Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 24

Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 24
MORG UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986 24 Á laugardagskvöld hópuðust Stokkhólmsbúar saman á Sergels-torgi. Það voru fluttar ræður og Internationalen sunginn. Svíar syrgja Palme: 60 þúsund manns söfn- uðust saman í Gautaborg Pravda kennir hægri öf lum um morðið Moskvu, 3. marz. AP. OLOF Palme var fórnarlamb „þeirra afla í heiminum, sem vilja hægrisveiflu". Var þessu haldið fram í dag í Pravda, blaði sovézka kommúnistaflokksins og var höfundur greinarinnar, Chingiz Aitmatov, kunnur stjórn- málablaðamaður. I Izvestia, málgagni sovézku stjórnarinnar^ var sama sjónarmiði haldið fram. Þar lagði höfundurinn, Georgy Arbatov, sem sæti á í mið- stjóm kommúnistaflokksins, áherzlu á, að Palme hefði átt sér óvini bæði í Bandaríkjunum og annars staðar vegna andstöðu sinnar við stríðið í Víetnam og skoðana sinna í afvopnunarmálum. Þeir Aitmatov og Arbatov báru báðir morðið á Palme saman við morðið á Indiru Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands, í október 1984, en sovézkir fjölmiðlar tengdu það óbeint við CIA. Stokkhólmi, 3. mars. Frá Bergjjótu Fridriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA rikisstjórnin telur ekki þörf á því að gefa út formlega yfirlýsingu um þjóðarsorg hér í Svíþjóð vegna morðsins á Olof Palme, forsætisráðherra, sakir hinnar einlægu og djúpu sorgar sænsku þjóðarinnar. Blómahaf á morðstaðnum Fréttin um morðið á forsætisráð- herra Svíþjóðar tók að berast um Stokkhólm skömmu eftir miðnætti á föstudag og var ijölda veitinga- og skemmtistaða tafarlaust lokað. Fljótlega tók fólk að streyma í þús- undatali að morðstaðnum í miðri borginni til þess að heiðra minningu Olofs Palme og þurfti lögregla að loka svæðið af þar sem Palme var skotinn til þess að ekki yrði hróflað við vegsumerkjum. Fjöldi fólks henti blómvöndum á gangstéttina þar sem Palme féll fyrir hendi morðingjans og síðdegis á laugar- dag var afgirta svæðið þakið blóm- um í öllum regnbogans litum. Margir skildu eftir persónulega muni sína og aðrir röðuðu logandi kertum umhverfís morðstaðinn. Syrgjendum fór sífellt íjölgandi eftir því sem lengra leið á daginn. Fólk stóð í hóp umhverfis blómahaf- ið án þess að mæla orð af vörum. Margir grétu. Stóll Palmes var auður Um alla borgina var flaggað í hálfa stöng og fyrir utan Rosenbad, aðsetur ríkisstjómarinnar, beið gíf- urlegur fjöldi fólks í röðum eftir að geta vottað samúð sína, skriflega og með blómagjöfum. Á laugar- dagskvöldið söfnuðust um 10 þús- und manns saman á Sergels-torgi í miðri borginni til þess að minnast hins látna forsætisráðherra. Fólkið var með blóm og bar logandi kyndla og enginn mælti orð af vörum. Eftir að utanríkisráðherrann, Sten And- erson og iðnaðarráðherrann, Tage G. Peterson, höfðu ávarpað við- stadda, var baráttusöngur verka- Iýðsins, Intemasjónalinn, leikinn. Brustu þá margir í grát. Á sunnudaginn kom ríkisstjómin saman til fundar með eftirmanni Olofs Palme, Ingvari Carlsson, í Rosenbad. Sæti Olofs Palme var autt og á borði hans logaði kerti. Biskupinn í Stokkhólmi, Krister Stendahl, lagði til að sérstök bæn yrði lesin við messu í kirkjum lands- ins á sunnudag til að heiðra minn- ingu Olofs Palme. Kirkjur voru flestar þéttsetnar og höfðu margir prestar á orði að þennan sunnudag hefðu þeir náð óvenju nánu sam- bandi við söfnuði sína. Útför Palme fer fram 15. marz Stokkhólmi, 3. marz. AP. ÚTFÖR Olofs Palme á að fara fram 15. marz frá ráðhúsinu í Stokkhólmi og verður ekki kirkjuleg. Bo Toresson, talsmaöur sænskra jafnaðarmanna, sagði í dag, að fulltrúum erlendra ríkis- stjóma yrði boðið að vera viðstaddir athöfnina en einnig fulltrú- um annarra aðildarflokka að alþjóðasamtökum