Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986
Tollalækkunin:
Bílar lækka 1
verði um 18—32%
BÍLAR lækka almennt um 18-32% í verði eftir þá lækkun tolla og
innflutningsgjalds (bifreiðagjalds), sem samþykkt var á Alþingi fynr
helgina. Tollar af öllum bifreiðum lækka úr 70% í 30% og innflutn-
ingsgjald fellur niður af bifreiðum með vélar undir 2.000 rúmsentí-
metra slagrými. Af stæiri bifreiðum greiðist stighækkandi innflutn-
ingsgjald, 4%, 8% og 12%, eftir vélarstærð. Af því greiðist hins vegar
söluskattur, sem ekki var áður tekinn af innflutningsgjaldi.
Margrét Danadrottning
Danadrottning
heiðursdoktor
við Háskóla
íslands?
MARGRÉTI Danadrottningu
hefur verið boðin nafnbót heið-
ursdoktors við heimspekideild
Háskóla íslands.
Heimspekideild Háskóla íslands
gerði það að tillögu sinni sl. fimmtu-
dag, að Margrét Danadrottning
yrði sæmd heiðursdoktorsnafnbót
við háskólann í tilefni af 75 ára
afmæli háskólans og vegna þess,
að handritamálið er til lykta leitt.
Samþykkti Háskólaráð tillöguna
einróma.
Ekki hefur enn borist staðfesting
á því, hvort drottningin hafí þegið
nafnbótina.
Mest er lækkunin á bílum með
vélarstærð rétt undir 2.000 rúm-
sentímetrum. Sem dæmi má nefna
Opel Record, sem myndi kosta 870
þúsund án tollalækkunar, en kostar
nú rúmar 600 þúsund. Það er um
31% lækkun. Chevrolet Monza
lækkar einnig um 31%, úr 550 þús-
undum í 420 þúsund. Opel Corsa
lækkar um nálægt 28%, eða úr 430
þúsundum í 315 þúsund, og Subaru
1800 GL um nærri 32%, úr 695
þúsundum í 529 þúsund.
Smærri bílamir lækka hlutfalls-
lega minna. Það stafar af því að
af bflum með vélarstærð undir
1.000 rúmsentímetra slagrými var
ekki greitt innflutningsgjald, og
©
INNLENT
Færeyingar kaupa íslenskt:
Mikið selst af fisk-
kössum og kerjum
MIKIÐ hefur selst í Færeyjum
undanfarið af ketjum og fiskköss-
um frá fyrirtækjunum Plastein-
angrun og Sæplasti. Að sögn
Björns Guðmundssonar, starfs-
manns Útflutningsmiðstöðvar
iðnaðarins í Færeyjum, hefur
selst nálega jafn mikið af keijum
frá Sæplasti sl. tvo mánuði og
allt árið í fyrra, eða um 1.000 ker.
Salan í fískkössum frá Plastein-
angrun hefur einnig verið mjög góð
aðeins 4% af bflum með vélastærð
frá 1.001 til 1300. Ódýrasta gerðin
af Skoda lækkar um 23%, úr 193
þúsundum í 149 þúsund. Dýrasta
gerðin lækkar hins vegar aðeins um
18%, úr 291 þúsundi í 237 þúsund.
Lada Safír lækkar úr 230 þúsund-
um í 191 þúsund, eða 20%, og Lada
Station úr 235 þúsundum í 199, eða
um 19%. Citroen Axel fer úr 320
þúsundum í 253 þúsund, sem er
lækkun um 27%. Nissan Cherry
lækkar um 20%, úr 398 þúsundum
í 326 þúsund.
á þessu tímabili, en hefur þó ekki
alveg ná sölunni í fyrra, sem var
um 40.000 kassar.
Bjöm sagði að mikill áhugi væri
í Færeyjum á íslenskri framleiðslu
fyrir sjávarútveginn. Nýlega var þar
sýning á vogum frá Marel, sem vakti
mikla athygli, að sögn hans. Þá sagði
Bjöm að roksala væri í handfæra-
vindunum frá DNG á Akureyri, sem
settar voru á markað í Færeyjum í
haust.
Dagskrá
kirkjuviku
á Akureyri
EINS OG áður hefur komið fram
í blaðinu er kirkjuvika í Akur-
eyrarkirkju þessa vikuna. Hér í
blaðinu verður birt dagskrá
hvers dags fyrir sig — og hér
kemur dagskráin fyrir kvöldið í
kvöld, þriðjudag 4. marz.
