Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985
27
tiæli
lands
gilda ákvörðun með níu samhljóða
atkvæðum. Þess ber að gæta að
ákvörðun nær ekki fram að ganga
ef einhver hinna föstu fulltrúa
greiðir atkvæði gegn henni, þ.e.
beitir neitunarvaldi. Þess má einn-
ig geta, að á tímabilinu 1946—1965
beittu Sovétríkin neitunarvaldi
103 sinnum en Bandaríkin aldrei,
og á tímabilinu 1966—1977 beittu
Sovétríkin því 7 sinnum en Banda-
ríkin 21 sinni.
Þrátt fyrir áhrif kalda stríðsins
og breytingar á valdahlutföllum
innan samtaka Sameinuðu þjóð-
anna, hefur öryggisráðið og starf
aðalritarans og annarra í nafni
samtakanna minnkað spennu í
heiminum og stuðlað að friðsam-
legri lausn milliríkjadeilna. Nefna
má mörg dæmi þessu til sönnunar.
í Miðausturlöndum lauk fyrsta
stríði milli ísraela og Arabaríkj-
anna árið 1948 með vopnahléi að
tilhlutan öryggisráðsins. Ári síðar
gerðu ísrael og fjögur Arabaríki
með sér vpnahlé fyrir milligöngu
sáttasemjara Sameinuðu þjóð-
anna. Síðan hafa friðargæslusveit-
ir S.Þj. átt mikilvægu hlutverki
að gegna í Miðausturlöndum.
Ályktun öryggisráðsins nr. 242 frá
1967 felur í sér grundvallarfor-
sendur fyrir réttlátum og varan-
legum friði á þessu svæði og er enn
undirstaða fyrir skipan mála í
þessum heimshluta.
Sameinuðu þjóðirnar komu á fót
friðargæslusveitum á Kýpur árið
1964, til að stemma stigu við frek-
ari átökum milli Kýpur-Grikkja
og Kýpur-Tyrkja, halda uppi lög-
um og reglu og koma samskiptum
þjóðarbrotanna í eðlilegt horf.
Eftir stríðíð 1974 milli tyrkneskra
hersveita og þjóðvarðliðsins á
Kýpur hafa gæslusveitirnar haft
eftirlit með vopnahléinu og stund-
að gæslustörf. Fulltrúar þjóðar-
brotanna tveggja hafa ásamt aðal-
ritara Sameinuðu þjóðanna leitast
við að semja um varanlegan frið,
en þeirri viðleitni hefur miðað
skammt.
I Kóreu höfðu Sameinuðu þjóð-
irnar með höndum stjórn her-
sveita og gripu til vopna. Að tillögu
öryggisráðsins buðu 16 ríki fram
liðsafla árið 1950, þegar N-Kórea
var kærð fyrir árás á S-Kóreu.
Erjur stóðu yfir allt til ársins 1953
þegar vopnahlé var gert. Samein-
uðu þjóðirnar hafa æ síðan unnið
að því að koma á friði í Kóreu.
I Kongó óskaði ný stjórn lands-
ins eftir hernaðaraðstoð frá Sam-
einuðu þjóðunum árið 1960, eftir
að landið varð sjálfstætt. Voru
Sameinuðu þjóðirnar beðnar um
að lægja öldur innanlands og að-
stoða vegna brottfarar belgíska
hersins. Óryggisráðið sendi her-
menn og embættismenn á vett-
vang, hina síðarnefndu til að
stjórna helstu stofnunum þjóð-
félagsins í Kongó meðan ógnaröld
ríkti. Þetta starf S.Þj. í Kongó kom
í veg fyrir íhlutun erlendra ríkja
og stuðlaði að einingu landsins.
Hersveitir Sameinuðu þjóðanna
héldu frá Kongó árið 1964.
Þannig mætti lengi telja atburði
er sýna friðarviðleitni Sameinuðu
þjóðanna og sem sýna að markmið
stofnskrárinnar hafa verið leiðar-
ljós í 4 áratugi. Viðleitnin kemur
einnig fram í alþjóðasamningum
sem hafa verið gerðir á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna, m.a. um frið-
samlega notkun kjarnorkuvopna
og alþjóðalög um rannsóknir á
himingeimnum og um friðsamlega
notkun hans.
Þann 24. október sl. lýsti alls-
herjarþingið árið 1986 sem al-
þjóðafriðarár, og hófst það sama
dag og verður út árið 1986. Um
alþjóðafriðarárið hefur aðalraitari
S.Þj., Perez de Cuéllar, m.a. sagt
þetta: „Alþjóðafriðarárið gefur
okkur einstakt tækifæri til að gera
okkur grein fyrir tilganginum með
friði og til að finna hvernig þeim
tilgangi verður best náð. Við get-
um látið okkur dreyma um al-
heimsfrið og viðurkennt um leið
að ekki sé hægt að koma á friði í
öllum heimshornum með einhverj-
um töfrasprota. Það er ekki til
nein einföld uppskrift að friði. Með
trúna á framtíðina og traust til
mannsandans að leiðarljósi getum
við nálgast alheimsfrið, skref fyrir
skref."
Ef til vill hefur árangur af starfi
Sameinuðu þjóðanna einkennst af
sameiginlegri niðurstöðu margra
smárra skrefa. Þeir þjóðarleið-
togar sem gerðu stofnsáttmála
Sameinuðu þjóðanna vissu líka að
afnám styrjalda er ekki eina skil-
yrðið fyrir varanlegum friði. Þess
vegna lögðu þeir mikla áherslu á
að efla vinsamlega sambúð þjóða
og koma á alþjóðasamvinnu og
alþjóðasamningum á sviði efna-
hagsmála, félagsmála, menningar-
og mannúðarmála og stuðla að
virðingu fyrir mannréttindum.
Mörg skref hafa verið stigin í átt
að þessum markmiðum: Mann-
réttindayfirlýsingin árið 1948,
flóttamannahjálpin, þróunarað-
stoðin, barátta gegn aðskilnaðar-
stefnu og hvers kyns kynjamis-
rétti, barnahjálpin, ráðstefnur og
samningar um sjáfstæði nýlendu-
þjóða, umhverfismál, fíkniefna-
vandann, málefni kvenna í heimin-
um og hafréttarsamningurinn
1982 eru aðeins nokkur dæmi um
þetta.
Félag Sameinuðu þjóðanna á
íslandi var stofnað m.a. í þeim
tiigangi að kynna Islendingum
hugsjónir og starfsemi Sameinuðu
þjóðanna. Félagið vill á þessum
tímamótum í sögu Sameinuðu
þjóðanna hvetja íslendinga til að
fhuga bæði á opinberum vettvangi
sem og annars staðar, hlutverk og
árangur af starfi Sameinuðu þjóð-
anna í 4 áratugi, og ekki síst að
íhuga hvert hlutvert fslands hefur
verið þennan tíma.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir IB BJÖRNBAK
Mogens Glistrup reynir að hasla sér að nýju völl með því að bjóða sig fram til borgarstjórnar í Kaupmanna-
höfn í kosningunum í dag. Talið er mjög líklegt að flokkur Glistrups, Framfaraflokkurinn, þurkist nær út í
kosningunum. Á myndinni, sem tekin er 22. júnf 1983, veifar Glistrup dómsorði hæstaréttar Danmerkur, sem
dæmdi hann þann dag til þriggja ára fangelsisvistar fyrir skattsvik.
Bæja- og sveitastjórnarkosningar í Danmörku í dag:
Urslitin kynnu að
valda örðugleikum
í dag, þriðjudaginn 19. nóvember, ganga Danir að kjörborði og kjósa
nýjar bæjar- og sveitarstjórnir. Kosningarnar þykja venju fremur áhuga-
verðar, og úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu, þar sem þær lenda
á miðju kjörtímabili danska þingsins. Síðustu þingkosningar voru 10.
janúar í fyrra og síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningar voru 17.
nóvember 1982, en mikið vatn hefur runnið til sjávar í millitíðinni í
dönskum stjórnmálum.
Almennt er viðurkennt að
kosningaúrslit í bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum séu
lítill eða enginn mælikvarði á
stöðu stjórnmálaflokkanna, ef
um þingkosningar væri að ræða.
Vill fylgið dreifast með allt öðr-
um hætti i sveitarstjórnarkosn-
ingum og hafa staðbundin mál
og persónulegar vinsældir ein-
stakra frambjóðenda miklu
meiri áhrif á afstöðu kjósenda.
Engu að síður eru bæjar- og
sveitarstjórnarkosningarnar
taldar geta gefið ákveðna vís-
bendingu um hvert stefnir í
dönskum stjórnmálum og munu
flokkarnir af þeim sökum fylgj-
ast grannt með úrslitunum og
haga sér ef til vill í samræmi við
þau.
Leiðtogar flokkanna og kosn-
ingastjórar munu reyna að átta
sig á því út frá úrslitunum hvort
stjórn borgaralegu flokkanna
nýtur áfram meirihlutafylgis. Þá
er talið að það kynni að valda
vissum vandkvæðum á stjórnar-
heimilinu ef Þjóðarflokkurinn
hrifsar til sin mjög mikið fylgi
frá næststærsta flokknum,
Venstre, en í það þykir stefna.
Litlu samstarfsflokkarnir tveir,
^iðdemókratar og Kristilegi
þjóðarflokkurinn, binda miklar
vonir við úrslit bæjar- og sveitar-
stjórnarkosninganna og hafa
lagt allt kapp á að koma vel út
úr þeim.
Flokki Schliiters
spáð aukningu
Allt þykir stefna í að flokkur
Pauls Schliiter forsætisráðherra,
Þjóðarflokkurinn, muni bæta
verulega við sig í bæjar- og sveit-
arstjórnarkosningunum. Flokk-
urinn hefur verið í mikilli sókn
frá því 1982. Menn velta fyrst og
fremst vöngum yfir því hversu
mikið fylgisaukningin komi til
með að verða á kostnaö Venstre,
sem verið hefur sterkur í danskri
bæjar- og héraðapólitík. Fróðir
menn telja að það kynni að koma
niður á stjórnarsamstarfinu ef
fylgisaukning Þjóðarflokksins
verður að mestu leyti á kostnað
Venstre.
Jafnaðarflokkurinn hefur lagt
allt í sölurnar í þessum kosning-
um og flokkurinn nýtur þess að
hafa stuðning flestra stóru laun-
þegasamtakanna. Þannig hefur
flokkurinn þegið 160 milljónir
danskra króna í kosningasjóð
frá einu sambandanna, Special-
arbejderforbundet, til að standa
straum af kostnaði við áróður
gegn stjórn Schliiters.
Talið er að Socialistisk Folke-
parti muni sækja á í kosningun-
um í dag, miðað við fyrri kosn-
ingar. Hefur fylgi flokksins farið
stöðugt vaxandi, samkvæmt
skoðanakönnunum síðustu miss-
eri. Vonast flokkurinn eftir því
að fjölga fulltrúum sínum í
bæjar- og sveitarstjórnum svo
hann styrki stöðu sína gagnvart
Jafnaðarflokknum.
Þurrkast flokkur
Glistrups út?
Framfaraflokkurinn, flokkur
Mogens Glistrup, mun að öllum
líkindum þurrkast út í þessum
kosningum. Flokkurinn hefur
aldrei notið sambærilegs fylgis í
bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
ingum og í þingkosningum. Engu
að síður á flokkurinn 280 fulltrúa
í bæjar- og sveftarstjórnum.
Flokkur Schluters mun ugglaust
hirða flest þessara sæta, en búast
má einnig við að mörg þeirra
falli Venstre í skaut og gæti það
vegið að miklu leyti upp á móti
þeim sætum, sem menn telja að
Venstre tapi til Þjóðarflokksins.
Margir fulltrúar Framfara-
flokksins hafa gengið öðrum
flokkum á hönd og aðrir hafa
klofið sig úr flokknum og stofnað
nýjan flokk, Frjálsa demókrata,
og bjóða sig fram í nafni hans.
Glistrup er sjálfur ekki af baki
dottinn, þrátt fyrir mótlæti
undanfarin misseri, og hyggst
reyna að hasla sér að nýju völl
í stjórnmálunum, nú með því að
bjóða sig fram til borgarstjórnar
í Kaupmannahöfn.
Flokkur græningja, sem slegið
hefur í gegn í Vestur-Þýzkalandi,
býður nú fram til bæjar- og
sveitarstjórna fyrsta sinni og
verður vel með því fylgst hvernig
flokkurinn spjarar sig. Flokkur-
inn býður ekki alls staðar fram,
en þó einkum í þeim kjördæmum
þar sem líklegast er talið að
meta megi stöðu hans á lands-
vísu, með tilliti til þingkosninga.
Fjármál sveitarfélaga
efst á baugi
Kosningabaráttan hefur að
miklu leyti snúist um efnahags-
mál og útgjöld sveitarstjórna, og
hvernig brugðist skuli við þeirri
ákvörðun stjórnar Schluters að
refsa eyðslusömum sveitarfélög-
um. Stjórnin hefur lagt að bæjar-
og sveitarstjórnum að auka ekki
útgjöld sín og ætlar þeim hlut-
deild í að tryggja hallalaus ríkis-
útgjöld. Hafa framlög því verið
minnkuð til bæjar- og sveitar-
stjórna. hefur ekki verið tekið
tillit til þessa við gerð fjárhags-
áætlunar út í héruðunum svo við
því má búast að stjórnin grípi inn
í eftir kosningar með aðstoð
Radikale Venstre, og skeri fram-
lög til bæjar- og sveitarstjórna
enn frekar við nögl.
Auk þessa snýst kosningabar-
áttan um umhverfisvernd. Allir
flokkarnir leggja ríka áherzlu á
nauðsyn fagurs umhverfis, ekki
bara vegna framboðs græningja,
heldur vegna þess að skoðana-
kannanir hafa leitt í ljós að kjós-
endur leggja að jöfnu fagurt og
heilsusamlegt umhverfi og gott
ástand efnahagsmála.
Höfundur er frétUritari Morgun-
bladsins í Kaupmannahöfn.