Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986
B 5
verður að viðhafa varúð í sambandi við
líkamsþjálfun. „Gönguferðir gefa besta
raun,“ segir dr. John F. Aloia, sem
meðal annarra stóð að ofangreindum
rannsóknum.
Það sem skiptir meginmáli við að
koma í veg fyrir þennan þungbæra sjúk-
dóm, er að nægilegt kalsíummagn sé
fyrir hendi í fæðu manna alla ævi. Dr.
William A. Peck, prófessor við lækna-
deild Washington-háskóla, var í forsæti
á ráðstefnu, sem Bandaríska heilbrigð-
ismálastofnunin hélt nýverið, og hélt
hann því þar fram, að konur á aldrinum
kringum fertugt og fimmtugt ættu að
neyta að minnsta kosti 1000 milli-
gramma af kalsíum daglega.
Meinsemdir í
munnholi
Allmargar rannsóknir, sem gerðar
hafa verið, þykja hafa leitt í Ijós visst
samhengi á milli kalsíumskorts og tann-
holdssýkingar — en þessi sjúkdómur
er stundum kallaður pyorrhea eða tann-
rótarígerð.
Um margra ára skeið hafa sérfræð-
ingar í tannsjúkdómum aðallega beint
athyglinni að því, sem þeir álitu aðal-
skaðvaldinn, það er að segja að tann-
sýklu, en það er þunnt slímlag, sem
valdið getur tannátu. Mjög fljótlega eftir
að tannlæknirinn hefur unnið við að
hreinsa og snyrta tennur viðskiptavinar-
ins, tekur að myndast örþunn himna á
tönnunum og í henni setjast að innan
skamms þær bakteríur, sem fyrirfinnast
í munnholinu, ef ekki er gætt alveg sér-
stakrar vandvirkni við að bursta tenn-
urnar og skola reglulega. Afleiðingin
verður svo, að litlaust, gegnsætt tann-
sýklulag leggst á tennurnar. í tannsýkl-
unni lifa bakteríurnar góðu lífi á fæðu
„gestgjafa" síns, þær dafna þar með
ágætum og framleiöa sýru, sem ræðst
á tennurnar. Tannsýklan færir brátt út
kvíarnar og tekur að safnast saman í
auknu magni við tannholdið. Þegar hluti
bakteríanna deyr og ummyndast í stein-
efni, breytist tannsýklan í hörð setlög,
þekkt undir nafninu tannsteinn. En
tannsteinninn hylst svo brátt öðru lagi
af nýju lagi af lifandi bakteríum. Þannig
gengur þetta koli af kolli.
Álitið er, að bakteríurnar í tannsýkl-
unni framleiði viss efni, sem valdi bólgu
í tannholdi, er aftur hafi áhrif á tann-
rótarhálsinn með því að koma þar af
stað beintæringu og beinupplausn.
Enda þótt tannsýklan hafi hingað til
fengið á sig alla sökina í sambandi við
tannrótarígerð, þykja nokkrar nýlegar
rannsóknir þar að lútandi þegar hafa
leitt i Ijós, að tannsýklan kunni ef til vill
ekki að vera einasti sjúkdómsvaldurinn,
heldur eigi kalsíumskortur þar veruleg-
an hlut að máli.
Það hefur ekki getað hjá því farið,
að menn hafi veitt því athygli, að ein-
mitt tannholdssjúkdómar eru mjög oft
samfara beinþynningu.
Rannsóknir á
mönnum og dýrum
Þegar í kringum 1970 hafði banda-
ríski vísindamaðurinn dr. Leo Lutwak
komist að því með rannsóknum sínum
á hundum, að lítið kalsíummagn í fæðu,
stæði í beinu sambandi við eyðingu
tannbeins. Ennfremur sýndi það sig
Ijóslega, að með nægilegu magni af
kalsíum í fæðunni var unnt að snúa
þessari eyðingu á tannbeini hundanna
við.
Með öðrum rannsóknum á dýrum,
tókst dr. Lutwak einnig að komast að
því, að beinin í líkamanum bregðast á
misjafnan hátt við kalsíumskorti: Eyð-
ingin reynist jafnan vera mest í tann-
beini, nokkru minni í hryggjarliðum og
minnst í hinum löngu beinum líkamans.
Þessar niðurstöður þykja gefa til kynna,
að beineyðing í kjálka kunni að vera
undanfari beinþynningar í hryggjarlið-
um.
í víðtækari rannsóknum, sem dr. Lut-
wak stóð að á 80 fullorðnum mönnum,
sem þjáðust af tannrótarsýkingu og
höfðu sannanlega aðeins neytt um 544
milligramma af kalsíum daglega í langan
tíma, kom fram veruleg aukning í þétt-
leika kjálkabeinsins, eftir að mennirnir
höfðu í eitt ár neytt fæðu, sem innihélt
1000 nng af kalsíum á dag.