Samkoman hefst kl. 20.50 og
eftirtöld atriði em á dagskránni:
1) Tónlist: Nemendur og kennarar
Tónlistarskólans flytja.
2) Ávarp
3) Einsöngur: Friðarins Guð. Þuríð-
ur Baldursdóttir syngur við undir-
leik Jakobs Tryggvasonar.
4) Hugvelq'a: Séra Kristján Rób-
ertsson.
5) Almennur söngur: Sálmur nr.
163.
6) Ræða: Þórður Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri.
7) Einsöngur: Jóhann Már Jóhanns-
son. Undirleikur: Rögnvaldur Val-
bergsson.
8) Helgistund: Séra Birgir Snæ-
bjömsson.
9) Almennur söngur: Sálmur nr. 29.
10) Lokaorð.
11) Orgelleikur: Jakob Tryggvason,
organisti.
Á borðinu má sjá líkan af Austurstræti eins og það leit út 1886.
I baksýn eru nokkrir gestanna við opnunina.
Sýning í Fossvogsskóla:
Líkan af húsum
við Austurstræti
fyrir 100 árum
UM SIÐUSTU helgi var fyrsta skólasýningin í Reykjavík i tilefni
200 ára afmælis borgarinnar. Viðstaddir opnunina voru ýmsir
framámenn í þjóðfélaginu, forseti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, Davíð Oddsson, borgarstjóri, núverandi og fyrrverandi
fræðslustjórar, borgarfulltrúar og fleiri.
Að sögn Kára Amórssonar,
skólastjóra, var mikið fjölmenni
sýningardagana laugardag og
sunnudag, en undirbúningur að
þessari skólasýningu hefur staðið
yfír frá því í nóvember. Óskar
Einarsson yfírkennari skólans
hafði yfímmsjón með þessu verk-
efni, sem unnið var sameiginlega
af nemendum og kennumm.
Famar vom skoðunarferðir um
borgina og ákveðið að gera líkan
að Austurstræti eins og það leit
út fyrir 100 ámm, árið 1886.
Húsin vom búin til úr pappaköss-
um og bylgjupappa, unnin verk-
efni um ákveðna borgarhluta svo
sem Tjömina og svæðið þar í
kring, lýst var í máli og myndum
þróun húsagerðar í borginni, tekin
saman vinnuhefti um sögu
Reykjavíkur o.fl. Hið hefðbundna
skólastarf hefur legið niðri sl.
tvær vikur vegna þessa verkefnis
sem að sögn Kára hefur verið
bæði nemendum og kennumm til
mikillar ánægju, en nú að sýningu
lokinni hefst hinn venjulegi skóla-
dagur á ný.
Dagsbrún fordæmir fréttaflutn-
ing Þjóðviljans af samningunum
„Vísaþessu á bug,“ segir Össur Skarphéðinsson, ritstjóri. „Lukkuriddarar
Þjóðviljans gera ekki lukku hjá Dagsbrún,“ segir Guðmundur J. Guðmundsson
„ÞAÐ ER ákaflega sárt, að gera svona samþykkt því blaðið er
manni kært í gegnum tíðina og hefur stutt okkur Dagsbrúnar-
menn, en þarna kveður við algerlega nýjan tón,“ sagði Guðmund-
ur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar,
er hann var spurður um samþykkt stjórnar félagsins í gær, þar
sem fréttaflutningur Þjóðviljans vegna nýgerðra kjarasamninga
er fordæmdur.
Guðmundur J. Guðmundsson
sagði, að 9 af 10 stjómarmönnum
Dagsbrúnar hefðu setið fundinn í
gær og allir greitt ályktuninni
atkvæði. „Þessir lukkuriddarar á
Þjóðviljanum verða að gera lukku
annars staðar, en hjá Dagsbrún,"
sagði hann.
„Ég vísa því algerlega á bug,
að við höfum ástundað rangan og.
villandi fréttaflutning af gangi
samninganna," sagði Ossur
Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðvilj-
ans, þegar leitað var álits hans á
samþykkt Dagsbrúnar.
