Morgunblaðið - 04.03.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.03.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986 Þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn: Fyrirspurn frá Dönum um örýggisgæslu ís- lensku sendinefndarinnar DÖNSK lögregluyfirvöld hafa stóraukið öryggisgæslu á þingi Norðurlandaráðs, sem nú stend- ur yfir í Kaupmannahöfn. Fyrir þingið barst fyrirspurn frá dönskum yfirvöldum hingað til Rafmagn og hiti lækka GJALDSKRA Rafmagns- veitna ríkisins á almennum töxtum, svo sem heimilis- töxtum, lækkaði um 10% frá og með 1. mars. Enn- fremur var fellt niður verð- jöfnunargjald svo lækkunin nemur samtals 20%. Ekkert verðjöfnunargjald hefur verið á rafmagni til heimilis- hitunar en það lækkaði um 7%, en niðurgreiðslur á því eru óbreyttar og nemur lækkunin þvi samtals um 11—12%. Gjaldskrá Hita- veitu Reykjavíkur lækkar um 7% og kostar hver rúm- metri af heitu vatni nú krón- ur 18,60, en kostaði frá og með siðustu áramótum 20 krónur. Að sögn Stefáns Amgríms- sonar deildarstjóra hjá Raf- magnsveitum ríkisins kostar Rafmagn t.d. á heimili sem notar 4000 kílóvattstundir á ári nú um 19.000 krónur, en kostaði fyrir lækkun krónur 23.730. Um síðustu áramót hækkaði rafmagn um 14% og hitun um 17,6% en að sögn Stefáns hefur almennur heimilistaxti á rafmagni ekki verið lægri en hann er nú síðan 1984. Meðal- verð á síðasta ári var 4,64 krónur á kílóvattstund, en fer nú niður í 4,22 krónur. Jóhannes Zoéga hitaveitu- stjóri sagði að um síðustu ára- mót hefði gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur hækkað um 17,6% eða úr 17 krónum í 20 krónur hver rúmmetri af heitu vatni. Hann sagði að lækkunin nú úr 20 krónum í 18,60 krón- ur hver rúmmetri jafngilti um 110—120 milljónum króna. lands um hvort fyrirhugað væri að senda öryggisverði með ís- lensku sendinefndinni. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrirspum hefði borist frá Dönum hvað þetta varðar, en engir öryggisverðir hefðu fylgt íslensku sendineftidinni til Kaup- mannahafnar. Danir hefðu hins vegar sjálfir gert þær ráðstafanir, sem þeir töldu nauðsynlegar varð- andi öryggisgæslu á þinginu, en í kjölfar morðsins á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur viðbúnaður verið stórefldur á öllum Norðurlöndunum. Sjá fréttir af Norðurlanda- ráðsþingi í Kaupmannahöfn á bls. 32. VR samþykkti samningana FÁMENNUR félagsfundur Verzlunarmannafé- lagfs Reykjavíkur samþykktj nýgerða kjara- samninga Alþýðusambands Islands og vinnu- veitenda með yfirgnæfandi meirihluta í gær- kvöldi. Um 130 manns sóttu fundinn, 117 voru meðmæltir samningunum, en 12 á móti. Fáeinir sátu hjá. í VR eru liðlega átta þúsund fullgildir félag- ar, en alls eru innan vébanda félagsins um 11 þúsund manns. Smjör lækkar um 33%: Liðlega 5% hækkun á unmim mjólkurvörum og nautakjöti — búist við 12% lækkun á bensíni um miðjan mánuðinn ar við unnar vörur, að því er Ás- mundur sagði. „Ég hefði kosið að þetta væri öðruvísi, en þar sem um tilfærslur er að ræða brýtur þetta ekki í bága við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar," sagði hann. LIÐLEGA fimm prósent hækk- un varð á rjóma, skyri, ostum og nautakjöti frá og með 1. mars. Á móti er hafin smjörút- sala — frá mánaðamótum lækk- aði smjör um 33% þannig að þessar verðbreytingar hafa engin áhrif á framfærsluvísi- tölu. Auknar niðurgreiðslur komu í veg fyrir hækkun á mjólk og kindakjöti, sem að öðrum kosti hefðu hækkað um nærri 5,4%. Þá er og gert ráð fyrir að bensín muni lækka um eða yfir 12% um miðjan þennan mánuð, skv. upplýsingum blaðs- ins. Lítri af rjóma hækkaði úr 54,60 krónum í 57,40 krónur, kíló af skyri úr 60,20 krónum í 63,40, 45% ostur í hálfum stykkjum úr 299,50 kr. kílóið í 314,30 og nautakjöt, 1. flokkur í hálfum og heilum skrokkum, úr 257,30 krón- um kílóið í 270,70 krónur. Kíló af smjöri var hinsvegar lækkað úr 410,20 krónum í 275 krónur, eða um þriðjung. Þessar verðbreytingar falla innan ramma samkomulags aðila vinnumarkaðarins við ríkisvaldið, því hér er fyrst og fremst um til- færslur að ræða, að sögn Ásmund- ar Stefánssonar, forseta ASI. Fyrir undirritun kjarasamning- anna gaf ríkisstjómin ASÍ yfirlýs- ingu um að mjólk og dilkakjöt, sem vega þyngst í búvöruverði í fram- færsluvísitölu, myndi ekki hækka og eru tilfærslumar því afmarkað- Útsvar