Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 29 Varðskipið ÞÓR sem Slysa- varnarfélag Islands hefur nú eignast, er þriðja varðskipið í eigu íslendinga sem ber þetta nafn. Þór hinn fyrsti kom til Vest- mannaeyja 26. mars 1920. Þetta var danska hafrannsóknaskipið Thor, sem áður hafði verið togari á Pat- reksfirði. Skipið var 205 brúttó- rúmlestir, smíðað í Englandi 1899. Nafni skipsins var síðan breytt í Þór. Fyrst um sinn annaðist Þór báta- gæslu við Eyjar, en 1923 tók ríkis- stjórnin það á leigu til landhelgis- gæslu. Á þessum árum voru skipin óvopnuð. Skipverjum var falið að skrá landhelgisbrjóta, en máttu ekki handtaka þá. Vopn voru sett um borð í Þór árið 1924. Þegar Landhelgisgæsla íslands var stofnuð 1. júlí 1926 yfirtók hún Þór frá Vestmannaeyjum og keypti nýtt varðskip, Óðin. Skipið var 466 brúttórúmlestir að stærð, smíðað í Kaupmannahófn og var það vopnað tveimur byssum. Síðan bættist Ægir við í flotann árið 1929, en Þór strandaði á SölvabakkafjOum við Skagaströnd sama ár. Ríkisskip tók við rekstri Land- helgisgæslunnar árið 1930 og var þá ákveðið að kaupa nýjan Þór. Fyrir valinu varð gamall þýskur togari, Senator Schaefer, 226 brúttólestir að stærð. Auk þess að annast landhelgisgæslu var skipið einnig notað til fiskirannsókna og karfaleitar. Skipið sökk við Skot- land árið 1950. Árið 1951 var Þór hinn þriðji, sem Slysavarnarfélag íslands hef- ur nú eignast, smíðaður í Álaborg. Þessa mynd tók Friðgeir Olgeirsson þriðjudaginn 9. desember 1975 þegar breska freigátan Brighton renndi sér meðfram bakborðssíðu varðskipsins Þórs eftir að Þór hafði tekist að klippa aftan úr togaranum SL Giles. Freigátan reyndi hvað eftir annað að sigla á varðskipið, en varðskipsmönnum tókst að koma í veg fyrir það. Þór í ölluin þorskastríðunum Skipið er fullkomið varðskip, 693 brúttólestir að stærð, með tvær 1600 hestafla vélar og getur náð 17 hnúta hraða. Um þetta leyti var Landhelgis- gæslan aðskilin frá Ríkisskip og forstjóri Landhelgisgæslunnar varð Pétur Sigurðsson. Þann 15. maí 1952 var landhelgin færð úr 3 f 4 sjómílur. Ekki kom til átaka við þessa stækkun land- helginnar. Þann 1. september árið 1958 var landhelgin aftur færð út og þá í 12 sjómílur. Bretar brugðust hart við í þetta sinn og sendu herskip á íslandsmið. Þorskastríðið var haf- ið. Landhelgisgæslan átti skipin Þór, Ægi, Albert, Óðin, Sæbjörgu, Maríu Júlíu og vitaskipið Hermóð. Auk þess átti gæslan Katalínuflug- bátinn Rán. Strax kom til átaka daginn eftir að landhelgin var færð út, 2. sept- ember, er skipverjar á Þór og Maríu Júlíu réðust um borð í togarann Northern Foam í niðaþoku við Hvalbak. En varðskipsmenn voru yfirbugaðir og hafðir í haldi í 13 daga. Iþessu þorskastríði var tekin upp sú stefna að trufla heldur veið- ar togaranna en að taka þá. Þann 1. febrúar 1959 var þó vikið frá þessari reglu er varðskipið Þór færði togarann Valafell til hafnar í Seyðisfirði og var skipstjórinn dæmdur þann 23. apríl sama ár. Skipverjar á Þór fóru einnig um borð í Northern Queen í júní 1960, en Herskipið Duncan neyddi þá til að yfirgefa togarann. Bretar viðurkenndu 12 mílurnar í mars 1961 og friður hélst á ís- landsmiðum um tíu ára skeið, með örfáum undantekningum þó. Varðskipunum tveimur Þór og Óðni var breytt til þess að koma fyrir þyrluskýli og tveimur stromp- um til hliðanna. Þann 1. september 1972 var land- helgin færð út í 50 milur og 2. þorskastriðið var hafið. Þór var ennþá í viðgerð í Álaborg og kom ekki á íslandsmið fyrr en mánuði eftir að stríðið hófst. Tekið var í notkun nýtt vopn gegn bresku togurunum, víraklipp- urnar, og voru þær óspart notaðar. Þegar eldgos varð í Vestmannaeyj- um 23. janúar 1973 voru varðskipin