Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 B 13 langaði að dansa eftir. Sp: Var þatta löngu áður en þið gáfuð út hljómplötu? NR: Um hálfu öðru ári áður en fyrsta smáskífan okkar var gefin út, en það var „Planet Earth“. í Birmingham kynntumst við trommuleikaranum Roger Taylor, sem var frábær, miklu betri tónlistarmaður en við báðir samanlagt. Honum leist vel á hugmyndir okkar og ákvað að slást i hópinn. Við reyndum svo að ráða gítarleikara og söngv- ara, röðuðum hljóðfærunum niður á ótal vegu og reyndum allskonar tækni. Að endingu virtist útkoman verða einhvers- konar blanda af stíl Giorgios Moroder, Amöndu Lear og popptónlistar. Að lokum réð ég Simon Le Bon og Andy Taylor og eftir það kom framhaldið af sjálfu sér. Almáttugur, hvað ef hann getur nú ekki sungid NR: Já, hann og Paul eru ennþá umboðsmenn okkar. Sp: Þú segist ekki líta áykkur sem rokkstjörnur? NR: Að minnsta kosti ekki sjálfan mig. Tónlist er að vísu efst á baugi þessa stundina, en ég stóð fyrir myndun hljómsveit- ar fyrir aðeins fáum árum og er enn áhugasamur um slíkt, þ.e. að skapa eitthvað nýtt. Ég hef sífellt verið að reyna að koma fram með einhverjar nýjungar hjá Duran Duran, kom einnig á framfæri hljómsveitinni „Kajagoogoo", sem ég upp- götvaði og varð hún mjög vin- sæl. Auk þess hef ég alltaf verið mjög áhugasamur um Ijósmynd- un, einkum polaroid-myndatök- ur, gaf út bók með myndum mínum, kallaði hana „Truflanir". Ég tók Ijósmyndir af ýmsum list- formum, allt frá höggmyndum og tauþrykki til blek-sprautu- verka á gólfteppum og setti síð- an þessar polaroid-myndir saman í bók, sem einskonar listsýningu. Sp: Simon hefur frábæra rödd. NR: Ég hef alltaf verið hrifinn af söng hans. Þetta var allt ákaf- lega sniðugt, því þegar hann kom til viðtalsins sá ég strax að hann var einmitt sá er ég hafði verið að leita að. Útlitið og fasið voru ákjósanleg og ég man að ég hugsaði: „Almáttugur, hvað ef hann getur nú ekki sungið?" Ég var næstum ákveðinn í að ráöa hann samt, þó röddina vantaði. Sem betur fer fór allt vel og við sömdum strax lag fyrir hann, „Nightboat", það var með á fyrstu breiðskífunni okk- ar. Þegar Simon réðst til okkar var hann í leiklistarnámi en lang- aði að vera með í hljómsveit. Sp: Hvernig tókst ykkur að fá fyrstu plötuna gefna út? NR: Það tókst ekki strax. Þegar við vorum búnir að koma á ákjósanlegri hljóðfæraskipan urðum við sjálfsöruggari. Sp: Þessi hljómsveit ykkar lék svo í Birmingham? NR: Við spiluðum í klúbbum og börum þar sem ekki tíðkaðist að halda hljómleika. Brátt fór svo, að við eignuðumst vissa aðdáendur, sem eltu okkur á milli staðanna. Það var eitthvað nýtt, sem lá í loftinu, við gátum ekki beinlínis skilgreint það, en þetta tímabil hefur síðan verið nefnt „New Romantics", Ný- rómantík, í Englandi. Allt í einu fóru hópar fólks að klæðast á líkan hátt, það sama og gerst hafði á tímum ræflarokksins, en nú var klæðnaðurinn léttur og skrautlegur, miklu litskrúðugri en áður hafði verið. Við lékum á mörgum hljómleikum og fórum auk þess í hljómleikaferð um England, lékum undir hjá Hazel O’Connor. Michael Berrow, umboðsmaðurinn okkar, seldi íbúðina sína til að fjármagna þessa ferð okkar. Að endingu fór svo, að sex eða sjö útgáfufyr- irtæki buðu hvert á móti öðru til að fá að gefa út plötu með okkur. Sp: Hvar er Michael nú? Er hann enn starfandi meðykkur? Andstyggð á eiturlyfjum Sp: Það er álit margra, að rokklistamenn vaki allar nœtur og sóu á kafi í eiturlyfjum og kvenfólki. NR: Ég hef andstyggð á eitur- lyfjum og þetta er margþvæld tugga um hljómlistarmenn. Mér finnst fólk sem notar eiturlyf eins og viljalausar verur, haldið gjöreyðingarhvöt og þar að auki er það hundleiðinlegt. Sp: Það eru nú ekki allir sammála þessu. NR: Fyrir mig er aðalatriðið að vera þess megnugur að skapa sífellt eitthvað