Morgunblaðið - 25.02.1986, Qupperneq 4
4 B
A-riðillinn er vafalaust sterkasti
riðill keppninnar. Þrjú af fremstu
landsliðum heims um þessar
mundir leika í riðlinum og ekki er
óraunhæft að ætla að verðlauna-
lið, eitt eða tvö, séu hér á meðal.
Lið Sovétríkjanna og Júgóslavíu
léku til úrslita í síðustu heims-
meistarakeppni og þá sigruðu
Sovétmenn 30-27 eftir framleng-
ingu í æsispennandi leik.
Lid Júgóslavíu
Landslið Júgóslavíu hefur staðið
sig mjög vel á undanförnum árum
og ætíð verið framarlega í alþjóð-
legum keppnum. Júgóslavar urðu
Olympíumeistarar 1972 og 1984,
lentu í 3. sæti í HM 1970 og 1974
og töpuðu fyrir Sovétmönnum í
úrslitaleik HM 1982.
Júgóslavar hafa undirbúið sig
vel fyrir HM í Sviss. Þeir unnu
alþjóðlegt mót, sem haldið var í
Júgóslavíu í fyrra, en þar lentu
Sovétmenn í 2. sæti. í byrjun jan-
úar sl. tóku Júgóslavar þátt i móti
á Spáni ásamt heimamönnum,
Frökkum og Rúmenum. þeir sigr-
"A" Pnmona 97.9Q nn lentu í Öðru
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986
riðill
sæti í keppninni. í liði Júgóslavíu
eru margir leikreyndir menn. Þeir
leggja höfuðáherslu á að verða í
einu af 6 fyrstu sætunum og
tryggja sér þannig rétt til að leika
á næstu Olympíuleikum, en að
sjálfsögðu munu þeir keppa að
verðlaunasæti. Spá Zoran Zivk-
ovic, þjálfara er þannig: 1. Rúmen-
ía, 2. Sovétríkin, 3. Júgóslavía.
Lið A-Þýzkalands
Landslið A-Þýzkalands hlaut
gullverðlaunin í handknattleik á
Olympíuleikunum 1980. Á síðasta
ári stóð liðið sig mjög vel og er
það til alls líklegt í Sviss í október.
Þar lék lið íslands og sigruðu
A.-Þjóðverjar íslendinga 28-21. Þá
varð liðið í 2. sæti á „Super Cup“.
Þar skoruðu leikmenn liðsins 111
mörk í 5 leikjum og skoruðu þrír
leikmenn 80 markanna eða Riid-
iger Borchardt 28, Ingolf Wiegert
26 og Frank Wahl 26. I liði A-Þjóð-
verja eru leikmenn með mikla
reynslu og svo ungir og efnilegir
leikmenn. Markvörðurinn, Wieland
Schmith, hefur leikið 235 landsleiki
oa verið með bestu markmönnum
heims undanfarin ár. Frank Wahl
hefur leikið 231 landsleik og skor-
að í þeim 978 mörk. Hann er einn
af skothörðustu leikmönnum
heims. Línumaðurinn Ingolf Wieg-
ert hefur leikið 188 landsleiki og
skorað 607 mörk. Af yngri leik-
mönnum má nefna Klaus Dieter
Schulz, Andreas Nagora, Riidiger
Borchardt og Andreas Köckeritz.
Deildarkeppninni í A-Þýzkalandi
lauk í lok nóvember og hafa lands-
liðsmennirnir æft kappsamlega
síðan. Þjálfarinn, Paul Tiedemann,
segir að 8-10 landslið séu álika góð
í dag og þau geti öll unnið hvert
annað. Ekkert þessara liða geti
verið öruggt með sigur, en góður
markvörður, og helst tveir hafi
mikið að segja. Hann hefur
Schmith.
Lið Sovétríkjanna
Handknattleikur hófst í Sovét-
ríkjunum árið 1909, en fór hægt
• Úr leik Vestur-Þjóðverja og
Sovétmanna. Risinn Sergej Kusc-
niriick (nr. 8) er einn leikreyndasti
leikmaður Sovétmanna með yfír
200 landsleiki. Hann reynir hér
að stöðva einn vestur-þýsku leik-
mannanna.
