Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 27 Kosningar í Slésvík-Holstein: Úrslitin áminning til slj órnarflokkanna Bonn, 3. mars. AP. ÚRSLIT kosninganna i Slésvík-Holstein, nyrsta ríki Vestur-Þýska- lands, eru viðvörun til Helmuts Kohl, kanslara; Flokkur hans, kristi- legir demókratar (CDU), tapaði sex prósent fylgi frá siðustu kosning- Kurt Biedenkopf, formaður CDU í Nordrhein-Westphalen-ríki, segir að úrslitin séu greinileg viðvörun til stjómarflokkanna í Bonn. „Úr- slitin sýna að þungur róður er fram- undan," sagði Biedenkopf fyrir flokksfund í Bonn og vísaði þar til þingkosninganna í janúar á næsta ári. Sósíal-demókratar (SPD) hlutu 40,3 prósent atkvæða í bæjar- og sveitarstjómarkosningunum í Slés- vík-Holstein á sunnudag og bættu við sig 5,7 prósentum frá kosning- unum 1982. Fylgi Græningja (die Griinen) rúmlega tvöfaldaðist og em þeir nú þriðji stærsti flokkur ríkisins. Þeir fengu 7,4 prósent fylgi, en aðeins 3,1 prósent 1982. Fylgi CDU féll úr 40,1 prósenti 1982 niður í 44,2 prósent og Frjáls- ir demókratar (FDP), sem sitja við stjómvölinn í Bonn ásamt kristileg- um demókrötum, misstu 2,4 prósent fylgis síns: Fengu nú 4,4 prósent atkvæða, en 6,8 prósent 1982. FDP fékk ekki einu sinni sæti í bæjar- stjómum Kílar, Lúbeck og Flens- borgar. Uwe Barschel, forsætisráðherra í Slésvík-Holstein, kenndi sam- steypustjóm CDU/CSU og FDP í Bonn fyrir hrakfarir CDU í ríkinu. Hann sagði að af þessu sex pró- senta fylgistapi megi skrifa fímm prósent á reikning Kohls, kanslara, og stjómar hans og þeirra mistaka, sem stjómin hefði gert. Þar hefðu helst átt hlut að máli deilur, sem varað hefðu marga mánuði, um breytingar á greiðslum til verkamanna í verkfalli og nýja gerð skilríkja, er setja á í umferð í Vestur-Þýskalandi. Norður-Noregur: • • Ordeyða um allan sjó ÞAÐ SEM AF er þessari vertíð, hefur ekki fengist bein úr sjó við Lófóten að heitið getur og ber mannlífið þar þess glöggt vitni. Tugir tonna af salti standa ónotuð í verstöðvunum og fiskihjallamir eru tómir, sem er óvenjulegt á þessum árstima þegar mánuður er liðinn af vertíðinni. Ef ekki verður breyting á til batnaðar fljótlega, getur svo farið að vertíðin í ár verði ein sú versta frá upphafi. Til marks um það hafa nú veiðst 2.900 tonn af þorski á þessari vertíð, en á sama tima i hitteðfyrra höfðu veiðst 10 þúsund lestir og var þó sú vertíð ekki nema í meðallagi. í Henningsver, stærstu verstöð- inni á Lófóten, er deyfð yfír mann- lífínu. Þar hafa ekki veiðst nema 160 tonn á móti 900 árið 1984, enda er þar ekki nema þriðjungur þeirra sjómanna sem þar eru venju- lega á þessum tíma. Þeir sjómenn AP/Ljóamynd Reagan ísnjókasti? Ronald Reagan, forsetí Bandaríkjanna, gaf sér tíma til þess að sýna nokkrum ljósmyndurum hvernig henda á sijóbolta með stæl, er hann var á leið til skrifstofu sinnar & þriðjudaginn fyrir viku. Fáeinum klukkustundum síðar skýrði Bandaríkja- stjóm frá þvi að Marcos fyrrverandi forseti Filippseyja hefði samþykkt að fara úr landi, en það skal ésagt látið hvort spjókastið stóð í einh verju samhengi við þá tilkynningu. sem eftir eru, eru orðnir órólegir og sífellt kemur upp orðrómur um góða veiði annars staðar. En hingað til hafa þessar sögusagnir ekki verið á rökum reistar. Sama ördeyðan er um allan sjó. (Aftenposten) Norðmenn byggja risa- olíupall Kaupmannahöf n 28. febrúar. Frá Grœn- landsfréttaritara Morgunbl., N.J. Bruun GRÆNLENSKA olíuleitarævin- týrinu á Jamesonlandi á austur- strönd Grænlands hefur verið frestað í að minnsta kosti 2 ár. Hefur oliufélagið Arco tilkynnt að bæði uppbygging og jarð- fræðilegar rannsóknir, sem þar hafa staðið yfir, verði stöðvaðar. Starfsmenn verða sendir heim i áföngum í mars, allir nema þeir sem sjá skulu um reksturs hins nýja flugvallar á staðnum. Stöðvun framkvæmdanna er vegna verðfalls á olíu að sögn yfír- manna hjá dótturfyrirtæki Arco í Danmörku, Nordisk mineselskab. Arco hefur tilkynnt danska Græn- landsráðuneytinu ákvörðun sína um að stöðva framkvæmdir - og ráðu- neytið hefur ráðgast um málið við Jonathan Motzfeldt formann land- stjómarinnar og Jonas Danielsen bæjarstjóra í Scoresbysund. Arco hafði áætlað að láta fara fram viðamiklar jarðfræðilegar rannsóknir á Jamesonlandi og framkvæma tvær tilraunaboranir í framhaldi af þeim. Átti þessu að vera lokið árið 1990. Uppsagnir og brottflutningur starfsmanna verður einmitt á sama tíma og opnaður er nýr flugvöllur sem m.a. átti að vera fyrir olíuleitarmennina. Hann er við Constable point í Hurry-fírði, norðan við Scoresbysund. Er þessi nýi flugvöllur var tekinn í notkun var flugvöllurinn í Meistaravík lagð- ur niður og þeirri ákvörðun verður ekki breytt. Flugvöllurinn við Constable point verður starfræktur áfram og munu starfsmenn flug- vallarins jafnframt gæta olíuleitar- stöðvarinnar sem ekki verður starf- rækt næstu tvö árin að minnsta kosti. Þegar er hafíð að ganga frá mælitækjum og verkfærum í geymsluhúsum á staðnum, þar sem þau munu liggja óhreyfð næstu tvö árin að mirmstakrjgfj ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.