Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1986
B 11
Umsjón/Sigurður Sigurðarson
UTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
UTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
UTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
Neytendamál:
Mátun á fatnaði í
verslun og útsölur
Það þykir sjálfsagt að
verslanir bjóði upp á
aðstöðu fyrir viðskiptavini
sína, til að máta klæðnað, sem
þær hafa upp á að bjóða.
Nefna má fataverslanir og skó-
verslanir. í skóverslunum þarf
ekki annað en stóla og spegla.
Öðru máli gegnir um fataversl-
anir. Þar þarf viðskiptamaður-
inn að geta afklæðst eigin flík-
um til að geta mátað þær sem
hann hefur hug á. Nefna má
buxur eða kjóla.
Hver er réttur neytandans í
þessu tilviki? Ekki veit ég um
nein lög eða reglur sem ná
yfir þessi tilvik og efa að þau
séu til. En málið er svo einfalt
sem það virðist. Neytandinn
vill eiga þess kost að kaupa
þá flík sem hentar honum.
Stærðarnúmer eru mismun-
andi og fólk er breytilegt að
stærð og sköpulagi. Þess
vegna vill fólk máta fatnað
áður en það festir kaup á
honum. Bjóði verslunin ekki
upp á mátunaraðstöðu, sem
þýðir að hún krefst þess að
viðskiptavinurinn kaupi svo
að segja blint, er engin
ástæða til að gera kaupin á
þessum stað.
Víða í íslenskum verslunum
er aðstaða til mátunar mjög
takmörkuð. Látið er nægja að
tjalda fyrir horn eða skella dulu
yfir slár og kalla „mátunar-
klefa". Þetta er að sjálfsögðu
fyrir neðan allar hellur. Nauð-
synlegt er að mátunarklefi sé
vel aðgreindur frá öðrum hlut-
um verslunarinnar, að minnsta
kosti til að umferð annarra
viðskiptavina ónáði ekki þá,
aðeins er tjaldað fyrir, og láir
þeim það enginn. Stundum eru
mátunarklefar þannig útbúnir
að litlar sveifluhurðir loka af
klefanum að hluta, en fætur
og höfuð þess sem er að máta
eru sjáanleg hverjums em vill.
Þetta er gert til þess að fyrir-
byggja þjófnað hjá þeim, sem
eru að máta. Erlendis tíöka
margir þann leik að safna að
sér flíkum til að máta. Þeim
er svo hnuplað á þann hátt,
að viðskiptavinurinn klæðist
nokkrum flíkum, hverjum yfir
öðrum. Þetta hefur þekkst hér
á landi, en fullyrða má að
hægt er að koma í veg fyrir
þannig þjófnað á annan hátt.
Það er álit allra, sem að
neytendamálum starfa, að
verslun sé skylt að láta við-
skiptavinum sínum í té að-
stöðu til að máta þann fatnað
sem hún hefur á boðstólum.
Geri hún það ekki, er ekki
ástæða til að versla á þeim
stað.
Utsölur
Um þessar mundir er mikið
um útsölur. Neytendum ber
að hafa það í huga, að verslun
er ekki heimilt að neita að taka
við gölluðum hlut eftir að útsöl-
unni lýkur. Henni ber skylda
til þess að endurgreiða hlutinn
á sama hátt og hefði hann
ekki verið á útsölu.
Heyrst hefur að verslunar-
fólk neitt að taka við gölluðum
vörum með þeim rökum að
útsölunni sé nú lokið og
ábyrgð verslunarinnar á þeim
upphafin. Þetta stenst ekki
fyrir landslögum. Verslun ber
ábyrgð á þeirri vöru sem hún
selur, á hvaða verði sem hún
er seld. Fólki er bent á að
hafa samband við kvörtunar-
þjónustu Neytendasamtak-
anna og neytendafélaga neiti
verslanir að bæta úr galla
sem í Ijós kemur á útsöluvör-
um.