nýtt, eitt- hvað einstakt og óvenjulegt er veitir fólki ánægju um leið og ég nýt ánægjunnar af að skapa það. Ég vil að hægt sé að njóta tónlistar minnar á mismunandi vegu. Hafi maður gefið út hljóm- plötu og fólk fæst til að dansa eftir henni, hefur maður slegið í gegn. Það er þó líka til fólk sem aldrei dansar en hefur samt gaman af að hlýða á tónlist okkar, njóta textanna og hljóð- fléttnanna í hægindastól heima hjá sér. Við höfum líka náð fót- festu hjá mörgum þannig. Sp: Hvernig geta margir staðið að samningu eins lags án þess að ágreiningur skap- ist? Þið eruð ólíkir innbyrðis og hljótið að hafa ólíkar skoð- anir? NR: Þessu get ég ekki svarað, en þetta hefur alltaf blessast. Ég hef oft furðað mig á þessu, því það kemur oft fyrir að hver ein- stakur okkar hefur farið í hljóð- verið og sett sínar hugmyndir inn á plötuupptökuna. Ég tek þó fram, að við gerum aldrei neitt slíkt fyrr en eftir að heildar- lína lagsins hefur verið spiluð inn. Ég veit aldrei fyrirfram hvað hver um sig hefur látið sér detta í hug að bæta viö. Það er þó svo einkennilegt, að gegnum alla okkar samvinnu höfum við verið harðánægðir meö þessi aukaframlög hvers og eins og fundist heildarútkoman ágæt. Sp: Þetta eru þvímargbrotin verk hjá ykkur, sem ekki er auðvelt að endurtaka á hljóm- leikum? NR: Mér finnst okkur takast mjög vel upp á hljóm- leikum. Þegar við erum að ráða okkur til hljómleikaferða efast ég oft um hvort þetta sé það sem ég vilji gera. Svona ferðir eru lýjandi og ég þoli ekki þessi ferðalög. Þetta væri ekkert mál ef ég hefði einhverskonar tímavél og gæti bara látið senda mig milli staðai á þann hátt. Svo heféglíka fengið þá flugu í höfuðið, að ég verði að vera í óskaplegu stuði á öllum þessum hljómleikum og það gengur ekki alltaf nóguvel hjá mér. ég sé um að hann gerist ekki um of djarfur í þungarokkinu. Við erum prýðilegir vinir þrátt fyrir þetta. Við Simon og Roger höfðum líkar hugmyndir um hvernig plötu við vildum gefa út og höfðum nú frjálsari hendur. Þar sem við vorum aðeins þrír eftir, féll þaðmérí skautað semja tón- listina, Simon gerði textana og Roger útsetti. Þetta var því mun einfald- ara en þegar Viðtal við annan af upphafs- mönnum hljómsveitarinnar Duran Duran, Nick Rkodes Finn orkuna frá áheyrendum Sp: Tekurðu konuna þína með þér íþessi ferðalög? NR: Stundum, en hún vill fremur vera heima. Sp: Hvernig er að fara í hljómleikaferðir með Nick, Julie? Julie Anne Rhodes: Það er spennandi, að vissu marki. Ég get t.d. fundið orkuna, sem streymir frá áheyrendum. Þegar égfhef hins vegar verið með honum á 60 hljómleikum með sama efni, fer mesta gamanið að fara af þessu. Þá kýs ég fremur að bíða heima eða heim- sækja kunningja, séu þeir á sömu slóðum. Sp: Hvernig stóð á þvf að hljómsveitin skipti liði? NR: Okkur kom saman um að prófa þetta í smá tíma, þar til við hefðum framkvæmt þau verkefni sem okkur voru hugleik- in. John og Andy langaði að gefa út plötu með þungarokki, sem hægt væri að dansa eftir. Þetta hafa þeir nú framkvæmt, í samvinnu við Robert Palmer og Tony Thompson, og kölluðu þessa hljómsveit sína „Power Station". Sjálfur vildi ég gera eitthvað miklu flóknara. Það eru nokkur danslög á plötunni, en mig lang- aði að hafa þetta allt öðruvísi og róttækara. í Duran Duran erum við Andy ágætis dragbítar hvor á annan. Hann heldur aftur af framúrstefnuáráttu minni og við vorum fimm um þetta og þrættum stundum um hver ætti að gera hvað. Það má líkja þessu við að hafa autt blaö þar sem hver um sig hefur einn lit til að mála á blaðið: Séu litirnir of margir, verður þetta einn hræri- grautur: Sp: í hverju er tónlistarlíf í London frábrugðið t.d. því bandaríska? NR: Þessu hef ég oft velt fyrir mér. Þó það hafi verið ákaflega erfitt fyrir okkur að slá í gegn í Englandi, held ég jafnframt að við höfum verið eina