upptekin við björgunarstörf þar og bresku togararnir gátu fiskað óhindrað í fimm vikur. En þann 13. mars kom Þór ásamt Óðni að breskum togurum sem voru við veiðar við Horn. Þeir náðu að klippa aftan úr sex togurum þrátt fyrir að dráttarskipin Statesman og Englishman reyndu að koma í veg fyrir það. Þór lenti einnig í átökum þann 24. apríl er hersing breskra togara hófu atlögu gegn Árvakri. Var þá í fyrsta sinn gripið til Tiffla. Þór kom til hjálpar og náði togarinn St. Leger að sigla á hann. Mestar skemmdir urðu á togaranum sjálfum og sigldi hann þegar á brott. Þegar togarinn Macbeth hótaði að eyðileggja vörp- ur Röðuls og Kaldbaks hrakti Þór hann á brott með fallbyssuskotum. Síðar klipptu Óðinn og Þór aftan úr fjölda togara við Hvalbak. Þegar þorskastríðið hafði staðið yfir í rúmlega átta mánuði voru bresk herskip send á fslandsmið þann 17. maí 1973. Aðgerðir þeirra miðuðu fyrst í stað að því að safna togurunum á þröngt veiðisvæði við Austfirði svo auðveldara væri að gæta þeirra enda komust varðskip- in ekki að togurunum. Mikil reiði fylgdi í kjölfarið og var t.d. breska sendiráðið í Reykjavík grýtt og rúður brotnar. Veiðisvæðum var síðan fjölgað og að sama skapi herskipum til að gæta togaranna. Um sumarið og haustið 1973 fóru átök harðnandi og í september náði þorskastríðið hámarki. Bresku freigáturnar tóku upp á því í byrjun september að sigla fast meðfram varðskipunum og sveigja síðan snöggt frá og slá skutnum í þau. Þetta var fyrst reynt við varðskipið Þór. Freigátan Lynx fór mjög nálægt honum en mistókst að slá skutnum í hann. Nokkru síðar tókst Jaguar að skemma Þór með þessum hætti. Eftir þetta var hótað að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Seint í september sigldi freigátan Whitby á Þór við Langanes. Eftir þann árekstur var tilkynnt um stjórnmálaslit, en bréf frá Heath forsætisráðherra Breta leiddi til þess að gerður var tveggja ára samningur við Breta um takmark- aðar fiskveiðar. Eftir þetta var gert vopnahlé. En þrátt fyrir það varð einn árekstur er Þór tók togar- ann C.S. Forester að ólöglegum veiðum við Hvalbak. Skipstjórinn reyndi að forða sér með því að sigla áleiðis til Færeyja, en var stöðvað- ur er skotiö var í rafmagnstöflu skipsins. Þór var eitt fjögurra aðalskipa í eigu Landhelgisgæslunnar þegar þriðja þorskastríðið hófst eftir að lögin um 200 mílna landhelgi gekk í gildi 15. október 1975. Hin voru Ægir, Týr og Óðinn. Auk þess voru skuttogararnir Baldur og Ver not- aðir sem varðskip þegar líða tók á. Bresku togararnir áttu að fara af miðunum 14. nóvember, en þegar þeir höfðu verið aðvaraðir var látið til skarar skríða. Þann 15. nóvem- ber klippti Þór aftan úr togaranum Primellu við Vestfirði. Þann 19. nóvember komu verndarskip á miðin og átök hófust fyrir alvöru þar sem varðskipin klipptu aftan úr hverjum togaranum á fætur öðr- um. Varðskipið Þór lenti oft í hörðum árekstrum i þessu þorskastríði. Þann 9. desember 1975 klippti Þór aftan úr St. Giles út af Langanesi. Skammt frá var freigátan Brighton og tveir dráttarbátar sem veittu Þór eftirför og reyndu að sigla á hann. Þór leitaði vars í Seyðisfirði en fór aftur út tveimur dögum síðar. Þá sátu fyrir honum þrjú dráttarskip í fjarðarmynninu. Þór nýtist Slysavarnafélaginu til björgunaræfinga og kennslu — segir Árni Johnsen alþingismaður „ÉG LAGÐI til í Öryggismálanefnd sjómanna í fyrra að það yrði ein af tillögum nefndarinnar að Slysavarnafélag íslands fengi varðskipið Þór til afnota fyrir þjálfunarmiðstöð," sagði Arni Johnsen alþingismaður í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður hvernig þessi hugmynd væri upphaflega tilkomin. „Slysavarnafélagið og Far- manna- og fiskimannasamband íslands skrifuðu einnig bréf um þetta efni, en þetta gekk ekki upp í það skiptið," sagði Árni. „Síðan það kom til tals að leggja skipinu hefur það verið sjónarmið mitt að snjallt væri að vernda það. Þetta skip er ekki það mikils virði á almennum markaði og talað hefur verið um að selja það í brotajárn. Þetta er eina íslenska varð- skipið sem þjónað hefur í öllum þorskastríðunum. Með því að selja skipið til slysavarnafélags- ins, nýtist það félaginu til björg- unaræfinga og kennslu og einnig sem eins konar hluti af sjóminja- safni.