Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 € Hólmgöngunni lýkur ekki — án hennar tæki tortímingin við Bófcmenntir Jóhann Hjálmarsson Matthías Johannessen: Hólmgönguljóð. Meó nokkrum skýringum. Almenna bókafélagió. Ljóðaklúbbur 1985. Hólmgönguljóð Matthíasar Jo- hannessen komu út 1960. Nú er önnur útgáfa Hólmgönguljóða komin og er fyrsta bókin í nýjum Ljóðaklúbbi Almenna bókafélags- ins. Bókinni fylgja nokkrar skýr- ingar skáldsins, níu ljóðum hefur verið bætt við frá fyrri útgáfu, einu sleppt. Bókinni lýkur á áður óbirtum ljóðaflokki með nítján ljóðum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á sumum ljóðanna og miðast þær allar við að gera ljóðin hnitmiðaðri, þurrka burt óþarfa orð og setningar. Hólmgönguljóð eru ákaflega metnaðarfullt verk ungs skálds og djarflegt að flestu leyti. Hvers- dagsleg reynsla verður skáldinu oft að yrkisefni, en mikið er um vísanir í goðafræði og fornbók- menntir. Eins og fræðast má af skýringum tekur skáldið mið af persneskum trúarbrögðum, grískri goðafræði, íslenskum þjóðsögum, Snorra-Eddu, Biblíunni, Bókinni um veginn, The Waste Land eftir T.S. Eliot, Islendingasögum, ódysseifskviðu og fleiri ritum auk þess sem hann sækir margt til samtímamanna sinna. í skýring- unum segir hann aftur á móti um „aðalatriðið", það að úr áhrifunum „geti orðið einhver greining á umhverfi og tíma kvæðanna, skáldskapur um reynslu ungs leit- andi fólks á erfiðum og lífshættu- legum mótum heims á heljar- þrörn". Hann heldur áfram: „Ég er alinn upp í kreppu, síðari heims- styrjöld; uggur og kvíði hafa fylgt minni kynslóð. Um það fjalla Hólmgönguljóð. Þau eru afsprengi kalda stríðsins." Hólmgönguljóð þar sem öll ljóð- in byrja á orðunum þú ert eru ljóðaflokkur sem er ekki bara undanfari Sálma á atómöld og náskyldur Korninu og sigðinni eins og Matthías bendir á. Minna má einnig á Morgunn í maí, bernsku- minningar skáldsins í ljóðum. Og ekki er Jörð úr ægi heldur langt undan. Ég býst við því að lesendum Hólmgönguljóða árið 1960 hafi sumum hverjum gengið báglega að átta sig á bókinni. Hér var ósköp fátt sem minnti á gömlu skáldin og Ijóðin voru ekki heldur lík atómskáldskapnum. Matthías fór snemma eigin leiðir. Hólm- gönguljóð eru í senn opin og inn- hverf. Eins og seinni útgáfa bókar- innar gefur til kynna þarfnaðist margt í þessum ljóðum skýringa. En annað var lika einfalt og auð- skilið. Varast ber líka að skýra um of. Þetta er þó ekki sagt í því skyni að gera nýlegar skýringar skálds- ins sjálfs tortryggilegar. Þær eru mjög gagnlegar, ekki síst með það Matthías Johannessen í huga að þær draga eftirminnilega fram samhengið í skáldskap Matt- híasar. { öllum góðum skáldskap er samhengi. Menn eru aldrei algjör- lega nýir með hverri bók. Þótt fjölbreytni sé augljós í skáldskap Matthíasar Johannessen eru þar vissir þræðir sterkari en aðrir. Meðal þessara þráða eru þeir sem vegsama hið dagiega líf, umhverfi okkar, ástina, kærleik- ann, undursamlega náttúru. Og kristið lífsviðhorf er alltaf töluvert áberandi, enda segir í skýringum að víða sjái kristinna áhrifa stað í skáldskap höfundar. Niðurstaða Hólmgönguljóða er að sögn skálds- ins „fyrirheit trúarlegrar hand- leiðslu á válegum tímum; fyrirheit Krists, þrátt fyrir allt“. Annað yrkisefni sem hefur gerst æ ágengara í ljóðum Matthíasar Johannessen er leitin að drengnum og um leið leitin að föðurnum, föð- urímyndinni. Sú ímynd er líka af trúarlegum toga. Ekki þarf lengi að fletta bókum skáldsins til að fá staðfestingu á þessu. í ljóðum Matthíasar öðlast ýms- ar borgarlegar dyggðir líf skáld- skapar, en þær verða líka fyrir spjótum háðsins og þeim er ekki síst beint að skáldinu sjálfu. Ekki er ráðlegt að taka eftirfar- andi ljóð of bókstaflega, en það er sársauki í því: þú ertsamvizkaóðins þegar hann fer til annarrar konu einn dag í stríðinu opnaðist