Morgunblaðið - 30.08.1985, Page 42

Morgunblaðið - 30.08.1985, Page 42
42 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 HCEAAlin „Fljotur. í2Óandi' lyfíS er a.S hætta- oi> v/erka.." HÖGNI HREKKVÍSI „ tölvuklukka • Góðir sjónvarpsþættir F J. skrifar. Mig langar að lýsa ánægju minni yfir því að sjónvarpið skuli sýna þættina um Hitlersæskuna. Þetta eru þrusugóðir þættir. Þótt maður hafi séð margt um þetta tímabil í sögu Þjóðverja áður í sjónvarpinu, þá hefur þetta sjónarhorn, það er krakkanna, aldrei verið tekið fyrir áður. Ég vona bara að sjónvarpið haldi áfram að velja framhaldsþætti með það sama í huga og virðist hafa verið gert þegar þessir voru valdir. Þar á ég við að þeir séu fræðandi og umhugsunarverðir, ekki innantómur þvættingur eins Úr Hitlersæskunni. FJ. segir nasistatímabilið séð frá nýju sjónarhorni í og svo oft vill verða. þáttunum. Svar við fyrirspurn Guðmundur Árni Stefánsson skrifar: Vegna bréfs frá E.G., sem birtist í Velvakanda föstudaginn 23. ágúst 1985 og fyrirspurna sem bréfritari beindi til mín, er mér ljúft að taka fram eftirfarandi: Það hefur verið til siðs í Morgun- útvarpinu sl. ár að líta á nokkrar fréttir úr dagblöðunum á hverjum morgni. Þessar fréttir úr dagblöð- unum eru eðli máls samkvæmt valdar stuttu fyrir útsendingu að morgni, þannig að ekki gefst neitt ráðrúm til þess að sannreyna sannleiksgildi þeirra frétta er tíndar eru úr dagblöðunum, eins og bréfritari, E.G., óskar eftir. Ennfremur verður það að teljast vafasamt að Morgunútvarpið taki að sér ritskoðun þess efnis er í dagblöðunum birtist. Lestur úr dagblöðunum í Morgunútvarpi þjónar þeim tilgangi fyrst og fremst, að veita hlustendum inn- sýn í fréttir dagblaðanna á þeim hinum sama degi, bæði hvað varð- ar fréttir af innlendum og erlend- um viðburðum. Morgunútvarpið á óhægt um vik að stýra framsetningarmáta dag- blaða hvað fréttaskrif varðar, enda það tæpast í þess verkahring. Það er og langur vegur frá því, að umsjónarmenn Morgunútvarps velji fréttir úr dagblöðunum með hliðsjón af eigin skoðunum eða áhugamálum. Val frétta miðast fyrst og fremst við það, að fréttirn- ar séu stuttar og hnitmiðaðar, ekki skaðar að þær séu jafnframt skemmtilegar, fréttirnar séu af fjölbreytilegum toga og síðast en ekki síðst fræðandi. Bréfritari, E.G., heldur því fram að undirritaður sé einkar fundvís á efni í dagblöðunum, sem sé skað- legt fyrir bændur. Því er alfarið vísað til föðurhúsanna. Bréfritari tilgreinir tvö dæmi um neikvætt umtal um bændur í blaðalestri Morgunútvarps. Undirritaður hef- ur haft með höndum umsjón Morgunútvarpsins síðustu þrjá mánuði og gróft áætlað má ætla að lesnar hafi verið tæpir 400 fréttapóstar úr blöðunum á þessu tímabili. Tvær fréttir um málefni bænda telst tæpast stórt hlutfall. Hitt má einnig deila um, hvort tilgreind dæmi E.G. séu alfarið andstæð hagsmunum bændastétt- arinnar, en það er annað mál. Aðalatriði málsins er það, að bréf- ritari ætti fyrst og síðast að bera kvartanir sínar upp við forsvars- menn viðkomandi dagblaða. Þar liggur rótin. Til upplýsinga má geta þess að innan tíðar verða málefni tengd bændum til umræðu í Morgunút- varpinu. Verður þar fjallað um afurðamálin og eitt og annað í því sambandi. Um nauðganir J.G. skrifar: í annars þægilegri grein um nauðganir í Mbl. föstud. 