Morgunblaðið - 04.03.1986, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið.
Nýtt húsnæðis
lánakerfi
Margir þeir, sem áttu hlut að
gerð kjarasamninganna í
síðustu viku hafa orðið til þess
að kalla þá „tímamótasamninga".
Reynslan ein sker úr um, hvort
svo verður. Lítið má út af bera
til þess að þau markmið, sem að
er stefnt, náist ekki. Sjálfír getum
við ráðið því að sumu leyti, hvem-
ig til tekst, en yfir öðru ráðum
við ekki. Veruleg lækkun dollar-
ans getur valdið okkur umtals-
verðum erfíðleikum, þegar líður á
árið.
Auk ákvæða kjarasamning-
anna um kauphækkun og kaup-
tryggingu eru í þeim þættir um
húsnæðismál, sem vakið hafa
mikla athygli og jafnframt tölu-
verðar deilur. Tvennt hefur ein-
kennt stöðu húsnæðismála síð-
ustu misseri: í fyrsta lagi mikil
og alvarleg vandamál þeirra, sem
byggt hafa á síðustu 5 árum eða
svo. í öðru lagi tregða fólks til
þess að festa kaup á húsnæði
vegna þeirra vandamála, sem af
því hafa leitt fyrir þá, sem það
hafa gert og þar af leiðandi
samdráttur í byggingariðnaðin-
um. Með kjarasamningunum er
gerð tilraun til að taka á þessum
tvíþætta vanda.
Þeir, sem byggt hafa eða keypt
frá 1980 hafa lent í miklum erfið-
leikum af tveimur ástæðum. Hús-
byggingarlán hafa verið margfalt
dýrari en áður tíðkaðist og á sama
tíma og lán voru verðtryggð var
verðtrygging kaupgjalds afnum-
in. Jafnframt hefur fasteignaverð
farið lækkandi á sama tíma og
aðrir íjárfestingarkostir hafa
dregið til sín fjármagnið. Afleið-
ing lækkandi fasteignaverðs og
hækkandi verðtryggðra lána hef-
ur orðið sú, að jafnvel fólk, sem
átti verulegt eigið fé til þess að
leggja í húsbyggingu, hefur tapað
því að miklu leyti. Nú gerizt femt,
sem verður þessu fólki til hags-
bóta. Verðbólgan lækkar svo
mikið, að verðtryggðu lánin munu
hætta að æða upp úr öllu valdi.
Nafnvextir lækka, sem mun bæta
mjög greiðslustöðu húsbyggj-
enda. Sérstök lán verða veitt til
þessa hóps til þess að leysa verstu
vandamálin. Loks munu þessir
húsbyggjendur eiga kost á því að
lengja bankalán sín enn og nú í
10 ár, sem dregur verulega úr
greiðslubyrði þeirra. Þessar að-
gerðir ættu að komast langt með
að leysa vanda þessa hóps.
Nú eru gerðar umfangsmestu
ráðstafanir, sem gerðar hafa
verið í rúma tvo áratugi til þess
að auðvelda fólki að eignast eigið
húsnæði. Þeir, sem festa kaup á
húsnæði í fyrsta sinn, eiga nú
kost á svo hagkvæmum lánum til
svo langs tima, að líklega getur
greiðslubyrði í mánuði hveijum
verið léttari fynr þá, sem ráðast
í kaup en hinna, sem taka hús-
næði á leigu. Að sumu leyti má
segja, að þetta séu víðtækustu
ráðstafanir, sem gerðar hafa
verið til þess að auðvelda fólki
að eignast húsnæði frá því að
samningamir voru gerðir um
byggingu 1.250 íbúða fyrir lág-
launafólk í Breiðholti á árinu
1965. Nú má segja, að stefnt sé
að svipuðum ráðstöfunum, sem
nái til allra þeirra, sem festa kaup
á húsnæði í fyrsta sinn og þá var
stefnt að fyrir láglaunafólk sér-
staklega.
Þessi markmið eru ekki um-
deild heldur sú leið, sem farin er
til þess að íjármagna þetta kerfí.
Talsmenn nokkurra sterkustu líf-
eyrissjóðanna hafa talið, að með
þessum samningum seilist opin-
berir aðilar í sjóði, sem byggðir
hafa verið upp með fijálsum
sparnaði fólks og ríkisvaldið hafi
engan rétt á að sækjast eftir.
Samningsaðilar komu til móts við
þessa gagnrýni með því að gera
lánsupphæð skilyrta eftir því,
hvað lífeyrissjóður viðkomandi
leggur mikið fé fram til hús-
næðislánakerfisins. A móti má
halda því fram, að þessi aðferð
til þess að þvinga lífeyrissjóðina
til þess að leggja fjármuni fram
sé engu betri. Ráðstöfunarréttur
yfír fé lífeyrissjóðanna er við-
kvæmt mál. A undanfömum
ámm hafa stjórnvöld hvað eftir
annað gert tilraun til þess að
lögbinda ákveðin fjárframlög frá
lífeyrissjóðunum en jafnan orðið
að hverfa frá þeim áformum.