• Veselin Vujovic frá Júgóslavíu
er ein besta skytta heims í dag.
Hann hefur leikið 197 landsleiki
fyrir Júgóslavíu.
af stað. Landslið Sovétríkjanna tók
fyrst þátt í HM 1964 og hefur verið
með síðan. Sovétmenn mæta
sterkir til leiks og þeirra takmark
er að halda heimsmeistaratitlin-
um. Leikmennirnir hafa mikla
reynslu og sérstaklega þykja þeir
leika góðan varnarleik. Sovétmenn
stóðu sig vel á síðasta ári. Þeir
unnu „Super Cup“ keppnina, sem
fórfram í V-Þýzkalandi, en þartóku
þátt auk þeirra, lið Rúmeníu,
Júgóslavía
A-Þýzkaland
Sovétríkin
Kúba
V-Þýzkalands og A-Þýzkalands.
Sovéska landsliðið vann einnig
alþjóðlegt mót í Tbilisi í desember,
en þar kepptu auk Sovétmanna lið
Póllands, Ungverjalands og Tékkó-
slóvakíu. Sovétmenn urðu í 2.
sæti í B-heimsmeistarakeppninni
í Noregi í febrúar 1985 og einnig
í 2. sæti á alþjóðlegu móti í Júgó-
slavíu.
Margir telja, að hinir hávöxnu
leikmenn Sovétríkjanna vinni
keppnina í Sviss, en Valentín Sych-
ev, starfsmaður við handknatt-
leiksdeild sovésku íþróttanefndar-
innar, álítur að keppnin komi til
með að standa aðallega á milli
Sovétmanna, A-Þjóðverja, Rúm-
ena, V-Þjóðverja og Júgóslava.
Þrjú þessara liða eru einmitt
saman í A-riðli. Landslið Sovétríkj-
anna hefur góðan meðbyr, en tap
fyrir Dönum í Eystrasaltskeppninni
íjanúarsl., ósigurgegn A-Þjóðverj-
um í úrslitaleik B-keppninnar og
ósigur gegn V-Þjóðverjum í „Super
Cup" sýna, að liðið er ekki ósigr-
andi.
Lið Kúbu
Lið Kúbu tók þátt í úrslitakeppni
HM 1982 og lék í D-riðli. Það
tapaði fyrir Júgóslavíu 38-21, fyrir
Rúmeníu 34-26 og fyrir Danmörku
28-21. í keppni um 13.-16. sæti
sigruðu Kúbumenn Japani 25-20,
gerðu jafntefli við Alsír 21-21,
sigruðu Kuwait 34-30 og lentu i
13. sæti.
í undankeppninni léku 5 lið í
Ameríkuriðlinum. Kúba sigraði
Mexíkó 28-16, Argentínu 38-15,
Kanada 40-19, Brasilíu 28-17 og
Bandaríkin 22-19. Þannig komust
Kúbumenn í úrslitakeppnina í
Sviss.
Fjórir leikmenn Kúbu hafa leikið
fleiri en 100 landsleiki, en þrátt
fyrir reynsluna, verður róðurinn
erfiður í Sviss. Andstæðingarnir í
A-riðlinum munu sjá fyrir því.
Leikmenn
Júgóslavíu
jan.’86
lands-
leikir/
Nafn: fd. mörk hseö þyngd
Arnautovic 02.09.56 121/ 1 194 95
Basic 14.09.60 112/ 0 188 90
Pusnik 13.12.61 46/ 0 188 88
Rnic 03.02.55 140/239 189 92
Vukovic 19.12.58 79/240 190 91
Saracevic 05.07.61 15/ 35 187 92
Elezovic 109/295 191 88
Grubic 29.06.52 69/106 189 87
Mrkonja 09.10.58 42/119 178 82
Portner 16.01.62 17/ 36 190 85
Vujovic 18.01.61 99/391 197 91
Cvetkovic 18.09.59 72/196 191 88
Holpert 13.03.61 48/ 80 183 88
Mladenovic 29.03.56 51/ 76 190 87
Memic 02.09.60 22/ 31 180 81
Isakovic 17.01.58 138/524 186 80
Þjálfari: Zoran Zivkovic fd. 05.04.1945
• Frank Wahl er einn leikreyndasti leikmaður Austur-Þjóðverja. Hann er hér í landsleik við Svía (nr. 4). Wahl
hefur leikið 225 landsleiki.