„Fyrirtæki sem
IMeytendasamtökin
geta mælt með“
Lítil tveggja dálka klausa
í Neytendablaðinu hefur
valdið mjög miklu umtali
manna á meðal. Greinin nefn-
ist „Fyrirtæki sem Neytenda-
samtökin geta ekki mælt
með“. Hún hljóðar á þessa
leið:
„í viðskiptum er það ekki
aðeins verð og gæði sem hafa
ber í huga við val á vöru og
þjónustu. Réttlát og skjót
að leggja á nokkurn hátt dóm
á starfsemi fyrirtækisins,
nema að því leyti er fram
kemur í tilvitnuðum texta hér
á undan. Ekki má heldur líta á
þetta framtak Neytendasam-
takanna sem atvinnuróg.
Það er vissulega óeðlilegt
ef neytendur geta ekki leitað
liðsinnis Neytendasamtak-
anna, hafi þeir einhverjar
kvartanir fram að bera yfir
Guðm. Andrésson, gullsmióur, Laugavegi 50, Reykjavik.
Gullhöllin, Laugavegi 72, Reykjavík
Hraði hf. fatahreinsun, Ægissíðu 115, Reykjavik
Hugmyndasmiðjan, Bröttugötu4, Kópavogi
Quadr o, Laugavegi 54, Reykjavík
Verslunin First, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði
lausn á ágreiningsmálum, sem
upp kunna að rísa vegna galla
eða annars, er mjög mikils
virði. Neytendasamtökin telja
sér skylt að upplýsa félags-
menn sína um þau fyrirtæki
sem af einhverjum ástæðum
svara ekki bréfum Neytenda-
samtakanna eða hundsa á
annan hátt tilmæli og milli-
göngu samtakanna í kvörtun-
armálum. Framvegis verður
þessi listi fastur dálkur í Neyt-
endablaðinu og nöfn fyrirtækj-
anna munu standa þar uns þau
hafa breytt afstöðu sinni eða
hætt rekstri.
í þetta sinn eru sjö fyrirtæki
nefnd. Greinin hefur verið köll-
uð „svarti listinn," en það nafn
er víst ekki alls kostar rétt,
því með þessu er ekki verið
þjónustu fyrirtækja. í flestum
tilfellum hafa neytendur snúið
sér til samtakanna eftir að
hafa fengið afsvar frá fyrirtækj-
unum eða kvörtun þeirra hafi
ekki verið virt viðlits.
Sjálfsagt er að fyrirtæki
svari neytendum og samtök-
um þeirra, jafnvel þótt þessum
aðilum greini á um úrlausn
mála. Standi mál þannig er
eina leið neytenda að leita rétt-
ar síns fyrir dómstólum.
Þess skal hér getið að eftir
að Neytendablaðið kom út
hafa mál Borgarhúsgagna,
Hraða hf. og Hugmyndasmiðj-
unnar komist á rekspöl og lík-
legt er að þau mál leysist fyrir
útkomu næsta Neytenda-
blaðs, sem verður í lok febrúar.
eytendablaðið er nýkomið út.
Efni þes er fjölbreytt að vanda,
en líklega vekur mjög ítarleg
könnun á þvottavólum mikla athygli.
Könnun þessi er hin vandaðasta og
mjög umfangsmikil. Hægt er að notast
við þessa grein við val á þvottavél.
Greinin nefnist „Aö velja þvottavélu.
Greint er frá sjö atriðum sem nauðsyn-
legt er að hafa í huga áður en kaup eru
fest á þvottavél. Þessi atriði eru:
1.
2.
Neytendablaðið:
þvottavélar
kannaðar
sem eru að máta. Mjög nauð-
synlegt er að speglar séu í
mátunarklefum, annars standa
þeirvartundirnafni.
Margir eru feimnir við að
afklæðast í mátunarklefa, sem
Hve stór á þvottavélin að vera?
Hversu mikinn þvott getur þvotta-
vélin þvegið í einu?
Hve mikil á sjálfvirknin að vera?
Hve mikil á þeytivindingin að vera?
Hvaða tegund af þvottakerfisstill-
ingu á að velja?
6. Staðsetning þvottavél-
arinnar.
7. Hvaða kröfur á að
gera varðandi ör-
yggi vélanna?
Neytendablaðið
gerði markaðs-
könnun á þvotta-
vólum og þurrk-
urum sem birt er
með þessari
grein. Teknar eru
fyrir 37 tegundir
þvottavóla af 14
gerðum og greint
frá 28 atriðum varð-
andi eiginleika þeirra.