nýja hljóm- sveitin sem hljómplötuútgef- endur gáfu einhvern gaum að um þær mundir. Ég get ekki ímyndað mér hvernig hljómsveit nær að slá í gegn í Bandaríkjun- um, eins víðáttumikil og þau eru. Hún getur verið sú vinsæl- asta sem um getur í Boston en orðstír hennar nær samt ekki til New York! Ég frótti aldrei af nýjum hljómsveitum hér, nema þá gegnum einhverskonar áhangendaklúbba. Þeirra heyr- ist aldrei getið sem hafa eitt- hvað nýstárlegt fram að færa. Hvaða bandarískar hljómsveitir hafa orðið heimsfrægar undan- farin fimm ár? Ekki man ég eftir neinni. í hvert skipti, sem ég kem til London, er mér sagt frá nýjum hljómsveitum, sem eru um það bil að slá í gegn. Sp: Geturðu nefnt einhvern rokklistamann, sem þór finnst standa sig vel? NR: Ég er hrifinn af nokkrum hljómsveitum, var sérlega hrif- inn af plötu frá „Talking Heads", sem kölluð er „Remain in Light," fannst hún spennandi, ruglaði mig alveg. Sp: Hvernig líst þór á Bruce Springsteen og hvaða álit hef- urðuá honum? NR: Ég hef aldrei hitt mann- inn og get því lítið sagt um það hvernig mér líst á hann. Ég er ekki hrifinn af þeirri tegund tón- listar er hann flytur, finnst ekk- ert nýstárlegt við túlkun hans. Sp: Michael Jackson ? NR: Það er Ijóst að hann hefur ótrúlega hæfileika. í fyrsta skipti sem ég heyrði „Billie Jean“ fannst mér það frábært og sú skoðun hélst í svona tvo mánuði en úr því hætti ég að þola það og fæ gæsahúð ef ég heyri það núna. Sp: Hvernig áhrif hefur hann á Evrópubúa? Er mikið hlustað á hann þar? NR: Vissulega, það er hlustað á Michael Jackson um víða ver- öld. Mér dettur ekki í hug annað en að viðurkenna að hann hefur gefið út frábærar plötur. Verð jafnframt að segja það sama um Springsteen, hann leysir sitt verk vel af hendi þó túlkun hans falli mér ekki í geð. Ekki veit ég hvernig áhrif Michael Jackson hefur á fólk, það er erfitt að setja kvarða á það. Hann er einn af þeim sem ekki er hægt að stæla eða keppa við þó ekki sé nema vegna þess að allir þekkja lögin hans út og inn. Sp: Áttu við, að það só auðvelt að stæla eða reyna að líkja eftir verkum enskra tón- listarmanna og flótta þau inn í eigin verk? Það er það sem hefur verið að gerast undan- farinn áratug. Bresk tónlistar- hefð hefur verið höfð sem fyrir- mynd í miklum mæli. Sem dæmi má nefna, að Talking Heads-hljómsveitin er afar ó-amerísk en mjög vinsæl. NR: Þeir eru ekki sérlega vinsælir í Englandi, þó skrýtið sé. Ég álft þá ekki reyna að stæla Breta, heldur hafi þeir sinn eigin sérstæða stíl. Mór krossbrá þegar ég hlustaði á nýjustu plötuna þeirra. Mér heyrðust þetta vera lög í anda sjöunda áratugarins, ekkert nýtt og ferskt þar að finna. Þá fannst mér „Remain in Light" miklu betri. Þar kom fram mikill frum- leiki. Við gerð þeirrar plötu held ég að Brian Eno hafi átt stóran skerf. Brian er Breti og í miklum metum hjá mór, því hann hefur gert frábæra hluti á liðnum árum. Áhrif frá Bowie í15ár Sp: Margar af hljómsveitun- um sem koma frá Bretlandi um þessar mundir virðast nota svipaða túlkun í söngnum, stíl, sem er svo einkennandi fyrir London. Simon syngur þannig, það virðist sem röddin só hálf brostin, tregafull og klökk, óg á ekki gott með að koma orðum að þvi hvað óg á við. Þannig still var ekki notaður fyrir ára- tug. NR: Á árunum þegar Bítlarnir og Rolling Stones voru að taka upp sínar vinsælustu plötur, var tæknin ekki komin á jafn hátt stig og nú, það gæti verið ein skýringin á því að túlkunin virðist breytt. Þó held óg að Mick Jagg- er hljómi svipað nú og hann hefur alltaf gert. Auk þess veit ég að hljóðblöndun fer nú fram á allt annan hátt. David Bowie er líklega sá er mest áhrif hefur haft á nútímatónlist undanfarin fimmtán ár. Sp: í langtum ríkara mæli en Mick Jagger, hvað stil varðar, kannski?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.