Morgunblaðið - 24.01.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 24.01.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 B 7 Stuttar buxur úr svörtu og hvítu efni. Hvft skyrta. Frá Anne Klein. Hönnuöur er Louis Dell’Olio. flokk hafa komizt í tízku á ein- hverju tímabili. Sportfötin eiga það sameiginlegt að þau eru þægileg og „hagkvæm", þ.e.a.s. fremur ódýr, fara vel í þvotti og eru þannig úr garði gerð að þau eiga að þola sitt af hverju. Hver kannast t.d. ekki við trimmgalla og háskólaboli? Slíkur klæðnað- ur hafði verið algengur á amer- ískum krökkum löngu áður en tízkufrömuðir komu auga á það að þetta gætu verið hinar klæði- legustu flíkur sem mundu sóma sér hið bezta á glæsikonum við rétt tækifæri. Það var ekki að sökum að spyrja, trimmgalla- æði greip um sig um allan heim og nú eru það ekki einungis amerísk börn eða tízkudrósir sem klæðast þeim heldurfólk á öllum aldri og af báðum kynjum. Enn einu sinni hefur amerísk- ur sportfatnaður sett sitt mark á Parísartízkuna. Að þessu sinni eru það hvítar skyrtublússur, úr brakandi baðmull, buxur í öllum lengdum og fleiri stakar flíkur sem eiga það sameiginlegt að hægt er að nota þær við öll hugsanleg tækifæri, allt eftir því hvað haft er við þær. Eitt vekur þó sérstaka athygli um þessar mundir og það eru stuttbuxur. Árið 1971 komust þær í tízku og voru þá kallaður „hot pants“ en þá höfðu „mini“ -pilsin verið í tízku árum saman svo fólk kippti sér ekki mjög mikið upp við stuttbuxnatízk- una. Þó þótti hún sums staðar í djarfasta lagi. Það er eftirtekt- arvert að nú þegar stuttbuxur eru aftur komnar í tízku þykir það alls ekki tiltökumál. Um leið koma fram á sjónarsviðið stutt- pils sem á sínum tíma þóttu ekki nærri eins djörf og stutt- buxurnar. Nú virðast stuttbuxur hins vegar ætla að verða vin- sælli en stuttpils enda þykja þær mun þægilegri klæðnaður. Sniðið á stuttbuxunum er eiginlega eins margvíslegt og Frjðlslegur kjóll meö képu frá Sonlu Rykiel. Glæsllegur klœönaöur úr belnhvítu prónaefnl en úr þvf eru flest föt þessa vinsæla hönnuöar. hönnuðirnireru margir. Mjög stuttar buxur, eins og þessar gömlu góðu, sjást varla, en segja má að yfirleitt séu þetta eftirlíkingar af hinum sígildu buxum sem kenndar eru við Bermuda og konur í Ameríku hafa löngum notað. Karl Lager- feld og Sonia Rykiel, sem bæði starfa í París, skera sig úr. Stutt- buxur þeirra eru ekki víðar eða beinar heldur níðþröngar og all- ar úr prjónagfni. Síddin eryfir- leitt um tíu sentimetrum fyrir ofan hné. Stuttbuxurnar eru oftast ætlaðar sem frjálslegur klæðnaður, ekki sízttil útivistar, og við þær eru þá hafðar hvers konar blússur og peysur. ítalski hönnuðurinn Gianni Versace gerir þó ráð fyrir því að stutt- buxur með tilheyrandi jakka séu notaðar þegar ætlunin er að klæða sig sómasamlega og jafn- vel virðulega. Ein af fáum undan- tekningum varðandi buxnasídd- ina eru mjög stuttar buxur frá Karl Lagerfeld í París en hann starfar m.a. fyrir Chanel. Við hvítar buxur hefur hann hannað svartan leðurjakka í hinum fræga og sígilda Chanel-stíl sem á síðari árum hefur