Við hinn kunna Cornell-háskóla í
íþöku, New York-fylki, hefurdr. Leonard
Krook hafið rannsóknarstarf i sambandi
við beinasjúkdóma í öpum. Þegar í Ijós
kom við krufningar, sem hann gerði á
öpunum, að beinasjúkdómar þeirra
stöfuðu að öllum líkindum af samsetn-
ingu fæðunnar, setti hann heilbrigða
apa á kalsíumsnautt fóður, og varð
reyndin líka sú, að þeir tóku innan tíðar
að sýna ummerki beinasjúkdoma. Hann
framkvæmdi auk þess áþekkar rann-
sóknir á hestum, svínum, köttum og
hundum.
Dr. Krook snéri sér eftir þetta að
því að rannsaka hóp manna með tann-
holdssjúkdóma, og kom brátt í Ijós, að
næstum því allir þeirra þjáðust af kals-
íumskorti. Þegar þeir voru farnir að fá
1000 mg af kalsíum daglega í nokkurn
tíma, tók mjög að draga úr bólgu hjá
flestum þessara manna, og í sumum
tilvikum hvarf bólgan með öllu, tann-
holdið varð þéttara og náði aftur hærra
upp á tennurnar, og þær tóku að festast
í sessi á nýjan leik.
Þá hafa vísindamenn veitt því athygli,
að á meðal Finna, sem yfirleitt neyta
fæðu, sem gefur þeim meira en 1300
mg af kalsíum á dag, eru tannrótarsjúk-
dómar afar sjaldgæfir. í löndum eins
og til dæmis Indlandi, þar sem kalsíum-
auðug fæða eins og mjólk og ostur er
fremur sjaldgæfur kostur, verður tann-
holdssjúkdóma jafnan vart strax á unga
aldri og þeir eru afar útbreiddir þarlend-
is.
Tengslin við
krabbamein
Fyrsta vísbendingin um, að visst
samband kynni að vera á milli krabba-
meinsmyndunar og kalsíumskorts, kom
fram í niðurstöðum rannsókna, sem dr.
Cedric og dr. Frank Garland stóðu að
við læknadeild Kaliforníuháskóla í San
Diego.
Rannsakendurnir komust að því, að
einmitt þau landsvæði innan Bandaríkj-
anna, sem njóta minna sólarljóss en
önnur, hafa töluvert hærri tíðni dauðs-
falla af völdum krabbameins í ristli. í
sólríkum fylkjum eins og Kaliforníu,
Arizona og Nýja-Mexíkó er tíðni þessar-
ar tegundar krabbameins mun lægri
heldur en í fylkjum eins og New York,
New Hampshire og Vermont. Þar sem
sólarljósið stuðlar að aukningu D-vítam-
íns í líkamanum og þess kalsíummagns,
sem er virkt í líffærastarfseminni, gætu
hin verndandi áhrif gegn krabbameins-
sýkingu einmitt legið í þessum næring-
arefnum. Sé svo, gæti það haft áþekk
áhrif að bæta D-vítamíni og kalsíum í
fæðuna.
Þá hafa vísindamenn í Kaliforníu,
ásamt öðrum bandarískum vísinda-
mönnum frá Texas-háskóla og lækna-
deild Harvard-háskóla unnið að at-
hugunum á ýmsum upplýsingum, sem
á árunum 1957—1959 var safnað úm
1.954 karla, sem störfuðu hjá Western
Electric Company.
Næringarfræðingar höfðu safnað
upplýsingum um mataræði þessara
manna í 28 daga, bæði á meðan að
mennirnir komu fyrst til athugunar hjá
þeim, og eins ári síðar. Það lágu einnig
fyrir upplýsingar um krabbameinssýk-
ingartilfeili á 19 ára tímabili hjá þeim
hópi manna, sem teknir voru til rann-
sóknar af hálfu næringarfræðinganna.
Á þessum tíma höfðu 49 mannanna
fengið sýkingu af krabbameini í ristli eða
endaþarmi. Vísindamennirnir greindu
niður í einstaka þætti það magn af
D-vítamíni og kalsíum, sem fyrir hendi
hafði verið í fæðu mannanna. Einnig
tóku þeir til athugunar það magn af
kjöti, grænmeti, fituefnum og kolvetna-
samböndum, sem verið höfðu í fæð-
unni, tóku með í reikninginn nokkurt
magn af áfengi, aldur mannanna, þyngd
og eins það hvort þeir reyktu eða ekki.
Einasti þátturinn, sem virtist skipta
verulega miklu máli, var það magn af
D-vítamíni og kalsíum, sem fæða þess-
ara manna innihélt. Þeir mannanna,
sem minnst neyttu af þessum efnum,
sýndu sýkingartíðni af krabbameini í
ristli eða endaþarmi upp á 38,9 af þús-
undi; það reyndist vera meira en helm-
ingi hærri tala en hjá þeim, sem innbyrt
höfðu mikið magn af D-vítamíni og kals-
íum, því meðal hinna síðarnefndu var
sýkingartíðnin ekki nema 14,3 af þús-
undi.
