Morgunblaðið - 04.03.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.03.1986, Qupperneq 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ1913 52. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Palme minnst á þingi Norðurlandaráds: „Fulltrúi hugsjóna sem Norðurlanda- ráð er byggt á“ Kaupmannahöfn, 3. mars. Frá Sveini Sigurðssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞING Norðurlandaráðs hófst í Kaupmannahöfn í dag í skugga þess voðaatburðar sem er dauði Olofs Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við höfum misst þann mann sem frekar en nokkur annar var fulltrúi þeirra hugsjóna sem Norðurlandaráð er byggt á,“ sagði Páll Pétursson, fráfarandi forseti ráðsins, í sérstakri minningarathöfn um Palme. Að ræðu hans lokinni minntust forsætisráðherrar Norðurlanda Palmes og einnig Anker Jörg- ensen, formaður danskra Jafnaðarmanna, en hann hefur nú tekið við sem forseti Norðurlandaráðs. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði í ræðu sinni þegar hann minntist Palmes að fostudagurinn 28. febrúar hefði verið mikill gleðidagur á íslandi vegna nýgerðra samninga um kjara- og efnahagsmál. Síðan hefði fréttin um dauða Olofs Palme komið eins og reiðarslag yfir þjóðina. í almennu umræðunum í dag urðu margir til þess að votta fjöl- skyldu Olofs Palme og sænsku þjóð- Tankskip sprakk Brest, 3. marz. AP. GRÍSKA tankskipið Galini, sprakk í kvöld er það var á sigl- ingu frá Bretlandi til Portúgals. Að minnsta kosti tveir skipverjar fórust, tveir slösuðust lífshættu- lega og níu er saknað. Galini stóð í björtu báli þegar síðast fréttist. Skipið er 70 þúsund lestir. Atvikið átti sér stað um 200 sjómílur undan Frakklandsströnd. Bezta veður er á slysstaðnum. Skipið var tómt og er óttast að neisti hafi komizt í eldfimar olíuguf- ur í tómum tönkum þess. Tvö skip björguðu 26 skipveijum af brennandi skipinu. Þyrlur sóttu hina særðu á haf út og flugu þeir.i til Norður-Spánar. inni samúð sína, en að öðru leyti snerust umræðumar um þau mál, sem fyrir þinginu liggja. Steingrímur Hermannsson gerði í ræðu sinni grein fyrir þróun efna- hagsmála á Islandi og þeim erfíð- leikum, sem þjóðin hefði átt við að stríða á undanfomum ámm. Fjall- aði hann um þá samninga, sem nú hefðu tekist, og þær vonir, sem nú væm bundnar við að þjóðinni tækist að snúa af verðbólgubrautinni. Eiður Guðnason, sem sæti á í menningarmálanefndinni, gerði meðal annars fjárlög Norðurlanda- ráðs að umtalsefni, en um þau er mikill ágreiningur. Fjárlagatillagan hljóðar upp á 540 milljónir danskra króna (2,7 milljarða ísl. kr.) og hafa útgjöldin því í raun ekkert hækkað á milli ára. Sagði hann að framlögin til menningarmála væm sér mikil vonbrigði, í þessum efnum stæði nú Norðurlandaráð á kross- götum. Sverrir Hermannsson gerði lyktir handritamálsins að umtalsefni í sinni ræðu og taldi þær dæmi um alþjóðasamvinnu eins og hún best gerist. Almennu umræðunum verður fram haldið á morgun, þriðjudag, og verður þá m.a. rætt um skýrslu norrænu ráðherranefndarínnar um norræna samvinnu. Sjá frásögn frá Norðurlanda- ráðsþingi á bls. 32. StóIlPalmes Nordfoto/Símamynd Paul SchlUter, forsætisráðherra Danmerkur, stendur við stól þann, sem ætlaður var Olof Palme á þingi Norðurlandaráðs, sem hófst í Kaupmannahöfn í gær. Palme var minnst með athöfn við þingsetningar. Á borðið hefur verið lagður vöndur drottningarblóma. Irakar ráðast á Kharg Manama, 3. mar? AP. IRAKAR kveðast hafa ráðist eina ferðina enn á olíuhöfn írana á Khargeyju og stæðu mannvirki þar í ljósum logum. Síðustu daga hafa sex tankskip verið löskuð nálægt Khargeyju í átökum Ir- ana og íraka. Um 90% allrar olíu írana er skip- að um borð í skip við Kharg og telja írakar sig geta neytt írani til þess að semja um frið með því að laska þar mannvirki og stöðva lest- un. Vamarmálaráðherra íraks