Nefna má sem dæmi
verð, greiðslukjör, stærð,
raunverulegt magn þvottar sem vélarn-
ar taka, stillingar, þvottakerfi, rafmagn-
seyðslu o.s.frv.
Þá er fjallað á sama hátt um þvotta-
vélar með sambyggðum þurrkara og í
lokin fjallað eingöngu um þurrkara.
Talsvert er fjallað um sparnaðarkerfi
á þvottavélum. Margir eru í þeirri trú,
að hin svokölluðu sparnaðarkerfi séu
hið mesta þarfaþing. Því er þó ekki
þannig varið. Niðurstaðan er sú að
orkusparnaðarkerfi er í rauninni ónauð-
synlegt, að lítill sem enginn hagnaður
sé af þeim. Kaflinn er stuttur og er hér
birtur í heild sinni með leyfi útgefanda:
Sparnaftarkerfi á
þvottavólum
Margar nýrri tegundir þvottavéla eru
með svonefnd sparnaðarkerfi sem mik-
ið er bent á í auglýsingum. En sparnað-
arkerfin eru ekki öll eins, og neytandinn
hefur litla möguleika að dæma sjálfur
um raunverulegt notagildi þeirra.
Til að aðstoða neytandann, ákvað
„Norræna embættismannanefndin um
neytendamál" að láta rannsaka fjórar
þvottavélar þar sem sparnaðarkerfi
voru sérstaklega auglýst. Markmiðið
með þessu var að rannsaka mismun-
andi tegundir sparnaðarkerfa og bera
þau saman við venjuleg þvottakerfi.
Þannig væri hægt að sjá hve mikið
væri hægt að spara og hve hreinn
þvotturinn yrði.
Kerfift meft
vatnssparnafti
Þessari tegund sparnaðarkerfis er
ætlað að þvo helmingi minni þvott en
vélin getur afkastað fullhlaðin. Vatns-
notkunin við þvottinn er minni og í flest-
um tilviku einnig við skolunina, ef miðaf
er við venjuleg þvottakerfi. Vatnssparn-
aðurinn er á bilinu 8—26 lítrar á hvert
kg af þvotti.
Ef nauðsynlegt er að þvo lítið magn
í einu má spara eitthvað með þessu og
rafmagnssparnaðurinn á bilinu
0,0—0,36 kWh og vatnsspamaðurinn
12—45 lítrar. Hins vegar sparast ekki
þvottaefni.
Þvotturinn verður þokkalega hreinn,
en sparnaðurinn sem af þessu má hafa
er ekki einhlítur. Rafmagns- og vatns-
notkunin er töluvert meiri við tvo
„sparnaðarþvotta" með hálfri fyllingu á
vélinni hverju sinni en á venjulegu
þvottakerfi og þar sem í þvottavélina
er sett það magn af þvotti sem vélin
getur tekið. Það er því ódýrast að safna
þvotti og fylla vélina fremur en að þvo
á þessu sparnaðarkerfi.
Kerfl meft orkusparnaði
Á stjórnborði sumra þvottavéla er
orkusparnaðarkerfi sem venjulega er
merkt með 60°C og þessi lági þvotta-
hiti er bættur upp með lengri þvottatima
eða á bilinu 5—30 mínútur, mismunandi
eftir þvottavélum. Á þessu þvottakerfi
er ekki forþvottur.
í samanburði við suðuþvottinn er
hægt að spara á bilinu 0,20—0,35 kWh
á hvert kg af þvotti, en þvotturinn verður
hins vegar ekki nærri eins hreinn.
Ef óskað er eftir að spara rafmagn
og vatn er alveg eins gott að nota
venjulegt 60°C þvottakerfi og sleppa
forþvottinum sem alla jafna hefur hvort
sem er litla þýðingu um hve hreinn
þvotturinn verður.
Niðurstaðan er því sú að orkusparn-
aðarkerfi er í rauninni ónauðsynlegt,
enda lítinn hagnað af þeim að hafa fyrir
neytandann. Þetta þvottakerfi er aðeins
hægt að nota við þvott sem er ekki
mjög óhreinn og sem er án sérstakra
bletta.