Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985
Heimabrugg
w
Iviðtali hér í blaðinu frá síðast-
liðnum sunnudegi farast Hin-
riki Bjarnasyni deildarstjóra inn-
kaupa- og markaðsdeildar sjón-
varps svo orð um innlenda dag-
skrárgerð stofnunarinnar: „Það er
enginn vafi á því að þýðingarmesta
dagskrárstarfið er innlenda dag-
skrárgerðin og það á að vera keppi-
kefli að hlutur hennar sé sem
mestur. Nú er hann um 30-35%
og ég tel að það megi sætta sig við
það, en þessi hlutdeild má ekki
minnka og gæðakröfurnar því síð-
ur.“ Ég tek heilshugar undir þá
kröfu Hinriks að gæðin sitji í
fyrirrúmi en finnst satt að segja
dálítið undarlegt að hann sætti sig
við fyrrgreint hlutfall innlends
efnis.
Hvað sem því líður þá þarf ekki
að kvarta yfir því að innlend dag-
skrárgerð hafi ekki skartað í sjón-
varpinu síðastliðina helgi.
Laugardagur
21:10-21:40
Þá var á dagskrá: Fastir liðir
„eins og venjulega" þriðji þáttur.
Að þessu sinni naut ekki návistar
„subbunnar" þess í stað nutu sjón-
varpsáhorfendur þess að horfa í
Skordalsfjölskylduna í ósköp
hversdagslegu fjölskylduboði þar
sem „fjölskyldufeðrínan" (verðum
við ekki að breyta tungumálinu og
sauma leg í karlmenn til að dæmið
gangi upp?) sjálft höfuð Skordals-
ættarinnar drekkur ótæpilega og
gerist all nærgöngul við „tengda-
soninn" verð ég víst að segja.
Fleira bar á góma í þessum þriðja
þætti fjölskylduharmleiksins en
mér fannst persónulega ansi
skemmtilega unnið úr þessu klass-
íska fjölskylduvandamáli er lýsir
sér í þvi að virðulegur „ættfaðir/
rnóðir" drekkur yfir sig og gerist
afar þaulsætin og ágeng(ur) uns
hinn kúgaði meirihluti fjölskyld-
unnar (en þar naut gervi Baldvins
sín prýðilega) hefur loks svolann
„svoluna" undir og druslar
honum/henni út í leigubíl. Þetta
atriði var sum sé þáttarstjórunum
til sóma en heldur þótti mér nú
lítið til koma bellibragða „afans“
er Bessi Bjarnason lék.
Sunnudagur
18:00-18:30
Stundin okkar er nú í höndum
tveggja kvenna Agnesar Johansen
og Jóhönnu Thorsteinsson. Þær
stöllur hafa staðið sig með sóma,
efnið nokkuð fjölbreytt en stundin
máski full fljót að líða. Mætti ekki
stúlkur endursýna efni í þættinum.
Það gladdi líka augað í stundinni
að þar mætti karlmaður til leiks
en þeim þjóðflokki er nú næstum
búið að útrýma í uppeldisstofnun-
um lands vors. Hvers eiga blessuð
börnin aðgjalda?
Sunnudagur
21:00-22:20
Gestirnir hjá Bryndísi voru nú
reyndar ekki í sjónvarpssal eins
og auglýst var í blöðunum heldur
á fínum veitingastað í Firðinum.
í hópi gestanna að þessu sinni var
Þórhallur Sigurðsson (Laddi) en ég
man ekki til þess að sá snillingur
hafi fyrr verið tekinn tali í sjón-
varpi. Bryndís glæsileg að vanda
spurði Þórhall all nærgöngulla
spurninga og tókst bærilega að
nálgast manninn að baki gervinu.
í máli Þórhallar Sigurðssonar kom
annars mest á óvart að hann hefði
verið „of gamall“ til að fá inngöngu
I Leiklistarskóla Ríkisins. Hafa
atvinnuleikhúsin efni á að slíkur
snillingur sitji óskólaður hjá garði
ég bara spyr?
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
Standandi er Kristín Helgadóttir umsjónarmaður barnaútvarps og sitjandi eru aðstoðar-
menn hennar, þau Pétur Snæland og Heiðveig Helgadóttir.
Barnaútvarpið
■i Kristín Helga-
00 dóttir stjórnar
— barnaútvarpi í
dag kl. 17.00 í beinni út-
sendingu. Meðal efnis í
dag er pistill frá Önnu
Ringsted á Akureyri um
leikhópinn Sögu og hvað
sé á döfinni hjá hópnum.
