Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986 Litiði á verkun refaskinna: Jón Pétursson og Snorri Stefánsson skrapa burtu fitu af skinnunum eftir að búið er að rífa þau af refnum. Snýst tromlan, sem skinnið er þrætt uppá, og skraparinn skefur fituna af. hanga í einn sólarhring eftir þurrk- un og pakkað í kassa, sem fer síðan til Danmerkur eða London á upp- boð. Dýrin eru fædd í maí, drepin og fláð í nóvember þegar feldurinn er hvað fallegastur, þau komin í vetr- arfeld. Þessi skinn eiga að fara á uppboð í febrúar og búist er við, að meðalverðið verði um 2.000—2.500 kr., en verðmætið fer eftir þykkt undirrullar og gæða yfirhára, auk stærðar feldsins. Nærvera Hvanneyrar- skólans mikilvæg Þeir Guðmundur og Jón lögðu áherzlu á það, að mjög mikilvægt væri að hafa sem mesta og bezta leiðbeiningarþjónusta í upphafi. Hingað til hefðu menn mest barið augum sömu beljurassana í gegnum tíðina og verið að ragast í rollum. Síðan væru þeir allt í einu með dýr, sem þeir hefðu ekki haft hugmynd um í upphafí, hvemig ætti að KAPUSALAN BORGARTÚNI 22 SÍMI 23509 - Hæg bílastæði kApusalam AKUREYRI Hafnarstraeti 88 L Slmi 96-25250 klæðir hverja honu. • • • • Góð leiðbeininga- þjónusta frumskilyrði Borgarfirði Á TÍMUM offramleiðslu landbúnað- arafurða, þar sem hætt er að éta feitt ket og smér sér til viðurværis, verða menn að finna sér eitthvað annað við að vera sér til fram- færslu, ef þeir hinir sömu vilja ekki eiga það á hættu að flytja á mal- bikið. Þess vegna hafa hinar svo- kölluðu aukabúgreinar náð miklum vinsældum. Ein þessara búgreina, refarækt, hefur aukist að mun upp á síðkastið. Samhliða ^ölgun loð- dýrabúa eykst þörfin fyrir margs konar þjónustu við loðdýrabændur, svo sem fóðurstöðvar og það sem hér verður aðeins kynnt, verkun skinna af refnum. Undir jólin keyptu þeir bræður Jón og Guðmundur Péturssynir í Geirshlíð í Flókadal og Guðmundur Kristinsson á Grímsstöðum í Reyk- holtsdal vélasamstæðu frá Finn- landi til þess að verka refaskinn. Vélasamstæðan er skrapari, þurrk- unartromla og þurrkklefí. Kostaði samstæðan um 400 þúsund krónur. Þegar búið er að skrapa fítu af skinnunum með skraparanum eru þau sett í þurrkunartromlu í 3—5 mínútur með leðrið út og síðan 15—20 mínútur með feldinn út. Eru skinnin látin veltast í sagi í þurrk- unartromlunni og strekkt á fjalir, sem nefnast þönur og sett í þurrk- klefa í þrjá sólarhringa. Mikilvægt er, að rétt hitastig og rakastig sé í klefanum. Þá er kembt úr þeim sag og annað álíka og þau látin Guðmundur Pétursson og Guðmundur Kristinsson strekkja skinnin á þönur til að þau verði sem áf erðarfallegust. umgangast, verið jafnvel skít- hræddir við refina. Þá er mikilvægt að hafa einhvem til þess að leita til, ef eitthvað er óljóst, svo ekki þurfi að læra af mistökunum, því það er allt of dýru verði keypt. Síðan eru aðrir að ganga í gegnum þetta sama og þeir gerðu í upphafí. Ákaflega mikilvægt væri, að bændur tileinkuðu sér sem fyrst þá tækni og þekkingu, sem við þarf að hafa, svo vel gangi. Á Hvanneyri væri Maenús Jónsson kennari við < o r- o (/> Cl yj m LL < O LLI :;: bændaskólann og nytu Borgfirðing- ar þess að búa svo nálægt skólan- um. Magnús er jafnframt í hluta- starfi sem loðdýraræktarráðunaut- ur og segði bændum til, sem væru að hefja búskap, enda væri kennsla í þessum greinum á bændaskólun- um núorðið. Snorri Stefánsson loðdýratæknir, sem sér um rekstur á loðdýrabúinu á Hvanneyri, sagði, að það sem einna helzt stæði greininni fyrir þrifum væri að fjármagn til leið- beiningarþjónustu væri ákaflega lít- ið. Greinin væri í fjársvelti og það væri hluti af skilningsleysi yfir- valda, að ráðamenn væru aldir upp líkt og að framan er getið með bænduma, og þess vegna hefðu þeir ekki skilning á þörfum greinar- innar varðandi leiðbeiningarþjón- ustu. Ef vel ætti að vera þyrfti mikla natni við fóðrunina, ekki síður en við kýr. Mikilvægt væri að fóðrið væri gott. Ef fóður er lélegt og illa tekst til með fóðran í upphafi, þá stækka dýrin ekki eins mikið og feldurinn verður ekki eins eðlilegur. Dýrin era ákaflega viðkvæm á vaxtarskeiðinu. Ef misst er af vaxtarskeiðinu, þá er búið að missa af svo miklu. Því stærri sem skinnin era, þeim mun meira er borgað fyrir þau. Þess vegna væri nauðsyn- legt, að þeir, sem fara af stað, geti fengið ráðgjöf sem fyrst til að betur gangi. Loðdýraræktarfélag Borgar- fjarðar sá um uppsetningu og rekur fóðurstöðvar í Borgamesi. Áður fyrr vora menn að blanda sjálfir fjörefni í fóðrið, þegar hver og einn var að paufast með sína poka. Núna reiknar Magnús Jónsson loðdýra- ræktarráðunautur út, hvert efna- innihald fóðursins á að vera, bar sem fóðrið þarf að vera mismunandi orkuríkt eftir uppeldistíma dýranna. Ef fóðrið væri lélegt yrði varan léleg og þar með árangurinn einnig. - pþ Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.