Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 47 Einar í lögreglufylgd? Oddurí undanrásir „MÉR gekk ágætlega í dag, ég fékk að vísu engan sérstakan tíma því það var bara hjaupiö upp é sætin, ekki tímann. Ég varð annar í mínum riðli 6 47,43 og komst í millirásír," sagöi Oddur Sigurðs- son, eftir að hann hafði tryggt sér sæti í undanrásum 400 m hlaups- ins á heimsleikum stúdenta sem fram fara í Japan. „Ég leiddi mest allt hlaupiö, en á síöustu metrunum skaust Rússi fram úr mér og sigraöi. Þaö veröur örugglega mjög erfitt aö komast í úrslitahlaupiö, en ég geri mitt besta. Þaö er mikiö af góöum hlaupurum hérna, en ég er í mjög góöri æfingu og ætla aö komast í úrslitahlaupsiö." Oddur sagöi aö þetta væri mjög stórt mót og þaö væri mikill áhugi fyrir þvi í Japan. „Leikvangurinn tekur 60.000 manns i sæti, en í dag voru ekki nema um 30.000 aö fylgj- ast meö, enda var ekki keppt til úrslita í neinni grein. Þaö eru um 5000 keppendur á þessu móti og stemmningin er góö,“ sagöi Oddur aölokum. — keppir í Japan á laugardaginn Morgunbladid/Þórarinn Ragnarsson • Einar Vilhjálmsson hefur i nógu aö snúast og þeysist heimshorna á milli á keppnisferðum sínum. • Oddur Sigurðsson ætlar sér i úrslitahlaupiö í Japan. EINS og við skýröum frá í gær ætlar Einar Vilhjálmsson að keppa á heimsleikum stúdenta í Japan. Einar keppti í vikunni í Koblenz í Þýskalandi og ætlar síöan að koma sér til Japan. Feröalagiö tekur um 18 klukku- stundir og þaö veröur allt aö standast, flugferöir, lestarferöir og fleira, ef Einar á aö ná til keppnisstaöarins í tæka tíö. Valdimar Örnólfsson er í Japan og sagöi hann t samtali viö Morgun- blaöiö aö veriö væri aö vinna aö því aö seinka spjótkastskeppninni eins og unnt væri til aö Einar gæti keppt. „Mótsstjórinn hefur seinkaö spjótinu og Einar var settur í seinni hópinn og er síöastur þar. Þeir hafa einnig boöist til aö bíöa á flugvellin- um eftir aö hann komi og flytja hann í lögreglufylgd til keppnissvæðisins og veriö er að athuga hvort mögu- legt sé aö flytja hann meö þyrlu á milli fiugvallarins og íþróttasvæöis- ins. Þeir vilja allt fyrir okkur gera hérna og allir bíöa spenntir eftir því aö fá aö sjá Einar kasta, þvi hann hefur staöiö sig vel og þeir þekkja hann hérna í Japan vegna þess,“ sagöi Valdimar i samtalinu. FYRIR YKKUR’ Skipholt 35 Einstakt tækifæri til aö fata upp alla fjölskylduna. Meira en 5000 flíkur og allar á kr. 300 jakkar, buxur, skyrtur, skór, peysur, blússur og fl. og fl. og svo er þaö SÉRTILBOÐIÐ Þú velur 4 flíkur á 1000.- og 10 flíkur á 2000.- ER HÆGT AÐ GERA BETUR? Yfir 200 teg. af fataefn- um, allar á 100 kr. metrinn. „FYRIR YKKUR Skipholt 35 (viö hliöina á Tónabíói). Morgunblaöiö/Friöþjófur. • Ragnheiður Jónsdóttír, ÍA, skallar hér aö marki Vals en til varnar eru Erna Lúövíksdóttir markvöröur og Vódís Ármannsdóttir. Valssigur Valsstúlkurnar uröu í gær- kvöldi bikarmeistarar í knatt- spyrnu þegar þær sigruöu Akur- nesinga 1:0 í úrslitaleiknum á Valbjarnarvelli í Laugardal. Eina mark leiksins skoraói Kristin Arnþórsdóttir eftir aó hún fókk stungu frá Evu Þóróardóttur strax á 10. mín. leikains. Jafnræði var framan af en síöan sóttu Skagastúlkur mun meira en allar sóknaraögeröir þeirra strönd- uöu á Guörúnu Sæmundsdóttur og það sem komst framhjá vörn- inni varöi Erna í markinu hjá Val. Skagastúlkurnar fengu mjög gott marktækifæri á fyrstu mínútu síöari hálfleiks en sem fyrr vildi knötturinn alls ekki inn. Mikil sþenna var í síöari hálfleiknum og sóttu Skagastúlkur mun meira og oft skaþaöist hætta viö mark Vals. Einu sinni átti ÍA þrjú skot í röö sem lentu í varnarmönnum og Erna varöi fallega. Leiknum lauk því meö eitt—núll-sigri Vals og bikarinn í höfn annaö áriö í röö. Heimsleikar stúdenta:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.