Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 B 3 SKÚFFUKAKA 2 bollar hveiti 1 tsk. salt. 2 bollar sykur 3A bolli mjólk. 3A bolli smjörlíki, u.þ.b. 180. gr. % bolli kakó. Allt sett í skál og hrært í u.þ.b. 2 mín. Síðan er bætt út í: 1* 1/2 tsk. sódaduft. 3 egg. 1/z tsk. lyftiduft. 1 tsk. vanilludropar. 1/2 bolli mjólk. Þetta er hrært í 2 mín. Sett í velsmurða stóra ofnskúffu og bakað við 200 gráðu hita í 20 mínútur. Hugmyndin sem skreyta á kökuna með, er teiknuð á smjör- pappír og klippt út. Hægt er að nýta alla kökuna eins og sést á myndum nr. 1 og 4. Þá er útklippta myndin sett á kökuna og krem sett þar í kring. Síðan er myndin tekin af og annar litur settur innan í. Skreytt er síðan með sælgæti t.d. lakkrís- reimum og súkkulaðitöflum. SKOLLALEIKUR Þennan leik kannast víst flest- ir við. Bundið er fyrir augun á „Skolla", honum snúið í hring og á hann síðan að reyna að finna einhvern hinna, geti hann sér rétt til um nafn þess er hann klófestir er skipt um „Skolla" og byrjað á ný. KÖTTUROG MÚS Allir þátttakendur mynda hring og leiðast, nema „Köttur- inn“, sem er inni í hringnum og á að ná í „Músina", sem er fyrir utan hringinn. Þeir sem leiðast mega ekki láta hringinn slitna, en eiga að reyna að hindra að „Kötturinn" nái í „Músina", með því að lyfta höndunum og láta þær síga eftir því sem við á. Gleymið svo ekki að kaupa filmur og blossaljós (flass) og myndið öll herlegheitin. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Heitir drykkir á köldum degi Það er gott að fá eitthvað heitt að drekka eftir útiveru á köldum degi. Kakó, te og kaffi standa vel fyrir sínu, en það má reyna annað til tilbreytingar, t.d. eitthvað af eftirfarandi drykkj- um. Vetrarkaffi Lagað er sterkt kaffi, út í það er sett: 1 negulnagli, biti af kanilstöng og örlítill sykur, hitað með. í hvern bolla er sett appel- sínusneið og örlítill appelsínu- safi, heitu kaffinu hellt yfir og aðeins hrært í. Borið fram rjúk- andi heitt. Te með hunangi ognegul í tevatnið er settur negulnagli og soðið með. Teið gert sætt með hunangi í staðinn fyrir sykur. Heitur tómatdrykkur 2 dl. tómatsafi, hitaður fyrir hvern skammt. Út í er blandað 2 msk. rjóma, bragðbætt með dálitlu af rifnum lauk og dropa af „tabasco“-sósu. írskt kaffi án áfengis í hvern bolla eru settar 2 msk. af sykri, heitu kaffi hellt yfir (bollinn fylltur að 2/3 hlutum), 1 dropi af viskí„essens“ settur saman við. Léttþeyttur rjómi settur ofan á, ca. 2 msk. í hvern bolla og kaffið á að drekka í gegnum rjómalagið, ekki hræra kaffi og rjóma saman. vikri, sem er mjög laus í sér. Við liggur að fyrir hvert skref sem stigið er upp í móti sé niðurskriðið hið sama. Af því leiðir, að sérstaklega ánægju- legt er að hlaupa niður hlíðarnar. Engu líkar er, en að verið sé á skíðum. Búrfell er 669 m hátt, en til viðmiðunar má nefna að Hekla er 1449 m (þ.e. fyrir síðasta gos). Meðfylgjandi mynd ertekin úr suðri. Glöggt sést hvernig Þjórsá rennur norður að fjallinu, austur með því og vestur. Syðst undir fjallinu eru skógatorfur, einstaklega laglegar. Tilvist skógarins sýnir að margt annað hlýtur að hafa valdið skógaeyð- ingunni hér á landi en eldfjöllin. Grímsnesið Þingvallavatn er sem kunnugt er eitt stærsta vatn landsins. Fyrrum var það nefnt Ölfusvatn og bera ýmis örnefni við sunn- anvert vatnið þvi enn vitni, s.s. bæjarnafni Ólfusvatn, Ölfus- vatnsvík og fl. Úr Þingvallavatni rennur Sogið. Það hefur verið virkjað á einum stað, Ljósafossvirkjun, við það stækkaði Úlfljótsvatn umtalsvert. Áfram rennur Sogið og neðar heitir Áltavatn, grunnt en nokkuð stórt. Þar er ákaflega fagurt umhverfi í skjóli hrauns. Meðfylgjandi mynd er tekin norður Grímsnesið. Glögglega má sjá hina gífurlegu sumar- húsabyggð, sem þarna er í kjarri vöxnu hrauninu. Vinstra megin er Álftavatn, en ofar Úlfljótsvatn og þá Þingvallavatn. Botnsúlur og Búrfell tegja sig nyrst til himins. Hengill í þessum þáttum hefur alloft verið minnst á Hengil, enda ekki að ástæðulausu, svo fagurt sem fjallið er og frábært til útivistar. Meðfylgjandi mynd er nokkuð óvenjuleg. Hún er tekin eftir vesturhlíðum Hengilsins og í fjarska glampar á Þingvallavatn. Næst er Engidalur, undir hlíðun- um. Skeggi, hæsti hnúkur Heng- ilsins, ber að litlum hluta í him- inn. Við rætur hans má vel sjá Dyrfjöllin, og Marardalur er þar nokkru nær. í fjarska sér svo á Geitlandsjökul og Skjaldbreið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.