Leikmenn
A-Þýzkalands
Jan.’86
lands-
Nafn: fd. leikir haaö þyngd
Wieland Schmith 23.12.53 229 184 81
Peter Hofmann 17.10.55 63 185 86
Gunar Schimrock 19.03.59 23 195 95
Stephan Hauck 17.08.61 85 193 91
■Peter Pysall 26.06.60 88 196 94
Frank Wahl 24.08.56 225 190 96
Holger Winselmann 11.11.63 54 173 74
Heiko Bonath 01.04.61 54 183 85
Frank Múhlner 17.05.60 28 186 88
Rudiger Borshardt 08.12.63 35 198 88
Klaus-Oieter Schulz 02.07.61 9 186 83
Thomas Zeise 12.04.63 20 191 88
IngolfWiegert 03.11.57 182 184 92
Andreas Nagora 14.07.62 20 191 89
Dirk Schnell 19.12.59 40 184 88
Andreas Köckeritz 06.05.62 5 184 79
Mike Fubrig 17.04.65 3 198 95
Jörg Herrmann 18.02.59 6 187 80
Andreas Neitzel 14.02.64 5 185 84
Holger Langhoff 11.03.61 25 190 90
Þjálfari: Paul Tiedmann fd. 29.06.1935
Leikmenn
Sovétríkjanna
Ian ’AA
Nafn: fd. Jan.’86 Lands- lelkir/ mörk hæð þyngd
Alexander Schipenko 01.01.59 117/ 0 200 104
Michail Jusko 15.06.61 3/ 0 191 85
IgorTschumak 01.04.64 15/ 0 190 103
Oleg Gagin 07.07.57 173/605 198 98
Alexander Rymanow 25.08.59 99/176 195 96
Sergej Kuscnirúck 15.03.56 213/370 200 114
Alexa. Karschakew. 06.04.59 116/459 185 85
Konstant. Scharow. 15.08.64 2/ 2 182 76
Alexander Sokol 04.01.62 25/ 47 190 89
Leonid Berenschtein 04.10.60 14/ 32 186 82
Alexander Antilopow 18.01.54 162/514 202 102
Michail Wassiljew 04.03.61 106/256 200 95
Jurij Schewzow 16.12.59 126/340 180 82
Juri Kidiajow 28.02.55 234/559 175 74
Raimondas Waluzkas 19.04.59 59/ 98 190 100
Waldemar Nowizkij 22.02.56 155/238 186 94
Andrei Antonewitsch 03.10.67 3/ 1 178 75
Sergei Demidow 25.02.65 35/ 56 186 86
Andrei Schtschepkin 01.05.65 0/ 0 205 109
Waleri Gopin 08.05.64 11/ 41 185 82
Alexander Tutschkin 15.07.64 0/ 0 200 103
Aðalþjálfari: A. Evtyschenko fd. 1934
Leikmenn
Kúbu
Jan.’86
iands-
Nafn: fd. leikir hæð þyngd
Andres Hurtado 26.09.62 59 191 86
Arsenio Martinez 18.10.63 65 191 81
Luis Ferrer 15.02.62 24 189 76
Roberto Caruso 24.10.54 203 195 89
Jesus Agromonte 26.04.55 196 187 82
Luis A. Martinez 06.08.65 35 187 86
Josó Neninger 26.07.56 238 191 92
Angel Chavel 02.10.59 78 194 94
Juan Querol 21.08.58 106 196 94
Alberto Marquez 17.08.61 90 187 85
Luis E. Delisle 26.02.62 90 184 76
Daniel Robert 08.04.66 32 191 90
Julian Duranona 08.12.65 40 199 91
Ibrahim Crombet 05.03.60 87 197 90
Þjálfari: Pedroi Olivares fd. 21.07.1946