jafnaðarmanna. Toresson sagði, að hefð hefði skapazt þegar á árinu 1925 varð- andi útför á flokksleiðtogum sænskra jafnaðarmanna, er Hjalmar Branting dó, en hann var fyrsti forsætisráðherra Svía úr röðum jafnaðarmanna. Sagði Toresson ennfremur, að í sam- ræmi við óskir fjölskyldu Palmes, hefði þeim, sem vildu minnast hans, verið bent á sérstakan sjóð jafnaðarmannaflokksins, er hefði það að markmiði að efla og gefa upplýsingar um stefnu jafnaðar- manna. Flokkurinn hefði þó jafnframt stofnað sérstakan sjóð, Minning- arsjóð Olofs Palme og væri mark- mið hans að auka gagnkvæman skilning og öryggi á alþjóðavett- vangi, efla nemendaskipti á milli þjóða svo og friðar- og afvopnun- arrannsóknir og vinna gegn kyn- þáttahatri. Palme verður borinn til grafar í kyrrþey í samræmi við óskir fjölskyldu hans. Legstaður hans hafði ekki verið ákveðinn í dag. Flaggað í hálfa stöng á konungshöllinni Minningarathafnir um Olof Palme voni haldnar um helgina um land allt. Á sunnudagskvöld söfnuð- ust rúmlega 60 þúsund manns saman í Gautaborg. Gekk mann- fjöldinn með logandi kyndla um miðbæinn að svokölluðu Gauta- torgi, þar sem minningarathöfn var haldin. Einn af yfírmönnum lögregl- unnar í Gautaborg sagði í samtali við Sænska dagblaðið í dag að á 40 ára starfsferli sínum hefði hann aldrei séð svo mikinn fjölda fólks saman kominn í Gautaborg. Karl Gústaf Svíakonungur var í skíðafríi í Áre í Svíþjóð, þegar að Palme var myrtur og flaug hann til Stokkhólms á laugardagsmorg- uninn. Á fréttamannafundi síðar um daginn sagði hann að lát Palmes snerti sig djúpt þar sem þeir hefðu verið mjög nánir. Konungurinn ákvað á sunnudag að dregið skyldi í hálfa stöng á konungshöllinni við jarðarför Palmes. Við konungshirð- ina ríkir sú hefð að flagga eingöngu í hálfa stöng þegar meðlimir kon- ungsfjölskyldunnar falla frá. Ákvörðun Svíakonungs kom því mönnum nokkuð á óvart. Hún mun þó ekki vera einsdæmi, því fáni konungshallarinnar var dreginn í hálfa stöng er Dag Hammarskjöld léstárið 1961. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi hafa ákveðið að reisa minnisvarða um Olof Palme, en ekki hefur ennþá verið ákveðið hvar hann muni standa. Honum mun þó ekki verða komið fyrir á morðstaðnum á horni Sveavágen og Tunnelgatan. Jarðarför Olofs Palme fer fram frá ráðhúsinu í Stokkhólmi laugar- daginn 15. mars, en hér í Svíþjóð mun algengt að jarðarfarir fari fram um tveimur vikum eftir andlát. Jafnaðarmannaflokkurinn mun sjá umathöfnina. Öryggis- ráðstafanir hertar Stokkhólmi. 3. marz. AP. RÁÐSTAF ÁNIR varðandi öryggi sænskra ráðamanna hafa verið hertar mjög eftir morðið á Olof Palme. Sagði Lars Lönnback, tals- maður sænska utanríkisráðu- neytisins, í dag, að miklu fleiri ráðherra væri gætt nú en áður. Þannig hefði Carlsson forsætis- ráðherra nú með sér lffvörð, hvert sem hann færi. Fram er komið, að Palme hafði sent frá sér öryggisverði sína, eftir að hann kom til skrif- stofu sinnar á föstudag og sagt þeim, að þeirra yrði ekki þörf það sem eftir væri dagsins. Sjaldgæft vopn MORÐINGI Olofs Palme notaði skammbyssu af gerðinnni Smith og Wesson, sem er sjaldgæft vopn í Svíþjóð. Kúlan, sem varð Palme að bana, var koparhúðuð og það öflug að skotheld vesti duga ekki gegn henni. Kúluna, 357 kalibera Magnum, framleiddi Winchester-vopnaverk- smiðjan og var framleiðslu skota af þessari gerð hætt fyrir rúmum flmm árum og eru þær hvergi fáan- legar. Notkun kúlu af þessari gerð er talin vfsbending um að tilræðið hafí verið undirbúið og skipulagt. í safni sænsku lögreglunnar, þar sem eru 500 sýnishom af kúlum er engin af þessari gerð. Innfellda myndin sýnir byssur af gerðinni Smith og Wesson. Lög- regluþjónninn heldur á annarri af kúlunum, sem urðu Palme að bana. Pressens Bild/Símamynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.