Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 Sagan af Shevchenko, grein II Krútsjeff og Kalda stríðið — eftir Árna Sigurðsson Arkady N. Shevchenko er hátt- settasti Sovétmaður er flúið hefur heimaland sitt, frá lokum heims- styrjaldarinnar síðari. Hann var aðstoðar-aðalritari Sameinuðu þjóðanna árið 1978, er hann sótti um hæli sem pólitískur flóttamað- ur á Vesturlöndum, aðeins 48 ára gamall. Hann á að baki yfir 20 ára langan feril í sovésku utanríkis- þjónustunni. Hann var um nokk- urra ára skeið einn helsti ráðu- nautur og aðstoðarmaður Andreis Gromyko er nú nýverið lét af embætti utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna eftir nærfellt 30 ára langa setu á ráöherrastóli. Shevc- henko kynntist því af eigin raun innviðum stjórnkerfis Sovétríkj- anna og þeirri spillingu og valda- braski er fer fram í skúmaskotum Kremlar. í þessari grein verður sögu Shevchenkos haldið áfram. Æviminningar Shevchenkos voru nýverið gefnar út í Bandaríkj- unum. Bókin varpar ljósi á starf og stefnumótun stjórnvalda í Moskvu og er krydduð lýsingum og fásögnum höfundar á mönnum og málefnum er hann kynntist af eigin raun. Sérstaða bókarinnar er fólgin í því að höfundur var sjálfur þátttakandi í því laumu- spili og valdatafli er hann lýsir af bæði þekkingu og reynslu langs embættismannaferils. Fyrstu skrefin stigin Shevchenko segir svo frá í bók sinni „Breaking from Moscow" að hann hafi í æsku notið öryggis og yndis hamingjuríks fjölskyldulífs. Hann fæddist árið 1930 í kola- námubænum Gorlovka í Austur- Úkraínu. Um fimm ára skeið, árin 1949 til 1954, stundaði hann nám í al- þjóðasamskiptum í hinum opin- bera alþjóðasamskiptaháskóla í Moskvu, MGIMO-stofnuninni. Margir þeirra er þaðan hafa út- skrifast nálgast nú óðum æðstu stöður. Þetta á sérstaklega við um utanríkisráðuneytið, þar sem tveir aðstoðarráðherrar, sendiherrar og forstöðumenn ýmissa „lykil“- deilda, stunduðu nám við MGIMO-stofnunina. Fyrstu kynni af Gromyko Að prófi loknu hóf Shevchenko framhaldsnám og tók afvopnunar- mál sérstaklega fyrir. Það verkefni leiddi til fyrsta fundar hans með Andrei Gromyko er þá var aðstoð- arutanríkisráðherra Sovétríkj- anna. Sonur Gromykos og skóla- bróðir Anatolys, kom með þá hugmynd að þeir skrifuðu í sam- einingu grein um hlutverk þjóð- þinga í baráttunni fyrir friði og afvopnun. Jafnframt lagði hann til að þeir bæru greinina undir föður hans áður en hún yrði birt. Gromyko bauð þeim félögum heim til sín. Hann bjó í rúmgóðri svitu í einni þeirra íbúðarbygginga í miðborg Moskvu sem aðeins var ætluð æðstu embættismönnum Kommúnistaflokksins og hins op- inbera. Shevchenko segir svo frá að hið stingandi og athugula augnaráð Gromykos svo og öll framkoma hans hefði sýnt að þar fór valdsmaður, öruggur með sjálf- an sig. í æviminningum sínum fjallar Shevchenko einna mest um Gro- myko af þeim æðstu embættis- mönnum flokks og þjóðar er hann tekur fyrir. Enda ekki von þegar tekið er mið af þvi að Gromyko var yfirmaður Shevchenkos öll þau ár er Shevchenko starfaði í sov- ésku utanríkisþjónustunni. Auk þess var Gromyko (og er sennilega enn þó ekki sitji hann lengur á ráðherrastóli) valdamesti maður sovéskra utanríkismála og ber að mestu leyti ábyrgð á mótun stefnu Kremlverja í utanríkis- og alþjóða- málum. Þó er gegnumgangandi i bók Shevchenkos sú