skoltur aprílsins og við sáum hann gleypa líf þitt eins og hafið nóttina þegar kafbátarnir kveiktu í henni einn dag í apríl þegar faðir þinn fór til fundar viðgunnlöðu og lagði arm yfir allteru ósköp nemaeinirviti Efni þessa ljóðs er rifjuð upp í Morgni í maí. í ljóðum nýju útgáfunnar eru ýmsar breytingar og allar til bóta sýnist mér. Jafn agað ljóð eins og þú ert narkissos hefur til dæmis grætt á því að missa þrjár línur. Sama er að segja um fleiri ljóð, fleiri staði sem njóta endurskoðun- ar skáldsins. Af því að Hólmgönguljóð eru ort af ungu skáldi eins og fyrr segir, ástríðufullu skáldi sem sést ekki alltaf fyrir, eru vissulega myndir í ljóðinu sem ganga ekki alltaf nákvæmlega upp. En þær eiga það sameiginlegt að kveikja hugrenn- ingatengsl skáldskapar og eru sprottnar úr merkilegri og sér- stæðri reynslu. Ekki er minnst um vert það sem skáldið yrkir um stúlkuna sem er „fífilbrekka í brjósti sínu“. Hún er líka „mosató á svörtu hrauni" meðal bargesta og þegar skáldið leitar hælis hjá henni hleypur það „út úr nóttinni / dauðanum / hé- gómanum tilgerðinni lostanum og þjáningunni". Ekki sakar að geta þess að fyrri útgáfa Hólmgönguljóða var til- einkuð Hönnu og einkunnarorð voru hin fleygu orð Donne: No man is an island. Þegar litið er til nýrri ljóða í Hólmgönguljóðum, ljóða sem gera verkið vissulega stærra og heil- steyptara og um leið margræðara, staðnæmist undirritaður lesandi við bls. 19 þar sem ort er út frá frásögnum Sturlu Þórðarsonar af Solveigu og Sturlu Sighvatssyni í íslendingasögu. „Hvort gerðu þeir solveigu" er setning sem öðlast nýtt líf með hjálp ljóðsins, en höfundurinn segir hana fegurstu ástarsögu íslenskra bókmennta. Á bls. 54 er Sturla Þórðarson enn á ferð með kenninguna vindkers víð- ur botn sem merkir jörð. Til þess að fræðast nánar um Sturlu Þórð- Með árin í svipmótinu Bófcmenntir Erlendur Jónsson Árni Gunnlaugsson: FÓLKIÐ í FIRÐINUM. Ljósmyiidir og ævi- ágrip. II. 208 bls. Útg. ÁG. 1985. Þetta síðara bindi Fólksins í Firðinum er að flestu leyti með sama sniði og hið fyrra: myndir og æviágrip í stuttu máli. Sé yfir heildina litið þykja mér myndirnar í þessu bindi betur valdar en í hinu fyrra — færri gráar myndir og hreyfðar, andlitin greinilegri og hverjum og einum betur fyrir komið í umhverfi því sem hann er myndaður í. Höfundur hefur einungis valið fólk á efra aldri — gamla Hafn- firðinga — og raunar er margt af því fallið frá nú enda myndirnar sumar teknar fyrir allmörgum árum. Æviágripin gefa margt til kynna um Hafnarfjörð, athafnalíf þar og bjargræðisvegi fyrr á árum. Um- sagnir eins og: ».. .byrjaði sjó- mennsku ...« eru algengar þegar karlar eiga í hlut en húsmóður- störf og fiskvinna þegar sagt er frá konum. Ekki leynir sér að margir, sem setið hafa fyrir hjá Áma Gunnlaugssyni, bera merki um erfiði langrar ævi. Þetta er tilgerðarlaust fólk með vinnuhend- ur. Hvítflibbamenn eru þarna sárafáir. Forvitnilegt er einnig að skygggnast eftir uppruna þessara gömlu Hafnfirðinga. Flestir eru þeir, sýnist mér, aðfluttir og þá að meirihluta komnir víðs vegar að frá suðvesturhorni landsins, aðrir frá fjarlægari landshlutum — úr öllum sýslum landsins. Þó raunverulegra orsaka fyrir flutn- ingi til kaupstaðarins sé ekki getið í æviágripunum má af ýmsu ráða að fólk hafi almennt komið til Hafnarfjarðar í atvinnuleit. Stríð- ur straumur fólks frá sveitunum Árni Gunnlaugsson til kaupstaðanna á fyrri helmingi þessarar aldar er merkur kafli í þjóðarsögunni. Auðséð er að fram undir miðja öldina hefur Hafnar- fjörður, líkt og aðrir þéttbýlisstað- ir hringinn um landið, verið byggð- ur af sveitafólki sem alist hafði upp við bústörf en á fullorðins- árum gerst verkafólk og sjómenn á mölinni. Æviágripin, sem myndunum fylgja, eru stuttorð og gagnorð. Kunnugleika brestur mig til að greina hvort eða hversu rétt sé með farið. En slíku verður að treysta nema annað komi í ljós. Smáathugasemd langar mig að gera vegna Þórodds Guðmunds- sonar skálds frá Sandi. Hann var eini maðurinn í bók þessari sem ég minnist að hafa augum litið um ævina, en með honum átti ég gott og mikið samstarf um hríð. Þarna er sagt að hann hafi flust til Hafnarfjarðar »frá Reykjaskóla við Djúp«. Skóli sá mun ekki heita Reykjaskóli heldur Reykjanes- skóli, og er raunar rétt með það heiti farið annars staðar í umsögn- inni. Síðar stendur að Þóroddur hafi verið »í stjórn Félags ísl. rit- höfunda um árabil þ.