Vísindamennirnir vöktu sérstaka at-
hygli á því, að enda þótt ekki liggi enn
fyrir neinar endanlegar, óyggjandi sann-
anir á gildi D-vítamíns eða kalsíums,
„þá bendi niðurstöðurnar til þess, að
beina ætti frekari vísindarannsóknum í
þessa átt á næstunni."
Kalsíum og of hár
blóðþrýstingur
Á kalsíumskortur einhvern vissan
þátt í of háum blóðþrýstingi? Nýlegar
rannsóknir allmargra aðila þar að lút-
andi gefa það til kynna.
Fyrir nokkrum árum hóf dr. David
McCarron við Health Sciences Univers-
ity í Oregon í borginni Portland rann-
sóknir á 34 sjúklingum er höfðu of háan
blóðþrýsting, og til samanburðar hafði
dr. McCarron svo aðra 34 heilbrigða
menn. Hjá þeim mönnum, sem þjáðust
af of háum blóðþrýstingi, fann dr. Carr-
on ýmsar vísbendingar — svo sem aukið
magn af PTH-hormóni og of mikla
vöntun á kalsíum — en þessi atriði bentu
til, að þessi hópur væri að reyna af
alefli að halda kalsíummagninu í líkam-
anum íjafnvægi.
Dr. McCarron beindi nú rannsóknum
sínum að sérstakri tegund af rottum,
sem mjög hættir til að fá of háan blóð-
þrýsting, og fann hann þá út, að með
því að bæta kalsíum út í fóður dýranna,
leiddi það til talsverðrar lækkunar blóð-
þrýstingsins, og í sumum tilvikum varð
blóðþrýstingurinn með öllu eðlilegur.
Næsta skrefið, sem dr. McCarron tók
í sambandi við þessar rannsóknir sínar,
var að hefja vissar undirstöðuathuganir.
Hann athugaði kalstumneyslu 44 ein-
staklinga, sem þjáðust af of háum blóð-
þrýstingi, og svo annarra 44 með eðli-
legan blóðþrýsting. Komst hann þá að
því, að sá hópurinn, sem hafði of háan
blóðþrýsting, innbyrti 22% minna magn
af kalsíum heldur en hinir, sem höfðu
eðlilegan blóðþrýsting.
Honum lék nú hugur á að komast að
raun um, hvort þessu væri eins varið
um miklu stærri hóp manna. Það hafði
áður farið fram rannsókn á heilsufari
og næringarvenjum 20.479 Bandaríkja-
manna, þar sem skráðar höfðu verið
ýmsar upplýsingar varðandi matarvenj-
ur þeirra, sjúkrasögu og mælingar á
blóðþrýstingi. Hjá þeim, sem þjáðust
af of háum blóðþrýstingi, kom í Ijós að
sá þáttur, sem mestu máli skipti, var
einmitt minna magn af kalsíum í fæð-
unni.
McCarron framkvæmdi því næst til-
raun á 48 manns, sem þjáðust af of
háum blóðþrýstingi. Hann lét þá neyta
í fæðunni 1000 mg af kalsíum á degi
hverjum í 8 vikur samfleytt. í aðrar 8
vikur lét dr. McCarron þennan sama
sjúklingahóp gleypa „placebo" (en það
eru hylki með gagnslausu innihaldi). Það
kom í Ijós, að þegar sjúklingarnir fengu
viðbótarskammtinn af kalsíum, tók blóð-
þrýstingurinn hjá 44% þeirra að hríð-
lækka, um 10 stig eða þaðanaf meira.
Og áhrif kalsíum-
skorts á hjartað
Vatn telst vera „hart“ ef það inniheld-
ur tiltölulega mikið magn af kalsíum og
magnesíum; því meira, sem finnst af
þessum efnum í vatninu, þeim mun
„harðara" verðurvatnið.
Fyrir nokkrum árum fann dr. Jeremy
Morris, velþekktur breskur sérfræðing-
ur á sviði farsótta, ýmis gögn sem virt-
ust færa sönnur á tengsl á milli dánar-
tíðni af völdum hjartasjúkdóma á Eng-
landi og Wales og þess, hversu „hart"
eða „mjúkt" vatnið reyndist; þótti hon-
um sýnt, að dánartíðni væri mun lægri
af völdum hjartasjúkdóma á þeim svæð-
um, þar sem vatnið teldist „hart“. Svip-
aðar niðurstöður rannsókna tóku svo
að berast frá löndum eins og Japan,
Kanada, Bandaríkjunum og fleiri lönd-
um.
í rannsóknum, sem breskir vísinda-
menn stóðu nýlega að, voru gerðar
skipulegar athuganir á breytingum á
tíðni dauðsfalla af völdum hjartasjúk-
dóma á þeim stöðum í landinu, þar sem
„harka" neysluvatnsins hafði breyst
verulega af ýmsum ástæðum á síðast-
liðnu 30 ára tímabili. Þeir komust að
þeirri niöurstöðu, að á þeim stöðum þar
sem „harka" vatnsins hafði aukist, varð
dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma