Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 B 15 I Revíuleikhúsið: Skottuleikur í Breiðholtsskóla Núá 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar á Revíuleikhúsiö 5 ára afmæli. Af því tilefni hefur leikfólagið látið semja nýtt íslenskt barnaleikrit og er höfundurinn Brynja Benediktsdóttir, sem jafnf ramt leikstýrir verkinu. Ber það nafnið „Skotturleikur". Tónlistina samdi Jón Ólafsson, dagskrárgerðarmaður á rás 2, og söngtextana samdi Karl Ágúst Úlfsson. Frumsýning var í Breiðholtsskóla sl. laugardag og er f ráði að sýna verkið þar áfram um komandi helgar, laugardaga og sunnudaga, næstu mánuði. Þrfr leikarar eru f sýning- unni, þær Saga Jónsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir og Guðrún Þórðardóttir. Upplýsingar og miðapantanir eru allan sólarhringinn f síma 46600. Leikfélag Hafnarfjarðar: „Fúsi froskagleypir" aftur á fjalir Bæjarbíós „Fúsi froskagleypir" birtist á nýjan leik á sviði Bæjarbfós í Hafnarf irði á vegum Leikfólags Hafnarfjarðar. Sýningar á þessu barnaleikriti hafa legið niðri um þriggja vikna skeið, en það verður sýnt um þessa helgi og næstu kl. 14.00 og 17.00 bæði laugardaga og sunnudaga. Leikritið er eftir Ola Lund Kirkegaard. Olga Gurún Árna- dóttir þýddi verkið, Ólafur Haukur Sfmonarson gerði söng- texta, Jóhann Morávek samdi við þá tónlist og leikstjóri er Viðar Eggertsson. Með helstu hlutverk fara Davfð Þór Jóns- son, Hanna Björk Guðjónsdóttir og Haildór Magnússon. Miðapantanir eru f sfma 60184. Krákan: Indversk matargerð Áveitingastaðnum Krákunni við Laugaveg verður matreiddur ind- verskurmaturalla helgina, en Krák- an hefur einmitt ráðið til sín gesta- kokk, Mahesh Kale, og hefur hann störf um helgina. Gefst borgarbúum þá tækifæri á að borða þennan austurlenska mat reglulega. Þá verður einnig boðið upp á hinn svokallaða „marsbúamatseðil" Krákunnaren þó veröurýmsum nýjum réttum bætt við hann, t.d. tailenskurjurtaréttur, mexíkanskur maturog fleira. Eftirkl. 22.00 gefst gestum kostur á að fá sér létta smárétti frá hinum og þessum heimshornum. Norræna húsið: Tónlist á íslandi í Norræna húsinu stendur nú yfir sýningin „Tónlistá íslandi", þarsem rakin er saga tónlistar á (slandi. Þar getur að líta ýmislegt, sem tengist þeirri sögu, svo sem nótur, myndir, bækur, handrit og margt fleira, auk ýmissa elstu hljóðfæra landsins. Á sýningunni hefur einnig verið komið fyrir hljómflutningstækjum þar sem heyra má tóndæmi af mörgu tagi. í tengslum við sýninguna verður flutturfyrirlesturá sunnudaginn kl. 17.00. Stefán Edelstein flytur þar tvö stutt erindi, annars vegar um gildi og tilgang tónlistaruppeldis og hinsvegar börn og tónlist. Naustið: Þorri Um helgina býður Naustið gest- um sínum upp á skemmtidagskrá í anda þorrans. Þeir Helgi, Hermann Ingi og Jónas Þórir flytja þorralög meðaðstoðgesta. Hljómsveit Jón- asarÞóris leikurfyrirdansi. Dúó Naustsins leikur fyrir matargesti. Skotturnar þrjár — Stóra Skotta, Litla Skotta og Fína Skotta — þær Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir. inn er opinn daglega frá kl. 11.00 til 17.00. Sædýrasafnið: Dýrin mín stór og smá Sædýrasafnið verður opið um helgina eins og alla daga frá kl. 10.00 til 19.00. Meöal þess sem er til sýnis eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn, apar, kindurog fjöldi ann- arra dýra, stórra og smárra. SAMKOMUR Húnvetningafélagið: Félagsvist Húnvetningafélagið í Reykjavík efnirtilfélagsvistará morgun, laug- ardag, kl. 14.00 í húsnæði félags- ins, Skeifunni 