Morgunblaðið - 30.08.1985, Síða 29

Morgunblaðið - 30.08.1985, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 anna sjö í Stefánshúsi. En með guðshjálp, hugrekki og hörku- dugnaði húsmóðurinnar, sem naut aðstoðar og stuðnings barna sinna, tókst Sólveigu að koma öll- um hópnum til manndóms og at- hafna, sem öll hafa fórnað Hafn- arfirði og hafnfirskum málefnum starfskrafta sína óskipta og sett svip sinn á mótun og vöxt bæjar- félagsins. Þau voru ekki eingöngu kunn í Hafnarfirði, heldur var orðstir þeirra þekktur um land allt fyrir atorku og dugnað. Aðeins Ingólfur Jón, sem er yngstur þeirra systkina, er á lífi, kominn á níræðisaldur og býr enn í Stefánshúsi. Hin börn Sólveigar og Stefáns voru, auk Sigurðar, sem lést í æsku og var trésmiður, Ásgeir Guðlaugur byggingameistari og síðar forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Friðfinnur Valdi- mar, múrarameistari, Ingibjörg, tvíburasystir Gunnlaugs, er ann- aðist heimilishald með móður sinni, Þorbergur Tryggvi, bygg- ingameistari, auk Gunnlaugs og Ingólfs sem áður er getið. Gunnlaugur Stefánsson lifði umbrota- og framfararíka starfsævi. Hann iðaði ungur af at- hafnaþrá og i æsku haslaði hann sér völl til virkrar þátttöku í at- vinnusögu þjóðarinnar. Áðeins 17 ára gamall var hann orðinn forstjóri fyrstu gosdrykkj- arverksmiðju á íslandi, „Kaldár" í Hafnarfirði, sem Jón Þórarinsson skólastjóri í Flensborg hafði stofnað 1898. Nokkru síðar nam hann brauðgerðariðn og gerðist forstöðumaður í brauðgerð Einars Þorgilssonar, og rak hana síðar fyrir eigin reikning. Gunnlaugur Stefánsson hóf verzlunarrekstur í Hafnarfirði í svonefndu Akurgerðishúsi við Vesturgötu árið 1930 og byggði síðan myndarlegt verzlunarhús við Austurgötu nr. 25 og starf- rækti þar umfangsmikla verzlun, bæði heildsölu og smásöluverzlun meðan heilsa og þrek entist. Árið 1930 keypti Gunnlaugur kaffibrennslu og kaffibætisgerð við Vatnsstíg í Reykjavík, og starfrækti af miklum dugnaði og framsýni til ársins 1942 samhliða sívaxandi verzlunarumsvifum í Hafnarfirði. Samt lét Gunnlaugur sér ekki nægja þau verkefni, sem hér hafa verið nefnd. Hugur hans stefndi einnig að útgerðarrekstri. Þar eygði ungur maður framtíðarsýn. I æsku var Gunnlaugur umboðs- maður og útbreiðslustjóri Dag- blaðsins Vísis í Hafnarfjarðar- umdæmi. Fékk hann þá áhuga á landsmálum og fylgdist náið með sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á öndverðri þessari öld. Hann var mikill aðdáandi Tryggva Gunnarssonar alþing- ismanns og bankastjóra í Lands- banka íslands en jafnframt and- stæðingur Hannesar Hafstein. Því minnist ég þessa, að Gunn- laugur sagði mér eitt sinn sögu um þessa atgervismenn aldarinnar. Gunnlaugur var, sem fyrr segir, stórhuga og áræðinn til átaka í atvinnumálum. Rúmlega tvítugur að aldri hugðist hann ásamt vini sínum og jafnaldra í Hafnarfirði, Guðmundi Jónassyni, kaupa vél- bát og hefja útgerð. Hann leitaði ásjár vinar síns, Tryggva Gunnarssonar, banka- stjóra í Landsbanka íslands. Það- an gengu þeir félagar hrygg- brotnir á brott. Hvað var nú til ráða? Hannes Hafstein var banka- stjóri í íslandsbanka. Hann vissi þá, báða ungu Hafnfirðingana, andstæðinga sína á stjórnmála- sviðinu. Vonsviknir hugsuðu þeir mál sín niðurlútir í Austurstræti, uns að þeim hvarflaði að leita ásjár Islandsbanka. Tvisvar brást þeim kjarkur við útidyr bankans, við virtist blasa fyrirfram dæmt feigðarflan. 