hvatti írani til uppgjafar á Faw-skaga því þær væru hvort eð er umkringd- ar og biði ekkert annað en slátrun ef þeir bæðust ekki vægðar. Ráð- herrann sagði „aðra lotu“ gagn- sóknar íraks á Faw í uppsiglingu . og látið yrði til skarar skríða þegar tímabært yrði. Yfirlýsingar stríðsaðila í dag og um helgina stönguðust á, eins og verið hefur, og lýstu báðir stórsigri í bardögum á átakasvæðunum. Samtök, sem bejjast gegn klerkastjóminni í íran héldu því fram í dag að 168 stjómarandstæð- ingar hefðu verið teknir af lífi með leynd þar í landi upp á síðkastið. Einn þeirra hefði verið brenndur lifandi á báli. Sænska lögreglan um rannsókn morðsins á Olof Palme: Stöndum ennþá í sömu sporum Stokkhólmi, 3. marz. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbiaosins. Ar. LOGREGLAN í Stokkhólmi kveðst lítt hafa komizt áleiðis í rannsókninni á morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra. „Við Corazon spáir bættri sambúð Manila, 3. marz. AP. CORAZON Aquino, forseti, sagðist búast við að samband Filippseyja og Bandaríkjanna styrktist eftir stjórnarskiptin á FÚippseyjum og útilokaði hún í samtali við AP-fréttastofuna að tekið yrði upp náið samband við Sovétríkin. Corazon kvaðst hafa áætlun um framtíð bandarísku herstöð- vanna á Filippseyjum en kveðst ekki vilja birta hana fyrr en við- ræður við Bandaríkjamenn hefj- ast. Hún kvaðst mundu reyna að semja eins og framtíð þjóðarinnar væri fyrir beztu. Forsetinn kvaðst vilja að stofn- anda kommúnistaflokksins yrði sleppt úr haldi, en hún hefúr nú fyrirskipað að allir pólitískir fang- ar skuli undantekningarlaust látn- ir lausir. Hins vegar hótaði Coraz- on því að ef félagar í flokknum, sem er útlægur, legðu ekki niður vopn og lýstu stuðningi við stjórn- ina, myndi her landsins elta þá áfram á röndum. Leiðtogar stjómmálahreyfinga, sem studdu Ferdinand Marcos, fyrrum forseta, tilkynntu í dag að þeir teldu stjóm Corazon lög- mæta og sögðu það aðeins forms- atriði að ógilda þingúrskurð um að Marcos hefði verið réttkjörinn forseti í kosningunum 7. febrúar. Sjá „Hvað verður um auðæfi Marcosar" á bls. 25. stöndum í sömu sporum og í upphafi,“ sagði talsmaður lög- reglunnar. Tekizt hefur að rekja slóð banamannsins allt að 2 km frá morðstaðnum upp á Öster- malm. Leið morðingjans lá um tröppur og stiga og var ógerlegt að veita honum eftirför á bíl. Hefur hann komizt undan á hlaupum. Hans Holmer, lögreglustjóri, hafði áður gefið í skyn að lögreglan væri komin á sporið. Tilræðið hefði verið rækilega skipulagt og svo virtist sem morðinginn hefði fylgst grannt með ferðum Palme um hríð. Staðfest var í dag að Rauðu herdeildimar í V-Þýzkalandi hefðu lýst ábyrgð á hendur sér örfáum klukkustundum eftir morðið, er hringt var í sænskan sendiráðs- mann í Bonn. I kvöld hringdi maður í nafni herdeildanna til fréttastofu í London og sagði að félagar í Holger Meins-sveitunum, sem aðild eiga að herdeildunum, hefðu myrt Palme. Lögreglan verst nú hins vegar allra frétta; blaðamannafundi var aflýst síðdegis. Herdeildimar hafa sjaldan látið að sér kveða utan V-Þýzkalands og venjulegast beitt sér gegn bandarískum hermönnum eða NATO-mannvirkjum. Er ólík- legt talið að þær beri ábyrgð á morðinu. Ingvar Carlsson, sem tók við forsætisráðherrastarfi af Palme, var kjörinn eftirmaður hans sem formaður Jafnaðarmannaflokksins. Hann sagði í dag að verk Palmes hyrfu ekki með honum og kvaðst Carlsson myndu fylgja stefnu hans áfram. Sjá ennfremur fregnir varð- andi Palme-morðið á bls. 24 ogf grein um Ingvar Carlsson, hinn nýja forsætisráðherra Svíþjóðar, á bls. 20. 11 særðust París, 3. marz. AP. ELLEFU manns slösuðust er sprengja sprakk á krá við Lýð- veldistorg í Parísarborg í kvöld, þrír þeirra alvarlega. Óljóst er hvort um hermdarverk haf i verið að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.