Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 35
35 _________________________ MORGUNBLAÐIÐ, FQSTUDAGUR 30. ÁGÚgT 1985 Jóna Guðný Hannes- dóttir Hólum - Minning Þann 23. ágúst andaðist á heim- ili sínu, Hólum í Stokkseyrar- hreppi, Jóna Guðný Hannesdóttir. Vil ég leyfa mér að minnast þess- arar vinkonu minnar með fáum orðum hér í blaðinu. Jóna fæddist að Hólum þann 14. september 1905, dóttir hjónanna Þórdísar Grímsdóttur og Hannesar Magn- ússonar er þar bjuggu lengi. Af börnum þeirra voru sjö er náðu fullorðinsaldri en af þeim lifa nú tvö; Guðfinna búsett í Hveragerði og Dagur búsettur í Reykjavík. Á æskuheimili Jónu var stundaður búskapur að þeirra tíma hætti og bjargræði sótt jöfnum höndum til lands og sjávar. Starfið var mikið og allir urðu að leggja fram krafta sína. Góðir siðir og samviskusemi mótuðu heimilislífið og þá sem þar ólust upp. Að þessu bjó Jóna allt lífið og bar hún foreldrum sín- um og æskuheimili gott vitni. Er hún var komin yfir tvítugt réðst hún til starfa í Reykjavík. Vann hún við heimilisstörf á mörgum myndarheimilum, var það henni á við góðan skóla og þar bundust vináttubönd sem entust alla ævi. Á þessum árum fór hún einnig á hjúkrunarnámskeið en hún hafði sterka hneigð til þeirra starfa og líknarhendur þótt ekki yrði af frekari námi. Alltaf hélt Jóna sterkum tengsl- um við æskuheimili sitt og dvaldi þar flest sumur og rúmlega fertug kom hún alkomin heim. Þá áttu heima í Hólum bræður hennar tveir og mágkona. Á heimili þeirra vann hún allt sem hún mátti og þá best þegar mest þurfti við. Fóst- ursyni þeirra, Helga fvarssyni, sem nú er bóndi í Hólum, var hún sem önnur móðir og studdi hag hans og heill í öllu. Jóna var barngóð og þau voru ófá sumar- dvalarbörnin í Hólum sem gegn- um árin nutu umhyggju hennar, en að þeim hlúði hún sem best mátti verða. Á fertugsaldri mætti Jóna því mótlæti að veikjast og dvaldi þá um meira en árs skéið á heilsu- hælinu á Vífilsstöðum. Þótt hún næði aftur heilsu og starfsgetu að mestu þá háði hún allan síðari hluta ævinnar þrotlausa baráttu við heilsuleysi er að sótti en var þó ætíð sístarfandi. Síðustu æviárin sótti elli og sjúkleiki fast að svo ekki varð vörnum við komið. Var hún þá þrotin að kröftum og starfsgetu. Var það henni lán að geta dvalið á heimili sínu til hinstu stundar. Allt líf og starf Jónu Hannes- dóttur var ein óslitin þjónusta við aðra án þess að spurt væri um endurgjald. Hún var að mestu fá- tæk að veraldlegum fjármunum, en sagt hefur verið að við ævilok eigum við það eitt sem við höfum gefið öðrum. Sé það rétt, fór Jóna af heiminum miklu ríkari en margur sá er á ævi sinni hefur saman dregið mikið af þeim jarð- nesku auðæfum sem margir halda að veiti mönnum hamingju. Lífsviðhorf Jónu mótaðist öðru fremur af sterkri og einlægri trú á Drottin sinn og frelsara og í því ljósi ber að skoða líf hennar og starf. Fagnaðarerindið og kirkjan er það boðar áttu hug hennar all- an og þangað sótti hún styrk. Mér var það til mikillar gæfu og bless- unar að kynnast Jónu og fjöl- skyldu hennar og hef bæði ég og fjölskylda mín notið ómældrar vináttu hennar og kærleika. Trú mín er sú að sá Drottinn sem hún byggði líf sitt á muni veita henni góða heimkomu. Blessuð sé minning hennar. Hrönn Thorarensen Guðrún S. Bjarna- dóttir - Minning Fædd 11. október 1906 Dáin 23. ágúst 1985 Þann 23. ágúst sl. lést elskuleg vinkona okkar og frænka, Guðrún S. Bjarnadóttir, hjúkrunarkona, Karlagötu 19. Guðrún, eða Gunnar frænka eins og hún var jafnan kölluð af ættingjum sínum, fædd- ist á Grund í Skorradal, 11. októ- ber 1906. Foreldrar hennar voru Kortrún Steinadóttir og Bjarni Pétursson. Systkini hennar voru Kristín, fædd 8. mars 1902, dáin 24. september 1969, og Pétur, fæddur 8. desember 1912, dáinn 10. desember 1944. Uppeldisbróðir þeirra systkina var Ólafur Hans- son prófessor, fæddur 18. sept- ember 1909, dáinn 18. desember 1981. Guðrún dvaldi í foreldrahúsum til ársins 1936 er hún kom til Reykjavíkur ásamt móður sinni. Dvöldu þær þá á heimili Kristínar og manns hennar, Kristjáns Þorsteinssonar, að Seljavegi 23. Fljótlega eftir komuna til Reykja- víkur fór Guðrún í Hjúkrunar- kvennaskólann. Eftir að hún út- skrifaðist þaðan vann hún lengst af hjá kaþólsku systrunum á Landakotsspítalanum. Sjúkl- ingarnir þar nefndu hana Guð- rúnu góðu vegna þess hve elskuleg og blíð hún þótti við þá, enda rækti hún starf sitt af þeirri alúð og umhyggju sem einkenndi alla hennar lífsgöngu. Sfðustu starfs- árin vann hún á Heilsuverndar- stöðinni við hjúkrun aldraðra. Guðrún giftist aldrei né eignað- ist börn, en systursyni sína annað- ist hún sem sína eigin og bar hún hag þeirra og fjölskyldna þeirra mjög fyrir brjósti. Eftir lát Krist- ínar hjálpaði hún Kristjáni mági sínum við heimilisstörfin meðan kraftar entust. Gekk hún börnum systursona sinna í ömmustað og sjá nú litlu frændsystkinin á eftir frænku sinni, sem allt vildi fyrir þau gera. Guðrún var nægjusöm kona og gerði ekki miklar kröfur en hafði ánægju af að gleðja aðra. Ekki gerði hún víðreist um dagana en á meðan heilsan entist henni fór t Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, BRYNJÓLFUR GUÐMUNDSSON, vélstjóri, Móabaröi 2, Hafnarfiröi, andaöist i Landspítalanum fimmtudaginn 29. ágúst. Sigríöur Engilbertsdóttír. t Maöurinn minn og faöir, HJALTI ÞÓR HANNESSON, veröur jarösunginn frá Grindavíkurkirkju 31. ágúst kl. 14.00. Kristbjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Hjaltason. hún alltaf einu sinni á ári í sveit- ina sína, Skorradalinn. Þar þekkti hún hverja þúfu og hvern hól. Þegar heilsuna tók að bresta og hún komst ekki lengur í dalinn sinn, lét hún hugann reika og minntist unaðsstunda sinna þar. Var henni þá tíðrætt um jarðar- berjabrekkuna þar sem þau systk- inin léku sér saman í bernsku. Þar fékk systursonur hennar, Þor- steinn, að byggja sér sumarbú- stað. Síðustu tvö æviárin dvaldist Guðrún í Hafnarbúðum og naut hún þar gððrar umönnunar elsku- legs starfsfólks, sem gerði allt sem í þess valdi stóð til að létta henni veikindi hennar. Færum við alúð- arþakkir fyrir. Við minnumst Gunnu og þökk- um henni þá hlýju og alúð sem hún sýndi okkur. Við trúum því, að þegar að okkur kemur að fara yfir móðuna miklu þá verði Gunna þar til að taka á móti okkur, brosmild og hlýleg eins og hún ávallt var. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt er upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem) Frændfólk KJÖTVIKA Sumarslátrun... Nýslátrað _ _ ^ Lambakjöt t QQ,00 1/1 dílkar niðursagaðir pr-kg- Ljúffengt - bragðmikið og meyrt... Nýtt, ófrosiö kjöt sem fengið hefur að hanga og meyrna þannig að bragðgæðin eru komin í hámark. Lambakjöt í Sælkeraf lokki Notið tækifærið ... á meðan á sláturtíð stendur Opið til kl.20 í Mjóddiimi eti dl kl.l8i Starmýri_ og Austurstræti. AUSTURSTRÆTI 17 - STARMYRI 2 MJÓDOINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.