í fréttatilkynningu sem Dags-
brún sendi frá sér í gær og undir-
rituð er af Þresti Ólafssyni, fram-
kvæmdastjóra félagsins, segir að
eftirfarandi bókun hafí verið
samþykkt á fundi stjómar félags-
ins: „Stjóm Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar fordæmir fréttaflutn-
ing og upplýsingaþjónustu Þjóð-
viljans vegna nýgerðra kjara-
samninga verkalýðshreyfíngar-
innar. Frá því að samningavið-
ræður hófust fyrir alvöru, hefur
umfjöllun blaðsins um efni og
niðurstöður samninganna verið
bæði röng og villandi. Stjóm fé-
lagsins harmar að blað sem kennir
sig við verkalýðshreyfíngu og sós-
íalisma sýni íslenskri verkalýðs-
hreyfíngu í reynd slíkt virðingar-
leysi með hlutdrægum og röngum
fréttaflutningi."
Guðmundur J. Guðmundsson
sagði, að Þjóðviljamenn virtust
ekki átta sig á því, að hin svo-
nefnda niðurfærsluleið í kjara-
samningunum væri ekkert síður
hagsmunamál verkalýðshreyfíng-
arinnar, en ríkisstjómarinnar og
atvinnurekenda. Umijöllun blaðs-
ins um samningana hefði verið
ákaflega neikvæð og í því efni
virtist ráða einkaframtak tveggja
eða þriggja ritstjóra og ritstjóm-
arfulltrúa.
Guðmundur nefndi sem dæmi
um vinnubrögð Þjóðviljans, að
blaðið hefði ekki skýrt frá fundi
Dagsbrúnar, þegar aflað var verk-
fallsheimildar. Frá honum hefði
hins vegar verið greint í fjögurra
dálka fyrirsögn í Morgunblaðinu.
Þjóðviljinn hefði leitað til eins af
verkalýðsleiðtogunum og spurt
um hvort ákveðnar tillögur í hús-
næðismálum væm trúnaðarmál
eða hvort hægt væri að fá þær
til birtingar. Þær hefðu þá birst
í Morgunblaðinu átta dögum fyrr.
Foiysta ASÍ hefði haldið átta
fundi með stjómum verkalýðs-
félaga í öllum landsfjórðungum
meðan á samningum stóð. Þar
hefðu verið íjörugar umræður og
fram komið eindreginn stuðningur
við niðurfærsluleiðina. Á þetta
hefði aldrei verið minnst í Þjóðvilj-
anum. Enn fremur nefndi Guð-
mundur að blaðið hefði ekki rætt
við einn einasta forystumann
verkalýðshreyfíngarinnar í ýtar-
legum viðtölum meðan á samning-
um stóð. Loks taldi hann blaðið
hafa afflutt og afskræmt niður-
stöðu samninganna hvað lífeyris-
mál varðar.
Þröstur Ólafsson sagði í gær,
að Þjóðviljinn hefði bæði seint og
illa greint frá samningum, sem
gerðir hefðu verið, og tínt til það
sem óhagstæðast hefði verið og
blásið það út, en látið hitt bíða
eða alls ekki skýrt frá því sem
betra var. f túlkun blaðsins kæmi
líka fram rangtúlkun á eðli og
innihaldi kjarasamninganna.
Össur Skarphéðinsson sagði,
að Þjóðviljinn hefði lagt sig fram
um að fylgjast sem vandlegast
með samningunum og hefði á
stundum orðið fyrst blaða til að
greina frá einstökum atriðum.
„Þannig má nefna, að við sögðum
fyrstir frá því að ASÍ hygðist
reyna að ná fram 40% álagi á
eignaskatt og að launaskattur á
bönkum yrði hækkaður upp í 10%.
Ég tel því, að við höfum ástundað
heiðarlega fréttamennsku af
samningunum og vísa því sumsé
á bug að við höfum á einhvem
hátt reynt að afflytja málstað
þeirra sem þátt tóku í samninga-
gerðinni af hálfu verkalýðshreyf-
ingarinnar. Hitt er svo annað mál,
að Þjóðviljinn hefur í ritstjómar-
skrifum alls ekki tekið þátt í þeim
fagnaðarlátum sem orðið hafa
yfír þessum samningum og hefur
t.a.m. ekki getað samglaðst Morg-
unblaðinu, en það er síður en svo
tilefni til að veitast að einstökum
blaðamönnum, sem hafa sinnt
fréttaflutningi af samningunum
af kostgæfni," sagði ritstjóri Þjóð-
viljans.