Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 48
SIAÐFEST lANSIRAUST
KEILUSALURINN
OPINN 10.00-02.00
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
Vestmannaeyjar:
Stúlka hætt
komin í sund-
lauginni
ÁTTA ára gömul stúlka liggur í lífs-
hættu í sjúkrahúsi í Reykjavík eftir að
hafa fundist meðvitundarlaus á botni
sundlaugarinnar í Vestmannaeyjum
seinnipartinn í gær.
Með lífgunartilraunum tókst að
koma lífi í hana og var hún síðan í
gærkveldi flutt til Reykjavíkur í
sjúkraflugi. Samkvæmt upplýsing-
um lögreglunnar í Vestmannaeyj-
um er ekki vitað nánar um tildrög
slyssins.
Ekki of seint að
fara í berjamó
Samkvæmt upplýsingum veðurstof-
unnar hefur næturfrost aðeins mælst
eina nótt, aðfaranótt sl. þriðjudags, og
þá einkum norðanlands. I'að fara að
verða síðustu forvöð að tína ber, því
berin þola ekki margar frostnætur án
þess að skemmast.
Berjaspretta hefur verið sæmileg
sunnanlands, minni norðanlands og
vestan.
ÞRJÁTÍU fyrrverandi alþingis-
menn komu saman á Þingvöllum
í gærkvöldi og var myndin tekin
við það tækifæri.
Þetta mun vera í fyrsta sinn
Lávarðadeildin“ á Þingvöllum
H.
Morgunblaðið/Bjami
sem fyrrverandi þingmenn
koma saman til að rifja upp
gömul kynni og minnast sam-
starfsáranna á Alþingi.
Haft var á orði að vissulega
hefði verið kominn tími til að
hittast á ný því mörg ár væru
liðin síðan margir þingmann-
anna hefðu haft tækifæri til að
ræðast við.
Formleg samtök hafa ekki
verið stofnuð eins og algengt er
erlendis. Hins vegar lýstu
margir áhuga á því að halda
hópinn og hittast oftar.
Mjólk og mjólkuraf-
urðir hækka um 8 %
MJÓLK og mjólkurafurðir hækka
að meðaltali um 8% þann 1. sept-
ember. Enn hefur ekki verið ákveð-
ið verð á einstökum tegundum.
Hver mjólkurlítri kostar nú
krónur 30,90 en mun kosta krón-
ur 33,40 eftir hækkunina ef um
8% hækkun verður að ræða.
Enn hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hækkun á kjöt-
verði, en búist er við að það verði
gert um miðjan september.
Líkur á skorti á
þorskblokkinni
— segir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland Seafood í Bandaríkjunum
„ÞAÐ eru líkur á því, að skortur
verði á þorskblokk á markaðnum
þegar líða tekur á árið. Það hefur
ekki skeð í 3 til 4 ár, og getur orðið
mjög alvarlegt Rekstur fiskrétta-
verksmiðja grundvallast á fram-
leiðslu allt árið, þannig að algjör
skortur getur orðið mjög afdrifaríkur
og haft áhrif á viðskiptin í framtíð-
inni. Eigum við ekki vöruna til handa
viðskiptavinunum, kaupir hann hana
annars staðar," sagði Guðjón B.
Olafsson, framkvæmdastjóri Iceland
Seafood, dótturfyrirtækis Sambands-
ins í Bandaríkjunum, í samtali við
Morgunblaðið.
„Við höfum nægilegar birgðir af
þorskflökum í bili. Við höfum að
undanförnu verið með birgðir í
hærra lagi, en staðan er býsna góð
i dag. Við vorum méð ýsuflök í
skömmtun til viðskiptavina okkar
alveg frá því í nóvember á síðasta
ári og fram í maí á þessu. Við átt-
um síðan nóg af ýsuflökum i
Bandaríkjamarkaður:
Lágt verð fæst fyrir
íslenzkan hörpudisk
VERÐ á íslenzkum hörpudiski í Bandaríkjunum hefur verið fremur lágt und-
anfarið eitt og hálft ár. Verð á hverju pundi af hörpudiski í öðrum stærðar-
flokki er nú um einum dollar (40 krónum) lægra en það hefur orðið hæst.
Magnús Þrándur Þórðarson, framkvæmdastjóri Royal lceland í Bandaríkjun-
um, segir þetta langvinnustu lægð, sem íslenzkir útflytjendur hörpudisks hafi
mátt þola á þessum markaði.