“ Árni sagði að það hefði síðan verið á fundi námskeiðanefndar sjómanna í samgönguráðuneyt- inu í lok síðustu viku að þetta kom aftur til tals í tilefni af því að Þór var í togi þá stundina milli Reykjavíkur og Straums- víkur þar sem átti að leggja honum. „Mér fannst þá ástæða til að láta reyna á það hvort ekki væri hægt að fá skipið á þessari stundu. Ég hringdi í fjármála- ráðherra og sagði honum hvernig málum væri háttað. Haraldur Henrýsson, formaður slysa- varnafélagsins, var á fundinum og við fórum saman upp í fjár- málaráðuneyti þar sem málið var lagt fyrir Albert Guðmundsson ráðherra. Hann tók því vel og gekk að þessu með þeim fyrir- vara að hann þyrfti að hafa samband við nokkra aðila. Það gekk síðan fyrir sig nákvæmlega eins og um var talað og fjármála- ráðherra seldi slysavarnafélag- inu skipið fyrir 1000 krónur, svona formsins vegna," sagði Árni Johnsen. Helgi Hallvarðsson skipherra sigldi hægt í átt til þeirra og skip- aði þeim úr íslenskri lögsögu. Svo leit út sem þau ætluðu að hlýða þessu, en þess í stað beygðu þau skyndilega á Þór á fullri ferð. Það var Star Aquarius sem sigldi á hann að framanverðu en Lloydsman að aftan. Við þetta kom slagsíða á Þór og munaði litlu að honum hvolfdi. Skipherranum tókst að rétta skipið við og komast undan. Atvik þetta var kært til NATO og Öryggisráðs SÞ en þetta gerðist innan lögsögu landhelginn- ar, um 2 mílur frá landi. Þór varð fyrir árekstrum bæði þann 7. janúar 1976 ásamt Tý og einnig þann 9. janúar 1976. En síðar í þeim mánuði var gert vopnahlé og herskipin hurfu á brott. Þau komu aftur á miðin 5. febrúar. Þann 24. febrúar var þrisvar sinnum siglt á Þór. Við það brotn- uðu bæði brúarvængur og skip- stjóraklefi og þurfti hann að fara til bráðabirgðaviðgerðar inn til Seyðisfjarðar. Á þessum tíma voru átök mjög hörð. Varðskipin voru illa farin og varð 20 daga hlé meðan unnið var að viðgerðum á þeim. Eftir að því var lokið hófust átök á ný og klippt var aftan úr mörgum togurum. Þann 5. maí sigldu bresku togar- arnir á brott, en vegna fyrirmæla togaraeigenda sneru þau aftur á miðin. Flotinn hét þá að halda verndarhendi yfir þeim og í kjölfar þessa hófust hörðustu átökin i þorskastríðinu og urðu öll íslensku varðskipin fyrir miklum skemmd- um. Síðustu átökin í þessu stríði urðu þann 22. maí 1976 er Ægir og Baldur lentu í árekstrum við bresk herskip, en þorskastríðinu lauk formlega 1. júní 1976. Eftir að þorskastríðinu lauk sinnti Þór almennri landhelgis- gæslu þar til skipinu var lagt árið 1983 og ríkisstjórnin ákvað að selja það. Innkaupastofnun ríkisins auglýsti Þór til sölu um haustið og var hæsta tilboði tekið. Kaupsamn- ingur hljóðaði upp á rúmar 10 milljónir og var hann undirritaður í desember 1983. Þessi kaup gengu til baka síðastliðið sumar, er kaup- endur stóðu ekki við gerðan samn- ing. Skipið var síðan aftur til sölu hjá Innkaupastofnun ríkisins þar til síðastliðinn föstudag er fjár- málaráðherra ákvað að selja það Slysavarnafélagi Islands fyrir eitt- þúsund krónur. (Heimild: Skipabók Fjölva. íslensk skipasaga eftir Odd og Þorstein Thorarensen, o.fl.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.