Reykvíkinga lækkað niður í 10,2% ÚTSVAR Reykvíkinga hefur verið lækkað úr 10,8% í 10,2%. Ákvörðun um þetta var tekin á aukafundi borgarráðs Reykja- víkur sl. laugardag. Á fundinum var einnig ákveðið að lækka gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur um 7% og taxta Raf- magnsveitu Reykjavíkur um 10%. Þá var samþykkt að lækka dagvist- argjöld um 5%. Að sögn Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra, felur þessi ákvörðun í sér 125 milljóna króna tekjulækkun fyrir borgarsjóð og þegar tekið er tillit til tekjutaps af öðrum ástæð- um, s.s. vegna lækkunar dráttar- vaxta, er lækkunin samtals 193 milljónir króna. Borgarstjóri sagði, að það jmni á móti þessu tekjutapi að fram- kvæmdir verða ódýrari vegna lækk- unar byggingarvísitölu og orkuverð lækkar og vaxtagjöld einnig, svo nokkuð sé nefnt. Snarræði og röð tilviljana bjarga 5 úr brennandi húsi Isafirði, 3. mars. ROÐ TILVILJANA réð því að fimm manns björguðust úr brenn- andi húsi að Engjavegi 33 á Isafirði um sexleytið að morgni sunnudags. Fjórir ungir piltar úr Bolungarvík og ung stúlka frá ísafirði höfðu verið að halda upp á afmæli eins piltsins. Voru þeir að skila stúlkunni heim en ákváðu að taka einn aukarúnt áður. Þegar þau komu að innri enda Engjavegar sáu þau að eldur logaði út um glugga á húsinu númer 33. Þijú þeirra þustu út úr bilnum, en tveir piltanna óku í ofboði niður að slökkvistöð, sem er í um það bil tveggja kílómetra fjarlægð. Engin vakt er á slökkvistöd ísafjarðar að nóttu til, en lögregl- an svarar brunaútkalli. Nú vildi svo vel til að tveir starfsmenn slökkvistöðvarinnar voru að koma úr sjúkraakstri. Lögðu þeir strax af stað á brunastaðinn á tank- bifreið. Þegar slökkvibíllinn kom á vettvang voru ungmennin sem eftir urðu búin að vekja tvær stúlkur, 11 og 12 ára, sem voru gestkomandi í húsinu, og tókst að ná þeim út um dyr hússins, sem þá stóðu í ljósum logum. Eigandi hússins, Guðjón Þor- steinsson, sem svaf ásamt tveimur ungum dætrum sínum, Thelmu og Kristínu, í herbergi fjær göt- unni, hefur sennilega vaknað við barsmíðar fólksins. Hann komst við illan leik inn í baðherbergi á norðurhlið hússins og náði að bijóta þar gat á glugga. Pétur Guðmundsson úr Bolungarvík sá til hans og tókst honum að sparka það mikið úr rúðunni að hann gat dregið manninn út á þak við- byggingar. Maðurinn var þá nánst meðvitundarlaus. Slökkviliðsmennimir tveir lögðu þegar til atlögu við eldinn með háþiýstidælum. Tvítugur lögreglumaður, Guðmundur Ifylk- isson, var þá kominn á staðinn, en hann var á eftirlitsferð þegar hann fékk tilkynningu um brun- Morgunblaðið/Úlfar Heimir Jónatansson, Pétur Guðmundsson og Finnbogi Svein- björnsson, allir úr Bolungarvík, við húsið sem þeir björguðu íbúun- um úr með sannræði sl. sunnudag. Um það bil 15 mínútur liðu frá því að Heimir ók frá brennandi húsinu eftir að hafa látið Pétur, Finnboga og Hildi Gylfadóttur út úr bilnum, þar til búið var að bjarga öllum íbúum hússins. Á myndina vantar Hildi Gylfadóttur og Ásgeir Jónsson, sem bæði tóku þátt í björgunarað- gerðunum með hinum þremur. ann. Hann hé!t strax inn í húsið með reykgrímu og tókst honum ásamt Jóni Olafi Sigurðssyni slökkviliðsmanni, sem einnig var kominn á vettvang, að fínna stúlkubörnin tvö undir sæng í rúmi í svefnherbergi. Þær voru báðar meðvitundarlausar þegar komið var með þær út. Lífgunar- tilraunir voru þegar hafnar á annarri þeirra, sem ekki virtist anda, en með hjálp súrefnistækis, sem var í sjúkrabíl sem mættur var á staðinn, tókst að bjarga henni. Þær systumar em nú á sjúkra- húsi í Reykjavík, en era taldar úr lífshættu. Faðir þeirra fékk að fara úr sjúkrahúsi um hádegisbilið á sunnudag. Slökkviliðsmenn og íbúar ná- grannahúsa dreif nú að og tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Hermann Bjömsson, sem starf- að hefur í slökkviliði Isafjarðar I rúm 45 ár og býr í næsta húsi við brunastaðinn og kom strax á vettvang, sagði að ef unga fólkið hefði ekki verið jafn yfírvegað í aðgerðum sínum og slökkviliðs- mennimir tveir hefðu ekki fyrir algera tilviljun verið á slökkvistöð- inni þegar kallið kom, hefði senni- lega allt fólkið brunnið inni. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar á Ísafírði er talið að kviknað hafði í út frá rafmagni. Úlfar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.