Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 23 Ránið á Achille Lauro: Fimm Palestínumenn hljóta fangelsisdóm Genám, 18. nóvember. AP. FIMM Palestínumenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir ólöglegan vopna- og sprengjuburð vegna ránsins á ítalska farþegaskipinu Achille Lauro. Þeir verða síðar dregnir fyrir rétt, ákærðir fyrir mannrán og morð á Bandaríkjamanninum Leon Kling- hoffer, sem var farþegi á skipinu. Ræningjarnir fjórir og sam- starfsmaður þeirra, Mohammad Issa Abbas, hlutu frá fjögurra til níu ára fangelsisdóma. Abbas hlaut þyngstu refsinguna, eða níu ára fangelsi. Hann var handtekinn með fölsuð vegabréf I fórum sínum nokkrum dögum áður en Achille Lauro hélt í hina örlagaríku skemmtisiglingu. Issa Abbas var náinn samstarfs- maður og frændi Mohammad Abb- as, leiðtoga PLO, sem Bandaríkja- menn halda fram að hafi skipulagt ránið á Achille Lauro. Ræningjarnir sögðu við réttarhöld í morgun að vopnum þeirra, fjórum sjálfvirkum Kalishnikov rifflum og átta hand- sprengjum, hefði verið smyglað til Ítalíu. Hefðu þau verið falin í bif- reið, sem flutt var með ferju. Einn ræningjanna, Ahmad Marrouf Al-Assadi, sagði mjög nána samstarfsmenn Abbas skæru- liðaleiðtoga hafa smyglað vopnun- um til ítaliu. Assadi hlaut vægastan dóm, eða fjögur ár. Hann sagði til- gang fjórmenninganna hafa verið að gera sjálfsmorðsárás á ísraelsku hafnarborgina Ashdod, sem var einn viðkomustaða Achcille Lauro, en á leiðinni hafi sú staða komið upp að þeir hafi neyðst til skipstök- unnar. Assad segist hafa sagt kvenna- hópi um borð að hann væri Norð- maður, enda bar hann norskt vega- bréf, sem var falsað. Norðmaður í hópi farþega heyrði á samtal Assads og kvennanna, gaf sig á tal við hann og hóf að ræða við hann á norsku. Assad gat ekki svarað á þeirri tungu og óttuðust ræningjarnir að þetta atvik yrði til að grunsemdir vökn- uðu um þá. Létu þeir því til skarar skríða og tóku skipið. Við réttarhöldin kváðust fjór- menningarnir ekki vera hryðju- verkamenn, heldur hafi ætlunin verið að verja föðurland sitt, eins og þeir komust að orði. Ræningjarn- ir eru ungir að árum, eða 19—23 GENGI GJALDMIÐLA London, 18. nóvember. AP. VERÐ á Bandaríkjadollara var misjafnt eftir gjaldmiðlum og tók litlum breytingum á rólegum mánu- degi á gjaldeyrismörkuðum. Verð á gulli lækkaði eilítið í Evrópu. Sterlingspundið kostaði síðdegis í dag í London 1,4255 dollara (1,4222). í Tókýó kostaði dollarinn 203,85 japönsk jen (203,35). Annars var gengi annarra helstu gjaldmiðla á þann veg að dollarinn kostaði: 2,6220 vestur-þýsk mörk (2,6220), 2,1481 svissneska franka (2,1490), 7,9900 franska franka (7,9750), 2,9490 hollensk gyllini (2,9510), 1.771,50 ítalskar lírur (1.771,00) og 1,3767 kanadíska dollara (1,3765). ára. Þeir heita Bassam al Ashker frá Trípólí í Líbanon, Ibrahim Fatayer Abdelatif frá Beirút, Yous- sef Magied Al-Molqi frá Giabal Tagi í Jórdaníu. Assad er frá Damaskus. Þrír sjóræningjanua ( búri er dómur var upp kveðinu i gær. Forsprakki þeirra var hafður í sér búri. Ræningjarnir ern (f.v.) Bassam al Ashker, Íbrahim Fatayer Abdelatif og Ahmad Marrouf al Assadi. AP/simamynd Verkfall á Grænlandi: Landsþingið grípur inn í Kaupmannahöfn, 18. nóvember. Frá Nils Jörgen GRÆNLENZKA landsþingið hefur verið kallað til neyðarfundar á morg- un, þriðjudag, til að binda enda á verkfall opinberra starfsmanna. Danska þingið samþykkti sl. föstu- dag lög, sem bundu að hluta til enda á verkfallið, en þau náðu þó aðeins til þeirra, sem eru á launum hjá danska rfkinu. Er