Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 HEILSAN KALSIUM ... og afleióingar hans sem geta verið alvarlegar Ameðal þeirra kvilla, sem mjög eru teknir að hrjá menn á síð- ari árum, er oste- oporosis — bein- þynning — að verða einn hinn algeng- asti, auk þess að verða að teljast sá sjúkdómur, sem bæði veiklar menn hvað mest, dregur úr líkamsþrótti þeirra og reynist þeim dýrastur. Nú er svo komið, að þessi sjúkdómur er farinn að gera vart við sig svo viða, að einna helst má líkja honum við farsótt; hann á sök á beinbrotum hjá milljónum manna, veldur sumum örkumlum og leiðir jafnvel til dauða tugþúsunda manna. Ennþá algengari er þó tannholdssýk- ing, sem er ein helsta orsök þess að fullorðnir missa tennurnar, en þessi sjúkdómur hrjáir um það bil 90% Vest- urlandabúa. Síðast en ekki síst skal svo talinn of hár blóðþrýstingur, sem rúmlega 30 milljónir manna eru taldar þjást af, og veldur árlega hjartaáföllum hjá hundruð- um þúsunda; krabbamein í skeifugörn og ristii er núna komið í annað sæti sem algengasta dánarorsök manna af völd- um krabbameins. Gætu allir þessir sjúkdómar ef til vill átt eitthvað sameiginlegt? Þótt einkennilegt megi virðast, bendir orðið margt til þess, að einn einstakur þáttur — þ.e. kalsíumskortur — kunni að eiga þátt í öllum þessum sjúk- dómum. Fleiri og fleiri rök virðast hníga í þá átt, að þessi skortur sé furöulega al- gengur meðal fólks á Vesturlöndum og kemur jafnt fram meðal ríkra sem fá- tækra, ungra og gamalla, hjá verka- mönnum í verksmiðjum sem fram- kvæmdastjórum stórfyrirtækja. Mjög veigamikill þáttur. . . meginhlutverk í mannslíkamanum fyrirfinnst meira af kalsíumi en af nokkru öðru steinefni — ekki minna en um það bil 2,4 kg. Meginhluta þessa kalsíums er að finna í beinunum og tönnunum, einungis 1 prósent efnisins er fyrir hendi utan þessara líkamsvefja. En þetta eina pró- sent efnisins er á hinn bóginn algjörlega lífsnauðsynlegt. Só það ekki fyrir hendi, geta taugarnar ekki komið boðum til skila, vöðvar megna ekki að dragast saman, hjartað ekki að slá, né heldur virkar heilinn rétt og eðlilega. Sökum mikilvægis þessa steinefnis, hefur líkaminn komið sér upp einkar flóknum búnaði til þess að sjá um kals- íumbúskapinn og halda öllu í horfinu á því sviði. Þetta gengur á eftirfarandi hátt: Út af fyrir sig þurfa beinin í mannslík- amanum ekki einungis á kalsíum að halda sjálfra sín vegna; beinin gegna auk þess því hlutverki að vera geymslu- stöðvar kalsíumbirgða ifkamans. Beinin þurfa á kalsíumi að halda, vegna þess að þau eru, eins og allir aðrir lifandi vefir, stöðugt að ganga úr sér og verða að byggjast upp á nýjan leik. Hvorki meira né minna en heil 30% af allri beinagrind mannsins endurnýjast á ári hverju, og íþví ferli er kalsíum einn allra veigamesti þátturinn. Hið flókna og margþætta hormóna- kerfi líkamans stuðlar beinlínis að því að tryggja, að nægilegt kalsíummagn sé fyrir hendi á þeim stöðum í líkaman- um, þar sem þess er mest þörf á hverj- um tíma. Kalkkirtlahormónið (parat- hyroíð-hormónið (PTH)), sem myndast í kalkkirtli rétt við skjaldkirtilinn, hefur stjórn á kalsíummagninu hverju sinni. Verði kalsíummagnið í blóðinu óeðli- lega lítið, tekur PTH-framleiðslan að aukast. Hormónið verkar sem boðsend- ing til nýrnanna um að skila líkamanum því kalsíumi, sem annars mundi berast út úr líkamanum með þvaginu. PTH-hormónið umbreytir einnig D-víta- míni líkamans í hormón, sem virkar í þörmunum í þá veru að draga að aukið magn kalsíums úr fæðunni og skila því inn í blóðrásina. Sé kalsíummagnið samt sem áður ekki nægilegt til þess að viðhalda eðli- legri starfsemi líkamans, þá tekur PTH-hormónið til að virka örvandi í þá átt, að gengið sé á kalsíumbirgðir bein- anna til þess að hamla gegn kalsíum- skortinum annars staðar í líkamanum. Við venjulegar kringumstæður er þó síðar unnt að bæta beinunum upp þetta kalsíumtap, sem þau verða fyrir. Sé hins vegar um langtíma kalsíum- skort í fæðunni að ræða, þá heldur lík- aminn áfram að ganga jafnt og þétt á kalsíumbirgðir beinanna. Sú kalsíumút- tekt leiðir aftur á móti til þynningar á beinunum og gerir beinabygginguna í heild viðkvæmari fyrir beinþynningu. Hin „ þögla farsótt“ Osteoporosis eða beinþynning er nú almennt farin að ganga undir heitinu „hljóðláta farsóttin" — hljóðlát, sökum þess að oft á tíðum greinast alls engin sjúkdómseinkenni, fyrr en beinin taka að brotna, farsótt sökum þess, að sjúk- dómurinn hefur þegar náð geysilegri útbreiðslu. Beinþynning fer gjarnan að láta á sér kræla, án þess þó að vart verði nokkurra augljósra einkenna, þegar fólk er á aldrinum 30—35 ára. Þegar