skoðun hans að fengi Gromyko meiru ráðið væru samskipti risaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, betri og traustmeiri en ella. í samræðum þeim er Shevc- henko og Gromyko áttu í kjölfar heimboðs hins síðarnefnda, ræddi Gromyko af hlýju um samstarf Bandamanna gegn Möndulveldun- um í heimsstyrjöldinni síðari. Shevchenko segir að þær erlendu kvikmyndir sem í mestu uppáhaldi séu hjá Gromyko séu bandarískar kvikmyndir sem gerðar voru á striðsárunum og fyrstu árunum eftir stríð, en á þeim tíma var Gromyko að hefja feril sinn í utanríkisþjónustunni. Hann starf- a.n í Washington, frá 1943 sem sendiherra Sovétríkjanna í Banda- ríkjunum og sem fastafulltrúi þeirra hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna i New York 1946-1948. Hann mundi nöfn leikara og var með ýmsar athugasemdir varðandi feril þeirra og frammistöðu á hvíta tjaldinu. „Það er,“ segir Shevc- henko, „sem samstarf Banda- manna hafi verið hápunktur lífs hans og það sé sú „ástands róman- tík“ er hann leitast við að endur- skapa í samskiptum sínum við Bandaríkjamenn." Shevchenko heldur áfram: „Er Gromyko las greinina yfir var hápunktur kalda stríðsins að baki en þó fóru at- hugasemdir hans um nauðsyn betri og jafnvel vinsamleg sam- skipti við Bandaríkin, langt fram úr því sem talið var viðurkennd, opinber stefna Sovétríkjanna í þessu sambandi." Vaxandi andstaða Shevchenko hóf störf hjá sov- éska utanríkisráðuneytinu í októ- ber 1956. Þáverandi forstöðumað- ur þeirrar deildar utanríkisráðu- neytisins er fór með málefni Sameinuðu þjóðanna auk afvopn- unarmála, Semyon Tsarapkin, fór Gromyko „Shevchenko segir svo frá að hið stingandi og athugula augnaráð Gro- mykos svo og öll fram- koma hans hefði sýnt að þar fór valdsmaður, öruggur með sjálfan sig.“ þess á leit við hann að hann ynni að málefnum afvopnunarmála þar sem alvarlegar viðræður væru í undirbúningi milli stórveldanna í þessum efnum. I sama mánuði og Shevchenko hóf störf „beindist athygli allra að Póllandi og Ungverjalandi“, að sögn hans sjálfs. Gomulka hafði nýverið verið kjörinn aðalritari miðstjórnar pólska kommúnista- flokksin„ andstætt vilja Kreml- verja. Þctta olli nokkrum tauga- titringi meðal ráðamanna í Kreml þó þeir neyddust til að sætta sig við orðinn hlut. Krútsjeff og aðrir ráðamenn töldu ekki vænlegt til árangurs að láta reyna á Pólverja og beita hervaldi gegn þeim. Vitað var að Pólverjar báru ekki hlýjan hug til Sovétmanna og myndu hiklaust verja sig væri á þá ráðist. Þó var engin hætta á að þeir segðu skilið við Sovétríkin og markmið þeirra. Afgerandi var þó ástand mála í Ungverjalandi. Shevchenko segir i bók sinni að sér hefði þótt Imre Nagy hafa gengið of langt að lýsa yfir úrsögn landsins úr Varsjár- bandalaginu og sú tilraun hans að breyta hinu sósíalíska stjórnkerfi landsins og færa borgurum meira frelsi og forræði eigin mála. Þó segist Shevchenko hafa verið sleg- inn af hörku refsiaðgerða Kreml- verja í kjölfar þessara umbóta. Andropoff kemur til sögunnar Á þessum tíma segir Shevc- henko að hann hafi fyrst heyrt Yuris Andropoff getið, sem þá var sendiherra Sovétríkjanna í Ung- Andropov verjalandi. Bekkjarbróðir Shevc- henkos er starfaði í sovéska sendi- ráðinu í Búdapest skýrði honum frá því hvernig Andropoff hefði haldið á málum þennan átakatíma þar í landi: „Hann hélt