1 þriðja sinn knúðu þeir dyra hjá Hannesi Hafstein. Ostyrkir á fótum, skjálfandi röddu, báru þeir fram erindi sín. Bankastjórinn hlustaði þögull og þungbrýnn á mál ungmennanna. Reis síðan eldsnöggur úr sæti sínu, lyfti höndum á loft, ekki til þess að vísa hinum ungu mönnum á dyr, eins og þeir óttuðust. Hannes Hafstein brýndi rödd- ina og sagðist dá dirfsku þeirra og áform, og sagði að unga menn með trú á landið og framtið þess ætti bankinn að styrkja og fyrir- greiðslan var þar með tryggð. Eft- ir þetta urðu þeir Gunnlaugur og Hannes Hafstein vinir til æviloka. Þannig hófst útgerðarsaga Gunn- laugs Stefánssonar, er um áratuga skeið var snar þáttur í umsvifa- miklu ævistarfi hans. Auk útgerð- ar í Hafnarfirði fékkst hann við útgerð og fiskverkun í Grindavík, Þorlákshöfn og víðar. Hann átti um árabil stórbú og útgerðarstöð að Hópi í Grindavík. Á þeim árum urðu þeir miklir mátar og vinir Gunnlaugur og Sigvaldi Kalda- lóns, tónskáld, sem var héraðs- læknir í Grindavík. Gunnlaugur Stefánsson var mikill vinur og aðdáandi séra Friðriks Friðrikssonar er stofnaði KFUM í Hafnarfirði og hélt þar samkomur á hverju mánudags- kvöldi í næsta húsi við heimili móður Gunnlaugs. Gunnlaugur var lengi í stjórn þess ágæta fé- lagsskapar og annaðist með vini sínum Jóel Fr. Ingvarssyni og fleirum rekstur sunnudagaskóla fyrir börn félagsmanna í húsa- kynnum KFUM og á heimili sínu að Brekkugötu í Hafnarfirði. Gunnlaugur var einn af stofn- endum og í stjórn Kaupmannafé- lags Hafnarfjarðar, Félags ís- lenzkra iðnrekenda og Félags óháðra borgara í Hafnarfirði auk fleiri áhugaverðra félagssamtaka, er hann studdi öll af sínum al- kunna dugnaði. Hann átti sæti í Sjó- og verzlunardómi Hafnar- fjarðar 1958-1962. Gunnlaugur Stefánsson kvænt- ist Snjólaugu Guðrúnu Árnadótt- ur 5. nóvember 1921. Snjólaug fæddist 7. marz 1898 á Sauðár- króki, dóttir hjónanna Líneyjar Sigurjónsdóttur frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu og Árna Björns- sonar sóknarprests á Sauðárkróki. Snjólaug fluttist með foreldrum sínum að Görðum á Álftanesi 1913, en þar urðu þau Líney og séra Árni Björnsson prófastshjón til æviloka, með búsetu í Hafnar- firði frá 1928 til æviloka séra Árna, en eftir það fluttist frú Lín- ey til sonar síns Páls Árnasonar, verzlunarstjóra í Reykjavík. Snjólaug var manni sinum hjartkær og einlægur lífsföru- nautur, bjó honum og börnum þeirra aðlaðandi og fagurt heimili með glaðværð og myndarskap á öllum sviðum. Hún starfaði mikið að málefnum Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði með þátttöku í söng- kór kirkjunnar og óeigingjörnum störfum með kvenfélagi safnaðar- ins að fegrun kirkjunnar. Þau hjón, Gunnlaugur og Snjó- laug, eignuðust þrjú börn, Stefán Sigurð fulltrúa í viðskiptaráðu- neytinu, Árna hæstaréttarmála- færslumann og Sigurlaugu Elísa- betu. Fósturdóttur ólu þau upp, Sigurjónu Jóhannesdóttur. Snjólaug Árnadóttir andaðist 1975. Þegar Gunnlaugur Stefánsson er allur, er mætur og góður dreng- ur genginn. Minningin lifir. Adolf Björnsson Sumir spá því, að í framtíðinni muni börn alast upp án þess að kynnast nokkurn tíma afa sínum og ömmu. Þau muni aðeins hafa lauslegt samband við foreldra sína, en