Munurinn nú er hins vegar sá,
að það eru ekki stjómvöld, sem
hafa forystu um þetta, heldur
aðilar vinnumarkaðarins, fulltrú-
ar þeirra sem borga til lífeyris-
sjóðanna. Það mun koma í ljós á
næstu misserum hver reynslan
verður af þessu kerfí.
Þetta nýja húsnæðislánakerfí
hefur einnig verið gagnrýnt út
frá allt öðrum forsendum. Því er
haldið fram, að með því sé stefnt
að nýju steinsteypuæði og að
engin þörf sé á því fyrir þjóðina
að leggja svona mikið fé í bygg-
ingar. Þá er því haldið fram, að
þetta fjárstreymi í húsbyggingar
muni leiða til mikillar þenslu í
efnahagsmálum og þannig vinna
gegn þeim markmiðum, sem að
er stefnt með kjarasamningunum.
Loks eru þeir, sem telja, að með
þessum aðgerðum sé beinlínis
unnið gegn þeim fijálsa fjár-
magnsmarkaði, sem hér hefur
orðið til á síðustu misserum og
muni það hafa neikvæð áhrif á
atvinnulífíð í heild sinni.
A þessari stundu getur enginn
fullyrt neitt um það, hver áhrifin
verða af þessum ráðstöfunum í
húsnæðismálum á efnahagslífíð í
heild sinni. Hið eina, sem hægt
er að staðhæfa er, að þær munu
greiða verulega úr vandamálum
þeirra húsbyggjenda, sem hafa
orðið hart úti í efnahagsþróun
siðustu ára og þær munu auð-
velda ungu fólki að eignast eigið
húsnæði. Náist þetta tvennt fram
hefur mikið áunnizt.
Frá fundi hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins 15. maí 1984, þegar fulltrúar íslands sátu þar í fyrsta
inu snýr baki i ljósmyndarann, annar við hægri borðsendann.
Þjóðviljinn o g uta
eftir Björn
Bjarnason
Utanferðir á vegum ríkisins hafa
verið töluvert til umræðu undan-
farið, eftir að fjármálaráðherra
svaraði fyrirspurn um þær á Al-
þingi. Er eðlilegt, að menn velti
því fyrir sér, hvort nauðsynlegt sé
að leggja eins mikið fé og raun ber
vitni í slíkar ferðir. Því miður er
skýrsla ráðherrans ekki tæmandi
um þennan þátt í opinberum rekstri.
Fyrirspumin var um utanlands-
ferðir þingmanna, ráðherra og
embættismanna ráðuneytanna. I
svarinu er þó ekki getið um það fé,
sem alþingismenn nota á ári hveiju
til ferðalaga. Er tímabært, að upp-
lýsingar um það efni verði lagðar
fram. Minnist ég þess, þegar ég var
skrifstofustjóri í forsætisráðuneyt-
inu fyrir nokkrum árum, að þá lagði
Geir Gunnarsson, þingmaður Al-
þýðubandalagsins, fram fyrirspum
um opinberan ferðakostnað, sem
tók einnig til stofnana á vegum rík-
isins. Samkvæmt reglugerð um
Stjómarráð íslands heyrir Alþingi
undir forsætisráðuneytið og kom
það í minn hlut að ganga á eftir
því við skrifstofu Alþingis að fá
svar þaðan um ferðakostnað þing-
manna. Það fékkst aldrei og létu
þingmenn sér það vel lynda. Hef ég
ekki orðið þess var, að á þingi
kæmi fram áhugi á því, að frá
þessum útgjöldum skattgreiðenda
væri skýrt. Ætti þó sama yfír alla
að ganga í þessu efni eins og öðmm,
þegar rætt er um ráðstöfun á fé
skattgreiðenda.
Áhugi Þjóðviljans
Vegna þeirrar skýrslu, sem nú
hefur verið gefín á Alþingi, hefur
Þjóðviljinn beint athygli_ sinni að
einum þætti hennar. Á forsíðu
blaðsins laugardaginn 22. febrúar
er greint frá því, að í skýrslunni
er þess réttilega getið, að á árinu
1985 hafí ég farið í tvær utanlands-
ferðir á vegum utanríkisráðuneytis-
ins, til Bretlands í janúar og Hels-
inki í lok júlí, auk þess hafi ég farið
í eina ferð á vegum ráðuneytisins
til Brussel á árinu 1984. Samtals
nemur kostnaður við þessar ferðir
172.565 kr. Af ástæðum, sem mér
em ekki kunnar, kemur það ekki
fram í skýrslunni, að í september
1985 greiddi sendiráð íslands í
Bretlandi ferðakostnað fyrir mig
frá London til Amsterdam og dag-
peninga þar í þijá daga, en á þess-
um tíma var ég í leyfí frá störfum
á Morgunblaðinu og dvaldist í
Englandi.
