Morgunblaðið - 04.03.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 04.03.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 21 Áskorun til Reykvíkinga eftirSkúla G. Johnsen Fyrir stuttu var borinn í hvert hús í Reykjavík bæklingur sem gefinn er út af Slysavamafélagi Islands að tilhlutan landlæknis. Bæklingurinn fjallar um slys af völdum efna í heimahúsum, við- brögð við þeim og vamir. í tengslum við útkomu bækiingsins hélt heil- brigðisráðherra, Ragnhildur Helga- dóttir, blaðamannafund og komu þar fram ýmsar upplýsinar um óvenjulega háa tíðni slysa og eitr- ana hjá bömum og ungmennum hér á landi. Þar komu einnig fram þær ugg- vænlegu fréttir að slys og eitranir em algengari meðal reykvískra bama en annars staðar á landinu. Mánudaginn 24. febrúar var svo haldinn annar landsfundur um slysavamir. Til þess fundar boðaði Landsnefnd um slysavamir. Þar komu enn fram uggvænlegar upp- lýsingar um siysafaraidurinn. Kannanir á tíðni slysa í heimahús- um meðal yngstu bamanna, l-4ra ára, sýna, að um 30% af bömum á höfuðborgarsvæðinu koma árlega á slysadeild Borgarspítalans af þeim sökum. Onnur algengasta orsökin er eitranir. Slík slysatíðni bama þekkist hvergi annars staðar í Evrópu. Heimilið er vettvangur lang- flestra slysa meðal bama. Heimilið veitir semsé ekki það skjól og öryggi sem allir vilja finna þar. Hinn mikli griðastaður, heimilið, virðist því orðinn hættulegur fyrir hina vax- andi kynslóð og því ástandi verður ekki unað. Það er ekki á færi annarra en foreldra og forráðamanna bama að ráða hér bót á. Ráðin til þess era einföld, ódýr og öllum tiltæk. Með einföldum ráðum og lítilli fyrirhöfn er hægt að draga veralega úr siysa- tíðninni. Ég vil því beina því ein- dregið til forráðamanna heimila þar sem böm búa eða dvelja að þeir taki kvöldstund í það að taka fram öll efni, sem finnast á heimilinu og hugsanlega gætu verið eiturefni, og safna þeim saman á hentugan stað t.d. á borði. Taka síðan glas Skúli G. Johnsen „Okkar lági ungbarna- dauði er því til lítils ef það forskot gagnvart þjóðum eins og Bretum og Svíum glatast á fyrstu 14 æviárum barnanna.“ fyrir glas (bauk, brúsa, dós, o.s.frv.) og lesa upplýsingar á merkimiðum. Fletta síðan upp á því sem í bækl- ingi Slysavamafélagsins er að finna um viðkomandi eiturefni. Við þessa athugun mun margt óvænt og lærdómsríkt koma í ljós. Enginn vafi leikur á að hver sá sem fylgir þessu ráði mun þar eftir gjörbreyta umgengni sinni við þess- ar eitraðu nauðsynjavörar. Við íslendingar höfum getað státað af lægsta ungbamadauða í heimi. Þegar dánarskýrslur okkar yfír dánarhlutföll á aldrinum 1-14 era bomar saman við nágranna- þjóðirnar, kemur í ljós, að dánar- hlutföllin hér era yfirleitt mun hærri en í Svíþjóð og nokkra hærri en í Bretlandi. Þennan mismun má fyrst og fremst rekja til þess að dauða- slys era tíðari hér. Okkar lági ungbamadauði er því til lítils ef það forskot gagnvart þjóðum eins og Bretum og Svíum glatast á fyrstu 14 æviáram bamanna. Bama- og ungmennadauði meðal Islendinga umfram það sem gerist meðal annarra þjóða er ljótur blettur á okkar þjóð. Dauðaslysin má forðast. — Viljinn er allt sem þarf. Höfundur er borgrarlæknir í Reykjavík. Pennavinir Frá Austur-Þýzkalandi skrifar 27 ára gamall kennari, sem skrifar á ensku auk þýzku. Hann safnar frímerkjum, póstkortum og er mikill skákáhugamaður Jochen Ullmann, 9373 Ehrenfriedersdorf, Annaberger Strasse 15, D.D.R. Frá Brazilíu skrifar 21 árs stúlka með áhuga á dýram, jurtum, tónlist, ballett, íþróttum og ferðalögum: Janine M. Lago, Rua Pium-i 997-Carmo Sion, 30.310 Belo Horizonte, Minas Gerais, Brazil. Níu ára bandarískur piltur hefur áhuga á að eignast islenzka penna- vini. Hann getur gæludýra sinna, sem era skjaldbaka, gullfískar, tveir fuglar og hundur. Er sundáhuga- maður og hefur gaman af að spila bridge: Justin Graham, Sugarloaf Elementary School, R,R, 2, Box 502, Crane Road, Summerland Key, Florida 33042, USA. MALASKÓL! RITARASKÓU * límir ÁNANAUSTUM 15 Nýja áfangakerfið sem við tókum upp um áramótin auð- veldar nemendum að meta framfarir við tungumálanámið. Áfangarnir eru fjórir-. bvriendur, lærlingar. sveinar og meistarar. Námskeiðin sem nú fara í hönd eru í b) og d) flokkum allra áfanganna. Ef þú veist lítið um raunveru- lega kunnáttu þína í tungu- málinu leysa stöðuprófin úr þeim vanda. Strax í fyrsta tíma bjóðum við uppá stöðupróf fýrir þá sem vilja. Tíma ættu fle: að geta fúndic við sitt hæfi. Við kennum á kvöldin, um miðjan dag og á morgnana. ENSKA ÞÝSKA FRANSKA SPÆNSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga mars- 5. 30* apríl 20% afsláttur gildir fyrir hjón, systkini, öiyrkja, ellilífeyrisþega og félagsmenn Stjómunar- félagsins. Munið: starfs- menntunarsjóðir ríkisins og Reykjavíkurborgar taka þátt í að greiða námskeiðsgjöld sinna félagsmanna á námskeiðum Múnis. Allar frekari upplýsingar og innritun í síma 10004/21655 Viltu læra önnur tungumál en þau sem hér eru nefnd? Láttu það ekki aftra þér frá því að grípa til símans - hringdu til okkar og berðu fram óskir þínar. Við reynum að koma til móts við alla. aðu Góð málakunnátta er íslend- ingum alger nauðsyn — en hvern- ig náum við bestum árangri? Fyrst er að hugsa málið, síðan hringja til Múnis. Múnir hefúr um langt árabil sérhæft sig í vönduðu tungumálanámi og kappkostað að tryggja nemandanum bestu fáanlegu kunnáttu á sem skemmstum túna. Áratuga reynsla og ánægðir nem- endur eru besta auglýsingin. Kennt er tvisvar í viku, tvær klukkustundir í senn. Öll námsgögn eru innifalin í nám- skeiðsgjaldi og við bjóðum uppá veitingar í frímínútum. Öllum d) námskeiðunum lýkur með prófi 30. apríl og þá útskrifúm við fyrstu lærlingana, sveinana og meistarana!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.