Morgunblaðið - 04.03.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 04.03.1986, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986 Menntamálarit Heimdallar komið út 1. árgangur sérrits Heimdallar um menntamál er komið út. í ritinu sem dreift er í 4.000 eintökum í skóla og á vinnustaði eru m.a. greinar um lánasjóð íslenskra námsmanna, aukna þátttöku sveitarstjóma og einstaklinga í rekstri og stjómun skóla ásamt því sem kynnt eru stefnumið Sambands ungra sjálf- stæðismanna í menntamálum. Einnig er viðtal við dr. Vilhjálm Egilsson formann Sambands ungra sjálfstæðismanna, þar sem tekið er á grundvallarspumingum um þessi mál. Loks eru í ritinu stuttar fréttir og bókakynningar. Sérrit Heimdall- Hí'rril Ilcí<i*«iaIL»* mn 1. árs. Mciiiilaitiál ar um menntamál fæst án endur- gjalds á skrifstofu félagsins í Val- höll á Háaleitisbraut 1. Aðalfundur VERZLUNARRÁÐS ÍSLANDS 1986 Aðalfundur Verzlunarráðs íslands verður haldinn fimmtudaginn 6. marz næstkomandi í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá 10.15—10.30 Mæting og móttaka fundargagna 10.30—11.00 Setningarræða Ragnar S. Halidórsson, formað- urVÍ. 11.00—12.00 Stefna Verzlunarráðs íslands Niðurstöður stefnuskrárnefnd- ar. 1. Bjarni Snæbjörn Jónsson, formaður stefnunefndar. 2. Almennar umræður. 12.10—13.30 Hádegisverður í Súlnasal. Styrkveiting úr námssjóði VÍ. 13.30-14.30 Alþjóðaviðskipti og fjárfesting 1. Jacques G. Maisonrouge, fyrrverandi forstjóri IBM í Evrópu. 2. Almennar umræður og fyrir- spurnir. 14.30—15.15 Störf, stefnaog skipulag VÍ1984—1987 1. Starfsemi og fjárhagur 1984—1985. Almennar um- ræður. 2. Fjárhags- og framkvæmda- áætlun. Almennar umræður. 3. Laga- og skipulagsbreyting- ar. Almennar umræður. 15.15—15.30 Kosningar 1. Kosning formanns VÍ. 2. Úrslit stjórnarkjörs. 3. Kosning kjörnefndar. 4. Kosning endurskoðenda. 15.30— 16.00 Önnurmál 16.00 Fundarslit 16.30— 18.30 Móttaka í Húsi verslunarinnar, 7. hæð Fundarstjóri: Gunnar M. Hansson, forstjóri. Tilkynnið þátttöku tímanlega í síma 83088. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Stefna sænsku stjórnarinnar óbreytt: Árangiirinn af starfi Palmes mun ekki hverfa með honum - segir Ingvar Carlsson, hinn nýi forsætisráðherra Svíþjóðar INGVAR Carlsson var einróma kjörinn formaður sænskra jafnað- armanna eftir morðið á Olof Palme. Jafnframt var hann kjörinn til þess að gegna embætti forsætisráðherra fyrst um sinn. Þetta kom engum á óvart. Carlsson hafði um langt skeið verið einn nánasti samstarfsmaður Palmes. Hann hafði þannig verið varafor- sætisráðherra frá árinu 1982 en jafnframt gegnt tveimur öðrum mikilvægum ráðherraembættiun, það er embætti áætlanaráðherra og umhverfismálaráðherra. Carlsson verður fjórði forsætis- ráðheiTa Svíþjóðar úr hópi jafnað- armanna eftir stríð. Flokkurinn komst til valda í landinu á fimmta áratugnum og varð Per Albin Hansson þá fyrst forsætisráð- herra. Síðan tók Tage Erlander við og var forsætisráðherra um 19 ára skeið til ársins, unz Olof Palme tók við af honum. Skjótur frami Ingvar Carlsson er fæddur 9. nóvember 1934 í Boraas í Vest- ur-Svíþjóð, þar sem faðir hans var verkamaður. Frami hans var skjótur. Honum gekk vel í skóla og lauk stúdentsprófi frá verzlun- arskóla í heimabæ sínum, en hóf síðan