Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 HVAÐ ERAD GERAST UM MYMDLIST VerkstæðiðV: Öðruvísi gallerí Verkstæðið V er gallerí og verk- stæði í senn, þar sem fimm þráð- listamenn vinna og sýna. Þeir eru: Elísabet Þorsteinsdóttir, vefur, Guðrún Jónsdóttir Kolbeins, vefur, Herdís Tómasdóttir, vefurog þrykk, Jóna S. Jónsdóttir, þrykk, og Þuríður Dan Jónsdóttir, þrykk. Á verkstæðinu eru til sýnis og sölu myndverk úrýmsum efnum t.d. hör, ull, silki, handspunnu hross- hári, bómull ýmist áþrykkt eða ofin. Einnig þrykkt gluggatjöld og ofnar gólfmottur. Þar að auki erýmislegt smálegt til gagns og myndir, fatnað- urog fleira. Verkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 og á laugardögum frá 10.00 til 16.00. Verkstæðið er til húsa í Þingholts- stræti 28, við hliðina á Næpunni, móti lessal Borgarbókasafns Reykjavíkur. Listasafn íslands: Kjarvalssýning I Listasafni íslands stendur nú yfir sýning á öllum myndum Jóhann- esar S. Kjarvals í eigu safnsins, 130 að tölu. Eru það olíumálverk, teikn- ingar og vatnslitamyndir sem spanna allan listferil málarans. í tengslum við sýninguna hefur verið gefið út rit með Ijósmyndum yy i sama rumi — síðustu sýningar í Iðnó SII Nú fer hver að verða síðastur að sjá „Sex í sama rúmi“ í Iðnó, en vegna mikillar aðsóknar verður leikurinn fluttur úr Iðnó f Austurbæjarbíó á miðnætursýningar. Ein sýning er um helgina, á morgun laugardag, og er þegar uppselt á hana. Tvær sýningar verða í næstu viku. Frumsýning í Austurbæjarbíói verður laugardaginn 8. febrúar. Verkið fjallar um siðprúða bókaútgefendur, sem lenda i ýmiskonar klandri með kynlífsmálin, bæði sín og annarra. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson, leikmynd gerði Jón Þórisson og lýsingu annaðist Daníel Williamsson. Með stærstu hlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Hanna Marfa Karlsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Valgerður Dan ásamt Kjartani Bjargmundssyni. 'gina? af öllum listaverkunum, 116 svart- hvítar og 12 í lit. Ritið er hið vandað- asta og um 180 blaðsíður. Sýningin er opin á þriðjudögum, fimmtudög- um, laugardögum og sunnudögum frákl. 13.30 til 16.00. Mokkakaffi: Málverkasýning Helgi Örn Helgason sýnir um þessar mundir málverk og teikning- ar á Mokkakaffi við Skólavörðustíg. Nýlistasafnið: Þór Vigfússon Þór Vigfússon heldur nú sýningu á skúlptúrverkum í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Sýningin stendurtil 27. janúar og er opin virka daga kl. 16.00 til 20.00 og um helgar kl. 14.00 til 20.00. Listasafn ASÍ: Gunnar Örn í dag, laugardag, verðuropnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Gunnars Arnar. Þetta er 18. einka- sýning Gunnars Arnarog eru á sýn- ingunni 40 málverk og 5 skúlptúrar. Sýningin stendurtil sunnudagsins 9. febrúar og er opin virka daga kl. 16.00 til 20.00 og um helgar kl. 14.00 til 22.00. KFUM og K: Fjölskyldusamvera Á sunnudag verður enn ein samvera fjölskyldudeildar KFUM og K. Meðal dagskráratriða sem hefj- ast kl. 15.00 má nefna bingó, leiki og sýningar nýrrar barnakvikmynd- ar. Leikskóladeildin verðuropin. Kaffi, gos og meðlæti verðurá boðstólum. Einnig kl. 16.30 hefst samverustund og þar