alast upp á fullkomnum stofn- unum með sérþjálfuðu fólki. í gamla daga, á tímum stórfjöl- skyldna, héldu kynslóðir saman frá vöggu til grafar, og afar og ömmur tóku ekki síður þátt í uppeldi barnanna en foreldrar. Þannig tengdist kynslóð við kyn- slóð og menningarlegt gildi þess var ómetanlegt. Stórfjölskyldur hafa lagst af, en afar og ömmur halda áfram að leita tengsla við barnabörn sín við jafngóðar undirtektir og alltaf áður. Flestir munu telja samskipt- in við afa og ömmu meðal dýrmæt- ustu æskuminninga. Að minnsta kosti er því svo farið um það fólk, sem naut þeirra forréttinda að eiga fyrir afa og ömmu þau hjónin Gunnlaug Stefánsson og Snjó- laugu Árnadóttur. Þessi hjon sköpuðu barnabörn- um sínum sérstakan heim, sem er þeim enn jafn bjartur í minning- unni og hann var í raunveruleikan- um á æskuárunum. Þessi heimur afa og ömmu stóð í húsinu nr. 25 við Austurgötu í Hafnarfirði. Það var stórt hús og fallegt með vel hirtum garði bakatil. Náttúra hússins var sú, að þar var maður alltaf velkominn, á hvaða tíma sem var. Engu máli skipti með hvaða erindum maður fór inn í þetta hús. Þeim var öllum vel tekið og öll greiðlega leyst. Þarna var manni frjálst að skoða og kanna allt sem hugurinn girntist, jafnt uppi á háalofti, sem niðri í kjallara. Aldrei spurði maður svo heimsku- legrar spurningar í þessu húsi að maður fengi ekki við henni elsku- legt og skynsamlegt svar. Ef til vill var það þó furðulegast við þetta hús, að allt sem í því var, stórt og smátt, virtist vera manni til reiðu að gjöf, ef maður aðeins lét svo lítið að nefna það. Það tók litlar sálir nokkurn tíma að átta sig á þessu, ekki síst fyrir þá sök, að á neðri hæð hússins var heil matvöruverslun sem meðal annarra gersema geymdi glerskáp mikinn fullan af sælgæti. Með tímanum lærðist sú lexía, að i húsi þar sem allt stendur til boða, biður. maður um það sem þarf, en annað ekki. Miðpunktur hússins var amma, blíða góða amma. Þangað var gott að leita huggunar ef með þurfti. Auk þess bjó hún til besta ís í heimi. Og þarna var afi. Afi hófst af sjálfum sér og fyrir eigið atgervi. Það fór ekki fram hjá neinum að hann var kraft- mikill maður. Alltaf var í kring um hann líf og athafnir. Það þurfti ekki að kvíða tíðindaleysi, þegar maður var með afa. í hrauninu við Hafnarfjörð hafði hann aðstöðu fyrir kindur sínar og sauði, fjárhús og hlöðu. Þennan stað nefndi afi Hraunprýði og var það dýrðarstað- ur, bæði vegna náttúrufegurðar og þeirra stunda, sem maður átti þar með afa. Allt það svæði hefur nú verið jafnað út með jarðýtum. Afi átti einnig sendiferðabíl af Chev- rolet-gerð. Á hliðum hans stóð „Gunnlaugsbúð" letrað fallegum stöfum. Það var flottasti bíll á íslandi. Þegar þessum bíl sást bregða fyrir fór um mann sérstök hlý tilfinning. Austurgatan, Hraunprýði og bíllinn Chevrolet voru baksvið samskiptanna við afa. Margar voru ferðirnar farnar með honum i bílnum milli þessara staða, því afi virtist alltaf hafa tíma og tækifæri til að sinna litlu barna- barni hvernig sem á stóð. Það var einnig farið í aðra staði, því að afi átti víða erindi og þurfti að hitta marga menn. Á þessum ferðum var spjallað og rætt og hugurinn reik- aði víða. Afi var vel lesinn maður og hugsaði margt. Hann hafði mikla lífsreynslu og frá mörgu að segja. Alltaf ræddi maður samt