Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 6 B Sinnepsgul blússa úr prjóna- sllki frá Ywes Saint Laurent, — höfö vló svartar buxur meö beinum skálmum. Sföur jakki og stuttar Þröngar stuttbuxur frá buxur frá Glanni Versace. Karl Lagerfeld. Svartur kjóll meö út- sniðnu pllsl og lakk- beltl. Bólerójakklnn er hvítur. FATAHÖNNUN Stuttbuxur á uppleid — fjölbreytni ríkjandi í nýjustu tísku IParís eru tízkuhönnuðir sem búa til svo þröng föt að ekki ein einasta mis- fella á líkamanum dylst. Aðrir sveipa konur svo víðum flíkum að jafnvel þær ít- urvöxnu virðast renna saman við umhverfið. í Parísaróperunni var nýlega haldin sýning á fram- leiðslu helztu tízkuhönnuða. Sýninguna sótti að vanda það fólk sem mest hefur sig í frammi á vettvangi Parísartízkunnar og hápunktur samkomunnar var verðlaunaveiting. Úrslit verð- launaveitingarinnar hafa löngum verið talin örugg ábending um nýjustu línuna í tízkunni og slíkar hugmyndir frægustu tízkuhönn- uða voru eins og óskráð lög sem bárust eins og eldur í sinu um allan heim. Þessi harðlína ítízk- unni er nú að mestu liðin undir lok en hver minnist þess ekki þegar það var sáluhjálparatriði að kjólfaldurinn væri á réttum stað miðað við hnéskelina og það svo að ekki skeikaði senti- metra? En nú er öldin önnur. Fjöl- breytnin erallsráðandi ítízkunni og faldsíddin alls ekkert aðalat- riði. Valfrelsið er ríkjandi og þeir tveir tízkuhönnuðir sem fengu aðalverðlaunin á tízkusýninginni í Parísaróperunni í vetur sýndu fatnað sem fátt átti sameigin- legt annað en það að vera úr náttúruefnum og ætlaður kven- fólki. Þrátt fyrirfjölbreytnina má þó merkja ákveðna stefnu hjá tízku- hönnuðum í París um þessar mundir. Axlapúðar og öfga- kennd snið eru á undanhaldi en eðlilegt sköpulag og aflíðandi línur kvenlíkamans látin njóta sín. Það voru reyndarfranskir tízkuhönnuðir sem fyrstirfóru að boða það afturhvarf til upp- runans eftir að harðar og ýktar línur, breiðaraxlirog karlmann- legt snið hafði verið í tízku um árabil. Þegarfranskir hönnuðir komu kvenlegum tízkufatnaði á framfæri á ný voru andstæðurn- ar mjög miklar. T.d. voru sam- kvæmiskjólarnir ekki frábrugðnir þeim sem helztu kyntákn aldar- innar klæddust á sínum tíma s.s. Marilyn Monroe og Marlene Dietrich. Nú erjafnvægiðfarið að aukast og hin kvenlega tízku- lína er mjúk og tignarleg, jafn- framt því sem hún gerir ekki slík- ar kröfur til vaxtarlagsins að engum sé unnt að uppfylla þær nema kynbombum eða þeim tággrönnu sýningarstúlkum sem klæðast þeim í sviðsljósinu. Amerískur sportfatnaður hef- ur lítið breyzt í marga áratugi og mörg þeirra sígildu klæðis- plagga sem skipa má í þennan Samkvœmlskjóll úr rauðu sllkiefnl frá Azzedine Alaia. tilsvarandi lægri; þar sem „harka" vatnsins hafði á hinn bóginn minnkað, hafði dánartíðnin aukist. Kanadísku vísindamennirnir, sem einnig rannsökuöu skyndileg dauðsföll af völdum hjartaáfalla, komust að þeirri niðurstöðu, að þau væru 20—30% al- gengari í borg, sem hefði „mjúkt" neysluvatn, heldur en í borg með „hart“ vatn á boðstólum. í fyrra unnu svo bandarískir vísinda- menn að frekari rannsóknum á þessum tengslum og notuðu dýr við þessar til- raunir sínar; þeir öfluðu þar með sönn- unargagna fyrir því, að rétt kalsíum- magn veitir slagæðum líkamans nokkra vörn gegn æðakölkun. Þeir notuðu hóp af geithöfrum við þessar rannsóknir sínar og höfðu í fóðri hvers einstaks geitahóps misjafnlega mikið magn af mjólk. Sumir hóparnir fengu venjulega nýmjólk í fóður sitt, aðrir hópar fengu mjólk með tvisvar sinnum og upp í tvisvar og hálfu sinnum meira magn af kalsíum, heldur en al- mennt er mælt með í slíkcir fóðurblönd- ur. Aðrir geithafrar fengu svo 100 sinn- um meira af D-vítamíni en nauðsynlegt var talið; fjórði geithafrahópurinn fékk mjólk með tvöföldu kalsíummagni og hundraðföldu magni af D-vítamíni. Þær geitur, sem fóðraðar höfðu verið á mjólk með kalsíum-viðbót, reyndust hafa heilbrigðustu slagæðarnar; þær sem innbyrtu blöndu af kalsíumviðbót og allt of miklu magni af D-vítamíni fóru verst út úr fóðruninni. En hver er þá ástæða þess, að kals- íum skuli hafa verndandi áhrif? Ein af þeim tilgátum, sem vísindamenn hafa komið fram með í því sambandi, er að kalsíum kunni að ganga í efnasamband við gallið, myndi þá salt og dragi við það úr kólesterólmyndun, en úr því myndast gallsýrurnar. Af þessum sök- um kann kólesteról-magnið í blóðinu að lækka. Algengur skortur Kalsíumskortur í fæðu manna er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.