Morgunblaðið - 04.03.1986, Page 23

Morgunblaðið - 04.03.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 23 Vaknaði við að báturinn var kominn á hliðina - segir Árni Reynisson * „,VIÐ vorum ekki lengi í gúmmí- Ibátnum og bjuggumst við björg- un fljótlega, vissum af bátum í kringum okkur og vorum því vongóðir. Við höfum báðir starf- að í björgunarsveitinni hérna og vissum hvernig við áttum að bregaðst við. Gættum okkar á því að halda okkur vakandi og tala saman í björgunarbátnum og við sluppum, þökk sé björgun- armönnum okkar,“ sagði Arni Reynisson, í samtali við Morgun- blaðið. Arni Reynisson á bryggjunni Grundarfirði. „Ég veit eiginlega ekki hvemig þetta skeði. Ég var sofandi niðri í lúkar og vaknaði við að báturinn var kominn á hliðina. Þá var ekkert annað en drífa sig upp og koma björgunarbátunum út. Mér tókst að ná Skúla upp á lúkarinn og þá var hann orðinn meðvitundarlítill, hafði greinilega legið eitthvað í sjónum. Þetta gerðist síðan svo hratt að þegar við vorum búnir að gera björgunarbátinn klárann, var Ásinn sokkinn og Skúli horfinn. Við sáum hann ekki meira. Þetta er hrikaleg og erfið lífs- reynsla og ég veit ekki hvort ég fer á sjóinn aftur, það kemur bara í ljós, en ég var nýbyijaður á sjó- mennskunni," sagði Árni Reynis- son. Náðum með naumindum að losa björgunarbátinn - segir Valgeir Magnússon „ÞETTA gerðist svo snöggt, bát- urinn lagðist allt í einu á hliðina og sjór farinn að flæða niður í lúkarinn er við brutumst upp. Við náðum með naumindum að losa björgunarbátinn og þegar hann var klár var Ásinn sokkinn og Skúli horfinn. Við vitum eigin- lega ekki hvemig þetta gerðist," sagði Valgeir Magnússon. „Við lentum í svolitlum erfíðleik- um með björgunarbátinn. Hann fór á hvolf og við urðum að stökkva í sjóinn til að rétta hann við. Ásinn sökk svo snögglega, að ég náði með naumindum að skera bátinn lausan með hníf, sem ég hafði í vasanum. Annars hefði hann líklega farið niður með bátnum, það var enginn tími til að ná í hnífínn, sem er í björgunarbátnum. Þegar þetta var búið var bara stefnið á Ásnum upp úr og það hvarf á mjög stuttri stund. Þegar við vorum búnir að ausa bátinn að mestu, skutum við upp flugeldi og fórum síðan í varmapokana. Þetta hefur líklega gerzt um klukkan 8.30 og við viss- um að Kristján S. var með trossur í nágrenninu. Við vorum því nokkuð vissir um björgun, enda leið ekki nema einn og hálfur tími frá því Ásinn fór á hliðina og þar til við Morgunblaðið/Júlíus Feðgamir Magnús Álfsson og Valgeir Magnússon; „Ég gleðst yfir því að hafa fengið drenginn aftur heilan á húfi, en það er alltaf slæmt að missa mann og bát,“ segir Magnús Álfsson. vorum komnir um borð í Kristján S. Maður hugsaði margt um borð í björgunarbátnum. Ég hugsaði heim og einnig mikið um öryggismál sjó- manna. Við erum vissir um það að við hefðum allir bjargazt, hefðum við haft sjálfvirkan sleppibúnað á björgunarbátnum, þá hefði betri og meiri tími unnizt. Ennfremur sýnist mér að nauðsynlegt sé að hafa neyðarstöðina um borð í björgunar- bátnum. í þessu tilfelli náðum við ekki til hennar í brúnni, en hefði hún verið í björgunarbátnum, hefð- um við getað látið vita af okkur mun fyrr. Þetta var hrikaleg og erfið lífs- reyna og óvíst hvort ég fer á sjóinn aftur, að minnsta kosti hugsa ég mig betur um áður en ég fer á vetrarfiskirí á smábát. Mér er efst í huga eftir þetta þakklæti til björg- unar- og leitarmanna og björgunar- sveitarinnar hér fyrir þá þekkingu, sem hún hefur veitt okkur til nota á háskastundum," sagði Valgeir. Björgunarbáturinn af ÁS tekinn í land í Grundarfirði. Morgunblaðið/Júlíus Svínakótilettur 490 Karbonaði 210 Hamborgarar pr. stk 27: Folaldahakk 155 Kæfukjöt 46 Folaldagullasch 485 I Folaldasnitchel 560 Folaldalundir 570 ___Folaldafillet 570 KJÖTMIOSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 686SII

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.