einungis þótt hæfa rígfullorðnum konum sem kjósa að klæða sig af nokkru steigurlæti. Víkur nú sögunni að hinum ókrýnda konungi tízkunnar. Það er Yves Saint Laurent sem talinn var undrabarn er hann kom fyrst fram fyrir meir en tuttugu árum en þá starfaði hann hjá Christian Dior og var reyndar persónuleg- ur skjólstæðingur hans. Síðar stofnaði hann eigið fyrirtæki sem stöðugt hefur aukið umsvif sín. Yves Saint Laurent var reyndar sá tízkuhönnuður í París sem fyrstur þorði að vera ekki svo „fínn“ að leggja ekki nafn sitt við fjöldaframleiddan fatnað. Þá þegar hafði hann áunnið sér óumdeilanlegan orðstír sem frá- bær hönnuður „hátízku" sem kallað er, en þeir sem stóðu að því fyrirbæri lögðu metnað sinn í það að framleiða aðeins eina flík eftir hverri teikningu. Þannig gátu viðskiptavinirnirteyst því að rekast ekki á konu sem klædd var í flík sem var nákvæmlega eins og þeirra. Sú var nefnilega tíðin að mikið þótti gefandi fyrir slíka sérstöðu en það var vitan- lega ekki á færi annarra en for- ríkra kvenna og er nú að mestu úrsögunni. Sú hefð hefur skapazt á helstu tízkusýningum í París að Yves Saint Laurant sýni föt sín síðast. Þó kemurfyrirað hinn japanski Kenzo sýni á eftir Saint Laurent, einkum á allra síðustu árum. Þeir eru jafnvel til sem hafa spáð því að Saint Laurent væri búinn að renna sitt skeið og í því sambandi hefur verið bent á að sífellt fækki þeim flík- um sem veki stórkostlega at- hygli, enda leggi Saint Laurent vaxandi áherzlu á fatnað sem hafi notagildi við sem flest tækifæri. Skoðanir um þetta hafa verið skiptar en tízkufrétta- maður International HeraldTri- bune staðhæfði í fyrra að Saint Laurent væri tekinn að eldast og mætti glögglega merkja það á hönnun hans. Samtímis sló Woman’s Wear Daily því föstu að Yves Saint Laurent væri að fara inn á nýjar brautirog væri í þann veginn að marka nýja og mjög athyglisverða stefnu ítízk- unni. Hvort tveggja má rétt vera en þessar mismunandi skoðanir sýna að enn sem fyrr er Yves Saint Laurent hafðurtil viðmið- unar þegar tízkan er annars vegar. Þau föt sem hann sýnir nú eru yfirlætislaus og það svo að þau þykja jaðra við að vera kauðaleg. Sniðið er rúmt skorið en þó ekki svo að það geti talizt beinlínis vítt. Pilsin eru millisídd og yfirleitt dálítið útsniðin að neðan. s.s. hvorki þröng né víð. Bóleró-jakkar eru oft notaðir við kjóla og segja má að þannig hafi Saint Laurent hrist rykið af gömlum hugmyndum frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Ymsir eru á því að með þessu endur- spegli Saint Laurent býsna vel þann tíðaranda sem nú sé ríkj- andi þ.e. þrá eftir öryggi að loknu löngu tímabili umróts og óvissu. En þótt veldi Yves Saint Laurent sé mikið koma sífellt fram á sjónarsviðið nýir hönnuð- ir með ferskar og nýstárlegar hugmyndir. í hópi þeirra sem mest hefur gustað af á síðustu árum eru Claude Montana, Karl Lagerfeld, Azzedine Alaia og Emanuel Ungaro. Tízkuhönnuðir sem komast á fremsta bekk í París, sem þrátt fyrir allt heldur sínum gamla sessi sem háborg tízkunnar enda þótt hart sé að henni sótt og tíðum spáð að Lundúnir, Róm eða NewYork komi í staðinn, eiga það sameig- inlegt að vera gæddir sköpun- argáfu í ríkum mæli og að gjör- þekkja það efni sem þeir vinna úr. Það eiga þeir raunar sameig- inlegt með öllum öðrum lista- mönnum sem ná virkilegum árangri. Árshátíð Bolvíkinga- félagsins í Reykjavík verður haldin laugardaginn 25. janúar á Hótel Sögu. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 19.30. Fjölbreytt dagskrá. Aðgöngumiðar seldir í versl- uninni Mílanó, Laugavegi 20. Stjórnin. ALLTAF A LAUGARDÖGUM IFCRíHF éih INH^pHí Flugvélar f ramtíðarinnar Nú er unnið að þvi að „finna upp flugvélina á nýjan leik“ og það verða bæði sérkennileg og hraðskreið tæki, sem flytja fólk milli landa áður en langt um líður. Hvenær er of mikið af því góða? Líkamsþjálfun er nauðsynleg og mjög í tízku, en það er hægt að ganga of langt eins og dæmin sanna. Leyndarmál T.S. Eliots Nýja leikritið, sem Alþýðuleikhúsið færir upp er um hjónabandsvíti eins frægasta skálds aldarinnar. Sagt er nánar frá því. Sauðnautaveizla hjá borgar- stjóranum í Angmagssalik Síðasti hluti greinaflokks Guðna Þorsteins- sonar um tilraunaveiðar við Austur- Grænland. Vönduð og menningarleg helgarlesning furðu algengur á Vesturlöndum. Sam- kvæmt könnun, sem gerð var í Banda- ríkjunum á árunum 1977—78 á fæðu- og neysluvenjum landsmanna, reyndust 42% neyta minna en 600 mg af kalsíum á dag en um 77% neyta um og yfir 800 mg af kalsíum daglega, í stað þeirra ca. 1000 mg, sem mælt er með að fólk neyti á dag. í hópi karlmanna eru það aðallega menn á aldrinum 35 ára og þaðan af eldri, sem yfirleitt neyta of lítils kalsíums — en annars eru það konur, 11 ára og eldri, sem eru í miklum meirihluta þeirra, er eiga við kalsíumskort að stríða. Árið 1984 lét hópur kunnra næring- arsérfræðinga i Ijós það álit sitt í skýrslu, sem þeir birtu um rannsóknir sínar, að til þess að koma í veg fyrir beinþynn- ingu, ættu konur yfirleitt að neyta meira en 1000 mg af kalsíum á dag. Létu þeir þess jafnframt getið, að konur ættu að hefja slíka kalsíumneyslu í tæka tíð fyrir tíðahvörf, en eftir að tíðahvörf væru komin, ættu konur að neyta um 1500 mg af kalsíum daglega. Séu konur á estrogenkúr eftir að tíðahvörf hafa orðið hjá þeim til þess að stuðla að því, að síður komi til beinrýrnunar hjá þeim, mæla sérfræðingarnir með því, að þær neyti um 1000 mg af kalsíum í daglegri fæðu sinni. En það eru þó ekki konurnar einar, sem þarfnast aukins kalsíummagns; sérfræðingar telja, að karlmenn ættu einnig að neyta a.m.k. 800 mg á dag. Er þar um að ræða algjöran lágmarksskammt af kalsíum, sem mælt er með núna. Trúlegt er, að hinir sérfróðu eigi þó eftir að hækka kalsíumskammt fyrir karlmenn upp í 1000 mgádag. Auk þeirrar varnar, sem hæfilegt kalsíummagn í likamanum veitir gegn beinþynningu og mögulegra fyrirbyggj- andi áhrifa efnisins á myndun krabba- meins í ristli og endaþarmi, má ekki gleyma þeim verndandi áhrifum, sem kalsíum hefur á starfsemi hjartans, þá vörn sem það veitir gegn hækkun blóð- þrýstings og gegn tannholdssjúkdóm- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.