Ný framhaldssaga verð-
ur kynnt en á morgun
byrjar Guðrún Guðlaugs-
dóttir lestur hennar. Sag-
an heitir Ivik bjarndýrs-
bani og er eftir Pipaluk
Freuchen í þýðingu Sig-
urðar Gunnarssonar.
Að síðustu verður fjall-
að um búðarhnupl í þætt-
inum. Barnaútvarpið
„verður vitni" að hnupli
og ræðir vegna þe3s við
búðareigendur, lögreglu
og sálfræðing varðandi
þetta mál.
Dátt er
dansinn stiginn
■i Dátt er dansinn
^O stiginn nefnist
— danskur sjón-
varpsþáttur um fær-
eyskan dans og sagna-
kvæði sem verður sýndur
í kvöld kl. 20.40.
Dansinn hefur haldist
óbreyttur öldum saman og
enn stíga Færeyingar
keðjudansa sína og kveða
við raust eins og sjá má á
dansleik á Suðurey.
Þýðandi er Guðni Kol-
beinsson.
TIL HINSTU
HVÍLDAR
■i Annar þáttur
30 breska saka-
málamynda-
flokksins „Til hinstu
hvíldar" verður í sjónvarpi
í kvöld kl. 21.30. Þættir
þessir eru gerðir eftir sögu
hins kunna P.D. James,
sem einnig samdi söguna
„Vargur í véum“, sem
sjónvarpið er nýlega búið
að sýna.
í aðalhlutverkinu er
Roy Marsden. Adam
Dalgliesh rannsakar
dauða manns sem grunað-
ur er um fíkniefnasölu.
Hann rekur slóðina heim
á sveitasetur þar sem ekki
reynist allt með felldu.
Þýðandi er Kristrún Þórð-
ardóttir.
VINIRNIR
— smásaga eftir Asgeir hvítaskáld
M Ásgeir hvíta-
45 skáld les eigin
— smásögu í kvöld
kl. 20.45 á rás 1 sem nefn-
ist „Vinirnir".
Asgeir sagði í samtali
við blaðamann að sagan
væri dæmisaga um hversu
fljótt vinir manns hyrfu
þegar ölið »æri búið úr
kútnum. „Sagan er í létt-
um dúr en þó með óhugn-
anlegum endi.
Hún fjallar um gamlan
fiskimann, sem fer á sjó-
inn á hverjum degi til að
veiða ýsur en vinirnir
hans eru mávarnir - sér-
staklega þó einn sem sest
á stefnið hjá honum og
gargar eftir lifur í gogg-
inn. En einn daginn veiðir
gamli maðurinn lítið og
þá breytist vinskapurinn
heldur. Mávarnir ráðast á
gamla manninn og plokka
úr honum augun.“
ÚTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
19. nóvember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tiikynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Litli tréhsturinn" eftír Ursulu
Moray Williams. Sigrlður
Thorlacius pýddi. Baldvin
Halldórsson les (17).
9.20 Morguntrimm.
Tilkynningar. Tónleikar, þul-
ur velur og kynnir.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur frá kvöld-
inu áður I umsjá Margrétar
Jónsdóttur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna.
10.40 „Egmanþátlð."
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liönum
árum.
11.10 Úr atvinnullfinu.
Iðnaðarrásin. Umsjón:
Gunnar B. Hinz, Hjörtur
Hjartar og Páll Kr. Pálsson.
11.30 Úr söguskjóðunni.
Ungmennafélag Reykhverf-
inga. Umsjón: Hrefna R6-
bertsdóttir. Lesari með
henni: Pétur Már Olafsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12A5 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.30 (dagsinsönn.
Heilsuvernd. Umsjón: Jónlna
Benediksdóttir.
14.00 Miödegissagan:
„Skref fyrir skref" eftir Gerdu
Antti. Guðrún Þórarinsdóttir
þýddi. Margrét Helga Jó-
hannsdóttir les(20).
14.30 Miðdegistónleikar.
Tónlist eftir Carl Nielsen.
a. Sinfónla nr. 6, „Sinfonia
semplice"
b. „Pan og Syrinx"! op. 49.
Sinfónluhljómsveit danska
útvarpsins leikur. Herbert
Blomsted stjórnar.