Royal Iceland er dótturfyrirtæki
Sig. Ágústssonar í Stykkishólmi og
er með söluskrifstofu í Berkley við
San Francisco. Magnús Þrándur
sagði, að fram að þessu tímabili
hefðu sveiflur á markaðsverði var-
að í styttri tíma eða 4 til 6 mánuði.
Hann sagði helztu skýringu þessa
mikið framboð á smáum og ódýrum
hörpudiski frá Flórida fram á vor
og síðan talsvert framboð af fersk-
um og frystum hörpudiski frá
Perú, sem einnig væri á fremur
lágu verði. Hann sagðist ekki sjá
teljandi batamerki á markaðsverði
íslenzks hörpudisks á næstu miss-
erum, að minnsta kosti ekki neinar
verðhækkanir, sem talizt gætu
verulegar.
Magnús sagði, að mest af hörpu-
diskinum frá íslandi væri í öðrum
stærðarflokki, 40 til 60 stykki í
kílói. Fyrir hann væru að fást frá
um 90 til 100 krónur pundið. Hann
teldi þennan stærðarflokk virði um
114 króna á pundið miðað við eðli-
legar markaðsaðstæður. Hins veg-
ar hefði verðið lægst orðið um 80
krónur fyrir pundið í þessum flokki
og hæst tæpar 150 krónur. Þá gat
hann þess, að framboð á hörpudiski
frá íslandi væri mjög lítið miðað
við það, sem til dæmis hefði að
undanförnu komið frá Florida af
smáa hörpudiskinum. Þaðan hefðu
á tiltölulega skömmum tíma komið
um 36 milljónir punda, en árs-
framleiðsla heima næmi um 3
milljónum punda.
Rjúpu-og
gæsastofnar
svipaðir og
verið hefur
„RJÚPUSTOFNINN hefur
stækkað síðustu árin, en ekki
hefur orðið nein veruleg breyt-
ing á honum frá því í fyrra,“
sagði Arnþór Garðarson fugla-
fræðingur í samtali við Morgun-
blaðið.
„Það er mjög lítil aukning
milli ára núna. Stofninn hef-
ur verið mjög jafn á Vest-
fjörðum og Vesturlandi í
langan tíma. En meiri breyt-
ingar hafa verið á stofninum
í Þingeyjarsýslum," sagði
Arnþór.
Arnþór sagði ennfremur að
mikil stækkun væri á heiðar-
gæsa- og grágæsastofninum.
Alltaf væri nokkuð stað-
bundinn breytileiki á stofnin-
um en í heild væri um mikla
fjölgun að ræða. Talning á
þessum tegundum fer fram á
Bretlandi á hverju ári og
hefur svo verið sl. 34 ár.
sumar. Staðan er í lagi nú, en til að
koma í veg fyrir algjöran skort,
þegar líða tekur á þetta ár, höfum
við tekið upp skömmtun að nýju.
Við eigum eðlilegar birgðir af ufsa-
flökum nú, en vorum komnir anzi
tæpt með þær í vor. Við eigum
mjög lítið af karfa, en framleiðslan
er aðeins að aukast heima núna. En
það má segja að karfasalan hafi
liðið fyrir það hjá okkur í sumar að
við áttum ekki nóg af karfaflökum
og á tímabili vorum við algjörlega
uppiskroppa með þau. Af grálúðu
höfum við selt meira en nokkru
sinni áður, en við eigum ennþá
þokkalegar birgðir, en hún gæti þó
orðið uppseld hjá okkur innan
tveggja mánaða vegna þess, að hún
er ekki framleidd heima um þessar
mundir.“
Hallgrímskirkja:
Flugvélum beint
frá vegna upp-
töku jólaplötu
UM ÞESSAR mundir er unnið að
upptökum á hljómplötu með jólalög-
um í Hallgrímskirkju. Örn og Öriyg-
ur gefur plötuna út en stjórnendur
eru Kristinn Sigmundsson og Hörður
Áskelsson.
Til þess að engar truflarnir verði
við uptökuna, fékkst leyfi lögreglu
til að loka umferð um götu í ná-
grenni kirkjunnar. Ennfremur
fékkst leyfi hjá flugmálastjóra til
að beina flugumferð frá kirkjunni
á meðan á upptöku stendur.