við afa sem jafningja sinn og engan hafði maður, sem hlustaði betur. Afi hafði ríkar tilfinningar og ákveðn- ar skoðanir á mörgum hlutum. Eitt af því sem hann brýndi mjög fyrir manni, var að vera góður við gamla, fátæka og sjúka. Afi lét ekki sitja við orðin tóm í þessu efni frekar en öðrum. Á stórhátíð- um var það siður hans að fylla bílinn af ávöxtum og öðru góðgæti, og kveðja til farar eitt eða fleiri af barnabörnum sínum. Síðan var ekið milli elliheimila og sjúkra- stofnana. Það var hlutverk okkar barnanna að fara inn með góðgæt- ispokana og gefa af handahófi. Á meðan sat afi útí bíl og skemmti sér við tilhugsunina um undrun og gleði þeirra, sem við tóku. Það var nefnilega ekki aðeins við barnabörn sín, sem afi var örlátur. Örlæti hans náði til allra sem kynntust honum. Börn voru þó í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Eitt sinn var afi lagður inn á sjúkrahús til aðgerðar. Þá kemur til hans hjúkrunarkona og fagnar honum mjög vel, þakkar honum fyrir síðast og kveðst aldrei geta gleymt honum. Afi bregst hissa við og þekkir ekki konuna. Hún rifjar þá upp fyrir honum þessa sögu: Afi var á verslunarferð í Borgarnesi. Hann er staddur í verslun staðarins á spjalli við kaupmanninn, þegar inn gengur bóndi nokkur og leiðir við hönd sér smámey, dóttur sína. Þegar afi sér þetta biður hann kaupmanninn að selja sér fagran hring, sem þar var útstillt, beygir sig niður og dregur hringinn á fingur' litlu stúlkunni og gefur henni. I þá daga var ekki til siðs í sveitum að gefa börnum leikföng, hvað þá heldur skart- gripi. í huga stúlkunnar varð þessi atburður ævintýri, sem hún mundi alla ævi síðan. Og henni var sér- lega ljúft að muna það, þegar hún fékk tækifæri sem hjúkrunarkona að þakka afa með hjúkrun sinni. Nú hefur afi kvatt þennan heim og farið í annan betri. Ekki er að efa að þar situr hann undrandi og glaður, umkringdur börnum á öll- um aldri, sem spyrja hann, hvort hann muni ekki eftir því, þegar hann gerði þetta fyrir þau eða hitt. Ásgeir, Guðmundur Árni, Gunnlaugur, Snjólaug, Finnur Torfi. í byrjun árs 1945 bar fundum okkar Gunnlaugs Stefánssonar, kaupmanns í Hafnarfirði, saman í fyrsta sinni. Ég var þá að taka við störfum í þeim bæ og flutti þang- að á vordögum það ár með fjöl- skyldu. Ég keypti til heimilisins hjá Gunnlaugi. Afgreiðsla var hin besta. Vel allt í té látið og ekki stóð á sendingum ef svo bar undir. Gunnlaugur sá um sína. Hann var og þekktur kaupmaður ekki síst fyrir auglýsingar í útvarpinu, er hittu í mark og skemmtilega orð- aðar. Þegar aðrar verslanir urðu mér tiltækilegri féllu viðskipti mín við Gunnlaug niður en ekki kunningsskapur. Gunnlaugur var ræðinn vel. Stálminnugur og margfróður. Hann var sjálfstæður í ákvarð- anatökum. Glöggur á menn og málefni. Sá auðveldlega hvað feitt var á stykkinu hverju sinni og máli skipti. Hann var og vinur vina sinna. Ef eitthvað meirihátt- ar bar við átti Gunnlaugur það til að slá á þráðinn og greina mér frá slíku. Jafnvel á ýmsum tímum sól- arhringsins. Mér er enn í fersku minni, er hann hringdi árla morg- uns 23. janúar 1973: „Jarðeldar æða og loga í Vestmannaeyjum" sagði Gunnlaugur: „Fylgstu með í útvarpinu". Þessi stuttorða til- kynning veitti mér kost þess að fylgjast með atburðarásinni varð- andi eldgosið í Vestmannaeyjum fyrr