Morgunblaðið - 04.03.1986, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986
DUUIX
fráOSRAM
—1 Dulux 5w 82 mm
táí——1 Dulux 7w 112 mm
Dulux 9w 144 mm
3 Dulux 11w 212 mm
Dulux frá Osram fer eins og Ijósið um
allan heim, vekur athygli fyrir góða hönn-
un, sexfalda endingu miðað við venju-
lega peru og 80% lægri lýsingarkostnað.
Dulux perurnar eru 5w, 7w, 9w og 11w en
það samsvarar 25w, 40w, 60wog 75 w
miðað við venjulegar perur.
a
I
8
JÓHANN OLAFSSON & CO. HF.
43 Sundaborg 13 - 104 Reykjavík - Sími 688 588
Þjónusta f öllum helstu raftækjaverslunum
0
Egypzk stjórnvöld beittu skríðdrekum gegu uppreisnarmönnum. Hér má sjá tvo þeirra i bænum Giza.
í bakgrunni stígur reykur upp af stóru glæsihóteli, en talið er, að meira en helmingur þess hafi eyði-
lagzt, er uppreisnarmenn báru eld að þvi.
Egyptaland:
Lík danskrar konu
fannst á hóteli
Kaíró, 3. marz. AP.
KOLBRUNNIÐ konulík fannst í
dag í hótelherbergi í Kaíró. Er
það talið vera af aldraðri danskri
konu, sem saknað hefur verið,
síðan sveitir úr egypzka þjóð-
varðliðinu gerðu uppreisn í síð-
ustu viku. Kona þessi mun vera
fyrsti útlendingurínn, sem týndi
lífi i átökunum, svo að vitað sé.
Zaki Badr, hinn nýi innanríkis-
ráðherra Egyptalands, sagði í dag,
að öryggissveitimar yrðu ekki
leystar upp vegna uppreisnarinnar.
Allt kapp yrði hins vegar lagt á að
bæta aðbúnað þeirra og aðstöðu,
svo að unnt yrði að koma í veg
fyrir að þessir atburðir endurtækju
sig. Megn óánægja á meðal þjóð-
varðliða er talin kveikjan að því,
að Qölmennir hópar þeirra hófu
uppreisn.
I uppreisninni var m. a. kveikt í
þremur stórum hótelum. Danska
konan, sem beið bana, var ferða-
maður á einu þeirra. Hún hét Anne
Pedersen og var 65 ára að aldri.
Enda þótt líkið hafi verið svo brunn-
ið, að það var óþekkjanlegt, er ekki
talinn leika vafi á, að það var af
henni.
Áður hafði Osama El-Baz, tals-
maður Mubaraks Egyptalandsfor-
seta, lýst því yfir, að enginn útlend-
ingur hefði verið í hópi þeirra 36,
sem týndu lífí í átökunum í síðustu
viku. Hins vegar hefðu 300 manns
særzt, þar á meðal þrír franskir
ferðamenn. Hefðu þeir verið fluttir
á sjúkrahús vegna meiðsla sinna,
sem ekki voru talin lífshættuleg.
Ekki kom til neinna alvarlegra
átaka í Egyptalandi um helgina.
Var það haft eftir Abdel-Halim
Abu-Ghazala, vamarmálaráðherra
landsins, að útgöngubanni því, sem
verið hefði í gildi, yrði aflétt „innan
fárradaga".
Ný bókmenntaverðlaun í Bandaríkjunum:
Róbert Penn Warren út-
nefndur lárviðarskáld
Washington, 28. febrúar.
ROBERT PENN WARREN, 80 ára gamall skáldsagnahöfundur og
ljóðskáld, hefur verið útnefndur fyrsta lárviðarskáld Bandaríkjanna
af þar til skipaðrí nefnd. Bretar hafa útnefnt lárviðarskáld síðan á
17. öld, og hlaut John Dryden þann heiður fyrstur breskra skálda.
Robert Penn Warren varð þekkt- næstum allar greinar bókmennta,
ur fyrir um 40 ámm fyrir skáldsögu sagði í viðtali 1983 að ljóðin stæðu
sína „All the King’s Men“. Hann nærst hjarta sínu, og hann hefur
hefur tvisvar hlotið Pulitzer-verð- fyrst og fremst fengist við ljóðagerð
launin bæði fyrir skáldsögur og ljóð. síðasta áratuginn.
Warren, sem hefur fengist við
Bandaríkin:
Hafa vísindamenn
uppgötvað „aðalrofa“
ónæmiskerfisins?
Atlanta, Bandaríiyunum, 28. febrúar. AP.
BANDARÍSKIR vísindamenn hafa fundið nátt-
úrulegt hormón, sem þeir segja, að margfaldi
virkni ónæmiskerfisins í baráttu þess við krabba-
mein og aðra smitsjúkdóma. Var greint frá þessu
í dag í blaðinu The Atlanta Conatitution.
Blaðið hefur það eftir vísindamönnunum, að ef
efnið, sem kallast Interleukin-4A, hafi sömu áhrif
í mönnum og dýmm, muni það e.t.v. geta eytt
æxlum og unnið bug á hættulegum smitsjúkdómum.
Vonast þeir jafnvel til, að það geti endurreist bæklað
ónæmiskerfíð í alnæmissjúklingum.
Dr. Ellis Reinherz, yfirmaður rannsóknastofu í
ónæmisfræði við Dana-Farber-krabbameinsstofnun-
ina í Boston, segir í viðtali við blaðið, að hann og
félagar hans telji sig hafa fundið „aðalrofa" ónæm-
iskerfísins, efni, sem margfaldi áhrif þess og sé
miklu öflugra en InterIeukin-2. Bandaríska krabba-
meinsstofnunin hefur gert tilraunir með síðamefnda
efnið á 25 sjúklingum og hefur árangurinn af þeim
vakið mikla athygli.
Tilraunir vísindamannanna hafa leitt í ljós, að
Interleukin-4A örvar ónæmissvaranir líkamans 100
sinnum meira en önnur Interleukin-efni en efni af
þessum flokki stjóma frumuvexti og fundust aðeins
fyrir nokkmm ámm.
Grein um þessa uppgötvun vísindamannanna mun
birtast í vísindatímaritinu Science Magazine, dag-
settu 7. mars.