Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 48
KEILUSALURIWW OPIWW 900-02.00 *f$nttÞIafrtfe LE. BTT KORT AUS SttÐAR LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Þrjú duflanna eru rússnesk FIMM dufl af ýmsu tagi hafa undan- farna daga fundizt á Ströndum. Þrjú þeirra eru rússnesk, eitt norskt og eitt torkennilegt. I)ufl þessi verða m flutt til Keykjavíkur innan tíðar. Hluti af búnaði til tundurdufla- slæðingar, rússneskur, fannst í Árneseyju í Trékyllisvík, norskt rannsóknardufl fannst við fell í Árneshreppi, við Munaðarnes í Ingólfsfirði fannst torkennilegt og illa farið svifljós. Fyrir norðan Drangaskörð fannst rússneskt hlustunardufl og annað dufl af sama uppruna til auðveldunar stað- arákvörðunar (magnesium mark- er). Duflin verða flutt til Reykjavíkur til nánari rannsóknar. Almennar sparisjóðsbækur: Vextir undir verðbólgu VEXTIR á almennum sparisjóðs- bókum eru nú nokkuð lægri en verðbólgan; þeir eru 22% en horfur eru á að verðbólga í ár verði um 30%. Framan af ári voru vextir af almennum sparisjóðsbókum 24 % en hafa verið lækkaðir. Innistæður á almennum spari- sjóðsbókum hafa aukist tiltölulega mjög lítið. Átta fyrstu mánuðina höfðu innistæður á almennum sparisjóðsbókum hækkað um 71 milljón króna á sama tíma og innistæður í heild höfðu aukist um 5,8 milljarða króna. Fólk hefur því fært fé sitt frá almennum spari- sjóðsbókum yfir á sértilboð, sem bankar hafa boðið. Egill Vilhjálmsson hf.: Aframhaldandi greiðslustöðvun FYRIRTÆKIÐ Egill Vilhjálmsson ■'♦hf. hefur fengið framlengda greiðslustöðvun til 2. desember næstkomandi. Þann 4. júlí síðast- liðinn fékk fyrirtækið heimild fóg- eta í Kópavogi til að stöðva greiðsl- ur reikninga vegna bágrar stöðu. „Við vinnum ennþá að endurskipu- lagningu fyrirtækisins og vinnum að ráðstöfunum til að vinna fyrir- tækið út úr þessum erfiðleikum," sagði Sveinbjörn Tryggvason, framkvæmdastjóri Egils Vil- hjálmssonar hf. í samtali við Morgunblaðið. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar: Bandaríkjamenn hingað í stórhópum til að verzla FYRSTI hópur Bandaríkjamanna sem hingað kemur gagngert í verslunarferð, kom til landsins í gær — morgun. Þessar ferðir eru nýlunda hjá Flugleiðum og hafa þær fengið góðar undirtektir. Hópurinn, sem í eru 150 manns, kemur hingað frá New York og Chicago dvelur hér fram á sunnudag. „Við höfum þegar bókað um 700 farþega í þessar helgar verslunarferðir fram til 12. desember. Þess- ar ferðir áttu að byrja í fyrra en verkföllin sáu til þess að af því gat ekki orðið," sagði Helga Bjarna- son hjá söludeild Flugleiða. „Og nú hafa þessar ferðir farið sem eldur í sinu hjá söluaðilum okkar í Bandaríkjunum. Þarna erum við að bjóða til sölu sæti sem við annars gætum ekki selt á þessum árstíma og þessar ferðir virðast ætla að verða jafn vinsælar og helgarferðirnar sem við bjóðum upp á frá Evrópu." Boðið er upp á hádegisverð fyrsta daginn á Hótel Loftleiðum þar sem fram fer tískusýning á íslensk- um ullarfatnaði frá stærstu ullarframleiðendum landsins. Að sýningunni lokinni er síðan haldið í verslunarferð um bæinn. Annan daginn er ferð að Gullfoss og Geysi og síðan er boðið upp á skoðunra- ferð um borgina að morgni síðasta dags áður en haldið er heimleiðis. Akveðið hefur verið að halda þessum ferðum áfram næsta vor og haust og eru þegar komnar bókanir í þær ferðir. Lágmarksverð fyrir helgarferðina er 400 dalir, ísl. kr. 16.000.-, fyrir flugfar fram og til baka, morgunverði og hádegisverðinn, sem íslensku fyrir- tækin sem standa fyrir tískusýningunni bjóða upp á auk ferðarinnar að Gullfossi og Geysi. „En ég held að það sé aðallega Island sem trekkir. Ferðin er ekki það löng og fólki finnst sniðugt að geta komið heim og sagt, ég skrapp til Islands um helg- ina í verslunarferð. Flestir í þessum hópi sem hér er kominn núna eru á miðjum aldri og upp úr. Nokkuð er um að saumaklúbbar og aðrir ámóta hópar taki sig saman og fari í svona ferð og auðvit- að eru 99% þátttakenda konur“, sagði Helga að lokum. MorgunblaðiÖ/Friðþjófur Þrjár úr verslunarhópnum á leið í fslenskan heimilisiðnað. Eins og sjá má hafa þær einhvers staðar komið við á leiðinni. Ellefu af tólf borgarfulltrúum hafa ákveðið prófkjörsþátttöku — Ingibjörg Rafnar óákveðin ALLIR núverandi borgarfulltrúar Sjáifstæðisflokksins í Reykjavík, að Ingi- björgu