Síðan Þjóðviljinn rakst á þetta í
skýrslunni, heftir blaðið oftar en
einu sinni minnst á þessi útgjöld í
ritstjórnargreinum. I forystugrein
blaðsins laugardaginn 1. mars segir
meðal annars:
„Þá hefur einnig komið í ljós, að
ríkissjóður hefur á síðustu tveimur
ámm greitt jafnvirði 185 þúsunda
króna í ferðakostnað og uppihald
fyrir Bjöm Bjamason aðstoðarrit-
stjóra Morgunblaðsins, en hann
fékk borgað fyrir að vera meðreið-
arsveinn Geirs Hallgrímssonar ut-
anríkisráðherra og stjómarfor-
manns útgáfufélags Morgunblaðs-
ins. Með fullri virðingu fyrir útgáfu
Morgunblaðsins, þá nær ekki nokk-
urri átt að það sé líka lagt á ís-
lenska launamenn að greiða Bimi
Bjamasyni aðstoðarritstjóra dag-
peninga úti í heimi. Hver er réttlæt-
ing ríkisstjómarinnar? Hver er rétt-
læting Morgunblaðsins? Á að þagga
þetta hneyksli niður?"
Um ferðirnar
Aðeins í einni þessara ferða hafði
ég þá ánægju að vera í fömneyti
Geirs Hallgrímssonar. Var það
þegar hann fór til Helsinki 1985 í
tilefni af því, að 10 ár vom liðin
frá undirritun Helsinki-samþykkt-
arinnar. Var mikill heiður að vera
í sendinefnd íslands, ekki síst vegna
þess hve skömglega ræðu Geir
Hallgrímsson flutti á fundinum og
vegna þeirrar athygli, sem orð hans
vöktu meðal annars í hópi blaða-
manna. Kom það meðal annars í
minn hlut að ræða við marga þeirra
utan funda fyrir hönd íslensku
sendinefndarinnar. Þegar við mig
var rætt af ráðuneytinu um þessa
ferð, var sagt, að hugmyndin um
þátttöku mína í afmælisfundinum
ætti rætur að rekja til þess, að ég
var, sem starfsmaður í forsætis-
ráðuneytinu, í för með Geir Hall-
grímssyni til Helsinki 1975, þegar
hann ritaði undir lokasamþykkt
ráðstefnunnar um samvinnu og
öryggi í Evrópu sem forsætisráð-
herra. Síðar kom það í minn hlut
að þýða þessa samþykkt á íslensku,
en hún var gefín út á vegum utan-
ríkisráðuneytisins, eins og áskilið
var í samþykktinni. Eg sagði, að
mér þætti ekki fært að takast ferð-
ina á hendur nema ég mætti senda
Morgunblaðinu fréttir af afmælis-
fundinum. Var á það fallist af ráðu-
neytinu.
Þegar Geir Hallgrímsson varð
utanríkisráðherra voru 30 ár liðin
síðan sjálfstæðismaður hafði gegnt
því embætti. Hann markaði meðal
annars þá stefnu, að íslendingar
ættu að verða virkari í hemaðar-
legri samvinnu innan Atlantshafs-
bandalagsins. Ég sit í Öryggismála-
nefnd sem fulltrúi þingflokks sjálf-
Utsýn gerir samning við Flugleiðir um leiguflug:
Meiri eftirspurn eftir sólar-
landaferðum en um langt árabil
- segir Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar
FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn
og Flugleiðir hafa gert með sér
samning um leiguflug frá íslandi
til sólarlanda sumarið 1986.
Samkvæmt samningnum leigir
Útsýn nýjustu vél Flugleiða,
Boing 727-200, á hveijum
fimmtudegi til flutnings á far-
þegum sínum til Costa Del Sol á
Spáni, Algarve í Portúgal og ítal-
íu.
Að sögn Ingólfs Guðbrandssonar,
forstjóra Útsýnar, er sætamagn í
þessum ferðum um 4.000 og væri
nú þegar um helmingur þess seldur.
Ingólfur sagði, að auk þessa samn-
ings, hefði Utsýn gert viðauka-
samning við Flugleiðir um flutning
á 3.000 farþegum til annara staða
á sérstökum fargjöldum, sem ekki
hefðu áður verið á boðstólnum á
ferðamarkaðinum.
„Samningamir við Flugleiðir eru
meðal annars grundvöllur þess, að
Útsýn getur boðið ferðir ársins
1986 á sambærilegu verði við sfð-
asta ár þrátt fyrir miklar verð-
hækkanir milli ára vegna verðbólgu
og gengisbreytinga", sagði Ingólf-
ur. „Útsýn hóf auglýsingar sínar
fyrir komandi sumar undir kjörorð-
inu „aukinn kaupmáttur í ferðalög-
um“. Það virðist hafa borið góðan
árangur því eftirspumin hefur verið
meiri síðustu tvær vikumar en
dæmi eru til um langt árabil. Niður-
staða í kjaramálum, festa í gengis-
málum og tiltölulega tryggt at-
vinnuástand í kjölfar nýgerðra
samninga vekur aukna bjartsýni og
fólk á auðveldara með að taka
ákvarðanir en áður, þegar óvissa
ríkti á vinnumarkaði og verðbólgan
æddi áfram“, sagði Ingólfur enn-
fremur.