23. ágúst eftir Ragnheiði Margréti Guð- mundsdóttur er þessi villandi málsgrein: .Skv. könnunum hefur meiri- hluti manna sem nauðga aðgang að eðlilegu kynlífi og margir eru giftir." Við þetta skal sú athugasemd ein gerð, að það er engin trygging fyrir „eðlilegu kynlífi" að menn séu giftir. Kynlífserfiðleikar í svoköll- uðu hjónabandi geta einmitt og ekki sist valdið þvi að „margir eigi við einhvers konar sálræn vanda- mál að stríða", eins og segir í sömu grein. Þessir hringdu . . Castro er ekki alvondur M.I. hringdi: „Húsmóðir" svarar mér með löngu og leiðinlegu bréfi þriðju- daginn 27. ágúst. Hún virðist ekki gera sér grein fyrir að þótt ég hafi brugðið hlífiskildi yfir Castro gegn ómaklegum árásum hennar þarf það ekki að þýða að ég sé aðdáandi kommúnismans eins og menn iðka hann fyrir austan tjald. „Það má Stalin eiga að hann lét búa til góðar myndir," sagði Jónas frá Hriflu um þann fræga harðstjóra. Þannig geta þeir sem ekki eru mjög illa haldnir af þröngsýni séð ýmsar hliðar á einu máli og viðurkennt þá kosti sem fyrir hendi eru þó að gall- arnir séu ærið margir og stórir. Kúbumenn lifa mannsæmandi lífi, það er klárt mál. Þeir fá kaup fyrir það sem þeir gera, þurfa ekki að lifa í sífelldum ótta við að missa allar eigur sínar til jarðeigenda eða lánardrottna (eins og alltof margir hér á Is- landi þurfa til dæmis). Þeir eiga allir jafnan rétt á skólagöngu og svo mætti lengi telja. Glæpur og refsing er nokkuð sem erfitt er að henda reiður á. Skilgreining glæpsins og fram- kvæmd refsingarinnar er mjög misjöfn eftir löndum. Þess vegna er endalaust hægt að skrifa við- bjóðslegar lýsingar á fangelsum og meðferð fanga, en það er engin fylgni milli þess hve vinstri sinn- uð stjórnin er og hve illa farið er með fanga í því tiltekna landi. „Húsmóðir“ talar einnig um „álit Kúbumanna meðal annarra þjóða“ sem hún telur hafa farið minnkandi vegna „kúbanskra morðsveita". Þetta held ég sé nú hin mesta sjálfsblekking. Stað- reyndin er sú að smærri ríki sem vilja koma á réttlátu stjórnarfari án þess að Bandaríkjamenn ráði lögum og lofum eiga við ramman reip að draga. Þeir fá Kúbumenn til aðstoðar gegn skæruliðum og öfgahópum til að losna við Sovét- menn. Svo einfalt er það. Spjótin beinast oft aö heildinni F.K. hringdi: Ung stúlka sem nefnir sig Níní skrifar ágæta grein í Velvakanda miðvikudaginn 28. ágúst í tilefni greinar konu í umferðinni þar sem hún segir frá miður kurteis- legu orðbragði stálpaðra stráka er átti að beinast að henni að tilefnislausu. Það er ekki nema eðlilegt að vegfarendur sem verða fyrir áreitni saklausir, greini frá þvi í þeirri von að það mætti verða til varnaðar öðrum. En ég skil Niní vel, það er engan veginn ánægjulegt fyrir þá sem vilja ekki vamm sitt vita að heyra svona fréttir. Það er líka rétt að spjótin beinast oft að heildinni. Það er ekki nýtt að saklausir verði að líða fyrir seka. Níní, greinin þí var bæði vel skrifuð og eftirtektarverð. Þú tekur skynsamlega á málunum með engum offorsa eins og oft vill brenna við þegar um við- kvæm mál er að ræða. Þú átt skildar þakkir fyrir, heill fylgi þér. Það er með ungu kynslóðina eins og þá eldri, menn eru misjafnir, bæði að gerð og hátt- erni, besta og öruggasta ráðið til þess að hafa stjórn á orðalagi sínu er að gefa gaum að orði drottins sem biblían kennir okk- ur. Þar stendur um tunguna: „Með henni vegsömum vér Drott- in og með henni formælum vér mönnunum sem skapaðir eru í líkingu Guðs, af sama munni gengur fram blessun og bölvun." Þetta stendur í Jakobsbréfi. Einnig þetta: „Ef einhver þykist vera guðrækinn og hefur ekki taumhald á tungu sinni þá er guðrækni hans fánýt.“ Það er gott fyrir okkur mannanna börn að hafa þetta hugfast á öllum aldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.