Rafnar forseta borgarstjórnar undanskiidri, hafa ákveðið að taka þátt í prófkjöri flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Ingibjörg ^ hafði í gær ekki gert upp hug sinn, að því er hún sagði í samtali við Morgun blaðið. Af þeim fimmtán, sem skipuðu jafn mörg efstu sæti á framboðs- lista flokksins fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 1982 eru það að- eins Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri og Margrét Einars- dóttir, sem ekki hyggjast taka þátt ^ í prófkjörinu nú. Markús Örn lét af stö-fum í borgarstjórn þegar hann tók við embætti útvarps- stjóra um áramótin. Varamaður hans í borgarstjórn, Jóna Gróa Sigurðardóttir, mun taka þátt i prófkjörinu, að því er hún sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins. Framboðsfrestur fyrir prófkjör- ið rennur út 28. október næstkom- andi en prófkjörið, sem verður takmarkað við flokksbundna sjálf- stæðismenn, verður haldið 24. og 25. nóvember. Borgarstjórnarfulltrúarnir tólf og þrír næstu á framboðslistanum frá 1982 eru þessir: Davið Oddsson, Albert Guð- mundsson, Magnús L. Sveinsson, Ingibjörg Rafnar, Páll Gíslason, Hulda Valtýsdóttir, Sigurjón Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Hilmar Guðlaugsson, Katrín Fjeldsted, Ragnar Júlíus- son og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Þrír efstu varamenn á eftir Jónu Gróu eru nú Margrét S. Einars- dóttir, Júlíus Hafstein og Guð- mundur Hallvarðsson. Katrín Fjeldsted og Guðmundur Hall- varðsson tóku ekki þátt í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningar 1982, en þau tóku sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins að til- lögu uppstillingarnefndar. Katrín sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði ákveöið að taka þátt í prófkjörinu nú, en Guðmundur Hallvarðsson kvaðst ekki hafa tekið ákvörðun um prófkjörsþátt- töku að svo stöddu. Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú 21 en verða fimmtán eftir næstu kosningar. Afli og aflaverðmæti til ágústloka: 30 % aukn- ing afla- verdmæta — 8%minni afli ÁÆTLAÐ brúttóverðmæti sjávarafla landsmanna frá áramótum til ágúst- loka er um 7,5 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra var verðmætið 5,7 milljarðar. Verðmætaaukningin milli ára er því um 30% þrátt fyrir að heildaraflinn þetta tímabil hafi verið um 8% minni nú en í fyrra. í ágúst- mánuði nam aflaaukning frá sama mánuði sfðasta árs 35%, en verð- mætaaukning 15%. Miðað er við verðmæti afla upp úr sjó með hluta verðbóta. Aflaverðmæti togara fyrstu 8 mánuði ársins var 3,4 milljarðar króna en í fyrra 2,7. Aflaverðmæti báta var 4 milljarðar nú en 3 í fyrra. í ágústmánuði nú var afla- verðmæti togaranna 483,5 milljón- ir króna en 444,8 í fyrra. Aflaverð- mæti báta var 327,4 milljónir króna en 258,7 í fyrra. Fiskifélag íslands hefur tekið saman upplýsingar um aflann þetta tímabil, aflaverðmæti og skiptingu afla milli tegunda skipa og vinnslugreina. Þar kemur meðal annars fram, að af 248.076 lestum af þorski hafi 117.249 verið frystar, 113.746 verið saltaðar, 12.836 seld- ar ísaðar úr landi og 3.488 hertar. Verðmæti þorskaflans er um 4 milljarðar króna en var í fyrra 2,6. Aukning þorskafla milli þess- ara tímabila er 15% og verðmæta- aukning 52%. Samdráttur er í afla annarra botnfisktegunda, en verð- mætaaukning engu að síður í sumum tegundum svo sem ýsu, 46% og kola 36%. í ágústmánuði var samdráttur bæði í afla og verðmætum á þorski, en aukning í flestum öðrum botnfisktegund- um. Siglufjörður: Skaparinn passar fisk- inn með Halldóri Siglufiröi, 18. október. HIÐ versta veður hefur verið á miðum trillubátanna undan- farnar tvær vikur, eða allt frá því að veiðibann á trillurnar var afnumið 3. október. Hörðustu trillukarlarnir hafa róið tvisvar á þessu tímabili en flestir bara einu sinni. Veiðibann á trillubátana stóð yfir frá 20. september til 3. október. Allan þann tíma var hægt að róa en þá mátti það ekki. Nú má veiða, en þá gefur ekki. Þetta sýnir vel hvers lags vitleysa það er að setja veiði- bann á trillurnar. Veðrið hefur alltaf séð til þess að takmarka veiðarnar. Skapar- inn passar fiskinn með Hall- dóri ráðherra. Og á meðan verða trillukarlarnir af veru- legum tekjum. Finnst mönn- um þetta hægt, ég spyr nú bara? — M.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.