verður verður meðal efnis spurningaleikur, tví- söngur, myndband frá fjölskyldu- starfinu og hugleiðingu flytur Bjarni Ólafsson. Heilunarskólinn: Kynningarfundur Heilunarskólinn heldurkynning- arfund nk. sunnudag kl. 14.00 á Austurbrún 2,13. hæð. Markmið skólans er að veita nemendum sin- um fræðslu og þjálfun í að leiða alheimsorkuna til heilunar fyrir mannkyn og jörð, meðal annars Verk eftir Braga Ásgeirsson. Gallerí íslensk list: Bragi Ásgeirsson í Gallerí íslensk list á Vesturgötu 17 verða til sýnis og sölu næstu vikurnar graftk og málverk sem Bragi Ásgeirsson hefur gert á ýmsum tfmum. Galleriið er opið á virkum dögum á verslunartíma frá kl. 9—17, en lokað er um helgar. með orkuæfingum og hugleiöslu. Næsta námskeið hefst í febrúar. Upplýsingarfást ísímum41478, 51157,40106 og51414. Slunkaríki „Made in Holland" nefnist sýn- ing, sem opnará morgun, laugar- dag, í Slunkaríki á ísafirði. Níu er- lendir listamenn sýna verk sín en þeir starfa allir í Hollandi og eru í tengslum við Ríkisakademíuna í Amsterdam og stunda þar nám. Hver listamaður sýnir verk sín í eina viku í senn. Verkin eru málverk teikningar, grafík og skúlptúr. Þau eru öll til sölu. Sýningin er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstu- daga kl. 16.00 til 18.00 og um helgar kl. 15.00 til 18.00. Ókeypis er inn á allar sýningar á vegum Myndlistarfélagsins á ísafirði í Slunkaríki. Sýningin stendurtil 15. mars. SÖFN Listasafn Ein- ars Jónssonar: Safn og garður Listasafn Einars Jónssonarer opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16.00. Höggmyndagarður- NR: Það er það sem ég átti við. Ég ætti kannski ekki að segja það, en að mínu mati er Mick Jagger færari í sínu fagi en Bruce Springsteen. Kannski eru þeir ekki mjög ólíkir, því þeir túlka sömu tegund tónlist- ar, rokkið, en Mick er sá er fyrst- ur tók upp þennan stíl. Ég held að þeir sem skapa vissan stíl séu alltaf þeir færustu að túlka hann, allt annað verður stæling. Sp: Hvernig fólk hlustar á ykkar tónlist? NR: Ég veit það auðvitað ekki með vissu, það hafa aldrei verið gerðar skoðanakannanir á því. Það eina sem ég get dæmt af eru hljómleikagestir og þeir virð- ast í miklum meirihluta vera tán- ingar, að minnsta kosti á fremstu bekkjunum. Þegar bet- ur er að gætt kemur í Ijós að gestir eru á öllum aldri. Sp: Hvað um stil þeirra í „Wham“ og Georg Mich- ael... ? NR: Mér finnst hann hafa mjög góða rödd. Sp: Ég á við útlit hans, lokka- litað hár og hringir í eyrunum. Svolitið farinn að likjast ófriðri sveitapíu, ekki satt? NR: Hann yrði nú varla kátur að heyra þig segja þetta. Dái þá sem fara nýjar leiðir í sköpun Sp: Heldurðu að hann geri sér grein fyrir að stíll hans er farinn að verða afkáralegur? NR: Hljómlistarmenn eru farnirað hafa ótrúlega mikil áhrif á tískuna aftur, eftir langt hlé. Kannski hafði tískan áhrif á klæðnað hljómlistarmanna áður fyrr, en nú hefur þetta snúist við. Þetta er merkilegt og allt virðist jietta hafa innbyrðis tengsl. Eg dái fólk, sem skapar nýja og spennandi hluti, hvort sem um er að ræða tæki, tækni, húsgögn eða fatnað. Einn uppá- halds fatahönnuður minn er Bretinn Anthony Price. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.