Morgunblaðið - 04.03.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.03.1986, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986 Tölvumar em fljótar að grípa hugi manna. Hér etja þeir kappi í einhverju tölvuspilinu Ólafur Ingibrandsson og Guðmundur Brynj- ólfsson. Myndin er tekin á tölvusýningu nemenda. SlinilRNF<UA Starfsdagarair hófust með mikilli skrúðgöngu nemenda og kennara um Keflavik, sem vakti að vonum þó nokkra athygli. Starfsdagar í Fj ölbrautaskóla Suðurnesja Keflavík, 26. febrúar. ÞESSA viku hafa staðið yfir blómlegir starfsdagar í Fjöl- brautaskóla Suðumesja. Venju- legt skólastarf er þá brotið upp, nemendur mæta í skólann en ekki í kennslustundir, heldur hafa þeir sótt ýmsar ferðir og fyrirlestra sem boðið hefur verið uppá, ásamt því að allskyns fönd- ur og tómstundaiðja hefur staðið þeim opin. Þetta er þriðja árið sem starfsdagar em haldnir með þessu sniði og óhætt er að segja að þetta setji mikinn svip á skóla- lífið og veiti kærkomna tilbreyt- ingu frá námsbókunum. Það er ein vika sem starfsdagar taka. Undirbúningur hefst snemma hjá völdum hópi nemenda og kenn- ara sem sjá um að skipuleggja dagskrána og sjá til þess að allt fari vel fram. Var sú leið farin að þessu sinni að hafa hina eiginlegu starfsdaga í skólanum frá mánu- degi og fram á miðvikudag og var þá boðið uppá fyrirlestra og ferðir, og svo eru fimmtudagur og föstu- dagur útivistardagar. Eru allir nemendur þá skyldaðir til að mæta í ýmsar útivistarferðir sem á boð- stólum eru, allt frá skíðaferð og uppí fjallgöngur. Óll skipulagning gekk tneð mikl- um ágætum. Fjöldi fyrirlesara kom frá Suðumesjum og höfuðborgar- svæðinu, farið var í lengri og styttri ferðir, til dæmis var farið í skoðun- arferð í Hrauneyjarfossvirkjun, í skoðunar- og ömefnaferð um Suð- umesin, farið var í menningarferð til Reykjavíkur þar sem heimsótt vom söfn, farið í leikhús og fleira mætti telja. Það olli þó miklum vonbrigðum að ekki tókst að útvega sendi til útvarpsreksturs, þar sem leyfí fékkst fyrir þó nokkmm tíma síðan og fríður flokkur nema hafði lagt mikla vinnu í nákvæman undir- búning útvarpsins. Var framkvæmd starfsdaganna Fjöldi fyrirlestra var haldinn og vora þeir vel sóttir. Hér útskýrir Guðni Kjartansson fyrir fólki hveraig fara skal að því að halda sér í formi allt lífið. að mestu með miklum sóma og gátu allir fundið sér eitthvað að sýsla. Boðið var uppá leður og táganám- skeið, myndlistarskemman var vel sótt, nemar sýndu tölvur sínar, einn hópur sá um að matreiða alla dag- ana og vom réttimir alla daga til- einkaðir ijarlægum þjóðum. Sem dæmi má nefna að einn daginn var matur frá Suður-Afríku og fór matartilbúningurinn fram undir umsjón skiptinemans Derek Young, sem kemur einmitt frá Suður- Afríku. Kennarar létu ekki sitt eftir liggja. Breyttu þeir kennarastof- unni í kaffistofu fyrir nemendur og buðu þar uppá kaffi og vöfflur með ijóma og vakti það mikla ánægju. Skákklúbburinn Riddarinn sjónum- hryggi stóð fyrir úti maraþonskák sem stóð í einn sólarhring og svo kom enski stórmeistarinn Miles í heimsókn ogtefldi fjöltefli. Af nógu var því að taka í skóla- lífinu og ræddi fréttamaður við nema og kennara í tilefni alls þessa og spurði hvað þeim flnndist um starfsdagana. — efi Kennaramir Ósa, Alda, Unnur, Kristinn og Þórunn fagna hér tilbreytingunni í skólanum. „Þetta er allt öðruvísi“ Á KENNARASTOFUNNI voru þau Unnur Þorsteinsdóttir, Alda Jensdóttir, Kristinn Krist- jánsson, Ósa Knútsdóttir og Þórunn Friðriksdóttir önnum kafin við að semja spumingar fyrir spumingakeppni sem halda átti á milli sviða í skólanum. Vom kennaramir hinir jákvæðustu gagnvart því sem fram fór á starfsdögunum. Sögðu þau daga sem þessa nauðsynlega til að slaka aðeins á námsspennunni og svo væri það góð tilbreyting að geta rætt við nemendur öðruvísiu en að vera eitthvað að þusa og skammast út í þá. „Krakkam- ir þurfa nú að vera skapandi og margir leggja sig alla fram við þetta en vissulega er alltaf ákveðinn hluti sem bíður eftir því að allt sé gert fyrir þá, á meðan að það em aðrir sem em allt í öllu,“ sagði eitthvert þeirra og hin vom fullkomlega sammála. „Það er úr mörgu að velja og þrír dagar em mjög hæfilegur tími. Ef þetta værí lengra, þá kæmi bara upp þreyta í krökkunum," sögðu þau og grúfðu sig að nýju yfír spumingamar. Hafliði, Bjarni Thor, Guðný og Eðvarð Þór voru hin ánægðustu með tilurð og framgang starfsdaganna. „Stuðlar að bættum tengslum“ Á SKRIFSTOFU nemendafélagsins rakst ég á Hafliða Sævarsson, formann nemendafélags- ins, Guðnýju Aðalsteinsdóttur, Eðvarð Þór Eðvarðsson sundkappa og Bjama Thor Kristins- son. Vom þau öll sammála um að dagar sem þessir væm kærkomin tilbreyting og hresstu mikið uppá skólalíflð. „Þetta fór full rólega af stað," sagði Hafliði, „en þetta er vel skipu- lagt og þessir dagar em mjög áhugaverðir." „Þetta er mjög gaman en nemendumir mættu almennt vera mun virkari," sagði Guðný og um það vom þau öll sammála. Sögðu þau fyrirlestrana þó marga hveija hafa verið merkilega vel sótta og vom þau einnig ánægð með það fyrirkomulag sem haft var á vikunni, þ.e. að hafa seinni dagana sem útivistar- daga. „Það sem er lélegast við þetta er að þeir sem eiga útvarpssendi, skuli ekki hafa lánað okkur hann, þar sem búið var að leggja svo geysilega vinnu í undirbúninginn," sagði Guðný. Að lokum samþykktu þau það svo einróma að dagar sem þessir stuðluðu að mjög bættum tengslum, bæði meðal nemenda og kennara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.