Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 17 Haustmót TR: Síðasta umferðin réð úrslitum GUÐMIJNDUR Halldórsson, 26 ára gamall vióskiptafrKÓingur, sigraði á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem lauk á miðvikudagskvöldið. Guðmundur hiaut 8 vinninga af 11 mögulegum, hálfum vinningi á und- an næstu mönnum, þeim Davíð Ólafssyni og Andra Áss Grétarssyni. Þrátt fyrir sigurinn verður Guð- mundur þó ekki „Skákmeistari Tafl- félags Reykjavíkur", því hann er fé- lagi í Taflfélagi Seltjarnarness og skv. lögum TR geta utanfélagsmenn ekki borið þetta sæmdarheiti. Guð- mundur fær þó að sjálfsögðu 1. verð- launin, en þeir Andri og Davíð verða að tefla einvígi um titilinn. Það leit ekki út fyrir sigur Guð- mundar þegar ein umferð var ótefld á mótinu. Þá var Davíð efst- ur með 7'k v., Andri hafði 7 v. og biðskák þar sem hann hafði hrók gegn hróki og biskupi Björgvins Jónssonar. Guðmundur stóð verst að vígi af þeim þremur með 7 v. En í síðustu umferð snerust heilladísirnar á sveif með honum. Davíð tapaði illa fyrir Róbert Guðmundur Halldórsson Harðarsyni og þar með var skák Guðmundar og Andra orðin hrein úrslitaskák. Andra nægði tafltefli, en mikil uppskipti í miðtaflinu reyndust Guðmundi hagstæð og hann vann skákina örugglega. Það voru skákmenn á aldrinum 13—26 ára sem réðu lögum og lof- um í öllum flokkum á Haustmót- inu. Eldri og reyndari skákmenn voru fáir á mótinu og er það mið- ur, því unglingarnir geta margt af hinum eldri lært, þó þeir komist langt á sigurviljanum og utanbók- arlærdómnum. Úrslit á Haustmótinu voru þessi: A-flokkur 1. Guðmundur Halldórsson 8 v. 2. -3. Andri Áss Grétarsson og Davíð ólafsson 7'/2 v. 4. Róbert Harðarson 7 v. 5. Björgvin Jónsson 6V2 v. 6.— 7.Árni Á. Árnason og Benedikt Jónasson 5 '/2 v. 8. Pálmi Pétursson 4 'k v. 9. Þröstur Þórhallsson 4 v. 10.—11. Halldór G. Einarsson og Jón G. Viðarsson 3'k v. 12. Lárus Jóhannesson 3 v. p-flokkur Tómas Björnsson 8 v. (43,0 stig) 2. Jóhannes Agústsson 8 v. (39,0 stig) 3. Jón Þ. Bergþórsson 7 v. 4. Jón Á. Halldórsson 6'/2 v. C-flokkur 1. Hjalti Bjarnason 9‘á v. 2. Baldur Á. Kristinsson 7‘k v. 3. Bragi Björnsson 7 v. 4. Arnaldur Loftsson 6'k v. D-flokkur 1. Gunnar Björnsson 9'k v. 2. Sigurður D. Sigfússon 8'Á v. 3. Hallgrímur Sigurðsson 7‘A v. 4. Þorlákur Magnússon 6 v. E-flokkur 1. Kristófer Svavarsson 9 v. 2.-3. Eggert ísólfsson og Árni R. Loftsson 8% v. 4.-5. Arnór V. Arnórsson og Sæ- berg Sigurðsson 7'/2 v. Unglingaflokkur 1. Hannes Hlífar Stefánsson S'k v. af 9 mögulegum. 2. Þröstur Árnason 8 v. 3. Sigurður D. Sigfússon 6V2 v. 4. Sæberg Sigurðsson 6 v. 5. Andrés Kolbeinsson 5'k v. Skákstjóri á Haustmótinu var Árni Jakobsson. Við skulum að lokum líta á úr- slitaskákina úr síðustu umferð, sem er nokkuð dæmigerð fyrir stöðustíl sigurvegarans: Hvítt: Guðmundur Halldórsson Svart: Andri Áss Grétarsson Kóngsindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — Bg7, 4. e4 — 0-0, 5. Rge2 Fáséð afbrigði, enda stendur þessi riddari ekki sérlega vel á g3 í framhaldinu. 5.— d6, 6. Rg3 — e5, 7. d5 — Rbd7, 8. Be2 - a6, 9. h4 - h5,10. Bg5 - De8, 11. Dd2 - Rh7, 12. Bh6 - Bxh6,13. Dxh6 - De7 Annar möguleiki var að leika 13. — Rdf6 og síðan Kh8 og Rg8. 14. Rfl — Df6, 15. Dd2 — Df4?! Svarta drottningin á ekkert sér- stakt erindi yfir á kóngsvænginn, þar eð mótspilsmöguleikar svarts liggja á hinum vængnum. 16. Re3 — Rhf6, 17. g3 — Dh6, 18. OOO — Rc5, 19. f3 — Bd7, 20. Hdfl — b5, 21. Rc2! — Dxd2+, 22. Kxd2 — b4?! Það er skiljanlegt að svartur vilji einfalda stöðuna, þar eð hon- um nægði jafntefli, en hann hefur ekki metið stöðuna rétt sem upp kemur eftir uppskiptin. Betra var því að halda spennunni með 22. — Hfb8. 23. Rxb4 — llab8, 24. Rd3 — Rxd3, 25. Kxd3 — Hxb2, 26. Habl! — Hfb8, 27. Hxb2 — Hxb2, 28. Hbl — Hxbl, 29. Rxbl Það munar miklu að vera kom- inn með kónginn í leikinn í þessari stöðu og það er hæpið að svartur geti bjargað taflinu. Hvítur hefur náð ótrúlega góðum .árangri, ein- faldlega með því að skipta upp á liði. Bezti möguleiki svarts núna var að öllum líkindum 29. — c5, þó eftir 30. dxc6 — Bxc6, 31. Kc3 — a5, 32. Rd2 og næst 33. Rb3, hafði hvítur mikla vinningsmöguleika. — Be8, 30. Rd2 — Rd7, 31. Rb3 — Rc5+, 32. Kc3 - Rxb3, 33. Kxb3 — a5, 34. c5! Vinningsleikurinn. Nú kemst hvíti kóngurinn að svörtu peða- veikleikunum. — dxc5, 35. Kc4 — c6, 36. d6 — Bd7, 37. Kxc5 — Kf8, 38. Ba6 — Ke8, 39. Bb7 — f6, 40. Bxc6 - fxe4, 41. fxe4 og svartur gafst upp. Langarþigíeí íjúffengt? Það erSmáMát! SmáMál er gómsæt og hressandi nýjung frá MS sem þú getur notíð við stærstu sem minnstu tækifæri. Hvort sem þú vílt SmáMál með jarðarberjabragði eða vanillubragði "*? þá er það ekkert stórmál. SmáMál -ljúffengasta málið í dag. 50ARA i SmHMál V / * ,meot* *. - * \ jtimirlHMjnbnttföi * AUK hf. 3 146

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.