en ella. Það var Gunnlaugi að þakka. Gunnlaugur var kvæntur Snjó- laugu Guðrúnu Árnadóttur, merk- iskonu af Laxamýrar- og Krossa- ættinni. Gjörvulegri og gáfaðri. Þau eignuðust þrjú börn: Stefán, Árna og Sigurlaugu. Synirnir hafa um langt skeið sett svip á hafn- firsk stjórnmál ýmislega. Sonar- synirnir koma þar og líka við sögu. Það sópar að ættinni, að yfir- bragði, háttum og dugnaði. Gunnlaugur fékkst við margt um dagana. Átti lengst af heima á Austurgötu 25, Hafnarfirði. Húsið þar og lóðin að baki bar húseig- endum vitni um höfðingsskap og trúnað við ræktun alls konar. Konu sína missti Gunnlaugur á árinu 1975. Heilsu hans var þá farin að hraka og frá árinu 1978 dvaldi hann á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Sólvangi. Þar undi hann sér viðhlítandi í góðri umsjá starfsfólks þar og umvafinn ein- stakri umhyggju barna sinna. Þann 22. ágúst sl. seig svefninn þungi honum á hvarm á nítugasta og þriðja aldursári. Sérstæður persónuleiki safnaðist til feðra sinna. Þreyttum og öldnum var orðin þörf hvíldar. Að tjaldabaki bíða ástvinir og skyldmenni fyrr farin. Hann á góða heimvon. Lífið er enginn leikur og á ýmsu gengur hjá vel flestum. „Guð það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stríðu. Allt er gott, sem gerði hann. (Sveinbj. Eg.) Sitthvað fer á annan veg á göng- unni, en best er á kosið. En al- mættið varðar leiðina að mestu og vegir þess eru okkur mönnunum órannsakanlegir. Gull prófast í eldi en góðir menn í raunum. Gleðin og sorgin eiga löngum sam- leið. En báðar flytja okkur dýr- mæt sannindi og reynslu, sem eru til þess fallin að gera manninn meiri, víðsýnni og betri hið innra með sér. Þeir, sem settu mestan svip á þennan bæ fyrir 40 árum, eru nú margir hverjir horfnir af vett- vangi. Aðrir ráða þar ríkjum. Maður kemur í manns stað. En þeir eldri vara glöggt í minni hjá 'þeim, er litu þá augu eða höfðu af þeim kynni. Gunnlaugur Stefáns- son er einn í þessum hópi. Hann var um margt einstæður maður og fór- sínar eigin götur. Var í reynd gjörhugull og með góða heildarsýn um menn og at- burði líðandi stundar, ráðhollur og leyndi á kostum. Við fráfall Gunnlaugs er viss eyða og ófyllt skarð. Ég arna honum góðrar ferðar til annarra átthaga og þakka kynnin og mörg minnisstæð viðtöl. Niðjum hans votta ég samúð mína. Eiríkur Fálsson + Systir okkar, MARGRÉT SVEINBJARNARDÓTTIR, Hátúni 10b, lést þriöjudaginn 27. ágúst í öldrunardeild Landspítalans. Jóna Sveinbjarnardóttir, Benedikt Sveinbjarnarson. Systir okkar. ELÍN JÓNSDÓTTIR, Löngubrekku 17, áöur búsett f Stokkhólmí, lóst 19. ágúst. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Viö viljum færa læknum og starfsfólki deild 3, Vifilsstaöaspítala, alúðarþakkir fyrir frábæra umönnun hinnar látnu og vinum og vandamönnum fyrir auösýnda samúð. ólöf Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Jón Ingi Jónsson. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, HELGI BENÓNÝSSON frá Vesturhúsum, Vestmannaeyjum, veröur jarösunginn frá Lundi i Lundarreykjadal laugardaginn 31. ágúst kl. 14.00. Jórunn Helgadóttir, Gunnar Haraldsson, Magnús Helgason, Herdís Eggertsdóttir, Jóhannes Helgason, Málfríóur Sigurðardóttir, Rósa Helgadóttir, Einar Ragnarsson, Hannes Helgason, Magnea Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.