algjörri ró, jafnvel þegar heyra mátti hvin byssukúlnanna í loftinu — og er öllum í sendiráðinu fannst sem þeir væru í umkringdu virki." Þessi vinur og bekkjarbróðir Shevchenkos sagði honum einnig að þegar uppreisnin var í aðsigi og eftir að hún hófst, hefðu fyrir- mæli er sendiráðinu bárust frá Moskvu oft verið ruglandi og rúin skilningi á raunverulegu ástandi mála. Ráðleggingar Andropoffs til Moskvu um aðgerðir voru viða- miklar og urðu grundvöllur skjótra ákvarðana i Kreml, ma. þeirrar að nota sovéska skriðdreka til að brjóta á bak aftur andstöðu Ung- verja. Forréttiiidahópur utan- ríkisþjónustunnar Shevchenko segir að þegar hann hóf störf hjá þeirri deild er fór með málefni Sameinuðu þjóðanna og afvopnunarmál hafi hann gert sér grein fyrir því hversu heppinn hann hefði verið að veljast til þeirra starfa. „Þeir sem unnu að þeim málefnum svo og þeir er unnu að málefnum í tengslum við og varðandi samskipti Sovétríkjanna við stærstu og voldugustu ríki Evrópu auk samskipta við Banda- ríkin töldust til forréttindahóps, segir Shevchenko. „Við vorum öfundaðir af „sveitamönnunum", þeim embættismönnum utanríkis- ráðuneytisins er dvöldust allan sinn feril í Afríku og/eða Asíu. Ekki voru þetta aðeins óþýð örlög vegna óþægilegs veðurfars, lágra launa og skorts á neysluvörum heldur og vegna þess að diplómat- ar er voru úthlutuð verkefni i annarri hvorri heimsálfunni nutu sjaldan frama í starfi eða tækifær- is að komast í æðstu stöður." Forréttindahópurinn var á hinn bóginn í stöðugum tengslum við ráðamenn. Gromyko þekkti marga þeirra persónulega, mundi nöfn þeirra og efldi feril þeirra hæfustu. Gromyko verður utan- ríkisráöherra Starf Shevchenkos árið 1957, sem þriðja sendiráðsritara, var að fylgjast með afvopnunarviðræðum risaveldanna er fram fóru í Lond- on undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna. Þá segist hann hafa verið sannfærður um að Sovétríkin hefðu meiri áhuga á afvopnun en Bandaríkin. Á sömu skoðun var aðalritari sovéska kommúnista- flokksins, Nikita Krútsjeff. For- stöðumaður deildar Shevchenkos og yfirmaður hans, Tsarapkin, sagði honum að Krútsjeff væri ákaflega sár og bitur yfir þvi að stefna Bandaríkjanna hefði breyst og í kjölfar þess hefðu þau hafnað tillögum Sovétmanna er hann hefði talið mikilvægt skref í átt til afvopnunar. Um þetta leyti átti Krútsjeff við að glíma vaxandi andstöðu gagn- vart sér heima fyrir. Þeir Stalín- istar er lifað höfðu af hreinsanir Stalíns á fjórða áratugnum voru styrkustu varðmenn kenninga kommúnismans og létu oft í ljósi óánægju sína með það sem þeir töldu frjálslyndi Kjútsjeffs. Þá- verandi utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, Dmitri Shepilov, tókst næstum að framkvæma hallar- byltingu og steypa Krjútsjeff af stóli. Krjútsjeff komst að þessu og svipti undireins andstæðinga sína öllum embættum. Um svipað leyti varð Andrei Gromyko utan- rikisráðherra og gegndi því emb- ætti í nærfellt þrjá áratugi, eða þar til hann lét af embætti nú fyrir skömmu. Næsta grein í þessari grein hafði ég ætlað mér að taka fyrir feril Shevc- henkos allt þar til hann lék eitt lykilhlutverkið bak við tjöldin, er Nixon og Brezhnev hittust á sögu- legum fundi árið 1972. Borðleggj- andi var svo mikið efni að ekki tókst að gera því öllu skil í þessari grein, enda greinum sem þessum