ævistarfi er
lokið. Gunnlaugur Stefán fæddist
í Hafnarfirði 17. nóvember 1892.
Foreldrar hans voru Sólveig
Gunnlaugsdóttir, fædd í Reykja-
vík, en foreldrar hennar voru Val-
gerður Hildibrandsdóttir frá Ási
við Hafnarfjörð og Gunnlaugur
Jónsson, sjómaður, ættaður af
Álftanesi. Þau voru búsett í Hafn-
arfirði. Eiginmaður Sólveigar var
Stefán Sigurðsson trésmiður frá
Saurbæ í Vatnsdal í Húnavatns-
sýslu, nátengdur hinum lands-
kunnu stórbændum á Þingeyrum
þar í sveit.
Foreldrar Gunnlaugs gengu í
hjónaband 1884 í Njarðvíkum og
hófu þar búskap í nýbyggðu húsi
er Stefán hafði reist þeim hjónum
þar í héraði.
Ári síðar fluttust þau hjón bú-
ferlum til Hafnarfjarðar og reistu
þar snoturt íbúðarhús neðst í
„Illubrekku", sem var ávallt nefnt
„Stefánshús", og er nú við Suður-
götu nr. 25. Þar bjuggu þau hjón
allan sinn búskap til andláts Stef-
áns árið 1906, og Sólveig síðan
með börnum sinum til hárrar elli.
Eftir 21 árs farsælt hjónaband
og kærleiksríkt fjölskyldulíf í
Stefánshúsi féll fyrirvinnan
skyndilega frá og var allur.
Eftir lifði ung ekkja með sjö
ung börn á framfæri, aðeins tvö
höfðu naumlega náð fermingar-
aldri en hið yngsta var sex ára.
Fátækt og þung spor horfðu
gegn framtíð Sólveigar og barn-