á m. formað- ur 1954—58.« Þarna þykir mér of lítið gert úr afskiptum Þórodds af málefnum rithöfunda. Hann var t.d. formaður lengur — kannski miklu lengur en þarna er greint. Er mér nær að halda að enginn hafi lengur unnið að málefnum rithöfunda hér á landi en Þóroddur Guðmundsson. Þegar undirritaður gekk í Félag íslenskra rithöfunda var hann þar svo sannarlega for- maður og setti öðrum fremur svip á það félag, en það mun hafa verið í kringum 1970. En það skal tekið fram að þessar athugasemdir merkja ekki að annað í bók þessari megi ekki standa heima; það er einfaldlega annarra og kunnugri að dæma. Fyrir heimamenn, sem muna góða gamla daga, hlýtur að vera gaman að fletta riti af þessu tagi. Persónur Árna Gunnlaugssonar eru þess háttar rúnum ristar að auðséð er að þær hafa lifað lífinu,- Þetta munu vera þeir einstakling- ar sem svip settu á bæjarlífið meðan kaupstaðurinn var ekki stærri en svo að andlitin á götunni gátu fest í minni. Nafnaskrá er til hagræðis fyrir notendur, t.d. þá sem eiga eftir að styðjast við ritið vegna fræði- starfa. Vandað hefur verið til ritsins með hliðsjón af ytra útliti og auðséð að bókin er til orðin vegna ástar á verkefninu og ræktarsemi við heimahaga. Hún er 48 bls. í litlu broti. Að efni til skiptist hún í fjóra hluta. Fyrsti hluti er um eggið, sáðfrumuna og frjóvgun. Annar hlutinn fylgir eftir þróun frumu- klasans í fullskapað mannsfóst- ur. Þar er fjallað um breytingar í leginu. Hvernig frumuklasinn grefur sig niður í slímhúð legs- ins og innri frumur hans draga sig saman í tvö bogadregin lög, fósturskjöldinn, sem er sá hluti frumuklasans er verður að barni. Við frekari þroska verða frumulögin í fósturskildinum Lífið fyrir fæðingu Bófcmenntir Jenna Jensdóttir Lífið fyrir fsðinguna Fyrstu níu mánuðirnir Texti: Stephen Parker Myndir: John Bacosi Þýðing: Hrólfur Kjartansson Stefan H. Brynjólfsson Námsgagnastofnun 1983 Þessi litla bók barst í hendur mínar ásamt fleiri bókum frá Námsgagnastofnun nú í sumar. Þó nokkuð sé liðið frá útgáfu hennar langar mig til að vekja á henni frekari athygli. f formála segir að Lífið fyrir fæðingu sé unnið upp úr skyggnuflokki sem British Museum lét gera árið 1977. Var það í tengslum við sýninguna „Líffræði mannsins — sýning á okkur sjálfum". Bókin er miðuð við það að hún geti bæði orðið skólanemum og almenningi til gagns. þrjú. Ysta frumulagið, innsta frumulagið og miðfrumulagið. Við þróun mótast helstu líkams- hlutar. Og tveim mánuðum eftir frjóvgun hefur fóstrið greinileg mannseinkenni. Þriðji hluti greinir frá breytingu fósturs í fullburða barn. Fjórði hlutinn fjallar um fæðingu barnsins er það hefur ferð sína úr móðurlífi til nýs lífs. Þar sem bókin er unnin upp úr skyggnum er eðlilegt að myndir taki mest rúm í henni. Textar sem fylgja á hverri síður eru tölvusettir og taka lítið rúm. Æskilegt tel ég að þeir hefðu ekki verið svona saman- þjappaðir — heldur látnir fylla í eyður á blaðsíðunum og með því orðið mun meira áberandi og aðgengilegri. Vona ég að allir ábyrgir aðilar á uppeldi barna kynni sér þessa bók um tilurð mannverunnar. Hún veitir áreiðanlega gott tækifæri til að skýra út frá henni þessi undur lífsins fyrir börnum og ígrunda þau með þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.