sett ákveðin takmörk hvað varðar lengd, af skiljanlegum ástæðum. I næstu grein sem mun birtast hér á síðum Morgunblaðsins í næstu viku verður áfram fjallað um feril Shevchenkos og ma. tekið fyrir þegar Krútsjoff ætlaði að niðurlægja Eisenhower, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 1960, er bandaríska njósnavélin U2 var skotin niður yfir sovésku land- svæði. Einnig verður Kúbudeil- unni gerð skil en þá stóð heimur- inn nær kjarnorkustyrjöld en nokkru sinni fyrr. Fjallað verður um þegar Krútsjeff var að lokum steypt af stóli í kjölfar Kúbudeil- unnar og vaxandi óánægju meðal ráðamanna i Kreml. Ferill Shevc- henkos verður rakinn fram yfir 1970, er hann varð einn helsti ráð- gjafi og aðstoðarmaður Gromykos, en um það tímabil fjallar einn athyglisverðasti hluti æviminn- inga hans, „Breaking from Mos- cow“. Helstu heimildir: Arkady N. Shevchenko „Break- ing from Moscow". A.F. Knopfh, USA 1985. Time Magazine. Höfuadurí sæti f utanríkismála- nefnd Sambands ungra Sjilfstteðis- manna. Tímaritið Saga komið út: Baráttan fyrir greiðslu verkkaups í peningum TÍMARITIÐ Saga, ársrit Sögufélags- ins, er komið út og er efni þess að venju fjölbreytt. Jón Guðnason á grein sem nefnist „Greiðsla verkkaups í peningum. Þáttur í sjálfstæðisbaráttu íslensks verkafólks." Höfundur fjallar þar um baráttuna fyrir því áð fá lögfesta greiðslu verkkaups í peningum. Er sú saga rakin allt frá upphafi 1893 og til þess að lög voru samþykkt 1902. Ennfremur er í greininni gerð nokkur úttekt á þróun kaupgreiðslna í peningum fram til ársins 1940. Bergsteinn Jónsson á ritgerð sem nefnist „Framboðsraunir Tryggva Gunnarssonar 1892-94 og sitthvað þeim samfara." Þegar Magnús Stephensen veitti Tryggva Gunnarssyni bankastjórastöðu árið 1892 ætlaðist hann til endur- gjalds, stuðnings frá Tryggva á alþingi. En fyrst þurfti Tryggvi TÍMARIT vSÖGUFÉLAGS xxiibjm. að verða sér úti um þingsæti og þá sögu rekur Bergsteinn. Andrew Wawn skrifar um „Hundadagadrottninguna" Guð- rúnu Johnsen og birtir bréf hennar til Stanleyfjölskyldunnar á Eng- landi 1814-1816. Guðrún þessi var sögð tilvonandi brúður Jörundar Hundadagakonungs árið 1809 og hlaut af því viðurnefni sitt. Haukur Pétur Benediktsson á ritgerð sem nefnist „Sparnaðar- þingið 1924“; Stefán Karlsson á grein sem nefnist „Liðsbónarbréf" og leiðir að því rök að bréf sem í íslensku fornbréfasafni er eignað Jóni Arasyni sé ekki hans verk og líklega skrifað af Halldóri nokkr- um Hákonarsyni; Jónas Gíslason skrifar um leit að íslenskum bréf- um i skjalasafni Vatikansins og birt er áður óprentað páfabréf um Skálholt með skýringum Jakobs Benediktssonar. Birt er grein eftir Arnved Ned- kvitne, „Fiskveiðar og efnahags- stefna á einveldisöld" (sem áður kom í Historisk Tidsskrift í Noregi í fyrra), en þar er fjallað um doktorsritgerð Gisla Gunnarsson- ar um einokunarverslunina. Gísli svarar síðan greininni. Guðrún Ása Grimsdóttir, Helgi Þorláksson og Sverrir Tómasson eiga grein sem nefnist „öxar við ána“ og er þar að finna margvísleg- ar athugasemdir við bók Björns Th. Björnssonar um Þingvelli, sem út kom á siðasta ári. Jón Thor Haraldsson á í ritinu „Þankabrot um byltingar" og Guðmundur Jónsson „Athuga- semd um kreppu og kjör“, en að auki er í tímaritinu að finna 14 ritdóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.