15.15 Barið að dyrum.
Inga Rósa Þórðardóttir sér
um þátt frá Austurlandi.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaðu með mér.
Edvard Fredriksen. (Frá
Akureyri).
17.00 Barnaútvarpið.
19.00 Aftanstund
Endursýndur þáttur frá 11.
nóvember.
19.25 Ævintýri Olivers bangsa
Tólfti þáttur
Franskur brúðu- og teikni-
myndaflokkur I þrettán þátt-
um um vlðförlan bangsa og
vini hans. Þýðandi Guöni
Kolbeinsson, lesari með
honum Bergdls Björt Guðna-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Dátt er dansinn stiginn
Stjórnandi: Kristln Helga-
dóttir.
17.50 Slödegisútvarp.
Sverrir Gauti Diego. Tónleik-
ar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19A5 Daglegtmál.
Sigurður G. Tómasson flytur
þáttinn.
19.50 Ur heimi þjóðsagnanna.
„Skuggavaldi. skjólið þitt"
(Utilegumannasðgur). Anna
Einarsdóttir og Sólveig
Halldórsdóttir sjá um þátt-
inn. Lesari með þeim: Arnar
Jónsson. Knútur R. Magnús-
son og Sigurður Einarsson
velja tónlistina.
20.20 Minningar rlkisstjórarit-
ara.
ÞRIÐJUDAGUR
19. nóvember
(Til dans ved verdens ende)
Danskur sjónvarpsþáttur um
færeyskan dans og sagna-
kvæði. Dansinn hefur haldist
óbreyttur öldum saman og
enn stlga Færeyingar keðju-
dansa slna og kveða við
raust eins og sjá má á dans-
leik á Suðurey. Þýðandi
Guöni Kolbeinsson.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
21.30 Til hinstu hvfldar
(Cover Her Face)
Annar þáttur. Breskur saka-
málamyndaflokkur I sex
Pétur Eggerz lýkur lestri úr
mlnningabók sinni.
20.45 „Vinirnir".
Smásaga eftir Asgeir Hvlta-
skáld. Höfundur les.
21.05 Islensk tónlist.
Lagaflokkur eftir Atla Heimi
Sveinsson úr leikritinu
„Dansleikur" eftir Odd
Björnsson. Garöar Cortes og
Guðmundur Jónsson syngja
við undirleik Jóseps Magnús-
sonar, Kristjáns Þ. Step-
hensen, Eyþórs Þorláksson-
ar, Brians Carlile, Péturs
Þorvaldssonar, Reynis Sig-
urðssonar og Atla Heimis
Sveinssonar sem stjórnar
flutningum.
21.30 Otvarpssagan:
„Saga Borgarættarinnar"
eftir Gunnar Gunnarsson.
Helga Þ. Stephensen les
(17).
þáttum, gerður eftir saka-
málasögu eftir P.D. James.
Aðalhlutverk: Roy Marsden.
Adam Dalgliesh rannsakar
dauöa manns sem grunaður
er um flkniefnasölu. Hann
rekur slóðina heim á sveita-
setur þar sem ekki reynist
allt með felldu. Þýðandi
Kristrún Þórðeirdóttir.
22.25 Hversu stórt var skrefiö?
Umræöuþáttur um réttinda-
baráttu kvenna undanfarinn
áratug. Umsjónarmaður
Sonja B. Jónsdóttir.
23.25 Fréttir I dagskrárlok.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.15 Veðurfregnir. Orð kvðlds-
ins.
22.25 Spjall á slðkvöldi.
Umsjón: Einar Þorsteinn As-
geirsson og Inga Birna
Dungal.
23.05 Kvöldstund I dúr og moll
með Knúti R. Magnússyni.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriöjudagur
19. nóvember
10.00—10.30 Kátir krakkar.
Dagskrá fyrir yngstu hlust-
endurna frá barna- og ungl-
ingadeild útvarpsins. Stjórn-
andi. Hildur Hermóðsdóttir.
10.30—12.00 Morgunþáttur.
Stjórnandi: Páll Þorstelns-
son.
Hlé.
14.00—16.00 Blöndun á staðn-
um. Stjórnandi. Sigurður Þór
Salvarsson.
16.00—17.00 Frlstund
Unglingaþáttur.
Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs-
son.
17.00—18.00 Sögurafsviöinu.
Stjórnandi: Þorsteinn G.
Gunnarsson.
Þriggja mlnútna fréttir sagðar
klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og
17.00.
SJÓNVARP