svo er komið, að jafnvel 30-40% af beinefnun- um hafa tapast, taka hryggjarliðirnir að molna niður, en það leiðir svo aftur til álútrar stellingar — menn gerast hnýttir í herðum eins og gjarnan er sagt — en við það iækkar líkamshæð manna til muna eða allt frá 12—20 sm eftir atvik- um. Þá eykst einnig hættan á öðrum beinbrotum, þar á meðal brotum á mjaðmagrind. í Evrópulöndum og í Bandaríkjunum skipta þeir sjúklingar orðið tugum millj- óna, sem eiga við beinþynningu að stríða, og um það bil þriðjungur þeirra hefur orðið fyrir brotum á hryggjarliðum, að sögn dr. Hertu Spencer, sem er sérfræðingur i efnaskiptasjúkdómum við VA-sjúkrahúsið í Hines í lllinois-fylki í Bandaríkjunum og prófessor við læknadeild Loyola-háskólann í May- wood í sama fylki. Prófessor Herta Spencer segir einn- ig, að af þeim 200.000 Bandaríkjamönn- um, sem árlega verða fyrir mjaðma- grindarbrotum, séu um 80% haldnir osteoporosis eða beinþynningu og að um það bil 20% af þeim tilfellum deyi innan þriggja mánaða eftir slíkt áfall. í skýrslu, sem lögð var fram á sér- stakri ráðstefnu Bandarísku heilbrigðis- málastofnunarinnar árið 1984, kom fram að alls verða um 1,3 milljónir bandarískra kvenna fyrir ýmiss konar beinbrotum árlega af völdum alvarlegrar beinþynningar. Karlmenn eru svo sem engan veginn undanskildir, enda þótt mun færri þeirra verði fyrir alvarlegri beinþynningu. Flestir karlmenn hafa í fyrsta lagi mun meiri beinmassa til að bera en konur; þeir hreyfa sig líka meira, en það er álitið að hreyfing stuðli verulega að því að viðhalda beinmassanum. Þá hefur það líka sitt að segja, að karlmenn innbyrða meira magn af kalsíum, og enn eitt atriði skiptir máli í þessu sambandi: það tekur ekki að draga skyndilega úr magni kynhormóna hjá körlum eins og reyndin er með konur, en einmitt kyn- hormón stuðla að því að vernda beinin gegn þynningu. Hvernig því er nákvæm- lega varið, er ekki vitað með vissu, þótt sumir sérfræðingar álíti, að kynhormón dragi til muna úr efnaflutningi frá bein- unum og örvi jafnframt upptöku kals- íums úr meltingarfærunum. Betra að megra sig með gát Allmörg önnur atriði kunna að eiga sinn þátt í því, að útkoma kvenna í sambandi við tíðni beinþynningar skuli vera nokkru óhagstæðari en meðal karla. Þar má minnast á stranga megr- unarkúra, sem valda tapi á beinvefjum engu síður en mjúkum líkamsvefjum. Kalsíumtapið, sem konur verða fyrir meðan á meðgöngutímanum stendur, er oft á tíðum ekki bætt nægilega upp, áður en komið er að barnsburði. Þá er þess oft ekki nógsamlega gætt að halda áfram kalsíumgjöf, á meðan konan hefur barn á brjósti. Hafi beinþynning einu sinni náð að komast á hátt stig, er sjúkdómurinn nánast ólæknandi. Það er þó samt til læknismeðferð, sem getur stuðlað að því að halda sjúkdómnum í skefjum að minnsta kosti. Meðferðin felst m.a. í því, að sjúklingnum er gefiö inn kalsíum, auk hæfilegra skammta af D-vítamíni til þess að örva uppsog á kalsíum. Núna standa yfir rannsóknir á flúori, sem kann að geta stuðlað að örari beinmyndun yfirleitt, en þessar rannsóknir eru þó ennþá á tilraunastigi. Til þess að hamla gegn beinþynningu hjá konum eftir breytingaskeiðið, eru sumir læknar teknir að nota estrogen í mjög litlum skömmtum, en sú meðferð virðist í flestum tilvikum gefa góða raun. Estrogen-skammtarnir eru þá hafðir mun minni en þaö magn, sem álitið er að kunni að valda krabbameinsmyndun í legi. Hreyfing, líkamsþjálfun og útivist geta skipt verulegu máli í sambandi vð það að koma í veg fyrir beinþynningu. Meðan á Gemini-geimflugferðunum stóð, kom í Ijós að geimfararnir urðu fyrir tapi á steinefnum, vegna skorts á eðlilegri hreyfingu og vegna þyngdar- leysisins. Á hinn bóginn þykja rannsókn- ir hafa fært mönnum heim sönnur á, að hreyfing og útivera auki magn stein- efna íbeinunum. í Bandaríkjunum hafa nokkrir færir sérfræðingar unnið að rannsóknum á hópi kvenna, sem komnar voru yfir breytingaskeiðið. Helmingi þeirra kvenna, sem til athugunar voru, var gert að stunda líkamsþjálfun í eina klukkustund þrisvar í viku — þar var um gönguferðir að ræða, æfingar á þjálfun- arhjóli og lyftingar með léttum lóðum. Kalsíummagnið í líkama þessara kvenna jókst við þetta um 20 grömm að meðal- tali, en á hinn bóginn minnkaði kalsíum- magnið í iíkama hverrar einustu af þeim konum, sem haft höfðu kyrrsetur á sama tíma. Þess ber þó að gæta, að ef beinþynning er komin á hátt stig, Fleiri konur en karlar verða ffyrir alvarlegri bein þynningu. Þessi teikning sem fengin er úr békinnl „Stand Tall“, sýnir hvernig hryggur og hryggjarliðir geta gengið saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.