nám í stjómmálafræði við háskólann í Lundi. Þar vakti hann strax athygli á sér sem snjall ræðumaður. Leið ekki á löngu, unz Tage Erlander, þáverandi forsætisráðherra, kom auga á þennan unga hæfíleikamann og gerði hann að samstarfsmanni sínum. Líkt og annar gáfaður, ungur stúdent að nafni Olof Palme, tók Carlsson að afloknu BA-prófi í stjómmálafræði að starfa í sænska stjómarráðinu og gerðist þar mjög handgenginn Erlander forsætisráðherra. Eftir að hafa starfað þar í fáein ár, hélt hann til Bandaríkjanna og lauk þar prófi í þjóðhagfræði. Er hann kom þaðan, varð hann formaður sam- bands ungra jafnaðarmanna í Svíþjóð (SSU), sem oft hefur reynzt mikill stökkpallur fyrir unga menn í flokknum. Frami hans á stjómmálasviðinu varð síðan mjög skjótur. Hann varð þingmaður á sænska þjóð- þinginu árið 1965 eða 31 árs gamall og því yngri en nokkur annar maður. Fjórum árum síðar tók hann við embætti mennta- málaráðherra af Palme og var þá yngsti ráðherra sænsku stjómar- innar. Síðan gegndi Carlsson ýms-um öðrum embættum. Hann var um skeið húsnæðismálaráð- herra og síðan efnahags- og orku- málaráðherra. Er jafnaðarmenn fóm í stjóm- arandstöðu 1976-1982, varð það verkefni Carlssons að skipuleggja flokksstarfið og flokksstefnuna að nýju til þess að leggja grund- völl að því, að flokkurinn kæmist aftur til valda. Hæglátur en ákveðinn Þegar jafnaðarmenn mynduðu stjóm á ný undir forsæti Olofs Palme, varð Carlsson áætlana- og umhverfísmálaráðherra en jafn- framt varaforsætisráðherra. Hann og Palme hafa ekki aðeins verið nánir samstarfsmenn í stjómmálum heldur einnig miklir vinir. Það þykir engin tilviljun, að sumarbústaðir þeirra á Got- landi standa hlið við hlið. Carlsson er nú 51 árs að aldri. Honum er lýst sem hæglátum manni en ákveðnum, sem ekki vilji láta bera of mikið á sér. Tóm- stundum sínum kýs hann að veija við útivist. Þannig iðkar hann skíði á vetuma af kappi en göngu- ferðir á sumrin. Carlsson er kvæntur æskuunn- ustu sinni, Ingrid, sem er 51 árs og starfar sem bókasafnsfræðing- ur. Þau eiga tvær dætur, Piu, sem er 23.ára, oglngelu, 21 árs. Eftir að Carlsson tók við sem leiðtogi jafnaðarmanna í gær, lýsti hann því yfir, að engar breyt- ingar yrðu á stjómarstefnunni. A fundi með fréttamönnum sagði hann: „Stjórnarstefnan mun hald- ast óbreytt. Það hafa ekki verið teknar neinar mikilvægar stjóm- arákvarðanir, án þess að það væri gert í náinni samvinnu okkar Palmes." Carlsson kvaðst viðurkenna, að hann byggi ekki yflr þeirri reynslu á vettvangi alþjóðamála sem Palme. Hann lagði hins vegar áherzlu á, að hlutverk Svíþjóðar í heiminum myndi ekki breytast og sagði síðan: „Árangurinn af starfí Olofs Palme mun ekki hverfa með Olof Palme.“ simamynd/AP INGVAR Carlsson, sem nú hefur tekið við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir morðið á forvera hans í embætti, Olof Palme. Mynd þessi var tekin, er Carlsson kom til fundar með stjóm jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð, þar sem hann var kjörinn flokksleiðtogi, auk þess sem honum var falið að gegna embætti forsætisráðherra. Maðurinn að baki Carlsson er öryggisvörður, en ráðstafanir til þess að vernda öryggi sænskra ráðamanna hafa nú verið auknar mjög.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.