Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 17
+ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 17 á þriðja farrými Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Einar Kárason: Gulleyjan, skáldsaga 215 bls. Mál og menning Fyrir tveimur árum sendi Einar Kárason frá sér skáldsög- una Þar sem djöflaeyjan rís, sem vakti verðskuldaða athygli. Þar var brugðið upp litríkum mynd- um úr lífi þess hluta þjóðarinn- ar sem ekki var nógu útsjónar- samur eða handfljótur til að tryggja sér sæti á fyrsta far- rými á stríðsgróðafleyinu, en fékk að fljóta með á þriðja. í miðpunkti þeirrar sögu er fjölskyldan í Gamla húsinu svonefnda, sem stendur í miðju braggahverfinu, Thulekampi. Þar búa Tómas kaupmaður og kona hans, Karólfna spákona og afkomendur og tengdafólk þeirra, m.a. dóttursynirnir Baddi og Danni, báðir heljar- menni að burðum, en ólíkir að flestu leyti öðru. Líkt og á spor- baug umhverfis söguna um Gamla húss-fólkið eru á sveimi litlar en oft innihaldsríkar smærri sögur um aðra einstakl- inga í Thule-samfélaginu. Þar sem djöflaeyjan rís var í epísóðuformi að miklu leyti, margar sögur úr sama sam- félagi. Þetta var að sumu leyti styrkur, því myndin sem birtist lesandanum á þessum blaðsíð- um varð jafn fjölbreytileg og skýr og yfirlitsmyndir Breugels. Sá böggull fylgdi þó skammrifi að þegar á leið bókina fór les- andinn að finna til nokkurs skorts á fótfestu, sveif svolítið í þyngdarleysi og endirinn varð fyrir bragðið daufur. Sagan var bara búin allt í einu. Flugvélin bensínlaus og enginn lendingar- staður í sjónmáli. Jæja, því hef ég nú eytt öllu þessu dýra dálkarými í Djöfla- eyjuna að Gulleyjan er sjálfstætt framhald hennar og þessar bækur því nátengdar. Gulleyjan ber hins vegar merki þess að Einar hefur sjálfur séð ann- marka á fyrri bókinni og beitt annarri aðferð við ritun þessar- ar. Þessi nýja bók býr yfir kost- um Djöflaeyjunnar hvað varðar skemmtilegan og hressilegan stíl sem þó er að mínum dómi vandaðri í nýju bókinni. En meginmunurinn felst þó í bygg- ingu sögunnar. I Gulleyjunni er haldið áfram sögu fjölskyld- unnar í Gamla húsinu, þar sem frá var horfið í Þar sem djöfla- eyjan rís svona eitthvað í grennd við 1950—1955 og fram á sjöunda áratuginn. En nú er sagan nær einskorðuð við sjálft heimilisfólkið. Sögulega fylgi- hnetti eða reikistjörnur á spor- baug umhverfis aðalsöguhetj- Einar Kárason urnar ber fyrir augu sem eðli- legt er en aðeins rétt í svip. Það er ekki vert að vera að rekja söguþráðinn í Gulleyj- unni, en þó má segja sem svo að fram eftir sögu vegnar fjöl- skyldunni heldur vel en síðan gerast atburðir sem draga úr henni mátt og þá eiga utanað- komandi hremmingar greiðan aðgang að henni. Það má segja sem svo að Gulleyjan lýsi viss- um paradísarmissi. Á ör- skömmum tíma missir fjöl- skyldan í Gamla húsinu björt- ustu vonir sínar og hamingju- drauma. Og við þennan missi þverr henni allur máttur til að hefja sig upp yfir járnbentan veruleikann. Sál hennar hefur brotlent. Það er ekki óalgengt þegar- höfundar skrifa fleiri en eina sögu um sama efnið að sú fyrsta sé góð en hinar síðari aðeins líkt og bergmál af henni, eins og þegar hellt er upp á kaffi á morgnana og það svo drukkið upphitað allan daginn. Þetta á ekki við hér. Gulleyj- an er betri en Þar sem djöflaeyj- an rís. Efniviðurinn er sá sami, hæfileikar höfundarins þeir sömu, en hvort tveggja nýtur sín betur. Hvort tveggja rís einna hæst í sköpun persóna bræðranna tveggja, töffarans Badda og risabarnsins með flugmanns- húfuna, Franks Daníels. Það er við hæfi að ljúka þessu skrifi með tilvitnun í lokakafla bókar- innar. Það er Baddi sem hefur orðið: „Now look, ég er kominn með nýjar tennur. Sjáðu, shinin’- bright ... Þú fékkst aldrei svona! Þú hefðir kannski fengið lánað stellið hans pabba, ahaha, nei, ekki láta svona. Ég bið þig Daníel, ekki einu sinni enn ... Sjáðu, nú skal ég lána þér mínar. Ekkert bullshit! Erum við ekki bræður? Sjáðu, ég set þær hérna upp á þennan, this white tombstone...“ Það er aldrei of snemmt að festa kaup á góðu DUX-rúmi 4- Börnin eru okkur dýrmætari en allt annað, en þau mega iðulega sætta sig við það að næst besta þegar um rúm er að ræða. Þau þurfa oft að gera sér að góðu svampdýnu á rimlabotni eöa rúm, sem aðrir eru hættir að nota! Við höfum betra ráð. Gefðu barninu 90 cm. breitt DUX-rúm um leið og það er vaxið upp úr barnarúminu. ®Oj DUX-rúmið er ekki aðeins notalegra að sofa í, heldur endist það þar til barnið fer að heiman. Að öðrum kosti þarftu að kaupa tvö, þrjú eða jafnvel fleiri rúm á þessu tímabili og verður í rauninni orðið þér miklu dýrara að lokum. w* DUX o^‘hv^Þess virði að hugleiða’ VERSLUNIN DUX eoa a ADALST'RIJI 9 SÍMI2 75 60 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.