17. Ætlunin er að spilað verði næstu laugardaga á sama tíma. Félagið væntir þess að þessi tími henti fólki vel og félagar fjölmenni ásamt gestum. Ásmundarsafn: Konan í list Ásmundar Nú stendur yfir í Ásmundarsafni við Sigtún sýning sem nefnist „Kon- an ílistÁsmundarSveinssonar". Er hér um að ræða myndefni sem tekur yfir mestallan feril Ásmundar og birtist í fjölbreytilegum útfærsl- um. Sýningin er opin í vetur á þriðju- dögum, fimmtudögum, laugardög- um og sunnudögum kl. 14.00 til 17.00. Hótel Borg: Orator með dansleiki Á Hótel Borg eru nú haldnir dansleikir um helgar á vegum Ora- tors, félags laganema í Háskóla ís- lands. Þar verður bryddað upp á ýmsum nýjungum. Gestgjafinn: Eyjakvöld Svokölluð Eyjakvöld eru haldin föstudags- og laugardagskvöld í Gestgjafanum í Vestmannaeyjum. Yfirskrift þeirra er: Ég vildi geta sungiö þér. Flutt verða lög og Ijóð eftirOddgeir Kristjánsson, Ása í Bæ, Árna úr Eyjum, Gisla Helgason og Gylfa Ægisson. Þar að auki verður flutt hið nýja þjóðhátíðarlag eftir Lýð Ægisson og Guðjón Weihe. í tengslum við Eyjakvöldin verður boðið upp á pakkaferðir til Eyja. Framreiddurveröurýmiss konar matur sem dæmigerður má teljast fyrir Vestmannaeyjar. Hótel Saga: Laddi á Sögu Á Hótel Sögu í kvöld, föstudags- kvöld, skemmtir hinn kunni grinisti Laddi og hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonar leikur fyrir dansi til kl. 3.00. Matur er borinn fram frá kl. 19.30. Á Mímisbar í kvöld verður dúettinn André Bachmann og Krist- ján Óskarsson. (Átthagasal verður einkasamkvæmi. Á laugardagskvöld verður Laddi einnig í Súlnasalnum og dúettinn á Mímisbar. Opið verður í Grillinu og á Astral-Bartil kl. 0.30. (átthagasal verðureinkasamkvæmi. Ásunnu- daginn heldur Dagsbrún upp á afmæli sittfrá 14.00 til 18.00. hefur ótrúlega tilfinningu fyrir stíl, og byggir hönnun sína á tísku Humphrey Bogart-tíma- bilsins auk þess sem hann hannar líka nýtískulegan fatnað. Kvenkjólarnir eru dásamlegir hjá honum, í stíl fjórða og sjötta áratugarins. Þegar hann var að hefja feril sinn í hönnun, tók hann að sér að gera fatnað fyrir Roxy Music. Þetta var fyrir mörgum árum, en hann ætlaði aldrei að komast frá þeirri ímynd er við hann loddi vegna þessa. Það var t.d. hann, er skapaði gervið fyrir Madonnu. Þetta gengur hjá henni af því hann komst upp með það, en ef ein- hver önnur söngkona myndi reyna að nota sama gervi, allt þetta glingur og krossa, yrði hún aðeins að athlægi. Sp: Henni tókst einhvern- veginn að vera svo yfirþyrm- andi að það varð spennandi... Hvar funduð þið samstarfs- manninn í hijóðverinu, David Van Tieghem? NR: Hann starfaði með einum af uppáhaldslistamönnum mín- um, Laurie Anderson. Hann fær hinar furðulegustu hugdettur. T.d. dýfir hann hand-hljóðnema í vatn og á eftir bergmála þeir draúgalega. Einu sinni vorum við Alex að hlusta á hljóðsetn- ingar frá honum í hljóðverinu, þegar skyndilega heyrðist und- arlegt suð frá upptökunni. Mér datt helst í hug að hann hefði tekið til við að raka sig í miðju lagi. Eftir að laginu lauk, spuröi ég hann hvað þetta ætti eigin- lega að þýða. Þá sagði hann mér að þetta væri hljóð frá raf- magns-gervilim! Það er furðu- legt hvað honum datt í hug að gera. Sp: Hvenær ætlið þið að sameina hljómsveitina aftur? NR: Undir lok ársins 1985. Okkur kom saman um að koma þessum tveim áætlunum í fram- kvæmd og gefa okkur góðan tíma. Síðan ætlum við að sam- einast í Duran Duran og spila inn á plötur. Viðtal/John Duka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.