landsþinginu ætl- að að stöðva deilu þeirra verkfalls- manna, sem starfa fyrir heimastjórn- ina eða grænlenzk sveitarfélög. Með lögum danska þingsins var verkfallsmönnum skömmtuð 6% launahækkun, en vísitölubinding launa afnumin frá og með 1. jan- úar næstkomandi. Sú tillaga, sem landsþingið i Grænlandi fjallar um á morgun er á sömu lund. Búist er við að þingmeirihluti sé fyrir þessari ráðstöfun í lands- þinginu. Stjórnarflokkurinn Sium- ut gerir það að skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsetu að ráðstöfunin nái fram að ganga með meirihluta atkvæða. Inuit Ataqat- igiit hefur hins vegar sett ýms skilyrði fyrir afstöðu sinni. Búist Bniun frétUriUra Morgunblafaiiut. er hins vegar við því að stjórnar- andstöðuflokkurinn Atassut tryggi framgang málsins í lands- þinginu, þar sem fulltrúi flokksins í danska þinginu, Otto Steenholdt, greiddi frumvarpinu þar atkvæði sitt. Er búist við að flokkurinn taki sömu afstöðu i landsþinginu. Óskemmtileg lífs- reynsla í þurrkara Oslé, 18. nóvember. Frí Jan Erik Laure, rréttaritara Morgunblaðsins. FORVITNIN hafði nærri kostað fjögurra ára pilt í Þrándheimi, Jarle Marius Hagerup, lífíð, en hann þykir hafa sloppið ótrúlega vel eftir nokk- urra mínútna þeyting í þurrkara á heimili sínu. Jarle var að leik í þvottahúsinu heima hjá sér er þurrkarinn freist- aði hans. Hann ýtti á alls kyns takka og klifraði því næst inn í tromluna og lokaði á eftir sér. Nær samstundis fór þurrkarinn I gang. Eftir skamma stund kom eldri bróðir hans niður í þvottahúsið til að þvo sér um hendurnar eftir að hafa gert foreldrum sínum viðvik. Heyrði hann gifurleg hræðsluóp en áttaði sig ekki strax hvaðan þau komu og hrópaði sjálfur á hjálp. Hann stöðvaði þurrkarann um síðir og barg bróður sínum. Voru föt piltsins unga tekin að sviðna en sjálfur slapp hann óskaddaður frá öllu saman og þykir það ótrú- legt. Þetta er úrvalslið veisludeildar Hallargarðsins Talaðu við þá ef þú þarft að halda veislu heima eða heiman Hallargarður Veitingahallarinnar býður nú upp á stóraukna veisluþjón- ustu með tilkomu nýrra, glæsilegra 20-70 manna veizlusala. Vegna gífurlegrar eftirspurnar eftir veislum hjá okkur höfum við tekið í notkun nýjan sal og getum nú boðið upp á 2 sali tengda vínstúku. Annar salurinn tekur 20-30 gesti, hinn 40-70 manns. Valkostir vegna samkvæma í heimahúsum 1. Við getum útbúið landsins glæsilegustu veislur og haldið þær fyrir ykkur heima fyrir 20—200 og jafnvel fleiri gesti ef svo vel er búið. Við bjóðum upp á alla hugsanlega valkosti í heitum og köldum borðum og ekki síst kokteilpinnum, snittum, brauðtertum eða smurðu brauði. 2. Við bjóðum aðeins upp á hámarksgæði, rausnarlega skammta og fyrsta flokks þjónustu. Ykkar er að velja — okkar að vanda Veitingahöllinni, S. 685018 og 33272. Nokkrir valkostir í veislum og fundahöldum í Hallargarðinum 1. Síðdegisboð með glæsilegum snittum og pinnamat fyrir 20—120 manns. 2. Brúðkaupsveislur fyrir 15—50 manns, heit og köld borð eða matseðill eftir vali. 3. Matarveislur, afmælisboð, eða minni árshátíðir 15—50 manns. 4. Hádegis- og kvöldverðarfundir félagasamtaka 15—50 manns. Fast verð fyrir vetur- inn. 5. Erfidrykkjur eða kaffiveislur. Við bjóðum nú hið lands- fræga kaffihlaðborð okkar til einkasamkvæma fyrir 20—100 manns. J6n Þór Einarsson Brngi Agnaramn matreiðslumeistari matreiðslumeústari Hörður Haraldsson yfirþjónn Ómar Strange Diðrik Ólafsson matreiðslumeistari yfinnatsveinn Jóhannes Stefánssoi. veitingastjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.